Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 9
MENNINGARSTRlÐ
Á STYRJALDARÁRUM
EFTIR SKULA BJÖRN GUNNARSSON
Veturinn 1941 varð verulegur titrinqur á Alþingi og í
almennri umræðu um „smjörlíkis-útgáfur" Halldórs Lax-
ness og Ragnars Jónssonar í Smára á nokkrum Islend-
____ingasögum. I tilefni þess að nú hefur sú útgáfa_
Brennunjálssögu verið endurútgefin, eru rakin meginat-
riðin í stríðinu um fornritin.
ÞESSI teikning Þorvalds Skúlasonar úr Brennunjélssögu, af bardaganum við Rangé, gæti allt
eins lýst þeim atgangi sem varð á fimmta áratugnum vegna útgáfna Halldórs Laxness og
Ragnars í Smára á íslendingasögum.
ARIÐ 1935 ritaði Hall-
dór Laxness litla blaða-
grein þar sem hann
gagnrýndi stafsetning-
una á útgáfum íslend-
ingasagna. Hún væri
að stofni til dönskætt-
uð, nefnd samræmd
stafsetning forn og sköpuð af fræðimönnum á
19. öld, oft kennd við Danann Ludvig
Wimmer. Þessi athugasemd Halldórs vakti
lítil viðbrögð. En þegar hann og Ragnar Jóns-
son, kenndur við smjörlíkisgerðina Smára,
lýstu því yfir árið 1941, að þeir ætluðu að gefa
Laxdælu út fýrir almenning á lögboðinni nú-
tímastafsetningu til þess að hver og einn gæti
lesið söguna varð uppi fótur og fit.
Fram til þessa hafði ekki þurft að leita leyf-
is yfirvalda um útgáfu á fomum sögum en
þegar fréttist að „þýða“ ætti Laxdælu yfir á
nútímamál þótti mörgum nóg um. Ekki bætti
úr skák að sá sem ætlaði að sjá um verkið var
varla ritfær á íslenska tungu að margra mati.
Til marks um það er áskorun sem Kennarafé-
lag Suður-Þingeyinga sendi frá sér um mitt
ár 1941 vegna bóka Halldórs Laxness. Þar
segir meðal annars „að líta megi á það sem
beina árás á kennarastéttina, og aðra þá
menn, sem reyna að þjóna því erfiða hlut-
verki, að kenna íslenzkt mál“ að gefa út bæk-
ur á þvílíku máli eins og þýðingu Halldórs á
Vopnin kvödd eftir Hemingway.
Langar umræður ó Alþingi um
„þýðingu" Laxdselu
Fyrirhuguð útgáfa á Laxdælu varð til þess
að í nóvember 1941 var flutt á Alþingi frum-
varp til laga um viðauka við lög um rithöf-
undarétt og prentrétt. Með viðaukanum átti
að koma í veg fyrir að „smjörlíkiskarlar“ og
aðrir ólærðir menn gæfu út íslensk rit, samin
fyrir árið 1400. Ennfremur að binda í lög að
samræmdri stafsetningu fornri skyldi fylgt í
útgáfum svo gamalla rita.
Frumvarpið var rætt fram og til baka á Al-
þingi, í neðri deild og efri deild, og sýndist sitt
hverjum. Sumir skiptu um skoðun meðan á
umræðum stóð, til dæmis Árni Jónsson frá
Múla sem taldi í upphafi að Halldór Laxness
ætlaði^ beinlínis að þýða Laxdælu á nútíma-
mál. Arna leist ekki á ef setning Guðrúnar
Ósvífursdóttur: „Þeim var ek verst, er ek
unna mest,“ yrði þýdd á nútímaíslensku og
myndi þá hljóða eitthvað þessu líkt: „Auðvitað
kynntist ég mörgum agalega sætum strákum,
þegar ég var ung, en til allrar bölvunar var ég
langtíkarlegust við þann, sem mér þótti vænst
um.“ Arni snerist hins vegar á sveif með út-
gefendunum þegar hann fékk vissu fyrir því
að einungis ætti að breyta stafsetningu.
Málið varð að pólitísku bitbeini þar sem
andstæðingar frumvarpsins voru samstundis
kallaðir kommúnistar. Fremstur í flokki
þeirra sem fylgdu frumvarpinu um bann við
slíkum útgáfum var Jónas Jónsson frá Hriflu.
Þeir Halldór Laxness höfðu átt í orðaskaki
um árabil út af ýmsum málum og því ekki von
að þeir yrðu á eitt sáttir í þessu fremur en
öðru.
Meðan þingmenn körpuðu unnu Halldór,
Ragnar og Stefán Ögmundsson prentari baki
brotnu við að ganga frá Laxdælu í prent-
smiðju. Með því móti tókst þeim að gefa bók-
ina út áður en frumvarpið var samþykkt sem
lög frá Alþingi. En einkunnin sem útgáfan
fékk hjá Jónasi frá Hriflu var ekki góð. Hann
benti á slettur í formála, að gefið væri í skyn
að Laxdæla væri skáldsaga og þar með lygi
frá upphafi til enda, síðan fylgdi enginn efnis-
legur formáli né sögulegar skýringar og fellt
væri úr sögunni eftir smekk útgefenda. Að
hans áliti var með útgáfunni verið að „draga
þá dýrgripi þjóðarinnar sem fornritin eru nið-
ur í saurinn".
