Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 13
HÖFUNDUIR þessarar bók- ar setti saman ritið „Mergur málsins" sem kom út ■ hjá „Bókaklúbbi Arnar og Ör- lygs“ 1993 og fjallaði um föst orðasambönd, sem nefnd eru orðatiltæki. Höf. fjallaði þar um 6.000 orðatil- tæki. Orðasambönd þessi eru „notuð aftur og aftur í óbreyttum búningi og fastmótaðri merkingu" eins og höf. skrifar í formála að því riti. Nú sendir höfundurinn, Jón G. Friðjóns- son frá sér nýja bók „Rætur málsins - Föst orðasambönd, orðatiltæki og málshættir í ís- lensku biblíumáli". Höfundur skrifar í for- mála að ritinu: „Efniviðurinn er því fóst orðasambönd sem notuð eru í íslensku bibl- íumáli, ekki einungis biblíuorðatiltæki í þrengsta skilningi heldur einnig ýmis fóst orðasambönd sem er þar að fínna þótt upp- runa þeirra sé annars staðar að leita. Biblían er um margt sérstök og raunar einstök mál- heimild ...“ Hér er réttilega að orði komist. Biblían eða brot úr henni sem voru snemma færð í íslenskan búning er í rauninni meira en „sérstök og raunar einstök málheimild", hún er vissulega einstök málheimild um upp- runa íslensks ritmáls. Bókmál, hið ritaða orð hefst meðal Islend- inga með kristnum sið. Biblían er því bókin, bók bóka eins og George Steiner skrifar svo ágætlega í formála að „Hebrew Bible“ 1996 og birtist í greinasafni hans „No Passion Spent Eassays 1978-1996“. Steiner skrifar: Það er sú bók sem ekki aðeins á Vesturlönd- um ber í sér skilgreiningu hugtaksins „texti“. Allar aðrar bækur vorar, hversu frá- brugðnar sem þær eru innbyrðis um efni og aðferðir, snei’ta beint og óbeint og eru sprottnar af þessari bók bóka. I Biblíunni er að fínna frumbókina, upphaf vestræns bóka- texta og fyrirmynd um niðurskipan og rit- snilld sem nær hæst í þessu textalega fjöl- skrúðugasta riti, frá upphafi...“ Og Steiner heldur áfram „Allar aðrar bækur eru líkastar neistum frá þeim glæsta loga, sem Biblían er“. Biblían eða meginhlutar hennar hafa tl dató verið þýddir á 2.010 mismunandi tungu- mál. Þessi þýðingarverk hafa verið stunduð upp undir tvö þúsund ár. Og þessar þýðingar hafa orðið upphaf og undirstaða ritmáls fjölda þjóða og þjóðflokka. Meðal þeirra telj- ast Islendingar. Jón G. Friðjónsson skrifar í VIII hluta formála þessa verks: „Elstu heimildir bera það með sér að biblíumennt í víðasta skiln- ingi hefur frá upphafi verið snar þáttur í menningu Islendinga. Þýðingar kristilegi-a rita eru meðal elstu heimilda um íslenskt mál, frá því um eða fyrir 1200. Ýmislegt bendir þó til að íslensk biblíumálshefð sé enn eldri. Þannig er orðfæri elstu heimilda svo þroskað og stíllinn svo þjálfaður að óhugs- andi er að þar séu byrjendur á ferð“ Sbr. Stefán Karlsson „íslensk biblíumálshefð“ Morgunblaðið 24. apríl 1993. Hér má bæta við ritgerð Stefáns Karls- sonar: Fróðleiksgreinar frá tólftu öld í Af- mælisriti Jóns Helgasonar 30. júní 1969. Þar bendir höfundur á svipmót fornra kristinna heimilda og íslendingabókar Ara fróða. Fyr- irmynd sagnaskrifara á ármiðöldum um sögu hinna ýmsu germönsku þjóða var beint og óbeint sótt í Genesis. „Augljóst er að kynni Ara af erlendum bókum hafa verið miklum mun meiri en þeim beinu notum nemur, sem hann hefur af þeim haft við samningu íslend- ingabókar,“ skrifar Stefán. Hann birtir áður hliðstæður, sem benda ótvírætt til óbeins uppnma í Biblíutextum. Formáli höfundar skiptist í níu kafla: Skil- greining hugtaka - Afmörkun efnis - Efn- isskipan - Aðföng - íslensk biblíumálshefð - Heimildir um íslenska biblíumálshefð - Um einstakar biblíuútgáfur eftir siðaskipti - Áhrif Biblíunnar á íslenskt mál og Að verkalokum. Höfundur skrifar: „Fjölmörgum fóstum orðasamböndum úr Biblíunni svipar að því leyti til málshátta að þau eru notuð ein sér en mörg þeirra hafa þá sérstöðu að fela í sér kristilegan boðskap, boð og bönn til krist- inna manna, hafa orðið málshættir (heilræði) í kristnu samfélagi. Flestum orðskviðum sem fela einvörðungu í sér kristilegan boð- skap og ekki eru notaðir utan Biblíunnar er sleppt í þessu verki... Skilin eru þó ekki al- veg skörp ... Við efnisval koma upp ýmis álitamál og í sumum tilvikum hef ég vísast seilst nokkuð langt, einkum er ég hef talið orðasamböndin áhugaverð orðfræðilega eða málsögulega." Varðandi málshætti, orðskviði og spakmæli fjallar höfundur um sem „eina samstæða heild“. Höfundurinn hefur leitast við að ná til allra biblíuorðatiltækja og biblíumálshátta, sem