Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 15
og sú tjáning er alls ekki ómótuð. Óhlut- bundin tjáning, verk sem standa sem gild verk óhlutbundinnar tjáningar, eru formuð, byggð. Það þarf rétta beitingu lita, mynd- byggingu, miðju og ása - í stuttu máli þarf jafnvægi - jafnvægi í óreiðunni. Er það ekki mótsögn? Nei, án jafnvægis í litum og formum ekkert listaverk. Krafan um jafnvægi er alltaf til staðar, þær kröfur eru gerðar til verks, það verður að standa sem slíkt. Hér á árum áður þegar menn gengu ber- serksgang fyrir framan myndflöt, slettu lit- um án mikillar umhugsunar, þá leituðu þeir á eftir að slettusamstæðu á myndfletinum sem fullnægði skilyrðum um jafnvægi, byggingu, skáru það úr og hentu hinu. An jafnvægis engin mynd. Um miðjan morgun fundur sem kemur mér ekki við, ég geng heim. Konan sem tekur til hjá okkur er í minni íbúð þegar ég kem. Ég bið hana afsökunar en nota jafnframt tækifærið til að spyija hana um granna snyrtimennið. Hún horfir undrandi á mig. Vitið þér það ekki? Nei, ég hef ekki hugmynd. Hann var mjög vin- sæll meðal stúdenta, sumra, hann gerði víst strangar kröfur um að þeir rökstyddu mál sitt eða útskýrðu tilfínningar sínar. Margir voru heillaðir af fimi hans, hún fór víst í taugarnar á öðrum. í hópnum hans var ung stúlka, rík, dugleg, greind og lífsþyrst. Þau ræddu mikið saman og sumir sögðu að hann hafi haft góð áhrif á hana, veitt lífsþorstan- um á réttar brautir. Samband þeirra var aðeins á þessu sviði. Stúlkan var trúlofuð ungum og efnilegum manni, upprennandi viðskiptajöfri og líklega erfingja að miklu. Hún kom víst einu sinni alltof seint á stefnu- mót við hann eftir langan fund með prófess- ornum. Pilturinn sló hana, hún datt, rak höfuðið í og .. . fór í hryllingsferð í hugan- um sem er víst ekki lokið enn. Hún hafði áður tekið inn LSD. Þegar hún hafði verið á geðveikrahæli í hálft ár hengdi piltur sig. Hann vissi að hún hafði tekið LSD, hann hafði tekið það með henni. Prófessorinn hafði hins vegar varað hana við hættunni og hún ákveðið að hætta slíku - en það var of seint. Foreldrar piltsins reyndu málarekstur en auðvitað kom ekkert út úr því. En síðan hefur hann verið svona, gerilsneyddur, sótt- hreinsaður - og talar víst alls ekki við nem- endur. Ég þakkaði fyrir upplýsingamar og fór út til að lofa henni að ljúka verki sínu. Ég gekk um hugsandi þangað til ég gat aftur farið að vinna. Nú á kveldin reyni ég að smíða stæðilega byggingu úr þessu rissi mínu á þessum blöð- um. Ég geri það á laus blöð svo auðvelt sé að breyta og skipta um. Áður en ég gekk til hvílu í gærkvöldi fór ég í stutta gönguferð. Ég gekk fýrst í húsa- garðinum. Þegar ég hafði fjarlægst þann hluta ferningsins þar sem ég bý, lít ég til glugga okkar og stansa. í gluggum hans er ljós, og nú sé ég greinilega að það er snara sem hangir niður úr loftinu, grönn og snyrtileg snara! Áminningin er því stöð- ugt fyrir augum hans! Áminning um at- burð, framkvæmd fólks sem hann á ekki minnstu sök á, ekki hina minnstu. Einkenni- legt að rökvís maður skyldi bregðast svona við. Ég geng út á götu í leit að litlum frið- sælum bar þar sem ég get fengið mér einn bjór fyrir svefninn. Eg finn einn slíkan, nemendur eru þar fyrir, ég þykist ekki taka eftir þeim, drekk minn bjór, geng aftur heim. Það er slökkt hjá honum. Eg les örlít- ið og fer svo að sofa. Já, ég