Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 19
IMINNINGU SCHUBERTS Morgunblaðið/Þorkell TRIO Reykjavíkur hefur vetrarstarf sitt á sunnudagskvöld. F.v. Peter Máté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. FYRSTU tónleikar vetrarins hjá Tríói Reykjavíkur verða haldnir á sunnudags- kvöld kl. 20 í Hafnarborg. Tríóið er skip- að þeim Peter Máté, píanóleikara, Guðnýju Guðmundsdóttur, fiðluleikara, og Gunnari Kvaran, sellóleikara. Á efnis- skránni eru tvö píanótrió op. 99 og 100 eftir Franz Schubert og vill tríóið með þeim hætti minnast 200 ára fæðingaraf- mælis tónskáldsins. Píanótríóin tvö samdi Schubert seint á ferlinum og var hann þá áður búinn að semja tvö stutt píanótríó. „Eins og svo mörg verk sem Schubert samdi síðustu æviár sín eru píanótrióin tvö algjör meist- araverk," segir Gunnar. „Þau eru bæði löng og stórbrotin og óhætt er að heim- færa upp á verkin það sem Briickner sagði um stóru c-dúr sinfóniuna hans, að þau hafi guðdómlega lengd.“ Þau segja vinsældir tónleika um allan heim, sem nú eru haldnir til að minnast fæðingarafmælis Schuberts, festa tón- skáldið enn betur í sessi og áheyrendur virðast langt frá því að vera búnir að fá nóg af verkum hans. Guðný segir ánægju- legt að fá tilefni til þess að spila bæði verkin saman eins og nú. Verkin eru hins vegar mjög krefjandi vegna þess hve löng þau eru en verkin taka um 35 og 40 mínút- ur í flutningi. Árni Kristjánsson, píanóleikari kallaði Schubert himinborinn söngvara og söng- elskur var hann því þegar hann lést, að- eins 31 árs að aldri, hafði hann lokið við að semja 600 sönglög og hann dreymdi um að vera óperuskáld. „Stundum er eins og tónlist Schuberts sé ójarðnesk," segir Gunnar. „Hann sat og skrifaði viðstöðu- laust, líkt og verkin streymdu í gegnum hann og ef hann var ekki ánægður þá henti hann öllu og byrjaði upp á nýtt.“ Schubert bjó við mikla fátækt alla sína ævi og var aðeins þekktur í fárra manna hópi og það var ekki fyrr en eftir dauða hans sem verkin náðu almennum vinsæld- um. Píanótríóin tvö eru mjög ólík að gerð og Peter lýsir seinna verkinu sem mun hefðbundnara en því fyrra, sem er betur þekkt og mun dramatískara. Þau segja andstæðurnar kannski lýsa vel verkum Schuberts í heild þar sem alltaf hafi skipst á skin og skúrir. „Hljómasamsetningar Schuberts voru líka óvenjulegar og ótrú- lega margbreytilegar," segir Gunnar. „Þar vísaði hann veginn frá Vínarklassík til rómantíkur en sjálfur stóð hann á þess- um mörkum.“ Það er hugur í meðlimum tríósins í upphafi vetrarstarfsins. Á næstu tónleik- r- um þeirra, laugardaginn 1. nóvember, kemur Sigrún Hjálmtýsdóttir fram sem gestur tríósins og frumflutt verður verkið Spor eftir Áskel Másson. Á Nýárstónleik- um, 4. janúar, verður frumflutt nýtt verk fyrir fiðlukór eftir Þorkel Sigurbjörnsson og lokatónleikarnir, 29. mars, verða jafn- framt tíu ára afmælistónleikar Tríós Reykjavíkur. UPPHAFSSKALÐ MÓDERNRA LJÓÐA í NOREGI Ljóóaqeró hefur verió á mjöq háu stiqi í Noreqi undanfarna áratuqi, skrifar ORN OLAFSSON í grein um Paal Brekke sem