rekja má til tiltekinna ritningarstaða í Biblíunni. Hann fjallar einnig um mörg önn- ur orðasambönd sem þar er að finna þótt uppruni sé annar. Efnið er það viðamikið að ógerlegt er að taka öll orðatiltæki úr öllum tíu útgáfum Bi- blíunnar. Höfundur hefur því valið sem sýn- ishorn allmörg orðatiltæki úr biblíuútgáfun 17. til 20. aldar og þar styðst hann við mat sitt varðandi málsögu og íslenskt biblíumál. Efninu er skipað niður eftir bókum Biblíunn- ar. Aðtriðisorðaskrá og skrár um orðatiltæki og málshætti eru lyklar að verkinu. „Fremst í hverri flettu, næst á eftir upp- flettimynd, er að finna „dæmabálk", prentað- an smáu letri. Þar er tilvitnunum í Biblíuna raðað fyrst eftir ritningarstöðum og dæmum hvers ritningarstaðar í aldursröð. Tilgreind eru öll fommálsdæmi, síðan dæmi úr þýð- ingu Odds og úr Guðbrandsbiblíu, síðan úr Viðeyjarbiblíu og loks úr Biblíuútgáfunni 1912. Þessi dæmabálkur er allítarlegur, en mjög þarfur þeim sem áhuga hafa á breyt- ingum tungunnar. „Skýringarbálkur" fjallar um aldur, uppruna og breytingar á þeim orðasamböndum sem um er fjallað. Höfundur bendir réttilega á, að fjölmörg dæmi um biblíumál virðast eiga sér frum- gerð í glötuðum þýðingum hluta Biblíunnar á íslensku. Fjallað er um allmörg orðatiltæki sem eru talin eiga sér uppruna í Biblíunni, „en samsvarandi biblíutexti er aðeins kunnur í þýðingum sem eru yngri en orðatiltækin sjálf‘. I V kafla formálans bendir höf. á þá stað- reynd að fjölmörg tökuorð hafi borist inn í ís- lensku, sem tengjast kristninni, svo sem kirkja, prestur, messa, djöfull, guðspjaO („góð tíðindi"), engiO og biskup og einnig orð sem tengjast bókagerð, en bókagerð var samofin kristninni, svo sem, skóli, bréf, skrifa, stafróf. Merking eldri orða breytist ORÐATILTÆKI OG MÁLS- HÆTTIR AF VERALDLEGUM RÓTUM t.d. blóta, skíra þ.e. gefa nafn, og hreinsa. Höfundur skrifar: „Hitt er mikilvægara að í kristinni trú fólst ný hugmyndafræði sem varð tilefni til fjölmagra líkinga og þó enn mikilvægara að til frásagna Biblíunnar og dæmisagna var sótt kveikja að fjölmörgum orðatOtækjum og málsháttum ... Allt þetta sýnir að kristin hugmyndafræði er samofin íslenskri menningu og því kemur ekki á óvart að hún hefur sett mark sitt á íslenska tungu". Hér notar höfundur hugtak sem verður ekki notað í sambandi við kristni, sem er ný hugmyndafræði og kristin hugmynda- fræði. Hugtakið hugmyndafræði hefm’ í sér fólgna ákveðna merkingu en samkvæmt skil- greiningu höfundar - 1801-1805 - hug- taksins Destutt de Tracy - „Eléments d’idéologie" táknaði það vísindalega rann- sókn hugmynda á grundvelli skynsemis- hyggjunnar. Hér ætti betur við altæk heims- mynd kristninnar eða kristinna kenninga. De Tracy leit á manninn sem hluta náttúr- unnar, dýr, bundið umhverfi og veraldlegum skilningi, langt fjarri þeirri „andlegu spekt“ Snorra Sturlusonar. Sú altæka heimsmynd er óbundin tíð og tíma eða samkvæmt orða- tiltæki Spinosa - lítur á mennska viðleitni „Sub specie aeternitatis" frá sjónarhorni ei- lífðarinnar. Höf. skrifar einnig að: „Ekki er líklegt að sérstakur trúaráhugi íslendinga hafi orðið þess valdandi að mörg biblíuorð- tæki er að finna í íslensku“. Málfar Biblíunn- ar var samofið íslenskri tungu og kristin við- horf og hegðunarkröfur samsamaðar málfar- inu og eins og höfundur skrifar: „er biblíu- málshefð miklu eldri á íslandi en í nágranna- löndum okkar og hún er auk þess mjög lif- andi eins og elstu heimildir og samanburður þeirra við yngri heimildir ber vitni um“. Þeir sem lifa innan altækrar heimsmyndar og miða hegðun sína út frá „sjónarhorni ei- lífðarinnar“ tala alls ekki um sjálfgefin hug- tök og sjálfsögð, hér einhvers konar „trúará- huga“. Höf. skrifar: „Þegar alls er gætt, beinna og óbeinna áhrifa Biblíunnar og kristilegra rita á íslenska tungu, má telja réttmætt að tala um íslenskt biblíumál sem OG GEISTLEGUM EFTIR SIGLAUG BRYNLEIFSSON 1 nýrri bók Jóns G. Friðjónssonar sem heitir RÆTUR MÁLSINS telur hann að ekkert eitt rit hafi haft jafn- gagnger óhrif ó íslenska tungu og Biblían, en iafnframt er algengt að orðatiltæki og málshættir af veraldlegum toga hafi verið notuð í biblíumáli. Mfl Leggja byrði á elnhvem r i T~~ wfA Bera á höndum sór Steypa einhverjum af stóli wt Þurrum tótum ísveita sfns andlttis JIL Vera haróur í hom at5 taka MYNDIRNAR eru úr bókinni og hefur Freydís Kristjánsdóttir teiknað þær. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.