skrifa ekki svo mikið í dagbókina lengur, ég sit og smíða fyrirlesturinn, teikna hann fyrst eins og turn með breiðar undir- stöður. Ég vel úr rissinu undirstöður og reisi svo turninn upp af þeim, vel aðra hluti í hann - og efst er svo ljósgjafinn, listin sem lýsir með því að viðurkenna og sigrast á, ummynda, göfga hráefnishroðann. Ég held mér takist þetta. Konan úr efnisvörsl- unni kemur öðru hvoru, við borðum saman og neytum svo hvort annars á eftir. Fyrirlesturinn var mikið auglýstur. Ég sá granna snyrtimennið meðal áheyrenda. Morguninn eftir var frídagur. Þegar ég leit út í húsagarðinn blasti við mér undarleg sjón: snyrtimennið í gallabuxum, íþróttas- kóm og köflóttri skyrtu á skokki í garðinum - með fagnaðarbros á andlitinu! Ég þarf að ákveða hvar ég eyði þessu fé sem ég hef unnið mér inn. Draslið mitt er í gámi hjá kunningja. Líklega fer ég til Montana - eða Nýju-Mexíkó og leigi mér bjálkakofa. Skyldi konan úr efnisvörslunni koma í heimsókn? NORO MYLLAN hans Daudets. Þar blása 32 vindar Provence-héraðs. DAGBÓKARSLITUR FRÁ SUÐUR-FRAKKLANDI III ENGINN CEZANNE í BORG CÉZANNES EFTIR SVEIN EINARSSON Enginn sem ann fggurbókmenntum ætti aó látg undir höfuó leggjast aó koma í Cité du Livre í Aix, mikió mjtímabókasafn, þar sem sérstök deild er helguó nóbelshöfundinum Saint John Perse. Þar sat Sigfús heitinn Daóason, þegar hann var aó þýóa Perse, en ekkert skáld íslenskt hefur lýst þessu héraói af sama næmleika og innsýn og hann. AÐ er orðið áliðið dags og far- ið að fjölga á kaffihúsunum við Cours Mirabeau. Mímuleikar- inn er kominn á sinn stað; áður hafði hann sést leika list- ir sínar á Torgi fórnarlamba úr andspyrnuhreyfingunni, sem áður hét Torg erkibisk- upsdæmisins og er nálægt hinni miklu dóm- kirkju sem kennd er við heilagan frelsarann og þar sem er skírnarkapella með hvelfingar frá frumkristni. Þessi mímuleikari er lágvax- inn með grímu sem gerir hann óþekkjanleg- an, spilar sígilda tónlist á eitthvert apparat, sem fylgir honum og hreyfir sig eftir tónfall- inu af mikilli fimi og nærfærni. Enda dettur margur skildingurinn niður í pottlokið hans; sumir segja. að hann þéni svo vel að hann sé farinn að slá út þá gömlu dömu, sem sér til gamans klæddi sig í larfa og spilaði á harmon- íku í neðanjarðarbrautum Parísarborgar en klæddi sig svo upp i pell á kvöldin og snæddi á Maxim fyrir ágóða dagsins. Inn á Café de Cours snara sér hjón klædd upp á fínan Parísarmáta og tylla sér hjá öðr- um hjónum eftir að allir hafa kysst hver ann- an á báðar kinnar að frönskum hætti. Deux pastis, tvo kerfílsdrykki, segir hann við þjón- inn og snýr sér síðan að borðnautum sínum: Pas de Cézanne dans la cité de Cézanne! seg- ir hann hneykslaður; það er engan Cézanne að sjá í borg Cézannes! Síðan fer hann að útlista fyrir hinum, hvernig hann álpaðist inn á það sem kallast Atelier Cézanne upp við kirkjuna og reyndist þá sölugallerí, að vísu með eftirprentunum af verkum meistarans. Og gamla hús fjölskyldunnar lokað öllum óviðkomandi, þangað til einhver gamall sér- vitringur deyr og borgin getur snúið húsinu upp í safn. Það mun hafa verið fyrirætlunin, þegar húsið og landareignin, sem standa í Jas de Bouffon, nokkuð utan gömlu borgar- múranna, var keypt fyrir fáum árum. Og á Musée Granet, listasafni borgarinnar, er lítið að fínna nema fáeinar teikningar og smærri myndir; þar