aó hans mati telst upphafs- skáld módernra Ijóóa í Noregi. Greinin er hin síó- asta í umfjöllun höfundar um norsk Ijóóskáld. PAAL Brekke fæddist 1923 í Rorás í Mið-Noregi. Hann flýði til Svíþjóðar á hernámsárunum og gaf þar út fyrstu ljóðabók sína, nítján ára gamall, en aðra í stríðslok. Ekki tók hann þessar bækur með í ljóðasafn sitt, sem birtist 1978, en þar eru sex næstu bækur, frá árunum 1949-72. Síðan komu fjórar, sú síðasta 1994, þar sem skáldið yrkir mjög um hrumleika sinn, enda dó hann árið eftir. Létust reyndar mörg helstu ljóðskáld Norðmanna það ár, 1995. Brekke var blaðamaður, einkum gagnrýnandi, og auk ljóðabóka sendi hann frá sér tvær skáld- sögur, 1951 og 1953. Þýdandi Eyóilandsins 1949 birtist þýðing Brekke á hinum víð- fræga ljóðabálki T.S. Eliot, Eyðilandinu, og má merkja áhrifin á ljóðagerð hans sjálfs, það ár birtist þriðja bók hans, Skyggefektn- ing (Skylmst við skugga), langur, samhengis- laus ljóðabálkur, ljóðmælandi talar þar um umhverfi sitt nær og fjær, út og suður, en lesendum er látið eftir að skynja samhang- andi mynd, a.m.k. tilfinningalega. Þetta leið- ir hug íslensks lesanda umsvifa- laust að Dymbilvöku Hannesar Sigfússonar, sem birtist sama ár, og að bók hans Imbrudagari- veimur árum síðar, enda höfðu þeir Brekke báðir drukkið í sig, auk Eliots, sænsku skáldin sem kennd voru við áratuginn, „förti- talisterna". Aðferðin er í megin- atriðum mjög svipuð hjá báðum, en bálkur Brekke er öllu hljóðl- átari, mun meiri andstæður í stí! eru hjá Hannesi, enda tekst hann á við hefðbundið íslenskt ljóðmál í þessum bókum. Þeir Hannes og Brekke tengj- ast aftur síðar, því 1972 sneri Brekke við blaðinu og hvarf frá módernum ljóðum til opinna ljóða, að hætti þeirra tíma, þ.e. langir ljóða- bálkar um daglegt líf, ortir á daglegu máli. Brekke orti nú samfelldan bálk, ljóðabókina Kvöldið er hljótt, um elliheimili, þar sem íbú- arnir koma fram og minnast liðinnar ævi sinnar í brotum. Þetta eru skarpar myndir og áhrifaríkar. En Hannes sendi fyrir fáeinum árum frá sér syrpu lausamálstexta um sama efni og tekið svipað á, en um íslendinga, og ekki minnist ég þess að neins staðar væru bein áhrif. Brekke hélt sig síðan mestmegnis PAAL Brekke. við opin ljóð, og eru einkar minnisstæð falleg löng erfiljóð eftir dansk-an skáldbróður hans, Ivan Malinowski, 1992, einnig orti hann hvöss ljóð sem stilltu aðstæðum í 3. heiminum upp gegn vanahugsun landa hans. Allt frá 1949 hélt Brekke uppi módernri ljóðagerð í næstu bókum, af miklum þrótti, og þykir einna mest til koma Ræðararnir frá íþöku, 1960. Þar rifjar hann upp sögur úr Odysseifskviðu, en færir sjónarmiðið til ræð- aranna, og heimfærir á nútímann. I stað hátíðlegs stíls Hómerskviða kemur næsta óformlegt, kumpánlegt tal alþýðufólks. Og þetta höfuðverk menningararfsins er umtúlk- að, í stað yfirnáttúrulegra afla kemur túlkun á mannkynssögunni út frá aðstæðum sem lesendur geta sett sig í. Lítum á glefsu úr bálkinum. Þar segir frá því að skipið berst að furðuverum sem eru samsettar úr fuglum og konum, sírenur. Söngur