Til að vernda menningu
og lungu þjóðarinnar
Lögin voru samþykkt frá Alþingi í desem-
berbyrjun 1941. Með þeim var lögfest að ekki
mætti birta rit látins höfundar, þó að 50 ár
væru liðin frá dauða hans, ef nokkrar þær
breytingai- væru gerðar sem menning eða
tunga þjóðarinnar biðu tjón af. í annarri
grein laganna segir: „Hið íslenzka ríki hefur
eitt rétt til þess að gefa út íslenzk rit, sem
samin eru fyrir 1400. Þó getur ráðuneyti það,
sem fer með kennslumál, veitt öðrum leyfi til
slíkrar útgáfu, og má binda leyfið því skilyrði,
að fylgt sé samræmdri stafsetningu fomri.
Þrátt fyrir ákvæði þessarar greinar hefur Hið
íslenzka fornritafélag heimild til útgáfu fom-
rita.“
I lögunum kom einnig fram að brot gegn
þeim varðaði sektum, 100-10.000 króna, og að
gera skyldi óheimil rit upptæk.
Ekki vom allir ánægðir með hin nýju lög.
Einn þeirra sem lagði orð í belg var Ragnar
Asgeirsson. I grein sem hann skrifaði í Vísi
árið 1942 segir meðal annars: „í 6-700 ár hafa
fombókmenntimar verið ein lífæð þjóðarinn-
ar, þær hafa vemdað þjóðina, en það hefir
aldrei þurft að vemda þær fyrir þjóðinni. Og
mér finnst íslenzku þjóðinni misboðið stórlega
með þessari samþykkt meiri hluta Alþingis
um að fornbókmenntirnar þurfi að vernda
með lögum fyrir okkur íslendingum!"
Þrátt fyrir lagasetninguna vom útgefendur
Laxdælu hinnar nýju ekki af baki dottnir.
Tæpu ári eftir útgáfu Laxdælu kom í bóka-
búðir Hrafnkatla „með lögboðinni stafsetn-
ingu íslenzka ríkisins". Sú útgáfa braut ber-
sýnilega í bága við nýsett lög um útgáfu
fomra rita. Alþýðublaðið varpaði fram spum-
ingu í fyrirsögn: „Nýtt stríð um fornritin í
uppsiglingu?“
Hrafnkötlu var útbýtt meðal þingmanna
sama dag og hún kom út. Innan fárra daga
var útgáfan tekin fyrir í utandagskrámm-
ræðu Sameinaðs þings. Hálfum mánuði eftir
að Hrafnkatla kom út fyrirskipaði dómsmála-
ráðuneytið sakadómaranum í Reykjavík að
höfða mál á hendur útgefendum bókarinnar
fyrir brot á lögum um útgáfu fomrita.
Útgefendur dwmdir fil sektar-
greiðslu ellegar varðhalds
Halldór, Ragnar og Stefán vom í héraðs-
dómi dæmdir til að greiða 1.000 krónur hver í
sekt, ellegar sitja í 45 daga varðhaldi. Þeir
áfrýjuðu dómnum til hæstaréttar.
Meðan hæstiréttur hafði málið til meðferð-
ar hófu þremenningarnir undirbúning að
næstu bók. Nú skyldi gefin út sjálf
Brennunjálssaga. Þeir höfðu þó vaðið fýrir
neðan sig að þessu sinni og öfluðu sér leyfis
Einars Arnórssonar sem var kennslumálaráð-
herra þeirrar ríkisstjórnar sem þá var við
völd. Einar veitti þeim leyfi til útgáfu á Njálu
og fleiri Islendingasögum, en þess má geta að
hann var fyrram tengdafaðir Halldórs, hvort
sem það hafði áhrif á leyfisveitinguna eður ei.
Þegar fréttist af fýrirhugaðri útgáfu þeirra
félaga á Njálu upphófust sömu erjur og áður.
Að gefa Laxdælu og Hrafnkötlu út með nú-
tímastafsetningu var eitt, en að „misþyrma"
þannig mesta dýrgrip þjóðarinnar, sjálfri
Njálu, var meira en sumir gátu þolað.
„Vér, sem Njálu unnum ..."
