Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Page 5
Víst er að minnsta kosti, að Jónas Hallgríms- son átti að kynna sér staðhætti í Brasilíu og velja búsetusvæði, þar sem hægt væri jöfnum höndum að stunda kvikfjárrækt og akuryrkju. Jónas hafði það framyfir félaga sína að kunna dönsku allvel og þótt ólíklegt mætti teljast kom sú kunnátta að ótrúlega góðu gagni á fyrstu vikunum í Brasilíu. Áformað hafði verið að þeir sigldu 1862 en það dróst á langinn um eitt ár. Skipsferð fengu þeir loksins frá Akureyri á vegum Örum & Wulff í Kaupmannahöfn. Það segir sína sögu um menningarlegan áhuga Þingeyinga á þess- um tíma, að nýkomnir til Hafnar eftir erfiða sjóferð létu þeir það verða sitt fyrsta verk að fara 1 Thorvaldsensafnið. Frá Höfn lá leiðin fyrst til Hamborgar; það- an sigldu Brasilíuför. Magnús Eiríksson, guð- fræðingur í Höfn, sem nefndur hefur verið fyrsti íslenzki femínistinn og kynntur var með grein í Lesþók sl. haust, gerðist hjálparhella þeirra félaga. Má segja að hann leiddi þá eins og börn og fylgdi þeim til Hamborgai- og sleppti ekki af þeim hendi fyrr en þeir voru komnir í skipið. I fyrstu var ætlunin að halda syðst í Brasilíu og leita landa þar sem heitir Rio Grande do Sul. Þeim var þó ráðlagt frá þvi og bent á nýlenduna Dona Fransisca sem betri kost, en þangað fluttu Þjóðverjar stríðum straumum. Um miðjan ágúst var akkerum létt í Ham- borg, en um miðjan október sást til fjalla í Brasilíu. Þótti Þingeyingum merkilegt að fjöll- in voru ekki nakin eins og á íslandi, heldur skógi vaxin upp á tinda. Enn var siglt nærri hálfan mánuð suður með strönd Brasilíu, en 26. október yfirgáfu Þing- eyingarnir skipið í Joinville í nýlendunni Dona Fransisca. Þar fengu þeir að búa leigufrítt í húsi í 8 vikur. Fljótlega komust þeir í samband við norskan kaupmann, Ulriksen að nafni, sem bauðst til að tala máli þeirra við nýlendustjórn- ina. Henni bar skylda til að sjá þeim fyrir vinnu. Það fór hins vegar svo að þeir tóku at- vinnutilboði frá öðrum kaupmanni; sá var danskur, hét Lange og nú hefur dönskukunn- átta Jónasar komið sér vel. Kaupmaðurinn rak sögunarmyllu og þar áttu þeir að vinna. En vinnutíminn var langur, frá 5.30 að morgni til 7 að kvöldi. Þorsteinn segir í bók sinni: „/ nýlendunni Dona Fransisca var siðsemi, stjóm og regla í bezta lagi. Flest fólkið var víðsvegar frá Þýzkalandi, glaðvært, viðfeldið og greiðugt. Embættis- og yfirmenn Ijúfir og lítillátir. Börnin frjálsleg og kurteis. Illindi mjög sjald- gæf þó æði margir tæki sér drjúgum í staup- inu.“ Þetta hefur verið furðu gott samfélag miðað við það sem við mátti búast í nýlendu á frum- stigi. Flestir voru þokkalega efnaðir, fáir mjög ríkir og fáir bláfátækir. Þegar þeir félagar höfðu kynnzt lífinu þarna fannst þeim að þeir gætu fellt sig við að setjast þar að, enda þótt fullheitt væri um hásumarið. Þeim fannst þó miður, að þama gætu íslendingar varla haft það búskaparlag sem þeir voru vanir og ákváðu því að svipast frekar um eftir heppi- legra svæði, og þá suður í Rio Grande do Sul. Fóru tveir þeirra félaga á stúfana og áttu að