Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 29.11.1997, Síða 17
ÞÝÐINGAR ISLENSKRA BÓKMENNTA Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs SÍÐUSTU ár hefur orðið mikil aukning á þýðingum íslenskra bókmennta, m.a., bæði á dönsku og önnur norðurlandamál. Og það hef- ur aftur greinilega haft áhrif út fyrir Norður- lönd, sömu bækur hafa síðar birst bæði á ensku, þýsku og frönsku. Augljóslega koma hér til tvær orsakir, í fyrsta lagi bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs, í öðru lagi norræni þýðingasjóðurinn. Nyberg (sem hér á eftir verður stuðst við, segir bls. 21) að bókmenntaverðlaun Norður- landaráðs auki fyrst og fremst sölu á bókum verðlaunahöfundar í heimalandi hans. Undan- tekningin er Norðmenn, sem virðast öðrum fremur opnir fyrir menningarstraumum utan landsteinanna, og þá norrænum höfundum sem tilnefndir voru til verðlaunanna hverju sinni. Einnig er þess að gæta, að fylgi verð- launahafi þessari verðlaunaveitingu eftir með upplestraferðum víða um Norðurlönd, þá hlýtur það að auka útbreiðsluna. Því til styrktar má nefna að verðlaunasaga Einars Más Guðmundssonar, Englar alheimsins, hef- ui' selst í u.þ.b. 7000 eintökum á tveimur ár- um, það er sjöföld sala fyrri sagna hans, en al- geng sala á skáldsögu eftir danskan höfund er um 1500 eintök, segir mér Anne Mesmann hjá útgáfunni Borgen. Islendingar hafa oft kvartað undan því að þeirra bókmenntir stæðu ekki jafnt að vígi til verðlaunanna og bækur frá Noregi, Svíþjóð og Danmörku, því um þær fjölluðu dómnefnd- armenn í frumtexta, en bækur útkjálkaþjóð- anna, Finna, Sama, Færeyinga, íslendinga og Grænlendinga, þyrfti fyrst að þýða. En á þessu er þó sú jákvæða hlið, að þær bækur sem lagðar eru fram af t.d. íslands hálfu eru þar með þýddar á kostnað Norðurlandaráðs, og er þá hægara að finna útgefanda en ella. Enda ber mikið á þeim bókum meðal þeirra sem gefnar hafa verið út þýddar, þótt ekki séu þær einráðar. Þýðingarsjóðurinn Síðan 1974 hefur starfað sérstakur sjóður til að styrkja þýðingar af einu norðurlanda- máli á annað, eingöngu fagurbókmenntir, þótt útgefendur óski margir hverjir einnig eftir styrk til að láta þýða fróðleiksrit. íslending- um má þykja undarlegt athæfi að þýða bækur af norsku á dönsku eða sænsku, eða á hinn veginn, því hafi Islendingur lært að lesa eitt norðuriandamál, getur hann fljótlega orðið læs á hin með lítilli fyiirhöfn. En sannleikur- inn er sá, að einungis þröngur hópur nor- rænna menntamanna les texta á grannmálun- um stóru, og aðeins örlítill minnihluti les ís- lensku, færeysku og finnsku, svo ekki sé nú talað um grænlensku og samísku. Eigi nor- rænar bækur að ná til almennings i þessum löndum, verður að þýða þær. Samkvæmt höfðatölu fer þá auðvitað mestur hluti þýð- ingastyrksins til fjölmennustu þjóðanna. Finnar fá tæpan fimmtung, en nota minna en sjöttung, því bæði er minni áhugi á norrænum bókmenntum þar en annars staðar á Norður- löndum, og í grannlöndunum er tilsvarandi áhugaleysi á finnskum bókmenntum. Islendingar fá tæplega tíunda hluta styrks- ins, eins og Færeyingar. Síðan 1982 hefur þýðingasjóðurinn styrkt þýðingu á 1600 bók- um milli norðurlandamála. A árunum 1993-5 var veittur styrkur til að gefa út 30 norrænar bækur á íslensku, 11 úr sænsku, 9 úr dönsku, 4 úr norsku og jafnmargar úr færeysku, en tvær úr finnsku. En á sama tíma voru hálfu fleiri íslenskar bækur styrktar til útgáfu á Norðurlöndum, tólf í Svíþjóð