Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Side 7
Kvikmyndin var ólík öllum öðrum leiknum
myndum sem gerðar höfðu verið á Bret-
landseyjum. Ef...(If..) er ýmist svört/hvít eða
litmynd. Anderson beitti stílbrögðum eins og
titlaspjöldum til að marka kaflaskipti. Slíkt
hafði ekki þekkst síðan á dögum þöglu mynd-
anna. Gagnrýnendur túlkuðu á ýmsa vegu þau
skil sem svarthvít atriði myndarinnar marka.
Seinna kom þó í ljós að framleiðandi myndar-
innar hafði einfaldlega ekki lengur efni á lit-
filmu. Ef... (If...) er að uppbyggingu líkari
heimildarmynd en leikinni mynd þótt skilin
milli draums og veruleika séu aldrei skýr frá
upphafi til enda þar sem myndin segir enga
sögu, í hefðbundum skilningi orðsins. Ef...
(If...) gerði mikinn usla á sínum tíma. Myndin
vann gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í
Cannes og vakti feiknaathygli um heim allan.
Fékk hún X-stimpil í Bandainkjunum, eins og
örgustu klámmyndir. Vakti það nokkurn ugg
að skólapiltarnir grípa til vopna í lok myndar-
innar. Túlkuðu margir gagnrýnendur þessi
sögulok sem eins konar heróp.
Ef... (If...) er gagnsýrð af verkum annarra
listamanna. Negrasálmurinn Missa Luba setur
sterkan svip á myndina. Heitið, Ef..., er fengið
að láni úr ýóði Rudyards Kiplings. Nafngiftin
mun vera dulið háð því að Kipling hreifst mjög
af breska heimsveldinu og mærði það í ljóðum
sínum og sögum. Getur einnig að líta ýmiskon-
ar skírskotanir til annarra kvikmyndagerðar-
manna, Frangois Truffaut, Leni Riefenstahl
o.fl. Má loks finna sterk áhrif frá absúrdisman-
um, sérstaklega eins og stefnan birtist í leikrit-
um tuttugustu aldar.
Árið 1973 gerði Anderson framhald af Ef...
(If...), Lukkunnar pamfíll (O Lucky Man) þai-
sem hann heldur áfram að rekja sögu Travis.
Sagan er sögð í svokölluðum picaresquestíl,
líkt og Don Quixote eftir Cervantes og Tom Jo-
nes eftir Fielding, og svipar mjög til Birtings
eða Candide eftir Voltaire. Anderson beitti þar
enn djarfari stílbrögðum en í Ef... (If...). Kem-
ur hann sjálfur fram í einu atriði og slær sögu-
hetjuna í höfuðið með handriti að myndinni.
Sagan hefst á skopstælingu á myndum rúss-
neska kvikmyndaleikstjórans Sergeis Eisen-
steins. Sömu leikarar leika mörg hlutverk í
myndinni. Er þetta eitt af fáum dæmum í sögu
kvikmyndanna þar sem þetta stílbragð gefur
góða raun. í Lukkunnar pamfíl (0 Lucky Man)
ber einnig á ýmiskonar hnignunarmerkjum.
Háðið er ekki eins beitt. Er myndin í ofanálag
þrjár klukkustundir að lengd og ber þolinmæði
áhorfandans að lokum ofurliði þrátt fyrir
marga góða kafla.
Anderson studdist á nýjan leik við verk eftir
David Storey í næstu mynd sinni Hátíðabrigð-
um (In Celebration). Hátíðabrigði er einfóld út-
færsla á samnefndu leikriti Storeys. Þar segir
frá öldnum kolanámumanni og samskiptum
hans við þrjá syni sína. Sú mynd er svo ólíkt
Ef... (If...) og Lukkunnar pamfíl (0 Lucky Man)
að furðu vekur að sami maður hafi verið að
verki. Myndin er öll í höndum leikhópsins, þar
á meðal Alans Bates, Bills Owens og Constance
Chapman. Er það til marks um listræna ögun
og vald Andersons á miðlinum að hann reynir
aldrei að þröngva þeim stílbrögðum sem hann
beitti í Ef... (If...) og Lukkunnar pamfíl (0
Lucky Man) upp á hið einfalda verk Storeys.