skrifa ef þeim litist vel á sig, en koma sjálfir til baka ella. Enn fór svo að staðkunnugir menn ráðlögðu þeim frá þessari breytingu; töldu allt afar dýrt syðst í landinu, en litla vinnu að hafa og auk þess viðgengist þar þrælahald. Annar norskur kaupmaður, Gjörrigsen, sagði að þeir ættu að líta á hálendið við bæinn Curytiba, lítið eitt innar í landinu, þar sem stunda mætti kvikfjár- rækt. En bezti staðurinn væri áreiðanlega þar sem þeir höfðu sezt að í fyrstu. Gjörrigsen sagði við Jónas: „Ég skil ekki hvað þú ert blindur að eyða fé þínu og tíma til að leita uppi hentugan stað handa þessu félagi sem þú nefn- ir. Það mun verða þér illa launað. Félagið ætl- ast til þess að þú ferðist hér um og skrifír ná- kvæmar lýsingar á öllu án þess að láta þig hafa nægilegt fé til þess. Og ef félagsmenn koma hingað, kalla þeir þig líklegast lygara..." Og þessi norski kaupmaður bætir við: „Ég hef aIdrei viljað skrifa heim til Noregs aðra lýs- ingu en svohljóðandi: - Hér deyr enginn úr hungri og þrælamir hér eru frjálsari en bænd- urnir heima“. Byggt og ræktað i Dona Fransisca Þingeyingarnir ákváðu þessu næst að fá sér jarðarskika í Dona Fransisca og hefja bú- skap. Landið sem þeir keyptu af nýlendu- stjórninni var fáeina kílómetra frá bænum Joinville. Þangað fluttu þeir feðgar, Jón Ein- arsson og Jón sonur hans, og byggðu sér hús. Jónas Friðfinnsson Bárðdal keypti einnig land, 38 dagsláttur, og bætti fljótlega öðru eins við, segir hann í bréfi til móður sinnar. Ekki var það ákjósanlegt ræktunarland, allt skógi vaxið og mikið verk að ryðja skóginn, en ætlunin var að rækta sykurreyr og kart- öflur. Ekki verður séð að Jónas hafi verið bjartsýnn, því hann segir í bréfinu: „Engan eggja ég þó til að flytja hingað, og ekki held- BRÉF voru óratíma á leiðinni milli fslands og Brasilíu. Jónas Hallgrímsson, sem átti konu og syni heima í Þingeyjarsýslu, hélt áfram að leita að heppilegu svæði til landnáms. Bréfin frá honum voru lesin með athygli því hann sagði bæði kost og löst á Brasilíu. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. JÓNAS Bárðdal kunni einlífinu illa og fór að verða vonlítill um unnustuna heima á íslandi. Myndlýsing: Freydís Kristjánsdóttir. Síðasta bréfið til íslands skrifaði Rristján 1873, eftir 10 ára veru í Ríó. Segir hann þar, að þótt mörgum sinnum sé betra að vera í Brasilíu, muni Islendingar ekki geta haft þess full not í fyrstu sökum vankunnáttu í málinu og vanþekkingar á eðli og náttúru landsins. En úr því þeir vilji nú af eigin hvötum fara til Vesturheims, þá ræður hann þeim fremur til þess að flytja til suðurfylkja Brasilíu en norð- urfylkja Bandaríkjanna og segir enn vera all- mikið til af ágætum og óseldum bújörðum þar. Kristján kvæntist þýzkri konu og þau eign- uðust 8 böm, sem öll dóu í bemsku nema ein stúlka, Kristjana, sem var 6 ára þegar hópur- inn kom frá Islandi 1874.1 þeim hópi var faðir Kristjáns og systkini, en skömmu áður hafði Kristján fengið gulu veikina, sem svo var nefnd, og lézt þessi einstæði hæfileikamaður úr henni, aðeins 34 ára gamall. Fjórir Þingeyingar ráðast