þeirra tryllti alla sem heyrðu, og því lét Odysseifur troða vaxi í eyru ræðara sinna en binda sig við sigluna svo hann gæti heyrt söng þeirra án þess að fara sér að voða. Þetta yfirfærir Brekke á viðbrögð alþýðu við nútímaljóðum, en síðar segir frá töfrakonunni Kirke sem breytti mönnum í svín, einnig það er hag-lega yfir- fært á nútímann, sýnir stéttamun í skemmt- analífinu: Sírenuraar syngja! hrópaði Odysseifur heyriði! og hann horfði til himins Einhverskonar vanskapað fiðurfé flaksaði um skipið en ekki okkar vegna við sinntum vinnunni Söngvar sem við getum skilið risa af hljómfalli líkamans árinni sem við beitum með höndunum krúsinni sem við skellum í borðið Allt sem við eigum sameiginlegt gleður okkur En Odysseifur veit betur Bara fyrir hann héldu þær áfram að snökta þangað til raddböndin fóru í hnút af fegurð Hann fór víst sjálfur í hnút Þvílíkt getið þið ekki skilið sagði hann því þið eruð fæddir með vaxtappa í eyrunum Guðdómlega hátt yfir ykkur er listin hafín Og við þökkuðum auðmjúklega við kærðum okkur ekkert um að hafa hana nær okkur En þegar við vorum í landi um kvöldið búnir að koma okkur vel fyrir hjá Kirke, það er indælis knæpa þá stóð hann þarna allt í einu, yfir sig hneykslaður og öskraði að við hefðum allir breyst í svín Við vorum eins og við erum Kannski höfðum við sungið dálítið mikið í takt saman, og skellt krúsunum sveiflað örmunum upp og niður i takt, í takt Kannski gekk það dálítið langt við heyrðum að lokum ekki sjálfir hvað við öskruðum og við sáum ekki sjálfir hvar við trömpuðum nú jæja í þessari sömu bók er ljóð um Egil Skalla- grímsson aldurhniginn. Talið um mold í ann- arri línu sýnir aðstæður hans í dimmum „moldarkofa" en má jafnframt lesa sem mynd af því hvernig máttur hans er smám saman að þverra, að því kemur aftur í 8.-9. línu. Á milli er vísun í söguna af því þegar Egill orti Höfuðlausn, og fugl truflaði hann ' (vængirnir). Orðið „brunnur“ er hér þýðing á skakt, þ.e. lóðrétt göng, sem geta allt eins legið til námu eða verið fyrir lyftu. Ég túlka það svo hér, að þetta tákni dimm göng, sem örvasa öldungurinn horfir um, upp til fyrri frægðarverka, sem gnæfa hátt uppi, and- stæða núverandi ástands hans: Egill, gamall Það tautar, tautar Mold sáldrast Þú heyrir ekki í þér sjálfum lengur getur ekki fundið sjálfan þig lengur Vængir slást í brunni hendur, gleymdar í gluggasillunni Hér aðeins morandi þúsundframa < skordýralíf líkamans En yfir þér himinstorkandi gróf níðstöng þín, Egill og sverðleikur orða Ég hefi þýtt ljóðdæmin af veikum mætti (og nreð aðstoð Vésteins Ólasonar), en mæli eindregið með því að áhugafólk leiti til frumtextanna. A.m.k. síðustu fjórar bæk- ur Brekke eru í bókasafni Norræna hússins, en Ljóðasafnið 1949-72 finnst mér iniklu magnaðra. Það fæst víst ennþá, og má lík- lega hafa það til (dapurlegs) marks um ljóða- sölu í Noregi. En ljóðagerð þar í landi hefur 4 ~ verið á mjög háu stigi undanfarna áratugi, vonandi hefur það að einhveiju leyti birst í þessum pistlum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.