Tíminn - 22.11.1966, Qupperneq 5
I’
ÞRIÐJUDACituR 22. nóvember 1966
TIMINN
s
iirtntt
Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Pórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug-
iýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur t Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. lnnanlands. — í
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f.
Bjarni M. Gíslason
Nú, þegar íslendingar fagna mikilvægum áfanga í'
handritamálinu, er margra vaskra manna að minnast og
þakka úr langri sögu liðinnar baráttu. Erfitt er að sjálf-
sögðu að dæma um það, hverjir eigi þar niestan hlut,
enda þarflaúst að gera upp reikninga með þeim hættti.
En einn er sá maður, sem óhæfilegt er að gleyma, þegar
menn baráttunnar eru nefndir. Það $r Bjarni M. Gísla-
son, rithöfundur.
Við upprifjun málsins síðustu daga hefur það komið
fram, að þegar handritamalinu var fyrst hreyft af ís-
lenzkri hálfu við danska ráðamenn og fræðimenn, hafi
þar verið komið að algerlega lokuðum dyrum. Það var
ekki fyrr en málið komst á hinn pólitíska vettvang, sem
það tók að þokast áleiðis. En bak við þá þróun var mikið
og þrotlaust starf við að vinna málinu það almennings-
fylgi, sem gerði stjórnmálamönnunúm fært að byggja á
afhendingartillögur. Fáir eða engir munu eiga meiri
hlut á þeim akri en Bjarni M. Gíslason. Hann hefur
lengi verið búsettur í Danmörku, og fulla tvo áratugi
var hann vakinn og sofinn við að kynna málið í erind-
um 1 skólum og á mannfundum um þvert og endilangt
landið, í samtölum og blaðagreinum. Þega-r málið var af-
flutt í dönskum blöðum, greip hann pennann og flutti
þau rök, sem fólkið skildi. Úrslit málsins á vettvangi
stjórnmála byggðust öðru fremur á því að vinna málinu
fylgi í Radikala flokknum og Vinstri flokknum, því
að það fylgi var fyrir meðal jafnaðarmanna og sós-
íalista- Þétta tókst, og það var öðrum fremur Bjarna,
Jörgen Jörgensen og Jörgen Bukdahl að þakka, svo og
öðrum þeim, er þeir höfðu samvinnu við.
Fiskleysi
Svo er að sjá, sem yfir vofi nú mjög alvarlegt fisk-
leysi í höfuðborginni og jafnvel nágrenni hennar. Má
slíkt telja 'undarlegt fyrirbæri hjá mestu fiskveiðiþjóð
heimsins, en eigi að síður er þetta ekki alger nýlunda.
Mjög lítill eða oft nær enginn fiskur berst um þessar
i mundir á land til fiskbúðanna, og fiskkaupmenn eru að
reyna að gera út báta á fjarlægum stöðum eða kaupa
fisk á öðrum landshornum.
Þetta ástand er að sjálfsögðu alveg óviðunandi bæði
fyrir neytendur og fiskkaupmenn. Það hefur nýjast
gerzt í málinu, að samtök fisksala hafa leitað til verð-
lagsnefndar og sótt um hækkun fiskverðs vegna óhóf-
legs kostnaðar við fisköflunina langt að. Verðlagsnefnd-
in mun ekki hafa talið sér fært að leyfa verðhækkun
og vísað málinu til ríkisstjómarinnar. Þar situr það nú.
Borgaryfirvöldin virðast einnig eitthvað vera að fálma
um málið, og búast má við, að ekki greiðist úr, nema
opinberir aðilar greiði einhverja uppbót á þann fisk,
sem veiddur er fyrir borgarmarkaðinn.
Af hálfu borgaryfirvalda hefur rikt alveg ótrúlegur
sofandaháttur 1 málinu árum saman, og fisksölumálin
eru nú í svipuðu öngþveiti og mjólkurmálin, áður en
lögformlegt skipulag komst á þau. Borgárfulltrúar
Framsóknarflokksins hafa hvað eftir annað reynt að
hreyfa málinu í borgarstjórn, síðast snemma í október
s.L, er þeir fluttu tillögu um að fela borgarstjóra að
hefjast handa um ráðstafanir, sem koma mættu í veg
fyrir fiskleysi í vetur. En slíku var ekki sinnt.