I apríl 1943 var lögð fram tillaga til þingsá-
lyktunar í neðri deild Alþingis þar sem skorað
var á ríkisstjómina að greiða fýrir vandaðri
heimihsútgáfu menntamálaráðs og Þjóðvina-
félagsins á Njálssögu. I greinargerð með til-
lögunni segir: „Njála er, eins og kunnugt er,
talin eitthvert hið dásamlegasta listaverk að
stíl, efni og málsmeðferð, sem nokki-u sinni
hefur verið fært í letur á íslenzku. Hún má
ekki heldur sleppa hjá skemmdarverkum
þessara manna. Vér, sem Njálu unnum, vilj-
um með þessari þingsályktun sjá svo um, að
þjóðinni gefist kostur á að eignast hana í
ódýrri og vandaðri útgáfu, þar sem ekki finn-
ist fingraför þeirra manna, sem allt vilja
draga niður í sorpið og jafnvel þyrma ekki
okkar dýrmætustu listaverkum eins og Njálu
frá þeim örlögum."
Langar umræður urðu um þessa þingsá-
lyktunartillögu á Alþingi og farið var mörgum
orðum um útgáfur Islendingasagna. Sumir
gerðust forspáir, þar á meðal Sigfús Sigur-
hjartarson sem sagði meðal annars: „að áður
en langir tímar líða, munu íslendingar veita
fomritunum verðugan sess og búa þau vel í
hendur almenningi." Sigfús sagðist reyndar
einnig vonast til þess að „snillingar framtíðar-
innar“ ættu eftir að túlka hugsanir söguhetj-
anna í söngleikjum.
Eftir margra daga umræður, með tilheyr-
andi næturfundum, var þingsályktunartillag-
an samþykkt, sem og sérstök fjárveiting til
útgáfunnar.
Stjórnarskráin brotin
með lagasetningu
Skömmu eftir að Alþingi hafði komist að
niðurstöðu í Njálumálinu kvað hæstiréttur
upp dóm í Hrafnkötlumálinu. Útgefendur
Hrafnkötlu vora þá sýknaðir og í dómnum
kom fram að lögin frá 1941 stæðust ekki
prentfrelsisákvæði stjómarskrárinnai-.
Sýknudómur hæstaréttar varð til þess að
Halldór Laxness og félagar hans ákváðu að
flýta sér hægt við útgáfu sína á Njálu. Með
dómnum var lögunum um útgáfu fomrita
hnekkt og því engin ástæða til að hraða útgáf-
unni. Þess í stað ákváðu þeir að vanda til
hennar og fengu þrjá myndlistarmenn til liðs
við sig til að skreyta hana með teikningum.
Ekki varð Njálu-útgáfa sú sem til var stofn-
að að tilhlutun Alþingis, eins og segir aftan á
titilsíðu þeirrar bókar, til að draga úr áform-
um þremenninganna. Hún kom út á vordög-
um 1944 og var prýdd misgóðum Ijósmyndum
af söguslóðum. Halldór Laxness ritaði grein
um útgáfuna í Þjóðviljann og hefst hún á
þessum orðum: „Loksins liggur þá prentuð
fýrir framan mig útgáfa sú af Njálssögu, hat-
ursútgáfan svonefnda, sem boðuð var í fyrra.
Almenningur mun vafalaust taka þessu út-
gáfuverki með hrifningu í nokkurnveginn
réttu hlutfalli við göfugan tilgang þeirra
manna sem að útgáfunni standa, en hér þykir
hlýða að sá einstaklingur sem bókin á að hitta
sérstaklega, samkvæmt mörgum ástríðufull-
um yfirlýsingum á Alþingi og öðmm opinber-
um vettvangi, sýni eitthvert lífsmark í kvitt-
unarskyni fyrir þá hugulsemi er honum hefur
verið sýnd og hvorki til sparað fé né erfiði...“
Engu var til sparað í útgáfu þremenning-
anna á Brennunjálssögu sem vafalaust er ein
fallegasta útgáfa Njálu frá upphafi. Með
henni bættu þeir fyrir flausturslega útgáfu á
Laxdælu og sýndu að „smjörlíkis-útgáfur" á
Islendingasögum áttu fullt erindi við lands-
menn.
„Sú öld, sem kemur
eftir okkur..."
Þær deilur sem hér hefur verið lýst koma
mönnum eflaust spánskt fyrir sjónir þar sem
nú þykir sjálfsagt að gefa fornar sögur út með
nútímastafsetningu. Segja má að deilurnar
séu lýsandi dæmi um hvemig íslensk menn-
ing getur orðið að pólitísku þrætuepli. Hvem-
ig skammsýni getur heft sjálfsagða menning-
arstarfsemi. Framar öðm sýna þær þó ís-
lenskt samfélag í hnotskurn; samfélag sem
lætur sig litlu varða hinn stóra heim en
hringsnýst um eigin málefni. En þó að samtíð-
in kveði sjaldnast upp dóm í nokkm máli þá
gerir framtíðin það. Eða eins og Halldór Lax-
ness orðaði það í einni af þeim greinum sem
hann reit í þessum deilum: „Sú öld, sem kem-
ur eftir okkur, mun dæma milli þeirra og mín,
milli míns nafns og þeirra nafns.“
Höfundur er íslenskufraeðingur og rithöfundur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 29. NÓVEMBER 1997 9