Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Qupperneq 5
þykkja. Björn var talinn göldróttur af al- þýðu manna, og var ályktað af almannarómi að Skúli hefði látið undan vegna ótta við fjöl- kynngi Bjarnar. Hins vegar urðu Skúli og Steinunn samlynd hjón, en eins og hann seg- ir sjálfur frá í ævisögubroti sínu var Stein- unn kona er; „þyldi mína bresti og aldrei reiddist mér, heldur væri mér ætíð hin sama hvað á gengi“. Slíkrar húsfreyju þarfnaðist Skúli. Skúli hafði á yngri árum orð á sér fyrir að vera mikill kvennamaður, en þó er varhuga- vert að treysta slúðri, því svo margar kjafta- sögur gengu af Skúla að afskaplega erfitt er að greina satt frá lognu. Skagfirðingar höfðu mjög gaman af því að tala um sýslu- mann sinn, sem efni stóðu til, en stundum tók sú kjaftagleði á sig viðurstyggilegar myndir. Skömmu eftir að Skúli fluttist að Gröf kom upp sá kvittur að hann héldi við ekkju í nágrenninu og dætur hennar einnig, en börnin sem samlífið gaf af sér væru borin út. Skúli komst á snoðir um orðróminn og rakti beint til upprunans, Þórodds Þórðar- sonar heyrara (yfirkennara) á Hólum. Sá þótti kjöftugur mjög og illmælgur en gat litlu svarað þegar Skúli bar upp fyrir hann róginn. Svo fór að hann baðst skriflega af- sökunar og greiddi 60 dali í skaðabætur. Hernig var meintur kvennaljómi Skaga- fjarðar útlits? Jón Espólín lýsir Skúla þannig: „Hann var hár meðalmaður á vöxt og ei mjög gildur, kvikur mjög, skarpeygur og nokkuð varaþykkur, mikill rómurinn og sem hann beit á vörina þá hann talaði.“ Þó vantar í þessa lýsingu, að Skúli fékk bólu- sótt úti í Kaupmannahöfn og bar þess menj- ar síðan með örum á andliti. Skúli riður heirn til Hóla Þegar Skúli var unglingur vildi hann kom- ast í Hólaskóla með ölmusustyrk. Hann reið heim til staðarins og bar málið upp við Stein Jónsson biskup. Steinn lét piltinn bíða í heil- an dag eftir ákvörðun sinni, en mjög hafði sá biskup orð á sér fyrir að vera seinn til allra hluta. Loks kom að um kveldið að Steinn neitaði og varð Skúli frá að hverfa við svo búið, grátandi að eigin sögn, og hét því að næst þegar hann kæmi til Hóla í Hjaltadal yrði honum betur tekið. Varð það að efnd- um. Steinn var enn biskup er Skúli varð sýslumaður árið 1737 og hafa Hólamenn væntanlega verið þýðari er yfirvald héraðs- ins reið í hlað. Steinn biskup var stór maður og feitur með slíkt hæglætisskap að sagt var að hann hefði aldrei reiðst á ævi sinni. Hann átti aldrei í deilum og ljúflyndið aflaði hon- um margra vina, en enginn var hann skör- ungur á biskupsstóli og fór flestu aftur á Hólum í tíð hans. Steinn var hins vegar vin- sæit skáld á sínum tíma og í tilefni þess að Upprisusálmar hans voru prentaðir á Hól- um orti einn maður nyrðra: Söngva strengi ég sá eins að öllu vel forgillta Hallgríms prests og herra Steins í hörpu guðs samstillta Þetta þótti mikið oflof, að líkja saman Steini og Hallgrími Péturssyni, en lýsir hversu skáld eru misjafnlega metin eftir tíð- aranda. Nú er sálmakveðskapur Steins gleymdur flestum. Einn af þekktari Hóla- nemum frá tíð Steins var Galdra-Loftur Guðmundsson sem stundaði nám við skól- ann árin 1716 til 1722. Hann var sagður hafa reynt að vekja upp biskupana í Hólakirkju sem frægt er í þjóðsögum. Steinn átti að hafa vandað