Tíminn - 22.11.1966, Page 12
ÞRIÐJUDAGUR 22. nóvember 196t
órsson
Framhald af bls. 9.
er var rikur þáttur í skaphöfn
hans.
Stein-grímur var þegar á ungi
ingsárum garpur til vinnu. En
hann var líka hneigSur til bókar
sem þeir bræður allir, og þráði
að afla sér meiri menntunar en
kostur var á heima þar 1 Mývatns-
sveit. En hvort tveggja var, að
hann átti ekki heimangengt og
eins hitt, að fararefni voru af
skornum skammti. Það va’rð þó
úr, að hann lagði leið sína til
Hvanneyrar. Með þeirri för hófst
sá ferill, hvergi nærri einstakur
rneðal alþýðumanna íslanzkra, sem
ber þess jafnan vott, að gildur
maður verður mestur af sjálfum
sér, enda þótt heiman sé búinn
imiklum arfi manndómis og vits-
muna.
Steingrímur lauk búfræðiprófi
frá Hvanneyrarskóla vorið 1915.
Næstu árin var hann löngum á
Hvanneyri, stundaði fjármennsku
á vetrum. Hafði Halldór skóla-
stjóri Vilhjálmsson á honum mikl-
ar mætur, hvatti hann til utanfar-
ar og frekara náms. Réðst nú svo,
að Steingrímur hvarf til Danmerk
ur, gekk í landbúnaðarháskólann
í Höfn og lauk kandídatsprófi vor-
ið 1924. Þegar á næsta hausti varð
hann kennari á Hvanneyri og
gegndi því starfi unz hann var
skipaður skólastjóri á Hólum 1928.
Búnaðarmálastjóri var hann frá
1935 til 1963, að undanskildum
þeim 6 árum, er hann gegndi ráð-
herraembættum. Nýbýiastjóri
1936— 1941, og formaður nýbý’.a-
nefndar 1941—1950. Sat um bríð
í s'kipulagsnefnd atvinnumála. Sett
ur forstjóri landbúnaðardeildar
Atvinnudeildar Háskólans 1937—
1941. Formaður milliþinganefndar
í tilraunamólum landbúnaðarihs'
1938—1939. Bankaráðsmaður um
árabil. Formaður orðunefndar.
Enn átti hann sæti í ýmsum nefnd
um og ráðum, sem ég man ekki
að nefna. Þó minnist ég þess, að
hann átti sæti í nefnd, er meta
sfeyldi ágang og spjöll, er land-
eigendur ýmsir urðu fyrir á stríðs
árunum af völdum hins erlenda
hers, er hér tók sér bólfestu víðs
vegar um land — og mun hvorki
hafa verið vandalaust starf né
heldur vinsælt.
Steingrímur var störfum hlað-
inn stónim meir en þorri manna
gerði sér ljóst. Var mér oft undr-
unarefni, hversu miklu hann fékk
afkastað. Aldrei virðist hann
þurfa að flýta sér né heldur fór
hann óðslega að neinu. En mað-
urinn var harðgáfaður, fljótur
að átta sig á hverju viðfangsefni
4»g virtist auk þess gæddur ein-
bverri eðlishvöt, sem vísaði veg-
fnn. Hann var óg árrisull alla ævi
Gfc reyndist morgunstundin hon-
UHl drjúg, oinkum . til lestrar og
skríÉta.
Steingrímur var þingmaður
Skagíírðinga 1931—1934, aftur
1937— 1942 og enn 1946 —1959.
Foraeti Sameinaðs Alþingis 1949.
Forsætisráðherra 1950—1953, land
búnaðar- og félagsmálaráðherra
frá 1953 til 1956.
Hér verður ekki rakinn stjórn-
málaferill Steingríms Steinþórs-
sonar né heldur* störf hans við
Búnaðarfélag/ íslands. Þessum
tveim þýðingarmestu og áhrifa-
ríkustu þáttum ævistarfs hans
verða væntanlega gerð skil af öðr-
um, sem þar mega betur vita.
