Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 3
LESBÓK MORGIJNBLAÐSEVS - MENNENG llSlllt 47. TÖLUBLAÐ - 72.ÁRGANGUR EFNI Skúli Magnússon er þekktastur sem fógeti og brautryðjandi iðanaðar með Innréttingum sfnum í Reykjavík, en minna hefur verið fjallað um ævi Skúla þar á undan, þegar hann var yfirvald Skagfirðinga. Bara það hvernig Skúli náði embættinu sýnir að hann var enginn meðalmaður, en nyrðra reyndist hann röggsamt yfirvald eins og fram kemur í grein Ásgeirs Jónssonar. Pétur Gunnarsson hefur glímt við að þýða í leit að glötuðum tíma eftir franska rithöfundinn Marcel Proust síðastliðin tvö ár. I samtali við Þröst Helgason segir hann af þessari glímu við það verk, sem Halldór Laxness skrifaði m.a. um: „Sá heimur sem upp lýkst með sínum sérstökum tíma í La Recherche, einkaheim- ur Prousts, er svo margslúnginn alheimur, mikill á dýptina og að sama skapi kröfu- harður og nærgaungull við lesara sinn, að ég segi fyrir mfna parta, ég held ég hafi aungvan höfund lesið sem komist hafi nær þvf en þessi að láta mig hætta við að sefja saman bækur.“ Brian Pilkington er löngu orðinn þekktur hér á landi fyrir verk sín og í dag verður opnuð sýning á myndskreytingum sem hann hefur unnið. Þetta er fyrsta stóra sýningin sem Brian Pilkington heldur á verkum sfnum eftir 20 ára búsetu hér á landi, en frá því í sumar hefur hann talist til fslenskra ríkisborgara. Njála og önnur fornrit höfðu verið gefin út með rithætti sem flestum fannst að væri hinn eini sanni og að það væru nánast menningar- spjöll að hrófla við honum, þegar þeir Ragn- ar f Smára og Halldór Laxness réðust f að gefa menningararfinn út með samtímastaf- setningu. Varð af mikið írafár á áruin heimsstyrjaldariimar síðari og um það skrif- ar Skúli Björn Gunnarsson. Liv Ullman hefur gert myndina Einkasamtal eftir hand- riti Ingmar Bergmans og segir í samtali við Arnald Indriðason hvernig það gekk. Hún segir Bergman ekki hafa verið við tökur. „Það var þegjandi samkomulag á milli okk- ar,“ segir hún. „Hann lét mig hafa handritið og dagbækur sínar sem innihéldu athuganir hans um efnið og lét mig algerlega í friði eftir það.“. FORSÍÐUMYNDIN: Nýja Guggenheim-safnið í Bilbao, sem hefur verið nefnt lykilbygging 20. aldarinnar, er klætt að utanverðu með títani og sker sig mjög úr eldri byggingum í Bilbao. Um safnið er fjallað á bls 10-12. EINAR H. KVARAN SJÖTTA FERÐ SINDBAÐS Ygldan skolaðist Sindbað um sjá, unz síðasta skipbrotið leið hann. Hann molaði fleyið sitt Feigsbjargi á, og fádæma hörmungar beið hann. Svo lagði hann inn í ægileg göng, er a f tók að draga þróttinn; þar drúptu gljúfrin svo dauðans-þröng og dimm eins og svartasta nóttin. Þá fórlaðist kraftur og féil á hann dá í ferlegum dauðans helli. — En hinumegin var tiimin að sjá og hlæjandi blómskrýdda velli. — Svo brýt eg og sjálfur bátinn minn og berst inn í gljúfra-veginn. - Við förum þar loksins allir inn. - En er nokkuð hinumegin ? Einar H. Kvaran, 1859-1938, var rithöfundur og lét mikið til sín taka í menningarlífi þjóðarinnar um aldamótin og á fyrstu áraiugum aldarinnar. Hann var skáldsagnahöfundur og leikritaskáld og þjóðkunnur fyrir boðun spíritisma, en síðasta Ijóðlínan hér að