Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Page 2
/
Sigríður Aóalsteinsdóttir og Bjarni Thor Kristinsson í Islensku óperunni
FARIÐ UM VÍÐAN VÖLL
STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar
gengst fyrir tónleikum í íslensku óperunni
á morgun, sunnudag, kl. 17. Fram koma
Bjarni Thor Kristinsson bassi, einn af aðal-
söngvurum Volksoper í Vínarborg, og Sig-
ríður Aðalsteinsdóttir, messósópran, sem er
í þann mund að ljúka námi frá óperudeild
Tónlistarháskólans í sömu borg. Ungveijinn
Tamas Koncz og Snorri Sigfús Birgisson
leika með á píanó.
Tónleikarnir hefjast á frumflutningi nokk-
urra þjóðlaga í útsetningum Snorra Sigfús-
ar. Eru þau samin að beiðni Gunnars B.
Valdimarssonar, eiginmanns Sigríðar, sem
færði henni þau í afmælisgjöf fyrr á þessu
ári. „Ég hlakka virkilega til að frumflytja
þessi lög, ekki síst þar sem þau voru samin
sérstaklega fyrir mig,“ segir Sigríður en
Snorri mun sjálfur annast undirleik á píanó.
Að öðru leyti er meiningin að „fara um
víðan völl“ á tónleikunum, svo sem söngkon-
an tekur til orða. Þegar þjóðlögunum slepp-
ir taka við íslensk sönglög en þá koma þeir
Bjarni Thor og Koncz píanóleikari til liðs
við hana. „Þetta er eins þjóðlegt og getur
orðið,“ segir Sigríður og Bjarni bætir við
að nauðsynlegt sé að flytja íslenska tónlist
á tónleikum sem þessum.
Aukinheldur er á efnisskrá tónleikanna
þýsk ljóðatónlist, meðal annars eftir Schu-
bert, og aríur og dúettar úr óperum og óper-
ettum eftir Strauss, Offenbach, Mozart,
Rossini, Saint-Saens og Wagner.
Þetta eru fyrstu tónleikamir sem Bjarni
og Sigríður halda í sameiningu en síðastlið-
ið sumar tóku þau þátt í flutningi á Töfra-
flautu Mozarts á hátíð sem haldin var í
minningu tónskáldsins í Vínarborg. Þá voru
þau svo að segja samferða í gegnum Söng-
skólann í Reykjavík og Tónlistarháskólann
í Vínarborg, auk þess að syngja saman í
Morgunblaðið/Golli
SIGRÍÐUR Aðalsteinsdóttir, Tamas Koncz og Bjarni Thor Kristinsson
leggja línurnar fyrir tónleikana.
Kór íslensku óperunnar. Þau eru því sannar-
lega ekki að hittast í fyrsta skipti.
Söngvaramir segja að efnisskráin hafi
ekki orðið til af sjálfri sér enda sé lítið til
af samsöngslögum fyrir raddir þeirra, bassa
og messóssópran. „Við urðum meira að segja
að svindla svolítið,“ segir Bjarni. „Ég syng
baríton í dúett úr Rakaranum í Sevilla!"
Aðrir eins glæpir hafa nú verið framdir,
hugsar blaðamaður með sér.
Bjarni og Sigríður láta vel af Vínarborg
fyrir söngvara og tónlistarfólk, þó það nú
væri „þetta er einu sinni tónlistarhöfuðborg
Evrópu". „Við höfum fengið ákaflega gott
uppeldi í Tónlistarháskólanum sem er í mjög
háum gæðaflokki,“ segir Bjarni og bætir
við að fimm íslendingar leggi um þessar
mundir stund á söng- og óperunám við skól-
ann. „Það er mjög gott en hafa ber í huga
að hlutfallslega margir íslendingar hafa
söng að atvinnu."
Tamas Koncz er kennari við óperudeild
skólans, auk þess sem hann starfar sem
píanóleikari og hljómsveitarstjóri. Stjórnaði
Koncz meðal annars Sinfóníuhljómsveit Is-
lands á tónleikum í Reykjavík árið 1988.
Morgunblaóió/Árni Sæberg
DAÐI Guðbjörnsson listmálari undirbýr sýningu sína í Hallgrímskirkju.
