Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Page 14
sérstakt málsnið. A það skal þó lögð áhersla að biblíumál hefur ávallt verið samofíð öðru málsniði. Þetta sést m.a. af því að þegar best hefur tekist til um biblíuþýðingar hafa þýð- endur óspart sótt orðatiltæki og málshætti í lifandi mál og þannig blásið nýju lífi í biblíu- mál síns tíma“ -. Um þennan mikilvæga þátt íslenskrar biblíumálshefðar ræðir höf- undur sérstaklega í kaflanum um Viðeyjar- biblíu. I VI kafla formálans rekur höfundur heim- ildir um íslenska biblíumálshefð. Rakin er útgáfusaga rita úr Biblíunni og er þar viða- mest Stjórn og síðar rit Ian Kirkbys: Biblical Quotations in Old Icelandic - Norwegian Religious Literatur I-II. Stofnun Ama Magnússonar 1976-1980. Rit Kirkbys er mjög ítarlegt, en höf. þessa rits hefur tekist að finna allmargar tilvitnanir í fom rit krist- in, sem skipta máli. Sjöundi kafli formálans - Um einstakar Biblíuútgáfur - er mjög fróðlegur og vand- aður þáttur. Þar koma fram þær breytingar sem verða í aldanna rás á biblíumálshefð og einnig að sú foma hefð er samofin íslenskri málhefð og bókmenntum og þar með samofin málskilningi, málsmekk og meðvitund þjóð- arinnar um aldir. Stefán Karlsson varaði við því í sinni ágætu Morgunblaðsgrein, áður til- vitnaðri, að rjúfa þessa hefð með nýjum þýð- ingum þótt þær væru e.t.v. réttari frá sjón- armiði grammatíkusa. Slysaslóð nýrra þýð- inga á helgum textum var troðin í endur- skoðun þeirra texta á Englandi, og þar með hvarf allur safi og „fínessur" úr textunum, gelt og steindautt mál varð afleiðingin. Höf- undurinn vitnar í formála Guðbrands bisk- ups að Summaríu yfir það Gamla testamenti frá árinu 1591: „mikið átak og erfiði hafði ég, þær sumar dönskublandaðar útleggingar og brákað málfar að yfirlesa, lagfæra og emend- era“. Umfjöllun höf. um málfar Guðbrandsbiblíu og annarra ritaðra texta er sérstaklega fróð- leg og vandlega samin og þar kemur fram að texti Guðbrandsbiblíu féll að málskilningi og málsmekk og sá smekkur og málkennd var samofin íslenskri málshefð þeirra tíma. Því hefur verið haldið fram að Guðbrandsbiblía hafi orðið einhverskonar bjargvættur ís- lenskunnar, en sú íslenska sem þar er á síð- um, átti sér langa forsögu í biblíumálshefð þjóðarinnar og lifði áfram í biblíuþýðingum. Þessi biblíumálshefð var aldrei rofin. Sam- tvinnun bókmennta og biblíumálshefðar hélt. Lýsingar Georges Steiners á Bibh'unni sem þeim „glæsta loga“ sem tendrar með neista- flugi sínu allar aðrar bækur og bókverk, á fyllilega við íslenska bibhumálshefð. I VIII kafla formálans er fjallað um áhrif Biblíunnar á íslenskt mál. „Siðskiptafrömuð- ir 16. aldar höfðu við að styðjast sterka rit- málshefð sem þeir sannarlega nýttu sér beint og óbeint eins og leitast er við að sýna fram á í þessu verki með samanburði fomra texta og samsvarandi texta eftir siðaskipti. Utgáfa Nýja testamentisins 1546 og Guð- brandsbiblíu 1584 ásamt öðrum þýðingum siðskiptamanna mörkuðu því ekki tímamót á Islandi með sama hætti og í öðrum lönd- um ...