ofan víkur einmitt að því áhugamáli. Einar var auk þess ritstjóri ýmissa blaða og tímarita. RABB HLUTADÝRKUN OG GRÆJUDELLA SÍÐAN frummenn tóku sér steina eða lurka í hönd og höfðu heim með sér í bæli sitt eða helli, hefur hluta- dýrkun fylgt mannkindinni. Sú dýrkun hefur farið vax- andi eftir að menn gátu for- mað hlutina sjálfir eða skreytt þá. Steinaldarverkfæri, svo sem spjótsoddur úr tinnu, sem búið var með mikilli natni og þolinmæði að gera odd- hvassan, hefur ugglaust verið eiganda sín- um mikið dýrmæti. Og síðar meir þegar hægt var að móta glóandi málm eins og deig á steðja, urðu vopn þeir hlutir sem mönnum voru kærastir og skildu helzt ekki við sig. Ast manna á vopnum sínum og gripum sést af því að þeir tóku þá gjarnan með sér í gröfina. Fallegt sverð gat verið konungsger- semi, en hafði auk þess það gildi að vera í senn vopn þess og verja sem það bar. Aðrir hlutir sem menn gátu dýrkað voru að sjálfsögðu guðamyndir, eða myndir tengdar guðdóminum. En þetta tvennt; vopn og goðamyndir, hafa verið þeir manngerðu hlutir sem forfeður okkar hafa dýrkað. Eftir að menn hættu að bera vopn og lúterskan búin að hreinsa í burtu helgi- gripi og dýrlingamyndir, er líklegt að for- sendur fyrir hlutadýrkun hafi minnkað og oftast verið fátt um fína drætti í torfkof- unum á öldum fátæktarinnar. Aldrei var það þó svo að menn ættu ekki einhverja góða, persónulega gripi til þess að láta sér þykja vænt um. Þó hart væri í ári og varla viðarbút að fá, var efnt í trafa- kefli, sem skurðhagir menn skáru út og þennan grip gáfu menn heitmeyjum sín- um. Frá því í fyrndinni hafa menn og kon- ur borið hringa og stundum þeirrar nátt- úru, að gæfa var talin fylgja þeim sem hringinn bar. Alveg áreiðanlega hefur mörgum Islendingi þótt vænt um askinn sinn, sem var þó fyrst og fremst nytjahlut- ur. Hlutadýrkun í allsleysi fyrri alda hefur þó ekki sízt birzt í því hér á landi að eiga bókarslitrur. Sannir bókavinir hafa alla tíð handfjallað bækur eins og helgigripi. I æsku kynntist ég öldruðu fólki sem ekki átti einn einasta hlut, sem bara var til skrauts. Þeir sárafáu hlutir sem þetta fólk átti, tengdust allir einhverskonar notkun. Afi minn skildi eftir sig Bakkaúr, tóbaksbauk, svipu og brennimark. Bauk- inn og úrið skildi hann aldrei við sig og það voru í rauninni einu persónulegu hlut- irnir hans; svipan og brennimarkið voru fremur nytjahlutir sem allir fjárbændur þurftu að eiga. Ég hef oft undrast það síð- an, hvað sú kynslóð þurfti lítið af því sem nú er talið alveg nauðsynlegt. En hvernig hefur þá farið fyrir hluta- dýrkuninni í ofgnóttinni á okkar tímum? Vissulega eru enn til menn sem fara hönd- um um sjaldgæfar bækur líkt og Jón Gr- indvíkingur í Islandsklukkunni. En hjá flestum önnum köfnum nútímamönnum er bókin bara enn einn hluturinn sem bregð- ur fyrir augu sem snöggvast og lesin eða ólesin er hún lögð til hliðar og víkur þá óð- ar fyrir öðru. Ekki veit ég hvort hiingar hafa lengur þá náttúru að bera með sér gæfu og næstum því hvert heimili er yfir- fullt af fallegum hlutum. Sumir þeirra hafa verið gefnir heimilisfólkinu af ein- hverjum tilefnum; aðra hafa húsráðendur valið sjálfir til hýbýlaprýði. En þegar