Sæmilegt og viðunandi skipulag í fisksölumálum
kemst sennilega ekki á, nema með félagslegu frumkvæði
löggjafans og borgaryfirvalda.
Ágúst Þorvaldsson alþm.:
Verndum
Vélamenningin svokallaða
eykur sífcllt getu manna til
að láta greipar sópa unn gæði
náttúrunnar á öllum sviðum.
Margir óttast — og það ekKi
að ástæðulausu — að dýralífi
víðsvegar á jörðinni, bæði á
landi og í sjó sé bráð hætta
búin, því nú gengur mjög á
margar tegundir veiðidýra. Þó
er hættan kannske mest við-
víkjandi sjávardýrum. Hvölum
hefur fækkað stórkostlega í
höfunum og sums staðar er
sclastofninn á sömu Ieið.
Fiskistofnamir voru til
skamms tíma taldir svo torsótt
ir, að þar væri lítil sem engin
hætta fyrir hendi. Nú er hins
vegar talið, að veiðitæknin
hafi aukizt svo mikið á síð-
ustu árum, að stór skörð hafi
vxerið höggvin í liina mikiu
mergð, og að sjórinn, þetta
stóra matarbúr sé byrjaður að
gefa frá sér tómahljóð, að
minnsta kosti á vissum svæðum-
Hér yið strendur íslands, —
sem hefur verið álitið eitt allra
auðugasta fiskisvæði heims-
ins — hefur veiðhnagn minnk
að ár frá ári miðað við hverja
sóknareiningu, sem á hafið ieit
ar til fanga, að undantekinni
síldveiðinni, en hina mikla
yeiði síldarinnar, er þó eins
og allir vita eingöngu að þakka
nýrr veiðitækni og1 hinum
Stóru skipum, sem til þessara
veiða em notuð.
Fáar þjóðir munu eiga eins
mikið afkomu sfna liáða fisk-
veiðum eins og íslendingar-
Þeir þurfa þvi að hugsa með
mikilli alvöru til ókomna tím-
ans hvað snertir þann þátt at-
vinnulífsins. Útfærsla fiskveiði
lögsögunnar 1958 mátti ekki
seinna vera. Það spor sem þá
var stigið mun verða því meira
metið í stjórnimálasögu íslands
sem lengra líður.
Ekki er þó svo að skilja, að
þar hafi verið um lokaskref að 1
ræða. Landgrunnið allt yerða
fslendingar einir að eiga
og nytja ef þeir ætla lífi að
halda í landinu. Það er því mik
ið verk framundan, að vinna
á þessu sviði. Hér þarf unga
fólkið ekki sízt, að láta til sín
taka í baráttunni fyrir þessu
máli, þvj það á landið að erfa.
Landgrunnsmálið verður
stærsta baráttumál þjóðarinn
ar á næstu árum.
ísland er auðugt af frjóeína
ríkri gróðurmold, sem enn er
lítt nytjuð. Landið er vel fall
ið til grasræktar og getur gefið
góða uppskeru. Búpeningsrækt
verður því sennilega aðalþátt-
urinn í starfi íslenzkra bænda
enn um langt skeið. Aðrar
landbúnaðargreinar munu þó
einnig þróast og vaxa, eins og t.
d. ræktun fjölmargra marjurta
við jarðhita. Skógræktin á
vafalaust framtíð á vissum
svæðum og mun það starf, sem
á því sviði er unnið bæði af vís
indalcgum og hugsjónalegum
krafti góðra manna eiga eftir
að auðga og fegra landið. Þá
mun kartöfluræktin, sem hef-
ur reynzt talsvert ótrygg vegna
stuítra og kaldra sumra, verða
árvissari þegar tímar líða og ef
kartöflustofnar finnast, sem
betur þola íslenzka veðráttu
og þau sníkjadýr, sem þessa
jurt ásækja-
Ungur vísindamaður Einar I.
Siggeirsson, vínnur að því öt-
ullega að rækta og kynbæta
kartöflur bæði með tilliti
til frostþols og ónæmis fyrir
landlægum kartöflusjúkdomi.
Þetta starf vinnur þessi maður
af vísindalegum áhuga ein-
göngu og á eigin kostnað, og
hefur orðið mikið ágengt. Er
þessu starfi hans of lítill gaum
ur gefinn af hálfu þeirra aðila
sem vísindin eiga að efla.