Það, sem hér hefur lauslaga ver
ið drepið á af opinberum störf-
um Steingríms búnaðarmálastjóra,
sýnir geria, hvílíks álits maður-
inn naut. Metorð, mannaforráð,
embættisframi, — allt er þetta
gott og blessað, svo langt sem það
nær. Jafrtvel alts ókimnugur mað-
ur hlyti að álykta, að meir en
lítið mundi í þann spunnið, er
þvílíkan trúnað hlýtur af hálfu
samiþegna sinna. Hitt er þó meir
um vert, er maðurinn stendur und
ir svo margþættum vanda, sem
Steingrími var falinn. Miklu rpestu
varðar þó þegar öllu er á botn-
inn hvolift, að maðurinn sýni í
lífi sínú, í samskiptum sínum við
aðra, í starfi sínu öllu, hvort
heldur hann er fjármaður eða for-
sætisráðherra, að þar fari traust-
ur maður, mannkostamaður, er
verðskuldi hlýhug og vináttu og
virðingu samferðamanna, trúnað
þeirra og traust. Og þegar við,
gamlir vinir Steingríms Stein-
þórssonar, minnumst hans lát-
ins, þá verður okkur fyrst og
fremst hugsað til höfðingjans,
drengskaparmannsins, sem á sín-
um glæsiferli gleymdi því aldrei,
að svo 'fer hverjum manni bezt,
að hugúr og hjarta, vit og þel,
vinni saman.
Steingrímur var mikill skap-
festumaður, geðið rikt, en tamið
til hlítar. Hann las mikið, hugs-
aði mikið. í trúarlegum efnum
var hann efasemdarmaður fram-
an af árum. En þetta breyttist og
æ því meir, sem ofar dró á ævi.
Hann var fámáll um þessa hluti
og flíkaði ekki tilfinningum sín-
um, dulur í einkalífi, viðkvæmur
undi niðri, þótt eigi gætti á yf-
irborði.
Hinn 17. júni 1928 kvæntist
Steingrímur Theódóru Sigurðai-
dóttur sjómanns í Reykjav.ík.
Reyndist hún manni sínum alla
stund svo frábær förunautur. að
trauðla gat betri. Börn þeirra eru
4, synir þrír og ein dóttir, öll
uppkomin og hafa stofnað ei.gjn
heimili nema yngsti sonurinn,
sem stundar háskólanám í guð-
fræði. Eina dóttur átti Steingrim-
ur utan hjónabands.
Sama árið og Steingrimur kvænt
ist tók hann við skólastjórn og
staðarforráðum á Hólum í Hjalta-
dal, hálffertugur að aldri. Þau
hjón komu þangað öllum ókunn.
Þau settust í sæti skólastjórahjóna,
sem nutu óskiptrar virðingar og
vináttu héraðsbúa — og áttu
hvort tveggja meir en skilið. beini
var mikill vandi á höndum. Og
enn jókst vandi Steingríms og
beggja þeirra hjóna við það, að
fliokksbræður hans í Skagafirði
kjöru hann þegar höfuðsmann
sinn og foringja.
En persónufar og framkotna
þeirra hjóna var með þeim hætti,
að það var eins og ailur vandi
leystist af sjálfu sér. Lit-
ið var upp til þeirra beggja.
Steingrimur varð héraðshöfð-
ingi. Hann hafði mikil af
skipti, af félagsmálum ýmsum,
enda eindregin-n félagshyggju-
maður og heilsteyptur samvinnu-
maður. Hann geröist þegar mik-
ill og góður búhöldur, hygginn
og glöggur og framsýnn fram-
kvæmdamaður, skipulagði öll verk
af hinni mestu vandvirkni. Hann
var áhugasamurj um allt, er að
búnaði laut. Hann gerði sér og
hið mesta far um að efla skól-
braut upp á og fékk framgengt
ýmsum nýmælum og breytingum,
er til bóta máttu horfa. Hann
var frábær kennari, ástsæll af nem
öndu-m, naut óskoraðrar hollustu
þeirra og virðingar og datt eng-
um í hug að gera sér dælt við
hann. Er hér a£ kunnugleika mælt
því að sá, er þetta ritar, var heima
'gangur á Hölum þessi árin og
auk þess prófdómari vlð skólann.
Margir áttu erindi að Hólum.
