Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 3
HANNES HAFSTEIN LESBÖK MORGIWBLAÐSENS - MENMNG I.ISHli 38.tölublað - 72.árgangur EFNI Listasaga E.H.Gombridge hefur verið þýdd á 30 tungumál og er ein- hver vinsælasta listasaga sem um getur. Galdurinn felst ekki síst í því að höfundurinn setur sig ekki á neinn háan fræðastall, en talar bæði um gamla og nýja list þannig að allir skilja og bendir alltaf á dæmi um það sem hann ræðir um. Hér er gripið niður í formálann um list og listamenn. Halldór Bjöm Runólfsson hefur þýtt bókina. Inntak póstmódernismans er umfjöllunarefni í 4. grein Kristjáns Krist- jánssonar heimspekings um tíðarandann í aldarlok. Lýsing hans á hugmyndaheimi póstmódernista er ekki aðlaðandi, en þetta er vissulega nútíminn með sín skjáblik, ljósa- skiltasindur, ímyndafár, rótleysi og lífsmett- un þeirra sem allt hafa séð og allt reynt. Island var enginn griðastaður flóttamanna af gyð- inglegum upprana, sem reyndu næstum hvað sem var eftir að ofsóknir þýzkra nasista hó- fust úti í Evrópu á 4. áratugnum. Hér segir Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson af flóttamannin- um Alfred Kempner, sem flúði til íslands 1935, en var atvinnulaus og rekinn til Nor- egs, þaðan sem hann var rekinn aftur til íslands og umsvifalaust rekinn héðan til Danmerkur. Hann reyndi fyrir sér með land- vist í Argentínu, Nýja-Sjálandi, Filipseyjum, Bólivíu og Venezuela. Þótt hann lifði af, var það ekki íslenzkum yfirvöldum að þakka. Andreas Schmidt er einn af kunnustu barítónsöngvurum heims. Hann dvelur nú hér á landi og mun halda Master Class námskeið fyrir íslenska söngv- ara og tvenna tónleika. í samtali við Guð- björn Guðbjörnsson ræðir Andreas meðal annars söngtækni sína: „Ég er fullvitaður um tæknileg atriði söngs, stuðning, sérhljóða- myndun og dekkun, þó mér sé bölvanlega við það orð.“ Þríhöfðasýn má segja að sé einkunnarorð sýningar sem opnar í dag í Gerðarsafni en hún nefnist Umhverfis fegurðina. Þar sýna listaerk sín þeir Kristinn G. Harðarson, Eggert Pétursson og Helgi Þorgils Friðjónsson. Hulda Stefáns- dóttir ræddi við þá og reyndi að henda reið- ur á sameiginlegum einkennum þeirra. Leikbrúður Jóns E. Guðmundssonar hafa verið sýndar í íslenska brúðuleikhúsinu í sumar en síðasta sýningarhelgi er um helgina. Jón hefur einn- ig sýnt brúður sinar í Japan. Súsanna Sva- varsdóttir ræddi við Jón um sýningarnar og starfsemi leikhússins á haustdögum. Forsíðumyndin: Úr listasögunni: Adam og Eva. Æting eftir Albrecht Durer, 1504. UNDIR KALDADAL Ég vildi óska, það yrði nú regn eða þá bylur á Kaldadal, og ærlegur kaidsvali okkur í gegn ofan úr háreistum jöklasal. Loft við þurfum. Við þurfum bað, að þvo burt dáðleysis mollu-kóf, þurfum að koma á kaldan stað, í karlmennsku vorri halda próf. Þurfum á stað, þar sem stotmur hvín og steypiregn gerir hörund vott. Þeir geta þá skolfið og skammast sín sem skjálfa vilja. Þeim er það gott. Ef kaldur stormur um karlmann ber og kinnar bítur og reynir fót, þá fínnur ’ann hitann í sjálfum sér og sjálfs sín kraft til að standa mót. Að kljúfa rjúkandi kalda gegn það kætir hjartað í vöskum hal. - Ég vildi það yrði nú ærlegt regn og íslenskur stormur á Kaldadal. Hannes Hafstein, 1861-1922, var stjórnmólamaður, sýslumaður ísfirðinga og Eyfirðinga, og fyrsti íslenski róðherrann. Hann var aulc þess eitt af aldamóta- skóldunum og hneigður