Hamrahlíðarkórinn
á rökkurstund
HAMRAHLÍÐARKÓRINN undir stjóm Þor-
gerðar Ingólfsdóttur flytur tónlist frá 16.
og 17. öld í Listasafni íslands í dag, laugar-
daginn 29. nóvember, kl. 18. í einu ljóðanna
segir: „í rökkurskímunni slær þú enn
hjarta," og öll íjalla ljóðin um ástina, gleði
hennar og unað, en líka sársauka, söknuð
og kvöl.
Fluttir verða madrigalar og dansar frá
endurreisnartímanum, m.a. eftir Monte-
verdi, Morley, Bennet, Thomkins og Orlando
di Lasso, og eru þau öll flutt á frummálinu,
ýmist ensku, ítölsku, þýsku og latínu. Einn
kórfélaganna, Ólafur Éinar Rúnarsson barí-
ton, flytur lög eftir Dowland og Rosseter
við undirleik Snorra Arnar Snorrasonar lútu-
leikara. „Þetta er allt veraldlegur skáldskap-
ur og tónskáld endurreisnartímans leituðu
gjarnan í það sem manninum er hvað hug-
stæðast, ástina með trega sínum og sorg
annars vegar og kæti og gleði hins vegar,"
segir Þorgerður. Sum verkanna hafa verið
sungin af félögum í kórnum áður, sum vel
þekkt, en önnur verk hafa aldrei verið flutt
hér á landi áður. Nú eru prófannir að hefj-
ast hjá félögum í kórnum en Þorgerður seg-
ir að Hamrahlíðarkórinn hafi jafnan ærinn
starfa í kringum jól og áramót. Hamrahlíðar-
kórarnir fari m.a. fyrir Friðargöngu á Þor-
láksmessu, syngi á líknarstofnunum og við
jólamessu í Hallgrímskirkju á aðfangadags-
kvöld.
Daði sýnir
í Hallgríms-
kirkju
SÝNING á verkum Daða Guðbjörnssonar
listmálara verður opnuð í Hallgríms-
kirkju á morgun, fyrsta sunnudag í að-
ventu, kl. 12.30. Markar sýningin nýtt
starfsár Listvinafélags Hallgrímskirkju,
hið sextánda í röðinni.
Sú hefð hefur skapast að bjóða lista-
mönnum að sýna í anddyri Hallgríms-
kirkju á stærstu hátíðum, það er jólum,
páskum og hvítasunnu, og hefur Daði
málað nokkrar myndir sérstaklega fyrir
tilefnið, þar á meðal málverk af Maríu
guðsmóður. Nefnist það „Madonna Is-
landica".
Um það verk segir Daði: „Sýningin á
aðventu í Hallgrímskirkju gefur manni
óvænt og kærkomið tækifæri til að flétta
eigin myndheim saman við arfleifð kyn-
slóðanna. En hvernig verður trúarleg
mynd efahyggjumannsins, sem oftast er
bundinn munúðarfullum myndheim, sem
útlistun á vestrænu ofgnægtarsamfélagi?
Það eina sem auðmjúkur þjónn listarinn-
ar getur gert er að reyna að sjá ljósið
sem lýst hefur forfeðrunum, og færa það
samtímanum."
Meðal annarra dagskrárliða starfsárs
Listvinafélagsins á næstunni má nefna
tónleika Kristjáns Jóhannssonar og Mót-
ettukórs Hallgrímskirkju, 13. desember,
Iestur Arnars Jónssonar á Lúkasarguð-
spjalli, 21. desember, og hátíðartónleika
við áramót á gamlársdag. 18. janúar mun
Elsa E. Guðjónsson flytja fyrirlestur um
hannyrðir á Hólastað á 17. öld og viku
síðar kemur Schola cantorum fram á
tónleikum. 8. febrúar verður opnuð sýn-
ing á verkum Sveins Björnssonar listmál-
ara og 15. febrúar verður efnt til dag-
skrár í tengslum við sýninguna, þar sem
Matthías Johannessen mun lesa ljóð og
Erlendur Sveinsson sýna kvikmynd.
Hallgrímskirkja er opin almenningi
alla daga vikunnar frá kl. 10-18.
MENNING/
LISTIR
í NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn Islands
í öllum sölum safnsins er sýning á verkum
Gunnlaugs Schevings og sýnd sjónvarps-
mynd daglega um Scheving. Leiðsögn um
safnið í dag kl. 15.
Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41
- Ásmundarsalur
Ásmundarsalur: Hafdís Ólafsdóttir sýnir tré-
ristur. Gryfja: Hulda B. Ágústsdóttir sýnir
skartgripi. Arinstofa: Jóhannes S. Kjarval.