“ Höfundur talar um mörkun nýrrar stefnu - sem fólst í siðbreytingunni - um leið og endumýjun íslensks bibhumáls átti sér stað. Þýðendumir nýttu sér bibhumáls- hefð fyrri verka og lögðu áherslu á vandað málfar. Höfundur kemst að þeirri niðurstöðu að „Orðfræðileg áhrif Bibhunnar séu svo mikil að telja má fullvíst að ekkert eitt rit hafi haft jafn gagnger áhrif á íslenska tungu og Biblían. Röksemdir fyrir þessari fullyrð- ingu felast m.a. í því safni bibhuorðatiltækja og málshátta sem hér birtist...“ Orðatiltæki, fost orðasambönd og máls- hættir eru „stuttar og gagnorðar málsgrein- ar... skírskotun oft á tíðum til almennra sanninda ...“ og bera í sér málsöguna, þró- unarsögu málsins. Kjamyrði og snjallyrði hvers tíma verða mönnum oft einhverskonar áttaviti inn í hðna tíð, viðhorf og mat tím- anna. „Rætur málsins" er safn orðatiltækja og málshátta, eitthvert viðamesta safn þeimar tegundar sem sett hefur verið saman hingað til og einnig málsöguleg heimild, tilvísun inn í meðvitund margra kynslóða, kynslóða sem voru mótaðar af þessari bók bóka, sem markaði daglegt málfar og endumýjaðist og breyttist í aldanna rás en alltaf tengd máls- hefð uppmnans. Rit þetta er málsöguleg og snjallyrða náma, uppflettirit og til lestrar þeim sem hafa unun af ágætustu textum ís- lenskrar tungu. Vinnan við þetta verk og fullvinnsla þess í bókaformi, er afreksverk og ber vitni um einstaka nákvæmni, eljusemi og næmleika fyrir íslensku máh. Islendingar standa í þakkarskuld við Jón G. Friðjónsson. MYND: Árni Elfar. SÍÐASTI DAGUR SMÁSAGA EFTIR EINAR ÖRN GUNNARSSON Inni hjá pabba ríkti kyrrð og mér til sárra vonbrígða var hann ennþá dáinn. Varlega k íkti ég upp í munn- inn á honum og sá hvernig dragsúgur haustsins \ íafói brotið sér leið að hjartanu og hrifsað með sér sá ilina upp úr kokinu. ÞETTA var viðburðaríkur dagur í lífi okkar pabba. Alla nóttina hafði ég legið andvaka af spennu því framundan var síðasti dagurinn í TVíolí. Aldrei öll mín sextíu og þijú hafði ég misst tvíolíferð úr þennan dag. Þegar morgun- inn kom á gluggann reis ég á fætur og leit út. Haustið var tekið til við að tína blöðin af trján- um. Eg rakaði mig og greiddi fór síðan í stíf- pressuð jakkafót. Allan tímann hugsaði ég til þess að ég ætti eftir að fara i hringekjuna, tylla mér á gírafann og af tilhugsuninni fékk ég mús í magann. Þegar ég kom inn til pabba þá lá hann í rúm- inu með galopin augu. Mér til mikillar undrun- ar hafði hann tekið afdrifaríkustu ákvörðun lífsins, að deyja. Ég horfði á hann langa stund, rýndi í augun og vonaðist til að sjá eitthvert líf bærast þó ekki værinema á óradjúpi en sálin var horfin úr hylkinu. Sérstök kyrrð hvfldi yfir svipnum, eitthvert rólyndi sem ég vissi ekki að hann ætti til. Það var enginn mættur þegar ég stillti mér framan við sölukassann í aðalinnganginum. Ég ætlaði mér að vera gestur númer eitt þennan dag. Eftir langa bið sá ég loks starfsmanni bregða fyrir. Þegar ég hafði miðanni hendi keypti ég mér armband sem veitti mér aðgang að tækjunum liðlangan daginn. Það er ekkert gaman í Tívolí ef maður getu ekki farið í tækin hvað eftir annað. Ég hjólp við fót að hringekjunni og klifraði upp á gírafann. Varlega tók ég um