búið er að stafla þessu í hvern krók og kima; í hverja hillu og hverja smugu, þá fer nú máttur hvers hlutar að dvína. Glerkýrnar renna bara saman og verða eins og varn- ingur í búðarhillum þar sem alltof mikið er á boðstólum. Ekki er heldur víst að neitt af þessu sé fólki sérstaklega kært; mér hefur þó skilizt að málverk og bækur séu það sem fólk vill helzt taka með sér þegar aðstæður gera nauðsynlegt að flutt sé í þrengra húsnæði. Þegar ég skoða eig- in hug í þessu efni, þá eru það helzt nokkrar myndir eftir mig sjálfan, sem ég hef ekki látið frá mér, svo og nokkrar myndir eftir aðra málara, sem ég vildi sízt sjá á bak. Græjudýrkun eða græjudella er annars- konar fyrirbæri en hlutadýrkun. Munur- inn er einkum sá að mönnum þykir ekki vænt um græjur. Þær eru látnar fjúka, oft alveg óslitnar, þegar bretri græjur bjóð- ast. Gamlir og góðir plötuspilarar hafa bara safnað ryki, ef þeim hefur ekki verið hent, eftir að geislaspilarar gerðu þá úr- elta og ágætar myndavélar með úrvals linsum hafa verið lagðar á hilluna, engum til gagns, eftir að aðrar sjálfvirkari buð- ust. I bændaþjóðfélaginu fyrr á tíð, þegar allir hlutir voru handsmíðaðir, hafa ekki verið forsendur fyrir græjudellu, en á vélaöldinni urðu bændur sízt eftirbátar annarra eins og ryðgaðir haugar af hey- vinnuvélum bera vott um. Nútímamaðurinn er umkringdur græj- um og allt er betra í dag en í gær. í aðal- atriðum má þó segja að græjurnar séu tvennskonar. Annarsvegar þær sem menn nota í vinnunni og hinsvegar þær sem með þarf við allskonar tómstundaiðkun og líkamsþjálfun, útivist, íþróttir og sport, allt frá nýtízku gönguskóm uppí flugvélar. Til er þó það, sem nýtist bæði í vinnu og tómstundum og þar eru tvennskonar græjur sem bera höfuð og herðar yfir allt annað: Bílar og tölvur. Að bílum beinist gi-æjudellan þó alveg á sérstakan hátt. Þar einblína sumir á tæknina og galdraverk eins og tölvustýrða hemla, sem hafa vit iyrir ökumanninum, fjölliðafjöðrun og spólvörn. En bílar hafa líka alltaf haft þá náttúru, sem er óvenju- leg í græjuheiminum, að sumt fólk tekur ástfóstri við þá. Þar kemur hlutadýrkunin til sögunnar og ugglaust er mörgum svo farið nú á dögum, að þeim finnst vænst um bílinn sinn af öllu sem þeir eiga. Sum- um finnst næstum því að bfllinn þeirra hafi sál og líta hann allt öðrum augum en aðra íjöldaframleidda hluti svo sem þvottavélar, kæliskápa og sjálfan imba- kassann. Þrátt fyrir mikinn áhuga á tölvum, veit ég ekki til þess að nokkrum manni þyki vænt um það tæki eitt út af fyrir sig. Bíll- inn er með einhverjum hætti framlenging á persónu eigandans, en tölva er bara tölva. Hún er hreinræktuð græja og millj- ónavirði af þeim fer á haugana af þeirri ástæðu einni, að komnar era aðrar betri og ennþá fljótvirkari. Það era fleiri gíga- bæti og megabæti í dag en í gær og harði diskurinn í gömlu tölvunni er vitaskuld jafn úreltur og rokkurinn hennar ömmu. Harður diskur í venjulegri PC-tölvu sem rúmar 1,6 gígabæti þykir í minna lagi núna; blaðamenn Morgunblaðsins næðu samt ekki að fylla hann þótt þeir legðust allir á eitt og vistuðu sín skrif á honum meðan stai-fsævin endist. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.