Yerk úr eigu safnsins. Sýningar til 7. des.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveins-
sonar.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Jóhannes Kjarval í austursal. Sýning á að-
föngum safnsins árið 1997 í vestursal og
miðrými. Á sýningarvegg í austursal eru
sýndar húsateikningar.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða-
stræti 74
Kyrralífs- og blómamyndir ásamt myndum
úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúarloka.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigur-
jóns ðlafsson.
Landsbókasafn íslands: Sýning á handrit-
um, bókum og munum úr Prestaskólanum.
Til 29. nóv.
Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6
Gunnar Örn sýnir til 30. nóv.
Dada, Art Gallery, Kirkjutorgi 4
Sölusýning á nútímalist. Einnig antikmunir
frá Vestur-Afríku. Til 24. des.
Norræna húsið - við Hringbraut
í ljósaskiptunum - Orðið í norðri til 1. des.
Skartgripasýning til 31. des. Tryggvi Ólafs-
son til 30. nóv.
Hafnarborg
Brian Pilkington sýnir ti) 23. des.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði
v/Suðurgötu
Handritasýning til 19. des.
Nýlistasafnið - Vatnsstíg 3b
Guðjón Ketilsson. Svartisalur: Gunnar Árna-
son. Bjarti salur og Súm salur: Kristín Blön-
dal. Setustofa: Gestur er Rúna Gfsladóttir.
Allar sýn. til 14. des.
Gallerí Fold
Haraldur (Harry) Bilson. Kristberg Ó. Pét-
ursson. Til 7. desember.
Gallerí Horn
Baldur Helgason og Birgitta Jónsd. Til 3. des.
Galleríkeðjan Sýnirými
Sýnibox: Birgir Andrésson.
Gallerí Barmur: Jóhann L. Torfason.
Gallerí Hlust: Arnfmnur Róbert Einarsson.
Gallerí 202m: Gabríela sýnirtil 14. desember.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Toon Michiels sýnir til 14. des.
Gallerí Listakot
Bryndís Björgvinsdóttir. til 30. nóv.
Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn
Guðný Magnúsdóttir og sýning á nýjum að-
föngum til 21. des.
Listhús 39
Strandgötu 39, Hafnarfirði
Samsýning 14 listamanna.
Gerðuberg
Valdimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar.
Sjóminjasafn íslands við Vesturgötu í Hf.
Almenn sýning og sýning á olíumyndum
Laugardagur 29. nóvember
Digraneskirkja: Útgáfutónleikar Gunnars
Guðbjömssonar og Jónasar Ingimundarson-
ar, kl. 17.
Listasafn íslands: Hamrahlíðarkórinn. Ólaf-
ur Rúnarsson, baritón og Snorri Örn Snorra-
son lútuleikari, kl. 18.
Fella- og Hólakirkja: Karlakórinn Fóstbræð-
ur, kl. 17.
Sunnudagur 30. nóvember
Hallgrímskirkja: Kvennakór Rvk, kl. 17.
íslenska óperan: Styrktarfélag íslensku óp-
erunnar, kl. 17.
Mánudagur 1. desember
Hallgrímskirkja: Kvennakór Rvk, k). 20.30.
Þriðjudagur 2. desember
Digraneskirkja: Blásarakvintett Reykjavík-
ur, kl. 20.30.____________________________
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Grandavegur 7, lau. 29., sun. 30. nóv., fim.
4., fös. 5. des.
Krabbasvalirnar, Iau. 29. nóv. Fös. 5. des.
Borgarleikhúsið
Galdrakarlinn í Oz, lau. 29., sun. 30. nóv.
Hár og hitt, lau. 29. nóv. Fös. 5. des.
Njála, sun. 30. nóv. Fös. 5. des.
Ástarsaga, lau. 29. nóv.
Hið ljúfa líf, lau. 29. nóv.
Loftkastalinn
Áfram Latibær, lau. 29., sun. 30. nóv.
Listaverkið, fös. 5. des.
Á sama tíma að ári, lau. 29. nóv.
Kaffileikhúsið
Revían í den, sun. 30. nóv. Fös. 5. des.
Leikfélag Akureyrar
Hart í bak, lau. 29. nóv.
Möguleikhúsið, v. Hlemm
Jólin hennar ömmu, sun 30. nóv.
Leikbrúðuland, Fríkirkjuvegi 11
Jólasveinar einn og átta, sun. 30. nóv. kl. 15.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997