hals hans og faðmaði hann pínulítið. Ég kalla hann Knud en það er bara á milli mín og hans. Stundum hvísla ég að honum leyndarmálum mínum, þau treysta vinskapinn því trúnaðurinn er innsigli bræðralagsins. Ég ímynda mér að hann trui mér fyrir dularmálum sínum og þá fyllist ég hjarta mitt annarlegri gleði og sálin leiftrar. Þar sem við ferðuðumst saman hring eftir hring sagði ég honum að pabbi væri dáinn og ég fann strax að hann skyldi hvorki líf né dauði skipta máli þegar menn fara í Tívolí. Honum þótti það góð tilbreyting fyrir mig að vera einn. Mér fannst dapurlegt að geta ekki vinkað pabba úr hringekjunni eins og ég var vanur en ég lét það ekki skyggja á gleðina. Hálf feimnis- lega vinkaði ég ókunnugum manni. Sá veifaði á móti og mér þótti ég þá eiga einum vini fleira. Eftir fimm ferðir í hringekjunni gekk ég um garðinn og velti fyrir mér hvar ég gæti falið mig fyrir vörðunum því mig langaði að verða eftir í garðinum og laumast í einhverjar græjur þegar þeir væru famir. Þá gæti ég leikið mér fram á morgun, aleinn í Tvívolí, valið mér tæki án þess að bíða í einni einustu biðröð. Á daginn troðast börn sífellt fram fyrir mig en ég læt mér þetta í léttu rúmi liggja því þau eru yndis- legustu mannverumar og stundum finnst mér ég einhvem veginn eiga meiri samleið með þeim en fullorðnum. Eg og bömin skiljum hvert annað til fulls þó við skiptumst ekki á orðum. Rétt áður en dagurinn til fulls þó við skiptumst ekki á orðum. Rétt áður en dagurinn rynni upp í Tívolígarðinum ætlaði ég, Henning, að laumast út um hliðið þannig iað enginn fatt- aði að ég væri búinn að skemmta mér þar alla nóttina. Þetta hafði mig dreymt um að gera frá því ég var strákur, loksins var ég einn og eng- inn lengur til að stoppa mig. Mér gekk ekki vel að finna felustað þannig að ég rölti niður að vatninu þar sem svörtu svanimir synda. Þeir vom svo glaðir yfir að sjá mig. Ég veit svei mér ekki hvort ég hafði meiri ánægju af að hitta þá eða þeir mig. Mamma sagði líka alltaf að ég væri svanur þó að ég hefði fæðst í anda- garði. Ég hvíslaði til þeirra að pabbi væri dá- inn. Það var unaðslegt að sjá vini mína synda á lygnu vatninu og heyra glaðvær hróp, köll og skræki allt í kring. Ef til er paradís þá er það í Tívolí. Ég fór í maríuhænurnar, settist í fremsta vagninn og kíkti annað veifið beint fram fyrir mig á teinana þannig að ferðin varð svolítið ögrandi. Mér þykir alltaf vænt um maríuhæn- urnar en þær eru bara upphitun fyrir parísar- hjólið, gula rússibanann og töfrateppið. Hinum megin í teppinu sátu nokkrir sænskir ráð- stefnugestir í jakkafótum með hvít nafnspjöld fest í barminn. Flestir þeirra æstust við hveija hreyfingu teppisins en einn varð sífellt rólegri. Ég elska fiðringinn sem ég fæ í magann, sér- staklega þegar teppið fellur aftur fyrir sig. Til að gera ferðina meira krassandi ímynda ég mér að öryggissláin sé laus eða biluð og þá grípur mig hræðsla sem lagast strax. Þegar teppið stoppaði starði rólegi svíinn fram fyrir sig, lflct og hann væri í öðrum heimi en síðan skjögraði hann úr tækinu. Skyndilega stað- næmdist hann og ældi í sjö metra boga. Félag- arnir