Max Horkheimer bentu raunar á það í frægri
grein sinni um menningariðnaðinn um miðjan
fimmta áratuginn að ekki væri hægt að skilja á
milli listar og lífs einstaklinganna í kapítalísku
samfélagi. Menningariðnaður samtímans, sem
lýtur í einu og öllu lögmálum markaðarins, hef-
ur sogað einstaklinginn og vitund hans inn í
sýndarheim þar sem engan mismun er að finna
á lífi og list. Menningariðnaðurinn hefur flatt
út einstaklingsvitundina, hún er nú aðeins
skurðarpunktur fjöldaframleiddra hneigða og
tilfinninga. Einstaklingurinn er hættur að gera
greinarmun á eigin lífi og lífi bíómyndahetj-
unnar eða náungans í sjampóauglýsingunni.
Menning vs. efni(shyggia)
Adomo og Horkheimer gerðu greinarmun á
lágmenningu og hámenningu, menningariðnað-
inum og hinum fögru listum. Þetta er ein af
grunnandstæðum í menningarumræðu þessar-
ar aldar en hún hefur að miklu leyti máðst út
þvi að hinar fógru listir hafa á síðustu árum
verið að taka lágmenninguna í sátt með því að
notfæra sér aðferðir hennar og efni. Skyld
þessari andstæðu er önnur sem má segja að
hafi lengi legið skilningi okkar og skynjun á
menningu til grundvallar en það er hin, að því
er virðist, ósættanlega tvennd (há)menningar
og efnis(hyggju).
Þessi grunnandstæða birtist með skýrum
hætti í pistli sem Einar Már Guðmundsson, rit-
höfundur, las á Rás 1 síðastliðinn mánudag. Þar
leitaðist Einar við að skilgreina menninguna,
eins og svo margir aðrir þessa dagana, og sagði
(í umorðun minni) eitthvað á þá leið að menning
væri það sem fyllti upp í tómið sem efnishyggj-
an skildi eftir sig. Menningin er sem sé merk-
ingin, hin andlega fæða sem efnishyggjan getur
ekki veitt okkur. I framhaldi fjallaði Einar um
Seinni myndir Andersons líða fyrir það að
margir fyrri samstarfsmanna hans höfðu leitað
á ný mið, til að mynda kvikmyndatökumaður-
inn Michael Ondricheck og rithöfundarnir Da-
vid Storey og David Sherwin. Leikararnir Ric-
hard Harris og Malcolm McDowell urðu báðir
Hollywood og Bakkusi að bráð. Menn á borð
við Anderson áttu æ erfiðara uppdráttar eftir
því sem þrengdi að enska kvikmyndaiðnaðin-
um.
Myndin Britanníuspítali (Britannia Hospi-
tal) var óþarfur eftirmáli við ævisögu Travis og
að ýmsu leyti tímaskekkja þótt myndin hefði
margt sér til ágætis. Háðið var ekki jafnfínt og
áður og dró dám af predikunartóni í fyrsta
sinn. Myndin reyndist hálfgerð hrákasmíði og
kom það öllum að óvörum. Sumir kaflar hennar
minna óþægilega á Áfram-myndaröðina og
varpa rýrð á fyrri afrek Andersons. Næsta
mynd hans, Ágústhvalir (Whales of August),
var hugljúft kammerverk um ellina, að mörgu
leyti keimlík Hátíðarbrigðum (In Celebration).
Líf og list
Þrátt fyrir öll þau skakkafóll sem hann varð
fyrir á skrikkjóttum leikstjórnarferli sínum var
sterkur leikur, jafnvel leikara í minnstu hlut-
verkum, og hnitmiðuð hlutverkaskipan aðal
kvikmynda Andersons. Þegar hann mátti
muna sinn fífil fegri bjó hann enn yfir þessum
hæfileika og gat magnað fram hið besta í leik-
aranum.
Raunsæisstefnan setti sterkan svip á kvik-
myndir eftirstríðsáranna allt fram á seinni
hluta sjötta áratugarins, og mótaði Anderson
og fyrstu verk hans. Þótt oft vottaði fyrir
svonenfdu töfraraunsæi i myndum hans, sér í
lagi í Ef...(If..), bjó hann ætíð að þeirri þjálfun
og reynslu sem hann hafði öðlast við gerð
raunsæisverka, t.a.m. íþróttahetjunni (This
Sporting Life) og fjölda heimildarmynda.
Anderson studdist við einfóldustu frásagn-
artækni sem hugsast getur við gerð myndar-
innar Hátíðarbrigða (In Celebration); sem
fyrr segir veltur verkið allt á leikurunum og
textinn látinn ráða ferð. Ef myndin Hátíða-
brigði (In Celebration) er borin saman við
Ef... (If...) og Lukkunnar pamfíl (0 Lucky
Man) kemur vald Andersons á miðlinum ber-
lega í ljós. Leikstjórinn lætur sér ekki nægja
að beita öllum hugsanlegum stílbrögðum af
öryggi og dirfsku, heldur er hann auk heldur
gæddur þeim hæfileika, sem hlýtur að teljast
öllu sjaldgæfari, að vita hvenær þau eru
óþörf.