um við pilt af sínu alkunna hæglyndi, en Loftur iét það sem vind um eyru þjóta. Steinn réð Sigurð Vigfússon íslandströll sem skólameistara á Hólum, en hann var talinn sterkasti maður landsins. íslendingar hafa alltaf haft hinar mestu mætur á krafta- mönnum og það hafði herra Steinn sérstak- lega, er hann henti sjálfur gaman að ýmsum aflraunum. Bókvit hafði Sigurður þó ekki í jöfnu hlutfalli við krafta sína. Hann þótti slakur kennari og gekk illa að halda uppi aga. Hólanemar nýttu sér grunnhyggni karlsins til þess að kría út „lekaliberationir" eða lekafrí. Þá komu þeir að morgni og helltu vatrii á gólfið í skólahúsinu, síðan bentu þeir Sigurði á lekann þegar kennslan átti að hefjast sem svaraði þegar að bragði: „Það er slett af so gú óforsvaranlegt, að góðra manna börn sitji í slíku hrosshúsi." Varð þá ekki nein kennsla þann daginn. Hins vegar var skólahúsið hriplekt og oft urðu „lekaliberationir" af náttúrulegum or- sökum. Sigurði til aðstoðar var Þóroddur heyrari, sem áður hefur verið minnst á, hann var lítill vexti en þeim mun kjaftmeiri og skammaðist oft í íslandströllinu sem brá HÓLASTAÐUR var í döpru ástandi. Hús nídd af löngu viðhaldsleysi, illur aðbúnaður staðarfólks og prentsmiðja grotnuð niður. Hér vantaði framkvæmdamann til þess að rífa staðinn upp, og vildi svo heppilega til að slíkur maður bjó ekki mörgum bæjarleiðum frá. Harboe skipaði Skúla Magnússon ráðsmann Hólastaðar árið 1741 og hann tók þegar ti I óspilltra málanna. aldrei skapi, utan einu sinni. Átti Þóroddur þá fótum fjör að launa. Keppt um Hólastað Þegar Steinn dó 1739, tveimur árum eftir að Skúli varð sýslumaður, sigldu tveir pró- fastar utan til þess að ná biskupsembættinu, þeir Halldór Brynjólfsson frá Staðarstað, svili Skúla, (Þóra, kona Halldórs, var hálf- systir Steinunnar sem Skúli átti) og Björn Magnússon frá Espihóli. I' Kaupmannahöfn var próföstunum tekið með hægð. Dönsk kirkjuyfirvöld voru að íhuga umbætur á ís- lenskri kirkjuskipan, fræðslu og skólahaldi að tillögu Jóns Þorkelssonar er verið hafði skólameistari í Skálholti. Til þess að prófa lærdóm prófastanna var þeim fengin sín bókin hvorum til þess að þýða yfir á ís- lensku, og í hlut Halldórs kom „Sannleiki guðhræðslunnar" eftir Eirík Pontoppidans sem átti að verða nýtt fermingarkver. Þýð- ing hans var síðan útgefin, en svo slælega var að verki staðið hjá Halldóri, að presti einum taldist til að 170 rangar þýðingar auk 160 prentvilla væru í kverinu. Var bókin æ síðan köllum „Villu-Ponti“ á íslandi. Þrátt fyrir það reyndist niðurstaða danskra yfir- valda sú, að Halldór væri meiri fræðimaður en Bjöm. Þeir prófastar rægðu hvor annan sem mest þeir máttu við kirkjuyfirvöld ytra og svo fór að þeir urðu báðir gerðir aftur- reka til Islands án biskupstignar. Þess í stað var danskur kastalaprestur, Loðvík Harboe, skipaður biskup og sendur til landsins til þess að gera úttekt á kristnihaldi, og fékk hann sér til fulltingis Jón Þorkelsson sem áður er nefndur. Þeir stigu á land á Hofsósi 1. júlí 1741 og fengu heldur napurlegar mót- tökur, en götulýður í bænum gerði hróp að þeim. Voru viðtökurnar litlu betri á Hólum. Margir báru ótta fyrir komu þeirra; að kristni í landinu yrði umbylt og klerkar sviptir kjóli og kalli, og ekki hefur gremja