Tíminn - 22.11.1966, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 1966
TÍMINN
A JOLABORÐIÐ
FLÓRU gosdrykkir
FLÓRU sælgæti
FLÓRU sulta
FLÓRU saft
FLÓRU ávaxtasafa.
Pantið nú þegar, jólaannríkið er hafið.
Vörufcrirgðir hjá SÍS, Reykjavík, og verksmiðjunni
á Akureyri.
EFNAGERÐIN FLÓRA
Akureyri — Sími 21-400
Sjötugur í dag:
Guömundur Jónsson
Eyði-Sandvík í Flóa
Dagarnir kringum 10. júni 1940,
þegar brezkur her settist að hér
á landi, eru greyptir í vitund
hvers fulltíða fslendings, sem
nokkuð vill um sögu þjóðar sinn-
ar vita. í hugum Árnes.nga og
þó einkum Flóamanna, eru þessir
júnídagar einoig fyrir annað fræg
ir. >á var haldið eitt hið sögu-
legasta uppboð hér í sýsiu svo-
nefnd Kaldaðarnesaksjón, selt allt
kvikt og laust á jörðinni, sem var
nú orðin ríkiseign og leigð bónda
nokkrum utan úr Ölfusi. Stóð þar
á endum, er uppboðinu var lokið
á staðnum að brezkt setulið
renndi í hlað á nokkrum aætlun-
arbílum frá Steindóri. Þótti Bret-
um þetta allvasklegt lið til varn-
ar staðnum, en Flóamenn eru
friðsamir og kom ekki til átaka-
Því síður kom ungi bóndinn úr
Ölfusinu með ófriði á staðinn.
Hann sat þar aðeins rúman mán-
uð í sambýli við brezka heims-
veldið, en hrökklaðist loks orott
á miðjum túnaslætti, og voru svo
snör handtök höfð á að flæma
faann burtu, að gengið var frá
óhirtum töðuflekknum í tuninu.
Svo er um suma menn, að þeir
rísa tvíefldir upp aftur til að
glíma við það verk, sem þeir hafa
áður farið halloka fyrir Það
mætti ætla, að ætti við um þenn-
an bónda. Eftir árið var hann
aftur kominn í Sandvíkurhreppinn
orðinn leiguliði i Eyði-Sandvík
austar í sveitinni. Þar hefur hanr,
setið síðan við sívaxandi vinsn'ld-
ir, komið upp fimm börnum meðlí stjórn sjúkrasamlags Sandvíkur-
duglegri konu sinni, stórbætt jörð
ina og hýst eftir föngum, og fyr-
ir fáum árum keypti hann Eyði
Sandvíkina í félagi við einn son
sinn.
Guðmundur í Eyði-Sandvík fædd
ist á Bakka_ í Ölfusi 22. npvem-
ber 1896. Voru foreidrar hans
kynbornir Ölfusingar, þau Sigríð-
ur Guðmundsdóttir frá Grírnslæk
og Jón Símonarson frá Hriuns-
hjáleigu. Er ætt hans raxm til
þeirra Magnúsar ríka Beinteinsson
ar í Þorlákshöfn og Bergs Stur-
laugssonar hreppstjóra í Bratts-
holti. Guðmundur ólst upp með
foreldrum sínum, að mestu á Læk
í Hjallahverfi, én einnig tvó ár
í Grafningnum. Eins og aðrir
ungir menn fór hann að heiman
uppkominn, var þá fyrst tvær var-
tíðir í Þorlákshöfn, siðan fjármað
ur þar hjá Þorleifi Guðmundssyni
frá Háeyri, þá var hann í slag-
togi með öðrum um að verka fisk
í Höfninni, en síðan lá leiðin til
Reykjavikur.
Þó fengizt væri við margt í
Reykjavík, svo sem bílaútgerð, átti
það ekki að liggja fyrir Guð-
mundi að setjast þar að. Til þess
bar hann of mikla ást til síns
fæðingarhéraðs. Hann var of
tengdur moldinni í Ölfusinu og
hinni gróandi jörð til þess að
gæti rótslitið slg burt. í október
1927 fékk hann ábúð í Þorláks-
'höfn, en Þorleifur hafði sagt
jörðinni lausri þá um vorið. Þar
bjó Guðmundur næstu 12 ár, og
reyndi að nýta jörðina sem bezt
til sjós og lands. Þetta var á
krepputímum, og hnignun Þor-
llákshafnar varð ekki umflúin.
Þar var ekki hægt frekar en á
öðrum ágætum sjávarjörðum, að
umbylta fiskveiðiháttum og skipa-
kosti, án þess að opinberir aðil-
ar kæmu við. Kom svo, að Kaup-
félag Árnesinga náði Þorlákshöfn
og hóf þar hafnarframkvæmdir, en
taldi að ábúðina þyrfti að losa.