Húsbóndinn hafði yndi af að ræða
við- gesti, einkum um félagsleg
efni ýmiss feonar svo og um s'jórn
mál. Hann gat verið dómharður
nokk-uð og ekki alls kosrar sann-
gjarn, ef hánn þóttist kenna Iil.il-
mennsku í fari manna og fram-
komu eða stefna þeirra og áróður
■hneig til öfugrar áttar við það,
sem hann taldi rétt- Hann fyrir-
leit alla hálifvelgju. Samúð hans
með þeim, sem voru minn. njáttar
eða stóðu með einhverjum hætti
höllum fæti, átti djúpar rætur í
eðli hans og skapfeili, og hann
gat verið harður og óvæginn, ef
hon-um fannst horfa til félagslegs
misréttis. En hann var sáttfús og
samvinnuþýður, drengilegur í mál
flutningi, og naut því fullrai virð-
ingar andstæðinga sinna.
Skólastjórahjónin á Hólum voru
samhent um að halda uppi virð-
ingu staðarins og reisn. Hlutur
húsfreyjunnar lá þar í engu eftir.
Það gat ekki fram hjá kunnug-
um farið hversu traustum og ör-
uggum, en um leið hlýjum hönd-
um, frú Theódóra stjórnaði öll-
um hlutum innan stokbs. Þess
vegna þótti öllum vænt um hana,
þeim sem undir hana voru ge-fnir.
Á Hólum voru mikil um-svif, margt
í heimili, mikill gestagangur, opið
hús. E-n öllu stjórnaði frú Theó-
dóra með sínum hljóðláta hætti,
og vaf sem hún hefði aldrei mik-
ið að sýsla, heldur alttaf nógan
tíma til alls. Hún var húsmóðir
í raun o-g sannleika, stjórnsöm,
ástsæl og öllum góð. Og sjík hús-
móðir hefur hún alltaf verið,
hvort heldur hún stýrði heimili
skólastjórans, búnaðarmálastjór-
ans eða ráðherrans. Sá maður
stendur ekki einn, sem hefur því-
lí-ka konu sér við hlið.
Steingrímur Steinþórsson hneigð
ist snemma til afskipta af stjórn-
málum. Eigi var þó ætían hans
að láta pólití-sk mál til sín taka
að neinu ráði, er við tæki skóla-
stjórn á Hólum. Hann óttaðist —
og ekki að ástæðulausu, — að
slík afs-kipti mundu verða skólan-
um til tjóns. En hér fór á annan
veg en hann sjálfur hafði ætlazt
til. Framsóknarmenn í Skagafirði
höfðu fyrir nokkrum árum oiðið
fyrir miklu og óvæntu áfalli, og
voru með vissum -hætti í sárum.
Þeim reið á að græða sárin og
vinna flokkinn upp. Og þarna var
foringinn: — Mikill á velli, hófð-
ingi í sjón o-g raun, glæsimenni,
gáfaður, mælskur og rökfasti'r,
eldheitur áhugamaður, harður og
óvæginn baráttumaður, ef þvl var
að skipta. Steingrímur fékk ekki
undan því vikizt að taka foryst
unni. Þar með voru pólitísk örlög
hans ráðin. Hér í Skagafirði var
heitt í kolunum, ófriður og æsing'-
ar og öldurnar riðu fjöllunum
hætta. Steingrímur háði margar
orrustur og harðar. Hann bakaöi
sér óvild margra manna og sumra
mikilsmegandi. En Steingrimur,
lét það ekki á sér festa. Hann
varpaði sér út í baráttuna heils
hugar. Hann kom fótum að nýju
undir Framsóknarflokkinn í
Skagafirði. Á þeim traustu fótum
stendur flokkurinn enn í iag —
og ha-fa að sjálfsögðu fleiri kom-
ið þar við sögu. En þótt vopna-
viðskipti væru á stundum hörð og
undir blæddu um sinn, þá ætla ég
víst að nú, við leiðariok, hafi
Steingrímur átt óskiptan hlýhug
og virðingu Skagfirðinga allra.
þeirra er honum kynntust og
komnir eru á fullorðinsár
Steingrimur unn' ■ æskasvejt
sinni við Mývatn - jfsta dags.
