Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 27.09.1997, Blaðsíða 11
RAFAEL: Mærin á enginu, 1505-1506. Olíulitir á tré. raunir mikilla listamanna til að túlka frumlega hina fornu texta vöktu reiði og hneykslan heimskra manna. Hins vegar minnast lista- menn sjaldnast á vandamál eins og spurningar um feg- urð og tjáningu sem vefjast svo mjög fyrir okkur hinum. Sú var að vísu tíðin að lista- menn veltu þessu fyrir sér en hún er löngu fyrir bí. Þögn listamanna gagnvart hugtakinu „fegurð“ stafar gjarnan af blygðun þeirra frammi fyrir svo sterku orði. Þeim finnst kjánalegt að segja „að þeir tjái tilfinning- ar sínar“ og telja slíkt og þvílíkt eintómt froðusnakk. MEISTARI frá Toskana: Höfuð Huglægar kenndir eru þeim Krists, um 1175-1225. Hluti af svo sjálfsagðar og eðlilegar krossi, temperalitir á tré. að þeim finnst umræður um þær út í hött. Þetta er ein af ástæðunum fyrir þögn listamanna og lái þeim hver sem vill. En það eru fleiri ástæður. Þessir hlutir skipta listamanninn mun minna máli en al- menningur virðist ætla. Það sem listamaður veltir fyrir sér þegar hann undirbýr mynd, gerir drög að henni eða athugar hvort hún sé fullgerð, verður ekki orðað með einföldum hætti. Sjálfur mundi hann ef til vill svara því til að hann væri að reyna að „ná“ ákveðn- um hlutum. Einungis með því að íhuga hvað felst í orðunum „að ná“ geta menn vænst GUIDO Reni: Kristur krýndur þyrnikórónu, um 1639-40. Olíulitir á striga. þess að skilja tilraunir listamanna. Og ég efa — að hægt sé að skilja þær án þess að líta í eigin barm. Nú eru fæst okkar listamenn og kannski höfum við aldrei reynt að mála mynd og langar ekkert til þess. En ekki er þar með sagt að við stöndum aldrei andspænis vandamálum sem líkjast þeim sem listamenn- irnir eiga við að etja. Og reyndar er mér í mun að sýna fram á að sú manneskja er naumast til sem ekkert veður hefur af list- - rænum vangaveltum, hversu smávægilegar sem þær kunna að vera. Hver sá sem reynt hefur að raða blómum í vasa, fjölgað hér eða fækkað þar, þekkir þá sérstæðu kennd sem fylgir því að vega og meta form og liti. Sá hinn sami á jafnan erfitt með að skilgreina jafnvægið sem hann vill ná. Hann eða hún hefur það einungis á tilfinningunni að ögn af rauðu hér muni gera gæfumuninn, að blátt sé í sjálfu sér ágætt þama en gangi ekki með hinu en „allt gangi upp“ ef bætt sé við grænum íaufsprota. „Það er kornið," hrópa menn þá. „Ekki hrófla við því.“ Vissulega eru ekki allir jafn vandvirkir við að raða blóm- um en flestir vilja einhvern tíma „ná“ ein- hveiju. Það getur verið að fínna rétt belti við ákveðnar buxur eða jafn lítilfjörleg jafn- vægiskúnst og að fá sér hæfilega mikið af íjóma með eplakökunni. í öllum slíkum tilvik- um, hversu ómerkileg sem þau kunna að virð- ast, er sem mönnum finnist að ýmist „of eða van“ eyðileggi samræmið. Ein samsetning „gengur“ í þeirra augum og engin önnur. Þeir sem gera þannig veður út af blómum, fatnaði eða mat eru kallaðir smásmugulegir vegna þess að flestum finnst sem um smá- muni sé að ræða. En það sem hversdagslega telst óvani og er sjálfsagt réttnefni er full- komlega lögmætt í listum. Þegar formum og litum er raðað er listamaðurinn aldrei of smásmugulegur eða vandfýsinn. Hann getur tekið eftir ljósbrigðum og áferðarmun sem, fæstir greina. Að auki getur vinna hans orð- ið svo óendanlega miklu flóknari en hvers- dagsleg störf. Hann neyðist ekki einungis til að samræma einföldustu liti, form eða áhersluatriði heldur þarf hann að glíma við þessa þætti í sinni flóknustu mynd. Ef til vill eru á striga hans hundruð litbrigða og forma sem hann verður að stilla saman þar til „allt gengur upp“. Grænn depill getur allt í einu orðið of gulur vegna þess að hann ligg- ur of nærri sterkbláum lit. Listamanni getur fundist allt unnið fýrir gýg sökum þess að mynd skorti samræmi og hann verði því að_ byija aftur frá grunni. Slík vandamál geta gert hann gráhærðan. Þau geta haldið vöku fyrir honum eða neytt hann til að standa heilu dagana og prófa sig áfram án sýnilegs árangurs, jafnvel þótt venjulegir menn sjái ekkert athugavert við myndina. En hafí hann haft árangur sem erfiði finnst öllum að betur verði ekki gert og listamanninum hafí tekist að „ná“ einhveiju - staðfestingu um full- komnun í ófullkomnum heimi. Sem dæmi má taka eina af hinum frægu Madonnu-myndum Rafaels: „Mærin á eng- inu“, (sjá mynd). Hún er vissulega fögur og heillandi; persónurnar eru teiknaðar af stakri snilld og tillitið sem heilög María sendir börn- unum tveimur er ógleymanlegt. En ef riss Rafaels að myndinni er skoðað skilst mönnum að áðurnefnd atriði vöfðust ekki fyrir hon- um.Honum þótti þau svo sjálfsögð. Það semv olli honum sífelldum heilabrotum var jafn- vægið milli persónanna; hvernig ná mætti sem heilsteyptustu samræmi. í hraðri skissu til vinstri má sjá að hann hugðist láta Jesú- barnið ganga burt og líta um leið upp til móður sinnar. Hann prófaði ýmsar stellingar á höfði Maríu svo það samræmdist hreyflng- um barnsins. Síðar ákvað hann að snúa barn- inu við og láta það horfa á móður sína. Þá reyndi hann annað tilbrigði og lét nú Jóhann- es guðspjallamann barnungan vera viðstadd- an. En í stað þess að láta Jesú horfa í áttina til hans lítur hann á áhorfandann. Að lokum gerði hann enn eina tilraun og þá var þolin- mæðin greinilega á þrotum því hann reyndi að snúa höfði Krists í ýmsar áttir. í rissblokk Rafaels eru nokkrar slíkar blaðsíður þar sem. hann reynir aftur og aftur að finna rétta jafnvægið milli þessara þriggja mannvera. j| En ef við lítum nú aftur á málverkið sjáum við að honum tókst um síðir að ná því. Allt í myndinni virðist á sínum rétta stað og jafn- vægi stellinganna er svo afslappað og eðli- legt að menn taka varla eftir því. Samt er það einmitt þetta samræmi sem eykur enn á fegurð Maríu meyjar og gefur börnunum sinn ljúfa svip. Það er heillandi að fylgjast með lista- manni sem puðar þannig við jafnvægislist- ina. En væri hann spurður hvers vegna hann breytti einu eða öðru yrði honum eflaust svarafátt. Hann fylgir engum settum regluni' heldur lætur tilfínninguna ráða ferðinni. Vissulega hafa verið til listamenn eða gagn- rýnendur á ýmsum tímum sem reynt hafa LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 27. SEPTEMBER 1997 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.