til nýrómantíkur. Oft birtist í kvæðum hons karlmannleg afstaða til nóttúrunnar eins og hér mó sjó. DANSKAN DÝRA RABB UM HELGINA fagnar nor- ræna félagið 75 ára af- mæli sínu, - og er afmæl- isbarninu óskað til ham- ingju og þökkuð vel unn- in störf á Hðnum áratug- um. Á stórafmælum er eðlilegt að líta ekki að- eins yfir farinn veg, heldur rýna fram á við og reyna að átta sig á því, hvert nú skuli halda. Norrænt samstarf stendur um margt á tímamótum. Þijár þjóðanna eru gengnar í Evrópusambandið og hafa mörg- um hnöppum að hneppa í nýjum félags- skap. Heimurinn skreppur saman, lönd sem áður voru fjarlæg eru nú í sjónmáli með öllum sínum freistingum ogtækifærum til fjár og frama. Það hriktir í einingarbandi Norðurlanda. Ýmis norræn samtök, sem blómstruðu fyrir áratug, virðast eldast illa, - menn streitast við að halda í þeim lífinu meira af vilja en mætti. Við fáum samvisku- bit, ef norrænt félag er lagt af. Þótt fagleg- um tilgangi kunni að vera betur borgið í alþjóðlegu, eða a.m.k. evrópsku, samstarfí, finnst okkur, sem nú erum á miðjum aldri o g alin upp við hugsjón um norrænt bræðra- lag, það tryggðarof og svik við fyrri kyn- slóðir að gefa norrænu samtökin upp á bátinn. En er þetta kannski eðlileg þróun, sem ekki þarf að sporna við? Ungt fólk á Norðurlöndum elst upp með allt önnur viðhorf en foreldrar þess gerðu. Við getum ekki búist við því, að það erfi óbreytta tryggð eldri kynslóðanna við nor- rænt samstarf. Það lifir í öðrum heimi, þar sem veröldin öll er innan seilingar og mögu- legt að ferðast hvert sem er, setjast að um tíma og fá sér vinnu eða fara í skóla. í því úrvali virðast Norðurlöndin nálæg, örugg, og kannski svoldið sveitó. Tilvísun til fortíð- arinnar dugir ekki, - enda kemst sá sem alltaf horfir aftur fyrir sig ekkert áfram. Hvernig eigum við þá að efla norrænt bræðralag með komandi kynslóð? Eigum við enn að auka áhersluna á norrænar tung- ur og sameiginlegan menningararf? Ungt fólk um allan heim, og ekki síst á Norður- löndum, verður nú fyrir meiri erlendum áhrifum en nokkru sinni fyrr. Áhrifum sem yfirvöld, skólar eða foreldrar hafa enga stjórn á. Fyrir utan áhrif kvikmynda er almennur aðgangur að tölvum og veraldar- vefnum menningarbylting engu lík. Allir sem vettlingi geta valdið munu sogast með henni, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hún verður ekki stöðvuð, - og eina leiðin til að hafa áhrif á hana er að taka þátt í keppninni um athygli notandans. Á veraldarvefnum er töluð enska. Allur efi um stöðu enskunnar er úr sögunni, upplýs- ingabyltingin hefur snarlega staðfest að hún er, og verður, heimsmál. Um tölvu- skjái flæðir hún stanslaust yfír hundruð milljóna manna um allan heim. Yngstu kynslóðinni verður engin kvöð að læra ensku, það verður fullkomlega sjálfsagt og nauðsynlegt og mun gerast hratt, því alls staðar eru tækifæri til að æfa sig, - ekki síst utan veggja skólans. Hvernig getum við þá varið okkar nor- rænu sjálfsmynd? Án tungunnar tapast þjóðernið. Ætli þjóð að lifa, verður hún að rækta sitt tungumál og vetja sínar menn- ingarlegu rætur. Þetta á við um hverja þjóð fyrir sig, - en ég er ekki viss um að þetta eigi við á milliþjóða. Satt að segja efast ég um að norræn samkennd sé háð því að þjóðirnar skilji tungu hver annarrar. Sem betur fer, því þær gera það nefnilega ekki. Þetta áekki bara við um Finna, Græn- lendinga