En hann var líka gdur Slcaga-
firði og Skagfii ' i-igum órofa-
böndum. Og það sagði hann mér
oft, að aldrei hefði sér og þeim
hjónum liðið eins vel og þau árin.
er þau áttu heima á HóLuia i
Hjaltadal, og hvergi hefðu þau
unað sér betur. En af öllum þeim
fjölþættu viðfangsefnum, er hann
vann að um ævina, voru honnm
hjartfólgnust þau störfin, sem
-hann vann fyrir Búnaðarfélag ís
lands.
Steingrímur búnaðarmáiastjóri
er horfinn af sviðinu. Að honum
er mikill sjónarsviptir. í engu var
hann meðalmaður. Hygg ég það
sammæli þeirra, er þekktu hann
persónulega, að þar- færi vituú
maður og góðgjarn. Slíkra er gott
að minnast.
Við hjónin og fjölskyldur okkar
vottum ekkju hans og börnum
djúpa og einlæga samúð.
Gísli Magnússon.
í dag er Steingrímur Steiniþórs-
son fyrrv. búnaðarmálastjóri og
forsætisráðherra jarðsettur.
Með Steingrími er fallinn einn
af svipmestu og áhrifamestu
stjórnmálamönnum, sinna samtíð-
armanna á íslandi, síðustu þrjá
áratugina.
Steingrímur var þingeyskur
bóndason, fæddur að Álftagerði
við Mývatn og ólst upp þar í sveit
með foreldrum sínum, sem bjuggu
í sambýli við sveitaskáldið Jón
Stefánsson (Þorgils gjallanda).
f Þingeyjarsýslu voru þá uppi
ýmsir helztu forystumenn i fé-
lagsm-álum landsins. Á æskuárum
Steingríms reis samvinnuhreyfing
in á leggri>g átti vöggu sína í
han-s heimahéraði.
%>ingeyskir bændur stunduðu
bokleg ,fræ.ði .samhbða búsýslu
sinni feg i.vofú bétúr menntaðir en
almennt gerðist um þeirra sam-
tíðarmenn í sveitum landsina. Það
mátti segja, að það væri vorieys-
ing í menningarlegum og félagsleg
um efnum og atvinnumálum hér-
aðsins og jaðraði það við byltingu.
Steingrímur hefur vafaiaust ver
ið næmur fyrir þeim nýju s'raum
um sem ruddu sér þar brautir og
hrifist af hugsjónaeldi ’og fórn-
fýsi þeirra manna sem tóku for-
ystu í samvinnufélagsskapnum og
á öðrum sviðum þjóðlífsbyl,'ingar-
innar.
Tvítu-gur fór Steingrímur til
náms að Hvanneyri og lauk það-
an prófi vorið 1915. Að þ-ví búnu
vann hann um skeið að bústörf-
um heima hjá foreldrum sínum
og á Hvanneyri, en fór þvi næst
til Kaupmannahafnar til nams á
búnaðarháskólanum þar og lauk
-þaðan prófi 1924.
Þar með hafði hann haslað sér
starfsvettvang og ákveðið að helga
krafta sína umbótum í ísle-izkum
landbúnaði og umbótum á kjörum
þess f-ól-ks, sem lifir í sveitum
landsins.
Árin 1924 og 1928 var Stein-
grímur kennari við bændaskólann
á Hvanneyri, en skólastjóri við
Bændaskólann á Hólum frá 1928
—1935. Þá tók hann við embætti
Búpaðarmálastjóra og gegndi
hann því starfi til árslolía 1962,
áð undanskildum þeim árum, sem
hann var ráðherra.
Steingrímur var kosinn á A!-
þing fyrir Skagafj.s. árið 1931 og
sat á þingi lengst af til ársins 1959.
Ekki mun ég rekja almeun
þjóðmálastörf Steingríms, enda
munu aðrir gera það. En ekki het
ur dulizt neinum, sem fylgzt hef-
ur með þjóðmálum á umræddu
skeiði, að Steingrímur var einn
áhrifamesti maður um öll mál er
snertu þróun landbúnaðarins á
því tímabili.
. Hann var kjörinn þingmaður á
þéim tíma er heimskreppan nær
kyrkti allt atvinnulíf í landinu og
iandbúnaðurinn átti við miklar
þrengingar að búa.