og Danmörku, sjö í Finnlandi og Færeyjum, fjórar í Noregi, auk einnar á samísku, það var ljóðabók eftir Einar Braga. Þetta er og hálfu meira en þýtt var úr finnsku á þessi mál (28 bækur, þar af 2(3 á sænsku). Auk þess hefur sjóðurinn styrkt þýðingu verðlaunabókar á mál utan Norðurlanda, veitti t.d. 25 þúsund danskar krónur til að þýða Engla alheimsins eftir að hún fékk bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Það væri efni í aðra grein að fjalla um þýð- ingar norrænna bóka á íslensku, styrktar af sjóðnum, og ekki hefi ég yfirlit um það. Ég vil aðeins nefna þýðingar norrænna ljóða, m.a. í fjórðu grein sinni um íslenskar bókmenntir ó dönsku skrifar ORN OLAFSSON m.a. um óhrif Norðurlanda- róðsverðlauna og Norræna þýðingarsjóðsins ó útgófuna. Thor Vilhjálmsson norsku skáldanna Rolf Jacobsen og Paal Helge Haugen, danska skáldsins Henrik Nordbrandt, sænska skáldsins Gunnar Ekelöf, finnlandssænsku skáldanna Edith Södergran og ýmissa fleiri, flest hefur þetta birst hjá forlaginu Urtu. Auk þess hafa birst dýrlegar ljóðaþýðingar úr frönsku og þýsku á síðustu árum. Nú er alkunna, að lítil sala er í slíkum bókum, og einhverjir kynnu að segja að þetta sé óþörf þýðingastarfsemi, því bæk- urnar lesi einungis menntamenn, sem séu hvort eð er fluglæsir á norðurlandamál. En þar er tvennu til að svara; í fyrsta lagi er það mikil kynning á skáldi að koma ljóðum þess út á íslandi, þau færu ella fram hjá mörgum. Og í öðru lagi hljóta slíkar þýðingar að vera lesn- ar af unglingum með sérstakan áhuga á ljóða- gerð, þ.e. verðandi ljóðskáldum þjóðarinnar. Má þá augljóst vera, að þessi útgáfa er mjög þýðingarmikil, enda þótt lesendur séu ekki margir. Augljóslega hefur þessi þýðingasjóður al- veg skipt sköpum, einkum fyrir smæstu þjóð- irnar, enda þótt hlutur hans í þýðingarkostn- aði einstakra bóka verði æ minni. Fyrir nokkrum árum var talið að hann greiddi laun þýðanda nokkurn veginn alveg, en nú er það ekki nema brot þess, alls 2,4 milljónir danskra króna árlega, þegar umsóknir útgefenda námu samtals nærri sjö milljónum. Sjóðurinn hefur tekið þá stefnu á síðustu árum að veita heldur mörgum einhvern styrk, en að veita fá- um verulegan. Þetta er því frekar uppörvun en styrkur hvað stærstu forlög varðar, og það finnst mér misráðið, best væri að veita mikinn styrk til bóka sem ella kæmu ekki út í þýð- ingu. Og þannig hefur styrkurinn raunar oft gefist, litlum forlögum mun hann mikilvægur. En þeir íslenskir höfundar sem nú skulu taldir, þurfa margir hverjir ekki lengur neinn styrk til þýðingar. En til að gefa eitthvert yf- irlit um íslensk skáldrit sem birst hafa á dönsku undanfarin ár, skal fyrst nefna Einar- ana; flestar bækur Einars Más Guðmunds- sonar hafa birst á dönsku í þýðingu Erik Sky- um-Nielsen. Þar er fyrst að telja úrval fyrstu þriggja ljóðabóka Einars, sem birtust 1980- 81; það kom þegar á seinna árinu á dönsku undir heitinu Frankensteins kup. Síðan komu Riddarar hringstigans 1984; Vængjasláttur í þakrennunni 1986, Eftir- máli regndropanna 1988, Rauðir dagar 1991; Engl- ar alheimsins 1995; og Ijóðabókin Orkanens oje, 1996. Eftir Einar Kárason birtust í þýðingu Peter Söbye Christensen: Djöflaeyjan 1988, Gulleyj- an 1990, Fyrirheitna land- ið 1991. Efth andlát Sö- byes hafa svo birst Heimskra manna ráð 1996 og framhaldið Kvikasilfur 1997. Eftir Björn Th. Björnsson kom Haustskip 1984, enda hefur þá a.m.k. efnið höfðað til dansks