Anderson gat, ólíkt ungu reiðu mönnunum,
komið boðskap sínum til skila án reiði og ákafa
og temprað skilaboð sín með ákveðinni sér-
breskri hæversku og stílbrögðum sem kennd
hafa verið við þýska leikskáldið Bertold
Brecht. Ekki virðist tilviljunum einum háð að
Ef... (If...) telst eflaust með örfáum myndum
um uppreisn unglinga sem hafa eitthvert list-
rænt gildi umfram boðskap sihn.
Utangarðsmaður
Er halla tók undan fæti hjá breska kvik-
myndaiðnaðinum átti Anderson æ erfiðara
uppdráttai'. Hann þótti einþykkur og ófús til
þess að laga hugmyndir sínar að kröfum fram-
leiðanda. Andúð hans á hernaði, skólakerfinu
og öllum sem vildu ráðgast með hans hag hafði
fyrir löngu breytt honum í krónískan bylting-
arsegg og gert hann erfiðan viðureignar. Hann
hlýtur að hafa verið einn af þessum mönnum
sem auðvelt er að dást að úr fjarska en eru
gersamlega óþolandi í návigi. Anderson lá bet-
ur við höggi en margir starfsbræður hans þar
sem hann var rammbreskur í efnisvali og anda.
Samtímamenn hans, t.a.m. Karel Reiz, Tony
Richardson og Jack Clayton áttu hægar um
vik og sigldu vestur um haf. Anderson galt
þess að hann var enskur í húð og hár þótt hann
væri fæddur í annarri heimsálfu, víðs fjarri
hinum hvítu klettum í Dover.
Hvorki Ef... (If.„) né íþróttahetjan (This
Sporting Life) nutu nægrar lýðhylli til að
myndir Andersons teldust gróðavænlegar.
Þessi fimmtugi uppreisnarseggur varð fyrir
þeirri ógæfu að hann þótti ekki eftirsóknar-
verður starfskraftur þótt hann væri einn virt-
asti leikstjóri Bretlandseyja.
Andófsmyndin breyttist óðfluga í hálfgerðan
brandara. Varð uppreisnarmyndin brátt út-
dauð í Evrópu en vestur í Bandaríkjunum
breyttist hún í eins konar skopstælingu á
sjálfri sér, í svokallaðar skilaboðamyndir
(„message movies"). Höfuðeinkenni þessara
kvikmynda er að þær fjalla um mikilvæg yrkis-
efni sem hafa ekki skipt nokkru lifandi máli í
tuttugu ár (Hersveitin eða Platoon) eða taka
afstöðu sem gervöll heimsbyggðin getur verið
samþykk (Listi Schindlers eða Schindler’s
List), (Morðæði eða Natural Born Killers).
Óánægjumaður
Lindsay Anderson brá oft fyrir sem leikara í
myndum annarra leikstjóra, t.a.m. Eldvagnin-
um (Chariots of Fire) og Heiðursfanganum
(Prisoner of Honor). Er það kaldhæðnislegt til-
hugsun að Anderson var oftast látinn leika
valdsmannlega embættismenn en Ox-
fordhreimurinn og hvítt hárið féll vel að því
hlutverki.
Ekki fer á milli mála að leikstjórinn var
sannur skurðgoðabrjótur, vílaði ekkert fyrir
sér, hvorki í efnisvali né efnistökum. Lindsay
Anderson var yfirlýstur stjórnleysingi. Hann
var of hreinlyndur til að vera hægrisinnaður og
ekki nógu leiðinlegur tU að vera vinstrimaður.
Þótt hann félli snurðulaust í flokk hinna ungu
reiðu manna var hann utangarðsmaður. Fáar
hreyfingar virðast geta afborið menn eins og
Anderson með góðu móti. Þegar öllu er á botn-
inn hvolft gerði Anderson engar málamiðlanir
til að semja kvikmyndir sínar að tíðarandan-
um. Ef tU vUl verður það til þess að verk hans
falla ekki jafnskjótt í gleymskunnar dá og
margar myndir samtíðarmanna hans.
Sögulok
Anderson óx úr grasi þegar breska heims-
veldið teygði fálmara sína yfir víðfeðmustu hjá-
lendur sem nokkru sinni hafa lotið einu valdi.
Englendingar voru ríkasta þjóð heims um síð-
ustu aldamót, breska krúnan öxull alheimsins.