og íslendinga, sem allir þurfa að læra norræn mál sem erlend mál í skóla. Svíar, Danir og Norðmenn tala heldur ekki sama mál, og almenningur í þessum löndum á í vandræðum með að skilja mál hinna. Milli þeirra eru bækur þýddar og bíómynd- ir með texta. Ég held að við ofmetum mikilvægi sam- eiginlegrar tungu í norrænu samstarfi. Það er notaleg tilhugsun að norrænir menn skilji hver annan, - að við séum eitt mál- samfélag og þess vegna sterkari út á við. Vandinn er hins vegar sá, að þetta er blekk- ing. Jafnvel þótt menn hafi varið mörgum árum í að læra norðurlandamál, eiga þeir erfitt með að nota það nema þeir hafi búið í landinu um tíma. Það sama á við þarna og um annað málanám. Á norrænum fund- um er sífellt algengara að töluð sé enska. Hvað eigum við að gera? Beijast á móti þessu með oddi og egg og efla enn dönsku- kennslu í skyldunámi? Þurfum við þá ekki að láta Norðmenn og Svía læra dönsku líka? Það hefur aldrei komið til greina hjá þeim að verja skólatíma barna sinna í slíkt, - þótt það þyki sjálfsagt að við hin gerum það í nafni norrænnar samvinnu. Ég viðr- aði þessar hugmyndir á fundi um norræn tungumál fyrir stuttu. Margir af Skandin- avíuskaganum brugðust hart við: „Hvað á að verða um norrænt samstarf, ef við leggj- um ekki rækt við sameiginlega tungu (með öðrum orðum: ef þú hættir að tala málið mitt, - því ekki ætla ég að læra þitt)?“ Spurning um það, hvort Norðmenn hefðu íhugað að láta sín skólabörn veija 7 árum í að læra dönsku þótti að sjálfsögðu fjar- stæðukennd. Skandinavarnir höfðu miklar áhyggjur af norræna menningararfinum, ef við hin hættum að læra málin þeirra, - en sannleikurinn er sá, að þessi ágæti arf- ur er að miklu leyti varðveittur á tungu sem þeir skilja ekki orð í, - nefnilega ís- lensku. Tími skólabarna er dýrmætur. Þegar eitt er valið, er öðru hafnað í námsskrá. Islend- ingar þurfa að læra erlend tungumál, - til þess að geta talað við annað fólk. En er skynsamlegt að skipa í hæsta sess tungum þjóða, sem tala ágæta ensku og við eram ekki í neinum vandræðum með að tjá okkur við? Hvernig væri að læra spönsku? Hún er hvergi á skrá í skyldunámi okkar, og þó tala hana fleiri en nokkurt mál annað. Við gætum líka lagt meiri áherslu áþýsku eða frönsku. Eða eitthvert annað fag, sem skipt- ir méginmáli þegar búa á ungt fólk undir lífíð á 21. öld. Danska er eitt þeirra faga, sem við höfum valið að hafa til samræmdra prófa. Þau fög njóta óhjákvæmilega for- gangs bæði hjá nemendum og kennuram. Hví í ósköpunum er danska þar? Það hlýtur að vera vegna þess að við höldum að hún sé forsenda þátttöku okkar í nor- rænu samstarfi. Ég leyfi mér að efast um að svo sé. Ég held að norrænt samstarf eigi framtíð fyrir sér fyrst og fremst vegna þess að norræn samfélög eru byggð upp með svipuðum hætti, - með áherslu á sam- ábyrgð, réttlæti, jafnrétti, menntun og lýð- ræði. Norrænar þjóðir deila svipuðu hugarf- ari og verðmætamati. Það er þetta sem tengir okkur, og þessi bönd er hægt að styrkja. í alþjóðiegu samstarfi, hvort sem er hjá Evrópusambandinu eða annars stað- ar, er eðlilegt að norrænu þjóðirnar eigi samleið, - vinni saman sem heild til að koma fram málum í krafti þess að þær hugsa líkt. Við getum kennt börnum okkar um skyldleika norrænna þjóða og mikil- vægi norrænnar samstöðu á hvaða tungu- máli sem er. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.