al- mennings, flutningur ís- lenskra fanga til Brimar- hólms fyrr á öldum. Von- andi verður einhver til að þýða snilldarverk Bjöms Hraunfólkið. Eftir Thor Vilhjálmsson kom verð- launasaga Norðurlanda- ráðs, Grámosinn glóir 1988, og ljóðabók, Is- blomsterne brænder 1994. Eftir Svövu Jakobsdóttur kom smásagnaúrvalið Kvinde med spejl 1986, og Gunnlaðarsaga með að- eins árs seinkun, 1990. Auk fyrrgreindra bóka Guðbergs kom Froskmað- urinn á dönsku 1987 og Svanurinn 1991, enn má harma að ekki skyldi þýdd ein albesta saga hans, Hjartað býr enn í helli sínum. Smásögur Gyrðis Elíassonar Bréfbátarign- ingin birtust 1991 og skáldsaga hans Svefn- hjólið 1995, báðar í þýðingu Erik Skyum-Niel- sen. Gauragangur Olafs Hauks Símonarsonar kom 1992, og sama ár komu Hringsól Álfrún- ar Gunnlaugsdóttur, í þýðingu Keld Gald- Jprgensén, og Á meðan nóttin líður eftir Fríðu Sigurðardóttur, þegar hún fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs. Saga Steinunnar Sigurðardóttur Tímaþjófurinn kom með sex ára seinkun í þýðingu Mette Fanp, enn þetta sama mikla ár íslenskra skáldsagna, 1992, Ástin fiskanna kom 1995, og Hjartastaður kemur nú í haust, 1997 eða á næsta ári. Eftir Vigdísi Grímsdóttur birtist Ég heiti ísbjörg, ég er ljón, 1993, Stúlkan í skóginum 1995. Loks er nýútkomið úrval ljóða Stefáns Harðar Grímssonar í þýðingu Erik Skyum Nielsen, 1997. Mér má hafa sést yfir ýmislegt, og margar fleiri bækur hafa hlotið þýðingarstyrk, þótt ekki séu út komnar, og virðist mega búast við því að þessi blómlega þýðingaútgáfa haldi áfram næstu árin, sömu bækur hafa auðvitað í stórum stíl birst á norsku, sænsku og jafnvel finnsku. I upptalningunni hér er margt ánægjulegt að sjá, en alltaf hljóta menn að sakna einhvers. Ég nefni bara Pétur Gunn- arsson (einungis Punkturinn hefur birst á sænsku, að því er ég best hefi getað séð) og Þórarin Eldjárn. Skýringin á slíkum gloppum virðist einfaldlega vera sú, að þýðendur fag- urbókmennta af íslensku eru mjög fáir, og þeir hafa tilhneigingu til að sérhæfa sig í ein- um höfundi, flestir. það er auðskilið, vinnu- sparnaður og öryggi í því að rekast á sama eða svipað orðalag, bók eftir bók, en ekki að sama skapi þroskandi. Ég sé ekki aðra lausn en þá, að íslenskir höfundar verði að finna sér þýðendur á hin ýmsu mál, fara yfir þýðingar þeirra, og koma þeim á framfæri við tímarit, áður en heilar bækur eru boðnai- forlögum, a.m.k. þegar þýðendur eru lítt þekktir í menningarsamfélagi sínu. Víða um lönd er at- vinnulítið fólk, sem lært hefur íslensku, og gæti a.m.k. reynt að þýða. Það sem ég hefi lesið af þessum þýðingum gera þýðendur sér ekki aðeins far um að skila textanum öllum, heldur leggja sig fram um að halda stílbrigðum líka til haga, svo sem jafnan hlýtur að vera sjálfsagt markmið þýðenda. Og það tekst yfirleitt vel. Hinsvegar benti t.d. Erik Skyum Nielsen á hrikalegai’ misskiln- ingsvillur í þýðingum Peter Sobye Christen- sen á sögum Einars Kárasonar, og er minnis- stæðast að hann þýddi orðið „hlátursorg“ sem „lattersorg", þ.e. hlæjandi sorg í stað organdi hlátur. Fyrir koma misskilningsvillur í flest- um framangreindum þýðingum, sem ég hefi skoðað, og hroðaleg dæmi hefi ég heyrt úr frönsku, „Blaðasali æpir/ fyrirsagnir fólna“ í Ijóði Sigurðar Pálssonar varð í þýðingu Régis Boyer: „Lestrarsalurinn æpir“ o.s.frv.. Flest slík firn og skrípi mætti nú forðast með þeim einfalda hætti, að höfundur eða starfsmaður íslensks útgefanda