er nú sem uppbót sýning með myndum samtímamanna hans og listvina. Hvernig stendur nú á þessu? Er það ekki gamla sagan, að fáir eru spámenn í sínu föður- landi og umhverfið, menningarklíkan, þekkti ekki sinn vitjunartíma. Sannleikurinn er sá, að Paul Cézanne seldi ekki svo ýkjamargar myndir framan af sínum dögum, og samborg- arar hans flykktust hvorki til að skoða né kaupa myndirnar hans. Þær eru nú í Pitts- burgh eða Berlín eða New York eða París, en ekki í Aix og Aixbúar eru skömmustuleg- ir yfír þessari staðreynd, þó að þeir reyni að breiða yfir hana með því að gera sér jafnmik- inn mat úr frægð málarans og þeir í Arles láta með minningu van Goghs. Cézanne var að mörgu leyti einfari og hann var lengi að fást við hveija nýja mynd, gaf sér góðan tíma. Það gat hann leyft sér af því að hann var af efnuðu fólki kominn. Fað- ir hans var iðnaðarmaður, sem komst í álnir og keypti sér einkabanka og fjölskyldan átti miklar eignir. í tvö ár kvaldist Cézanne við laganám (sem er auðvitað rækilega minnst með veggskilti) á umræddum kennslustað, en svo tók hann af skarið og fór til Parísar og gekk til liðs við impressionistana. Hann fór þó sínar eigin leiðir og bjó lengst af í fæðingarbæ sínum og málaði húsin í Pro- vence, þorpin og hæðirnar og þó einkum eitt fjall. Það er partur af Cézanne-dýrkun nútím- ans að ganga í fótspor meistarans eins og það heitir og er þá sú leið merkt með gylltum Cézanne-fótsporum, líkt og greypt er í gang- stéttimar í Hollywood. Leiðin liggur þá út til þess, sem einna áþreifanlegast minnir á mál- arann, í vinnustofu hans í hæðinni fyrir ofan spítalann, sem nú ber hans nafn. Útsýnin er reyndar ekki sú sama og var á hans tíma, því að há tré byrgja nú sýn. En undarleg til- finning fylgir að koma inn í vinnustofuna, maður færist heilshugar aftur um hundrað ár til tíma málarans og gengur heimi hans á vit. Fyrir fáum árum var mikil Cézanne-sýn- ing í Grand Palais í París og þá vitraðist manni hversu oft hann valdi sér eitt og sama þemað. Það er þetta fjall; Sainte-Victoire, sem enginn kann nú verulega að skýra af hveiju heitir svo, stolt Aixbúa, grátt og nakið og býsna mikilúðlegt. Eitt kvöldið býður borgar- stjórinn í Aix okkur uppeftir að sjá fjallið í nærsýn og býður okkur góðgerðir í ferðamið- stöð, sem nýlega er búið að koma upp við rætur tindanna. Bannað er að ganga á fjallið í tvo og hálfan mánuð, þegar mest er hætta á skógarbruna og kemur af illri reynslu, því að 1989 brann stór hluti af gróðrinum á leið-. inni á þetta dýrkaða fjall. Eigi að síður koma í þessa nýju ferðamannamiðstöð árlega 800 þúsund manns og af því tilefni fór ég að rifja upp í huganum, hversu margir ferðamenn koma til Islands yfirleitt á einu ári. Þeir sem sækjast eftir sól og kröfulitlum skemmtunum fara niður á strönd, hinir koma til okkar, segja Aix-búar. Reyndar er mikið um dýrðir víða, í Montpellier, Cavaillon, Or- ange, Arles, Baux, Sainte-Maries de la Mer, að ógleymdri Marseille, sem í ár státar til dæmis af leikgerð af Gilgamesj-bálknum. En aðalkeppinautarnir hafa löngum verið Aix og Avignon. Leiklistarhátíðin í gömlu páfaborginnf Avignon varð til 1946 að hugmynd og fyrir forgöngu leikstjórans Jean Vilars, eins þeirra þriggja franskra leikstjóra, sem mótaði þann, sem hér heldur á penna hvað mest á árum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.