máttu ekkert vera að því að sinna honum heldur flýttu sér í engisprettuna. Mig langað í TÍVOLÍ að hjálpa blessuðum kallinum en það var ein- hvern veginn ekki í mínu valdi. Þegar ég gekk hjá sló fyrir vitin lýkt af hálfmeltum mat í bland við áfengisþef. Ég skil aldrei hvers vegna menn drekka vín í Tívolí þar sem hægt er að verða ölvaður af gleðinni einni. I það minnsta gleymi ég mér algjörlega og lifi bara í tímalausri alsælu þar sem ég flakka á milli tækja. Mig hefur aldrei langað í engisprettu- ina, hún er bara fyrir blindfulla fáráðlinga sem geta ekki verið ánægðir nema þeir séu í sannri lífshættu. Þá er betra að fara í fljúgandi koff- ortið og ferðast um ævintýraheima. Eins og venjulega leigði ég mér byssu rétt fyrir lokun. Ég get einhvem veginn ekki að því gert að alla tíð hefur mig langað til að miða á starfsmanninn, láta hann hlaupa um básinn eins og hauslausa hænu og skjóta litlum blýbik- urum í rasskinnamar á honum. í þetta eina skipti leyfði ég mér að miða á hann og þegar hann brást við því lét ég bara eins og þetta væri algjörlega óvart. Það er líka ekki rétt að skjóta menn í rassinn á síðasta degi í Tívolí því á þeim degi em allir svo kátir og svo glaðir enda er ekki annað hægt. Ég skatu nokkmm sinnum í rauða rós og eftir það fékk ég að velja mér lít- inn svartan plastsnák sem ég stakk í vasann. Allt í einu lýstist garðurinn upp og hvellur- inn frá bombunum var svo tröllaukinn að ég fékk gæsahúð. Frá því er ég sá þessa ljósadýrð fyrst hefur mér alltaf fundist búa í henni ein- hver opinbemnarkraftur eða óræð vitmn. Á meðan verið var að skjóta bombunum upp notaði ég tæifærið og faldi mig, lagðist í ranna. Þar 1 á ég grafkyrr og horfði á fólkið tínast út úr garðinum. Engum kom tfl huga að augu mín fylgdust með öllu úr leyni. í hjarta mínu vissi ég að allt er hægt og ég gældi við þá hugmynd að ræsa töfrateppið fyrst og fara siðan i hringekjuna. Skyndilega heyrði eg fótatak fyr- ir aftan mig, stuttu síðar var ég baðaður í ljós- um og djúp rödd spurði fruntalega: „Hvað ertu að gera þama, væni?“ Hvort tveggja í senn hræddur og skömmustulegur ætlaði ég að ljúga því að ég hefði tapað úrinu mínu en þess þurfti ekki. Ég reis bara þögull á fætur, horfði niður fyrir mig og vörðurin lagði höndina vinalega á öxl mér. Hann fylgdi mér út úr garðinum og kvaddi með góðlátlegu brosi. Skömmu eftir að ég kom heim fékk ég mér mjólkursopa og sandköku. Kakan var bragðgóð og um leið og ég tók fyrsta sopann fann ég til þrosta. Ég rifjaði upp óvænt ævintýri dagsins. Inni hjá pabba ríkti kyrrð og mér til sárra vonbrigða var hann ennþá dáinn. Varlega kíkti ég upp í munninn á honumn og sá hvernig dragsúgur haustsins hafði brotið sér leið að hjartanu og hrifsað með sér sálina upp úr kok- inu. Ég kyssti hann á kalt ennið, bauð góðrar nætur og slökkti ljósið. I myrkrinu hét ég mér því að pabbi skyldi fá veglega útför með hringekjutónlist og Tívolí- bombum til að minna veröldina á að til er para- dís. Höfundurinn býr í Danmörku. 14 IFSRhK' Mnpai INRIADSIMS ~ MFMMIMn/IISTIR 99 MÓVFMRFR 1 997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.