i Brasiliuför Fimm mánuðum eftir að Kristján sigldi af stað til Brasilíu frá Kaupmannahöfn, lögðu fjórir sýslungar hans af stað í sömu langferð frá Akureyri. Fyrir þeim fór Jónas Hall- grímsson, sem getið var um í grein Björgvins Sigurðssonar, en hann átti líkt og Kristján að kanna lönd þar syðra og gefa heimamönnum og Útflutningsfélaginu skýrslu. Jónas var frá Víðikeri í Bárðardal, rúmlega fertugur og vanur trésmiður. Sigríður kona hans fór ekki með, en fluttist að Grímsstöðum í Mývatns- sveit með þrjá syni þeirra og var kallað að hann skildi hana þar eftir „í góðra manna höndum“. Jónas Friðfinnsson, 24 ára gamall úr Bárð- ardal, kvaddi einnig ættjörðina og unnustu sína, Maríu Friðriksdóttur í Hrappstaðaseli. Hún giftist 5 árum síðar öðrum manni, enda kom Jónas ekki aftur til Islands. í Brasilíu tók hann upp ættamafnið Bárðdal. Jón Einarsson, fimmtugur Mývetningur, var sá þriðji í þessum hópi. Hann hafði búið í Svartárkoti í Bárðardal í 15 ár og síðan á Björgum í Köldukinn til 1860, en þá andaðist kona hans. Sumum börnum sín- um kom hann í fóstur, en hafði önnur á sínum vegum. Með honum fór Jón Jónsson, 18 ára sonur hans, til Brasilíu og tók upp ættarnafnið Armann. Ekki er vitað hvort Brasilíufór þeirra fjór- menninganna stóð í sambandi við Útflutnings- félagið, en líklegt má telja að svo hafi verið. ur frá því. Mér fínnst það of mikill ábyrgðar- hluti, því ég veit ekki hvað mér eða öðrum ei fyrir beztu.“ Bréf voru óratíma á leiðinni milli Brasilíu og Islands. A árinu 1867 skrifar Jónas fimmta bréfið eftir tveggja ára bið frá þvi hann skrif- aði síðast til íslands og hefur þá ekkert heyrt frá unnustu sinni, móður og systkinum. Ekki vissi hann hvort bréfin hefðu glatazt, eða hvort tómlæti var um að kenna. Hann skrifar enn 1868 án þess að hafa fengið svar og ræðir þar um sjálfan sig, Brasilíu og Island: „Þó ég sé nú búinn að vera hér næstum þrjú og hálft ár er ég þó enn heldur fátækari en þegar ég fór að heiman. Það gengur ótrúlega fljótt a& eyða peningum hér, einkum fyrir einhleypa menn, sem einlægt eru á sífelldum hrakn- ingi.“ En í öllum bréfum þessara Þingeyinga má sjá að Brasilía hefur töfrað þá með fegurð sinni og gróðursæld. Arið 1865 höfðu allir Þingeyingarnir keypt sér stærri landskika og komið sér upp húsum. Þeir voru farnir að geta bjargað sér vel á þýzku og gátu talað við nágrannana. En þeir héldu um leið fast í menningararfinn; höfðu haft með sér fornsögur í farteskinu að heiman og komu saman til þess að lesa þær. Trúlega hafa Njála og Egla ekki verið lesnar upphátt fyrr eða síðar á afskekktum stað inni í skóg- lendi Brasilíu. Veikindi voru landlæg í nýlendunni og herj- uðu einnig á þá félaga. Sökum heilsubrests gat Jónas Hallgrímsson hvorki stundað smíð- ar né aðra daglaunavinnu og Jón Einarsson var orðinn of roskinn til þess að þola langan vinnudag í sögunarmyllunni. Jónas Friðfinns- son breytti skógarjörð sinni í akurlendi og stundaði jafnframt smíðar. En þó þetta liti bærilega út, voru þeir alltaf með hugann við hálendið sem þeim hafði verið bent á með tilliti til kvikfjárræktar