Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Page 4
UM MIÐJAN ágúst sigldu Þingeyingarnir frá Hamborg og eftir tveggja mánaða siglingu sáu þeir strönd Brasilíu. Þeim þótti merkilegt að fjöllin voru skógi vaxin uppá tinda.
Myndlýsing: Freydis Kristjánsdóttir.
BRASILÍUFARARNIR
GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN
Á árunum 1863-1873 fluttust 35 Þingeyingar til
Brasi líu en ferðin þangað tók marga mánuði og
uppí hálft ár. Þeir settust að á fallegum og frjósömum
stað sunnarlega í landinu, en þrátt fyrir mikið basl
beið (; >eirra ekkert svipað harðræði og hins mikla
fjölda sem kaus að flytja til Kanada nokkru síðar.
✓
ILESBÓK 22. nóvember sl. birtist grein
eftir Björgvin Sigurðsson um hreyíingu
Þingeyinga á síðustu öld í þá veru að
flytja úr landi vegna þrengsla og harð-
inda. Menn höfðu haft augastað á Græn-
landi vegna þess að þangað var ekki löng
sjóferð og hægt að búa þar með sauðfé,
en Einar Ásmundsson í Nesi, sjálf-
menntaður gáfumaður, hafði lesið um Brasilíu
og taldi vitlegra að flytja þangað en í annað
ennþá kaldara land en ísland. Um þetta undir-
búningsskeið þegar Þingeyingar fóru að
hyggja á Brasilíuferð var grein Björgvins, en
hvernig fór þetta ævintýri?
Á árunum 1937-38 setti Þorsteinn Þ. Þor-
steinsson saman bók sem heitir einmitt Ævin-
týrið, og fjallar um Brasilíufarana, ferðimar á
áfangastað, landnám þeirra og afdrif. Bókin er
að verulegu leyti byggð á bréfum frá þessu
fólki til ættingja á Islandi. Hún er mikill doðr-
ant, 400 bls. og er þessi grein byggð á frásögn-
um úr bókinni. Hér er að sjálfsögðu sleppt því
sem fram var komið um undirbúninginn og
bréfaskriftir þeirra Einars í Nesi og Jakobs
Hálfdanarsonar á Grímsstöðum, en eftir
„skurðarveturinn og fellisvorið 1859 fór að
bera á mikilli burtþrá“ manna í Þingeyjar-
sýslu, segir í bókinni.
Gífurleg flæmi í Brasilíu voru á þessum tíma
ónumið land og stjómvöld unnu að því að fá
innflytjendur frá Evrópu og gripu Þjóðverjar
það tækifæri öðmm fremur. Búið var að þýða á
þýzku og sænsku lýsingu á Brasilíu handa til-
vonandi Brasilíufömm. Þar stóð að Brasilía
væri eitt bezta og frjósamasta land í heiminum
og náttúrugæðin framúrskarandi; óþrjótandi
skógar, mikill fjöldi verðmikilla trjátegunda og
ekki þurfti annað en að seilast upp í trén eftir
ávöxtunum.
Þessi auglýsingarit bámst Þingeyingum og
hefur án efa hreyft við mörgum í harðindunum
að lesa um jarðargróðurinn: Kaffitré, sykur-
reyr, olíuvið, pálmavið, brauðvið, hör, tóbaks-
jurt, hrísgrjón, hveiti, mais, fíkjur og fjölda
korntegunda og ávaxta að ógleymdum rúsín-
unum og kaffibaununum, sem íslendingum
þótti mest tii koma. Gengu sögur um að menn
áttu að geta slegið, líklega með orfi og Ijá,
marga hestburði af rúsínum á dag. Þetta var
eins og lýsing á Himnaríki.
í ríki náttúrunnar var þó sumt að varast;
grimm dýr til dæmis. Þar vora jagúar og kúgú-
ar talin verst, en af öðram dýram mátti nefna
apaketti, höggorma, letidýr, tapíra, og villi-
hjarðir nauta og hesta. í fljótum skyldu menn
varast krókódíla, en gnægð var þar af fiski, svo
og í sjó, einnig hvalir. Margskonar málmar
voru í jörð, en ljóst var þó að Þingeyingar mátu
meira beitilönd og skilyrði til kvikfjárræktar
en námur og ávaxtatré.