Erfitt er að gera sér í hugarlund hve dýru
verði liðsforingjasonurinn keypti hugsjónir sín-
ar. Lindsay Anderson var uppreisnarmaður
löngu áður en slíkt komst í tísku. Þurfti hann
að súpa seyðið af skoðunum sínum allt til
dauðadags, ólíkt mörgum yfirlýstum hugsjóna-
mönnum.
Eftir ýmsa hrakninga í kvikmyndaheiminum
leitaði Ánderson aftur á náðir leikhússins og
átti þar margra sigra, setti meðal annars á svið
leikrit eftir Simon Gray, Harold Pinter og Jim
Cartwright. Síðustu æviár sín helgaði hann
leiksviðinu alla krafta sína. Jafnvel leikhús-
heimur West End-hverfisins í Lundúnum veitti
honum meira athafnafrelsi en breski kvik-
myndaiðnaðurinn.
Því fer fjarri að Anderson hafi mildast með
aldrinum, eins og mörgum aðsópmiklum bylt-
ingarsinnum hættir til. Nærri lagi væri að
hann hafi forherst með árunum. Ádeilumynd-
irnar á áttunda áratugnum, Britanníuspítalinn
(Britannia Hospital) og sjónvarpsmyndin
Himnasæla (Heaven Heaven) bera þess merki
Anderson var jafnhvass og háðskur á gamals
aldri og var enn með grænt eitur í æðum þótt
e.t.v gæti nokkurrar beiskju og umvöndunar-
tóns í þessum myndum.
Anderson var óánægjumaður fram í rauðan
dauðann. Lífssaga hans er baráttusaga manns
við stofnanir, skóla, her, BBC, ríkisvald,
kaupahéðna, stjómmálamenn, kóng og kirkju.
Lindsay Anderson gaf yfirvöldum langt nef í
hinsta sinn og vann með dauða sínum sigur á
enn einni stofnun sem gerði tilkall til lífs hans
og lima, elliheimilinu.
íjölskyldu sem, að hans sögn, var fátæk að ver-
aldjegum efnum en rík af menningu hið innra.
Ég hygg að þessi andstæðutvennd eigi sér að
hluta til dýpri rætur en í andúð á hinu kapítal-
íska þjóðskipulagi. Vafalaust má rekja hana aft-
ur til rómantískra hugmynda um að listin eigi
upptök sín í ímyndunarafli einstaklingsins, i
sálarlífi, ef ekki hreint og beint sálarkröm,
listamannsins. Það er einnig rómantísk hug-
mynd að skáld og listamenn þurfi að hafa
þjáðst til þess að geta skapað list. Þjáningin
varð sumum lífsstfll á nítjándu öldinni. Heimur-
inn varð listamönnum jafnvel eitt allsheijar
hryggðarból en um leið ástæða eða kveikja
sköpunar þeirra.
En er þetta sjálfsögð andstæða? Er það ein-
sætt að menning (fagrar listir) og efni(shyggja)
séu ósættanlegar andstæður?
Þótt ekki vfiji ég mæla efnishyggjunni bót
sem slíkri þá tel ég að hér sé um goðsögn að
ræða, eða eins og afbyggjendur (deconstruct-
ionistar) myndu segja; þetta er aðeins enn ein
af hugmyndasmíðum sögunnar sem þarf að rífa
niður, tilbúningur en ekki náttúruleg stað-
reynd. Með einfólduðum andstæðum sem þess-
ari er menningarhugtakið þrengt að ósekju;
menning er ekki aðeins það sem fyllir upp í
tómið sem efnishyggjan hefur skfiið eftir sig
heldur einnig þessi efnishyggja og þetta tóm.
Menning hlýtur að vera andinn og efnið og allar
hugsanlegai- afurðir þeirra. Hvort menningin
er há eða lág er skilgreiningaratriði í hvert
skipti en eins og áður sagði hefur sú andstæða
að miklu leyti máðst út. Hvort efnishyggja geti
alið af sér hámenningu (fagrar listir) er svo
spurning sem listamenn dagsins í dag sem eru
nánast undantekningarlaust ofurseldir mark-
aðskerfinu ættu ekki að þurfa að velta fyrir
sér.
ÞESS vegna hlýtur menning að vera allt það sem einstaklingarnir taka sér fyrir hendur (jafnvel
það að myrða og nauðga) þvi að með þvi eru þeir aö taka þátt í ákveðinni menningartegri orö-
ræðu sem er í stöðugri mótun (þannig eru til dæmis hinir norrænu vfkingar, Jack the Ripper og
Hell’s Angels menningarleg fyrirbæri). Málverkið er eftir Erró og heitir Hell’s Angels (1975).
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998 7