Hann var í broddi fylkingar um
setnir largvíslegrar viðreisn-
ariöggjafar á árunum 1934 til
1937, svo sem afurðasölulöggjaf-
arinnar, breytingar á jarðræktar-
lögunum sem fólu j sér aukna rik-
isaðstoð við framkvæmdir í sveit-
um, um landnám ríkisins o.fl.
Það gustaði stundum kalt á
þeim árum um þá menn sem stóðu
fyrir þessum málum. En þá var
Steingrímur svipmestur og gneist-
aði af honum orkan og kraftur-
inn þegar á hann var deilt og
hann varði þær aðgerðir, sem
hann taldi réttar. Þá hafði þjóð-
in ekki fullar hendur fjár eins
og nú og því voru deilur um
skiptingu þjóðartekna oft miklu
harðari, þá en nú er.
Eftir heimsstyrjöldina, sem
lauk 1945, hófst skeið tæknibylr-
in-gar í íslenzkum landbúnaði. Þá
var Steingrímur í forystusveit
þeirra manna, sem unnu að lög-
gjöf til stuðnings hinni nýju um-
bótaöldu, er þá reis.
Hann var framsýnn á því sviði
og gerði sér ljósa þá þjóðlífs-
breytingu sem koma myndi, fólki
fækkaði í sveitum, en með aðstoð
véla mundu afköst hvers manns
margfaldast. Þá var sett löggjöf
um stuðning við stofnun ræktun-
arsambanda til kaupa á stórvirk-
um vélum, lög um vélasjóð rí'kis-
ins til kaupa á skurðgröfum og
ný jarðræktarlö-g sett. Þær stór-
virku vélar, sem keyptar voru með
fjárstuðningi ríkisins, samkv. þess
um lögum, hafa valdið byltingu á
sviði ræktunarmála síðustu tvo ára
tugi og gjörbreytt allri aðstöðu ís-
lenzkra bænda-
Samihiiða þessu var sett ný af-
urðasölulöggjöf árið 1947, byggð á
starfi sex-manna-nefndar frá ár-
inu 1943, en Stein-grímur var
einn af þeim mönnum, sem í
þeirri nefnd vann ómetan'egt
verk til tryggin-gar því að kjör
bænda yrðu í samræmi við kjör
annarra starfsstétta þjóðfélagsin-s.
Með Framleiðsluráðslögunum 1947
ivar sexmanna-nefndarkerfið lög-
fest til frambúðar og því slegið
föstu, sem stefnumarki að bænd-
ur skyldu búa við sam-bærileg kjör
við aðrar stéttir.
Steingrímur átti mikinn þátt í
setningu þessarar löggjafar og
hann sat í Sex-manna-nefnd, sem
fulltrúi Stéttarsambands bæida,
í 12 ár samfleytt.
Ekki duldist bændum, að með
löggjöf þessari var stórt spor stig-
ið á framfarabraut til aukins ör-
yggis fyrir bændastéttina.
Ýmsir láta í ljós að síi lög-
gjöf hafi ekki að fullu náð til-
gangi sfnum, en þess skal þá
minnzt, að breyttir tímar krefjast
jafnan nýrra og breyttra við-
bragða til mótvægis.
Steingrímur fór ekki geyst við
mótun stefnu í umbótamálim og
stundum heyrðist að of hægt
gengi. En „flas er ekki til fagn-
aðar,“ segir máltækið. Honum var
ljóst að aðalatriðið er aH-taf að
rétt sé stefnt, að ekkí séu stór-
felld mistök stigin og því þarf
að vanda hvert verk, sem markar
framfarabraútina.
Steingrímur var vitur maður og
frmsýnn. Hann hafði sjónhring
eins og Stephan G.: „að hugsa
ekki í árum en öldum, að al-
heimta ei daglaun að kvöldum,
Iþví svo lengist mannsævin mest“
Steingrímur var óeigingjarn
maður og gerði litlar kröfur um
laun fyrir margvísleg störf, var
að því leyti eins og hugsjóna-
mennirnir á æskuslóðum hans í
Þingeyjarsýslu. ,
Ég sá Steingtím í fyrsta sinn
vorið 1926. Þá var hann á bezta
skeiði, rúmlega þritugur að aldri
og var kennari á Hvanneyri. Síð-
Eramhald á bls. 14