Hér var sannarlega land sem sjá mátti í hill-
ingum. En þrátt fyrir langan undirbúnings-
tíma, svo sem rakið var í fyrrnefndri Lesbók-
argrein, fór svo að margir guggnuðu á að taka
þetta skref út í óvissuna. í bók sinni segir Þor-
steinn Þ. Þorsteinsson svo:
„Hinn mikli sannleikur þessa máls er sá að
íslendingar voru hræddir við Brasilíu sökum
ókunnugleikans, þótt þá langaði þangað. Og af
sömu ástæðum þekkingarleysis, sýnir ríkis-
stjórn Brasilíu tómlæti sitt til að veita þeim
ókeypis far þangað."
Kjarkmikill frumherji
Fyrstur Islendinga til að stíga þetta afdrifa-
ríka skref varð Kristján Guðmundsson frá
Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit, f. 1840. Að
vísu lögðu þeir þrír af stað 1863, allt ungir
menn úr Þingeyjarsýslu, og var ferðinni heitið
til Brasilíu. Fyrst varð að sigla til Kaupmanna-
hafnar, en þar guggnuðu félagar Kristjáns og
sneru heim aftur. Kristján fór sér að engu óðs-
lega; dvaldi í Kaupmannahöfn í tvö ár og nam
þar smíðar og sjómannafræði, en réðst síðan á
skip sem var í Brasilíuferðum. Fékk það ótrú-
lega góðan byr og var ekki nema 44 daga á
leiðinni yfir hafið, en Kristján steig af skipsfjöl
í Ríó de Janeiro, „á stað sem hann hafði lengi
langað til að líta meðan hann var heima á ætt-
jörðinni og varð hann glaður í hjarta sínu.“
í stórborginni Ríó tók Kristján upp ættar-
nafnið Isfeld og svo gerðu faðir hans og systk-
ini einnig þegar þau komu, en að því verður
vikið síðar. Kristján fékk fljótlega vinnu við
gerð gufuvélar sem átti að hreinsa vatn borg-
arbúa og lærði brátt ensku, enda unnu Eng-
lendingar við þetta verk.
Það varð Kristjáni til happs að hann kynnt-
ist auðugum Þjóðverja sem tók hann uppá sína
arma og varð Kristján þar eins og einn af fjöl-
skyldunni. Það var alltaf ætlunin, að foreldrar
og systkini Kristjáns kæmu á eftir honum og í
bréfi til þeirra dáist hann að ævintýraborginni
Ríó og lofar yndisleik landsins. Segir Kristján
að það sé sama hvert farið sé, allsstaðar sjái
maður „hinn sanna guðdómlega ríkdóm af alls-
konar plöntum og ávaxtatrjám og yndisleg
blómsturtré." Ennfremur segir hann í bréfi:
„Sá sem einu sinni hefur verið þarna, staðið
úti í morgunkyrrðinni, andað að sér ilmandi
loftinu og séð allt hið mikla skraut og fegurð
náttúrunnar, getur borið um það vitni, en
varla er hægt fyrir hina sem aldrei hafa komið
þar að gera sér í hugarlund hversu unaðsfullt
það er.“
Eftir þessa lýsingu barf engan að undra að
Kristján settist að í Ríó fyrir fullt og fast.
Hann kom sér vel áfram, lærði portúgölsku og
keypti síðan veitingahús af hinum þýzka vel-
gjörðamanni sínum og rak það í 6 ár. Smíða-
verkstæði rak hann samhliða og græddist fé.
Hugur hans beindist þó í í þá átt að afla sér
menntunar, enda las hann márgar vísinda-
greinar, segir í bókinni. Skjótur frami hans var
lyginni líkastur og eftir aðeins áratug var þessi
innflytjandi orðinn yfirbyggingarmeistari Ríó-
borgar.
4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998