og mælgi hinna hryggbrotnu prófasta er á und- an þeim komu bætt úr skák. Sérstaklega var mikil reiði í garð Jóns Þorkelssonar fyrir að ófrægja Island í útlöndum. Svo fór að menn sefuðust. Harboe var hinn mesti mildingur og rak ekki neinn nema í algerri nauð og vera hans hér varð til mestu hjálpar fyrir ís- lenska kirkju. Harboe þótti hins vegar skrýtnar tjáskiptavenjur íslendinga sem hann kynntist fyrstu vikumar hér, að þeir drakku sig augafulla og gerðu honum síðan heimsókn og helltu yfir hann skömmum og svívirðingum, en komu svo daginn eftir og báðu forláts á öllu saman. Skúli verður ráðs- maður Húlastaðar Fyrsta verk Harboes á Hólum var að kanna kunnáttu íslandströllsins sem var síð- an sett af sem skólameistari. Harboe var þó mildur sem ætíð. Það var látið heita svo, að KIRKJAN á Gröf á Höfðaströnd er með merkilegum, útskornum vindskeiðum. Skúli Magnússon flutti að Gröf eftir að hann varð sýslumaður Skagfirðinga. RAGNHEIÐUR Jónsdóttir - konan á 5000 króna seðlinum - bjó á Gröf og var tvöföld biskupsekkja. Hún hafði þótt besti kvenkost- ur landsins og var fræg fyrir mjótt mitti. Sigurður hefði hætt að eigin ósk og var hann seinna gerður að sýslumanni Dalamanna. Hólastaður var þá í döpra ástandi. Hús nídd af löngu viðhaldsleysi, illur aðbúnaður stað- arfólks og prentsmiðja grotnuð niður. Hér vantaði framkvæmdamann til þess að rífa staðinn upp, og vildi svo heppilega til að slíkur maður bjó ekki mörgum bæjarleiðum frá. Harboe skipaði Skúla Magnússon ráðs- mann Hólastaðar árið 1741 og hann tók þeg- ar til óspilltra málanna. Nú var gert við hús staðarins, aðbúnaður skólapilta bættur og matfongin dregin víða að. Þá var nýju lífi blásið í Hólaprentsmiðju. Skúli réð þýskan prentara til Hóla auk þess að útvega nýja stíla til prentverksins og prentun hófst á ný af fullum krafti jafnt sumar sem vetur og fjöldi bóka gefinn út. Jafnframt þurfti Skúli sem ráðsmaður að hafa eftirlit með þeim 330 jörðum sem biskupsstóllinn átti, en hagur staðarins fór mjög eftir því hvernig sú fram- kvæmdastjórn var leyst af hendi. Líklega hefur Hólastaður aldrei verið betur rekinn á þeirri öld, en undir ráðsmennsku Skúla og sannaðist þar dugnaður hans og elja. Nær öragglega hafa þeir Skúli og Harboe ræðst við í Auðunarstofu, íverahúsi bisk- upanna á Hólum. Þeir voru jafnaldrar, Skúli 30 ára en Harboe 32 ára gamall, og höfðu lesið guðfræði (sem var aðalfag Skúla!) á svipuðum tíma við háskólann ytra og hljóta því að hafa haft um margt að spjalla; um Kaupmannahöfn, borgina sem Skúli hafði svo mikið dálæti á, og ef til vill um sameigin- lega félaga eða kennara. Hins vegar hlýtur talið einnig að hafa beinst að landsins gagni og nauðsynjum. Biskupinn hefur spurt um efnahag og ástand landsins sem hann átti að þjóna, og hvers vegna íslendingar væra svo fátækir og geðstirðir sem raun bar vitni. Skúli hefur væntanlega borið undir hann hugmyndir sínar um viðreisn íslands er hann var þegar farinn að vinna að og holdg- uðust ekki löngu seinna í Reykjavík. Harboe vai* vel menntaður maður og tillögugóður, og Skúli hefur vænst þess að einhver eyra væra fyrir rödd þessa yfirvegaða guðs- manns í Kaupmannahöfn. Hér fóra auk þess beggja hagsmunir saman; Harboe hefur verið feginn því að fá styrk frá sýslumanni