Tók Egill Thorarensen að sér að
sjá Guðmundi fyrir annarri jörð,
•en það var Kaldaðarnes í Flóa.
Það er fyrr rakið hvernig fór.
En aftur kom Guðmundur, og
seinni búskapartíð hans i Sand-
víkurhreppi hefur nú staðið í ald-
arfjórðung. Guðmundur í Eyði-
Sandvík hefur notið einstaks
trausts sveitunga sinna þessi ár.
•Hann var framan af árum lengi
0
R
0
r
FRAMBYGGÐIR
MEÐ FULLKOMNU VELTIHÚSI
Fóanlegir fyrir burðarmagn á grind fra 1 til 9 smálestir - 3 gerðir
dieselvéla fjögurra og sex strokka - Vökvastýri - Vélhemill -
Einfalt eða tvöfalt drif - Fjögurra eða fimm gíra glrkassar -
Tvöfalt vökva-lofthemlakerfi. Komið og kynnist fullkomnum vörubílum
á hagstœðu verði.
og Selfosshreppa, og lagði fram
óeigingjamt starf við vöxt þess
og uppbyggingu. Þá átti hann
sæti í skólanefnd Sandví.kurskóia
héraðs, meðan börnin voru á
skólaaldri. Er samstarfi Sandvík-
urhrepps og Selfossbyggðar var
slitið um 1946, var Guðmundur
kjörinn í hreppsnefnd Sandvíkur-
hrepps, og hefur setið þar óslit'.ð
Isíðan, stundum kjörinn með
flestum atkvæðum- Hann er nú
varaoddviti Sandvíkurhrepps, en
fleiri trúnaðarstörf þýðir lítt að
telja. Aðeins skal staðhæft, að
Guðmundur hefur komið við flest
félagsmál sveitar sinnar, ’agt
iþeim öllum gott lið, án þess að
hugsa neitt um eigin upphefð.
Hins vegar er hanh ávallt reiðu-
búinn að axla byrðina í vanda-
sömum verkum, ef aðrir vilja
ekki valda.
Guðmundur í Eyði-Sandvík hef
ur fylgt Framsóknarflokknum að
málum alla tíð, og samvinnumað-
ur er hann mikill. Mætti segja að
þeim stefnum báðum yrði hann
trúr til dauða. Þó fæst hann gjarn
an út í rökræður við andstæð-
inginn, slær kannske undan í bili,
en sígur fyrr en varði á, og í
sumum málum verðu honum ekki
um þokað. Það er 'gott að eiga
slíkan mann að samherja, og
það vita samflokksmenn Guð-
mundar vel. Hann hefur lengi
(Verið í fulltrúaráði Framsóknar-
.flokksins í Árnessýslu, en lát af
Iþví starfi á þessu ári og fól það
\yngri manni.
Guðmundur er góður heim að
sækja og mikill vinur vina sinna.
Heima fyrir nýtur hann styrks
konu ninnar, Kristínar Bjarnadótt
ur frá Deildará í Barðastrandar
sýslu. Þau eiga fimm uppkomin
börn, dóttur, sem gift er og b’ö-
sett annars staðar, og fjóra syrii,
sem allir dvelja með foreldrum
sínum, þótt þeir séu komnir í
ýmis störf utan heimilis.
Þótt Guðmundur hafi staðið
mikið í félagsmálastússi um daga
sína verður hann að teljast heima-
kær vél. Eitt neitar hann sér þó
ekki um. Það er að vitja sinna
gömlu slóða í Þorlákshöfn, , ba'
sem hann bjó fjölmörg beztu ár
sín. Nú er sá staður „risinn úr
rúst,“ og þar hefur Guðmundur
ásamt fleirum gert út aflaskipið
„Friðrik Sigurðsson" undanfarin
ór. Guðmundur hefur sagt mér, að
á mesta svartnættisskeiði Hafnar
innar, þegar flestir höfðu misst
trúna á staðinn, hafi hann ekk;
getað hugsað sér annað en stað-
urinn yrði endurreistur. Ég vii af
lokum binda þessa skoðun Guð
mundar við eina skemmtilega
sögu, sem hann sagði mér um
sjálfan sig. Það var þegar hann
fékk í fyrsta sinn að fara í Hófu-
ina, aðeins sjö ár gamaU. Ef-
indið var að sækja slóg þangað á
vertíðinni, og hafði hann reiðings
•hest undir. Veður var illt penna
dag, og er kom niður að Hratius
hjáleigu yátti að skilja Guðtnu ’d
Framhald á bls. 15.