Matarþörf mannkynsins eykst
mjög, en framleiðslan ekki
að sama skapi. Fátt mun geta
hent fólk, — einstakúnga eða
þjóðir — ömurlegra en það, að
hafa lítið eða ekkert til matar.
Hungurdauði er sennilega
einhver örvæntingarfyllsta bar
átta, sem menn heyja. Fáum
athurðum lýsa íslenzkir annál-
ar jafnátakanlega eins og því
þegar hallæri gengu og fólk
dó úr ófeiti eða hungri. Slíkir
atburðir eru sem betur fer
fjarlægir í vitund unga fólks-
ins, en margt eldra fólk man
eftir því, að of lítið var til að
eta og sultur í búi suma tíma
árs. Nú eru góðu heilli aðrir
og betri tímar upp runnir, þvi
að með þeirri þekkingu og
tækni, sem fyrir hendi er þá
hefur ísland þótt norðlægt sé,
mörgum löndur fremur góða
möguleika til öflunar hollra
matvæla bæði úr jurta- og
dýraríkinu. Það hlýtur þess
vegna að verða hlutverk ís-
lendinga öðru fremur að fram
leiða fæðu. Þetta þarf þjóðin
að skilja og þeir sem stýra mál
um hennar.
Efling undirstöðuatvinnu-
veganna, fiskiveiða og land
búnaðar er ekki aðeins málefni
dagsins í dag, heldur og ekki
síður grundvöllur þess, að
næstu kynslóðir geti lifað hér
við allsnægtir.
Það er íslendingum lífsnauð
syn, að ná réttinum til land-
grunnsins, efla Iandbúnaðarvís
indi og tryggja bændastéttinni
góð og batnandi kjör, svo að
hinn kjamgóði bændastofn,
sem enn þraukar í sveita-
byggðum landsins geti og vilji
halda þar áfram störfum við
að nytja og vcrnda landkostina,
sem þjóðin þarf svo mjög á að
halda, og eiga að geta veitt
henni lífsskilyrði og undir-
stöðu að fjölbreyttu atvinnu
lífi og frjórri menningu.
ÞRIÐJUDAGSGREININ
Bjami /1/1. Gísla■
son gleymdist
Margt er það í sanlb. við hand-
ritamálið svonefnda, sem hefur
verið rifjað upp nú, þegar séð er
fyrir endann á því deilumáli, und
angenginna áratuga. Og nú hina
allra síðustu daga hafa blöð og
útvarp flutt viðtöl og umsagnir
margra okkar fræðimanna og
annarra um það, sem gerzt nefur
í handritamálinu,, og sumir tíund-
að flesta þá, sem að þessari lausn
hafa unnið, sem fengin er. Og
þeir, eru að sjálfsögðu margir,
$em þar eiga miklar þakkir.
En einn er sá maður, sem
ýmsum mun hafa fundizt að ekki
mætti gleymast, þegar pær þakk-
ir voru fluttar. Og það er Bjarni
M. Gíslason. rithöf. Hann hefur
lengi verið búsettur meðal Dana,
vel þekktur og vinsæll maður.
Og hann hefur um 2ja átatuga
skeið verið ötull talsmaður okk
ar í handritamálinu, flutt ótelj-
andi ræður um það í skólum og
á mannamótum og skrifað um
það bækur og bæklinga, og ver
ið sífræðandi danskan almenning
um mál þetta og rétt íslands til
þess að fá handritin heim.
Ég minnist þess, hve oft ég
(heyrði Bjarna nefndan í samb.
við þetta mál, meðan ég á fyrri
árum sótti kennaramót og fundi
þar í landi, einkum á Jótlandi,
og Fjóni. Og á siðasta móti: sem
ég var þar og átti að ræða ögn
um sambúð þjóðanna, fann ég
i-mjög glöggt áhrif Bjarna M.
Gíslasonar i ræðum þeim, sem á
Bjarni M. Gíslason
eftir komu. Enda vissu það allir,
að andi lýðháskólanna dönsku
til þessa máls, sem vitað er, að
hafði geysimikil áhrif til lausnar
þess, var einmitt sá, er alls stað
ar sveif yfir vötnum í sporum
Framhald á bls. 15.
v.