og hugs- anlegra búsetuskilyrða til handa þeim sem heima biðu á íslandi. Þeir fóru vestur á há- lendið í könnunarfór 1866 og leizt þá svo vel á sig, að þeir ákváðu að flytja og hefja landnám á nýjan leik. Jón Einarsson var þá látinn. Jarðir sínar í þýzku nýlendunni settu þeir í umboðssölu og fengu lágt verð fyrir. Þessi frumbyggð Þingeyinganna í Dona Fransisca, þar sem mörgum svitadropum hafði verið út- hellt, leystist upp sumarið 1866. Eftir andlát föður síns réðist Jón yngri í vegavinnu og kvæntist síðar konu af brasilískum og enskum ættum. Samdi hann sig eftir það að siðum inn- fæddra, en svo er að sjá að hann hafi samt alltaf þráð Island. Hann dó fyrir aldur fram um eða fyrir 1883. Búskapur í Curityba Þeim Jónasi Hallgrímssyni og Jónasi F. Bárðdal þótti dásamlega fallegt í Curityba þegar þeir komu þangað í ágúst 1866. Bærinn er í 1000 m hæð yfir sjó og loftslagið er heil- næmt. Þar var þó ekki árennilegt að kaupa jarðir fyrir eignalitla menn. Fyrst reyndu þeir að fá vinnu við smíðar en gekk erfiðlega, svo þeir settu upp eigið smíðaverkstæði og kölluðu sig meistara. Jónas F. Bárðdal undi illa einlífinu og fór nú að verða vonlítill um unnustuna heima á Is- landi, enda skrifar hann móður sinni 1867 og segist vera kvæntur konu af þýzku foreldri. Þeir meinbugir voru helztir á ráðahagnum að hún var kaþólsk, en hann „hatari kaþólskunn- ar“. Líklega hefur Jónas haft betur í þessari trúarbragðadeilu því lútherskir prestar skírðu börn þeirra. Ekki er vitað til þess að Jónas skrifaði fyrrverandi unnustu sinni, Maríu Friðriksdóttur, um heitrof sitt og kvonfang. Þrátt fyrir lélegt heilsufar byggði Jónas hús yfir fjölskylduna 1870 og þegar tímar liðu var hann talinn með beztu „meisturum“ í plássinu. I bréfi til Jakobs Hálfdanarsonar á Gríms- stöðum kveðst Jónas Hallgrímsson hafa verið meira og minna veikur eftir að hann flutti í góða loftið uppi á hálendinu. I bréfinu svarar hann spurningum sem Jakob hafði sent hon- um, en ekki gat Þingeyingum verið uppörvun í svari Jónasar. Meðal annars taldi hann verzl- unina afar slæma í smærri bæjunum á hálend- inu. Það hafði verið breitt út á íslandi að sálar- kraftar manna veikluðust í Brasilíu. En Jónas bar þann orðróm til baka og fullyrti að hann héldi sínum óskertum. Þessi útlegð Jónasar Hallgrímssonar kann að virðast óskiljanleg í ljósi þess að heima á Islandi átti hann konu og þrjá syni. Hitt mun þó láta nærri, að hann hafi einfaldlega ekki eignast fjármuni til þess að komast heim. Og svo vandaður maður sem Jónas var, vildi hann ekki eggja landa sína á að flytja til Brasilíu fyrr en hann hefði fundið ákjósanlegan stað. Hann sagði alltaf kost og löst í bréfum sínum, enda treystu menn þessum upplýsingum hans. Oftast dvaldi hann hjá nafna sínum Bárðdal, en vorið 1870 var hann í smábænum Antonia við Paranáquayfjörðinn og fékk þar gulu veik- ina, sem dró hann til dauða. Niðurlag í næstu Lesbók. Heimildir: Ævintýrið frá íslandi til Brasilíu eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, 1937-1939. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.