i þeim mikla andblæstri sem hann mætti, og einnig séð að efnahagslegar framfarir væra framforsenda fyrir bættu ki-istnihaldi. Þvi hagur kirkjunnar var órofa tengdur lands- hag. Sýslumaður hefur haft hvoru tveggja í senn, metnað fyrir þjóð sína og sjálfan sig. Sjálfur skýrir Skúli svo frá í skýrslu sinni til Landsnefndar nokkuð seinna, að upphaí innréttinganna megi rekja til komu Harboe, þá fyrst hafi dönsk stjórnvöld farið að veita málefnum íslands athygli og leitt hugann að úrbótum á landshögum. Á miðju sumri 1742 tygjuðu Harboe og Jón Þorkelsson sig til brottferðar og héldu í mikla reisu um landið þvert og endilangt næstu þrjú árin til þess að kanna kunnáttu presta og sóknarbarna. Þeir tvímenningar vildu gjarnan vita hvaða boðskap íslenskir klerkar hefðu að flytja söfnuði sínum úr pré- dikunarstóli og hvernig þeir sjálfir héldu góða og kristilega siðu. Einnig vildu þeir forvitnast um lestrarkunnáttu sóknarbama og hversu vel prestar sinntu fræðslumálum. í skýrslu þeirra kom fram að læsi var mest á Norðurlandi, þar sem talsvert meira en helmingur fólks gat lesið, og áhrifin af prentverki og menntunarstarfsemi á Hólum vora sterkust, en Skálholtsstifti kom lakar út. Þó verður að taka tillit til þess að sókn- imar vora misjafnar innan biskups- dæmanna og lestrarkunnátta fór mjög eftir barnafræðslu presta. Og mun auðveldar var fyrir klerka að svíkjast undan í sumum hinna fjarlægari kima Skálholtsstiftis, en hinum þéttu sveitum Norðurlands. Skýrslan sýnir einnig hversu vanþakklátt starf það var að vera sáluhirðir á Islandi. Einn prest- ur á Austurlandi átti þá ósk heitasta að fá mann í dyravörslu þegar hann messaði svo sóknarbörnin hættu að rápa út og inn úr kirkjunni. Vegsemdir bíða Eftir fjögurra ára íslandsdvöl héldu Jón Þorkelsson og Harboe aftur út 1745, en á næstu áram komu frá þeim ýmsar tilskipan- ir og reglugerðir um kristnihald hérlendis sem færðu marga hluti til betri vegar. Þeir gerðu hins vegar einnig útlægar þjóðlegar skemmtanir og gleði ýmiss konar sem þóttu skapa léttúð og spilla siðferði fólks. Þá féllu niður gamlir helgi- og hátíðisdagar íslenskir, en helgihald hérlendis átti að vera sem mest líkt því sem tíðkaðist úti í Danmörku. Harboe varð seinna Sjálandsbiskup og mikils virtur í Danmörku. Jón Þorkelsson var með lærðustu Islendingum á sínum tíma og barðist fyrstur fyrir því að innflutningur á brennivíni yrði bannaður til landsins. Afl- aði það honum lítilla vinsælda. Uppfræðsla bama var hans hjartans mál og hann ánafn- aði öllum eigum eftir dauða sinn í sjóð til þess að byggja bamaskóla á íslandi. Það varð til þess að fyrsti bamaskóli landsins reis fyrir hans fé á Hausastöðum á Álftanesi árið 1793, en næstu ár nutu margir aðrir barnaskólar stuðnings frá sjóðnum. Jón sjálfur kom þó aldrei aftur til íslands. Eftir vera tvímenninganna hér fóra ann- arlegar spurningar að berast frá veraldleg- um dönskum yfirvöldum til íslenskra sýslu- manna um efnahag og atvinnuhætti á ís- landi. Það gaf Skúla kærkomið tilefni til þess að koma hugmyndum sínum um lands- framfarir á framfæri í skýrslu sinni um Skagafjörð, og hnýtti hann því við aftast ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. NÓVEMBER 1997 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.