renndi augunum yfir þýð- ingar bóka sinna á mál sem hann skilur. Það hefðu þessh' höfundar hæglega ráðið við, og virðist það lítið verk og vel til vinnandi alþjóð- legrar kynningar. Lolcaorð Það má draga saman, að í Danmörku hefur áhugi á íslenskum bókmenntum gengið í nokkrum bylgjum, en oft hefur bókmennta- fólk og útgefendur í Danmörku sýnt íslensk- um bókmenntum mikinn áhuga. það sem ég hefi séð af viðtökum danskra blaða, er líka yf- irleitt mjög jákvætt. En hvað um sölu? Ég man að þegar Thor fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs, var mikil og já- kvæð umfjöllun í blöðum, auk þess sem bók- um hans var stillt út með stórri mynd í al- menningsbókasöfnum. En eftir árið hafði verðlaunabókin, Grámosinn glóir, selst í að- eins 600 eintökum, sagði mér útgefandinn. Nú veit ég ekki hvort danskur almenningur er svona tortrygginn á allt sem frá íslandi kem- ur, líklegra virðist hitt, að þetta sé eðlileg sala á góðri skáldsögu í Danmörku eftir höfund sem þar er lítt þekktur. Og raunar hafa aðrir verðlaunahafar Norðurlandaráðs stundum selst miklu minna utan heimalands, t.d. Her- björg Wassmo. (Nyberg, bls. 22). Aðalvanda- málið held ég að sé ekki afstaða dansks al- mennings til íslenskra bókmennta, heldur til bókmennta yfirhöfuð. Fyrir aldarfjórðungi var rekin mikil herferð gegn góðum bók- menntum undir kjörorðinu: „Jamen, hvor er budskabet?" (Hvar er boðskapurinn?) Slíkt hugarfar er gamalgróið og enn mjög útbreitt, einnig meðal þeirra sem miðla bókmenntum, held ég; gagnrýnenda, kennara, og þeirra sem A kaupa inn í bókasöfn, að álíta bókmenntir einskonar kerrur sem hlaða beri skoðunum og viðhorfum. Og því miður ríldr það viðhorf víð- ar en í Danmörku. En raunveruleg bók- menntaverk orka á lesendur alhliða, eins og önnur listaverk. Þannig orka t.d. skáldsögur og leikrit bæði með hugmyndir, myndrænar lýsingar, persónusköpun og stíl - samstillt í heild. þessvegna er það lífsreynsla að njóta listaverks, og verður ekki smættað niður í „boðskap“, frekar en niður í hljóm. Hitt meg- um við hafa hugfast, að góðar bækur ís- lenskra höfunda ná til góðra lesenda á Norð- urlöndum, ekki síður en bækur innlendra höf- unda þar. HEIMILDIR (gildir um gi'einar 1 - IV): Halldór Laxness: „Kirkjan á fjallinu, höfuðrit Gunn- ars Gunnarssonar." Iðunn 1930, bls. 275-294. End» urprentuð í Dagleið á fjöllum, Rvík 1937 og síðar. Hannes Pétursson og Helgi Sæmundsson: Islenskt skáldatal I-II. Rvík 1973-6. Alfræði Menningar- sjððs. Helga Kress: Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur. íslensk fræði 29, Rvík 1970. Islandica XL: P.M. Mitchell & Kenneth H. Ober: Bibliography of Modern Icelandic Literature in Translation Including Works Written by Iceland- ers in Other Languages. Ithaca 1975. Islandica XLVII: Kenneth H. Ober: Bibliography of Modern Icelandic Literatm'e in Translation. Supplement, 1971-80. Ithaca 1990. Stig-Bjöm Nyberg: En utredning om litteratursam- arbetet i Norden. Rapport till Nordiska minist- errádet, kulturministrarna. Fjölrit, 38 bls. í A 4 broti. * Sveinn Skorri Höskuldsson: „Gegn straumi aldar." Tímarit Máls og menningar 1988, bls. 403-423. Helge Toldberg: Jóhann Sigurjónsson, Rvík 1965. Auk þess þakka ég Anne Mesmann, Erik Skyum- Nielsen, Fransisku Gunnarsdóttur og Sveini Skorra Höskuldssyni upplýsingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 29. NÓVEMBER 1997 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.