Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Síða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Síða 9
Sæmundur Hólm var eini íslendingurinn, sem eitthvað kunni fyrir sér í dráttlist á þess- um tíma. Hann lærði í Konunglegu Akademí- unni í Kaupmannahöfn, þar sem hann vann til gulls. Eftir hann liggja nokkrar góðar mannamyndir, og er mynd hans af Sveini Pálssyni frá árinu 1798 minmsstæðust. Myndir Pierre Ozanne frá Islandi skera sig úr að því leyti, að þær eru frummyndir full- gerðar á staðnum, en ekki unnar eftir skiss- um þegar heim var komið eins og algengast var á þessum tíma. Hér var kominn listamað- ur sem kunni að gera útimyndir, horfa og draga nákvæmlega upp eftir náttúrunni og notaði til þess mjög hraða blýants- eða svart- steinstælmi. Ein besta myndin er varðveitt á Louvre- safninu. Hún er gerð skömmu eftir komuna til Patreksfjaðar og á hana hefur verið skrif- að „Patreksfjörður að morgni, þar sem legið munu vera í hópi örfárra frumteikninga sem til eru af íslenskum konum á 18. öld. Þær eru báðar gerðar á Patreksfirði, teiknaðar með tveimur litum og sá ljósi notaður til að skapa birtu á andlitinu, en það var algeng tækni á þessum tíma. Báðar eru þær u.þ.b. 20x25 cm á stærð. Þær fundust á safni sjó- hersins i París, en frummyndirnar eru í einkaeign. Gaman er að velta því fyrir sér hverjar séu Giséle Jónsson er dr. í nóttúrufræði, hún býr í París. Æsa Sigurjónsdóttir er list- og sagntræðingur, búsett í París. var við festar. Komum þann fyrsta júlí 1772 og fórum þann tuttugasta sama mánaðar". Teiknuð með svartsteini (hæð 18,5 cm lengd 42,5 cm). Ozanne hefur setið í skektu á leg- unni við Vatneyri, á góðviðrismorgni. Við sjá- um freigátuna „La Flore“, dráttarbátinn, danskt kaupskip og fjöldann allan af smábát- um. Leiðangursmenn eru að koma sér fyrir í landi og það er margt um manninn í fjörunni. Seglskip heldur á haf út. I ritinu Voyage fait par ordre du Roi,... er Patreksfirði lýst á eftirfarandi hátt: „Hús danska einokunarkaupmannsins eru úr timbri, nokkuð stór og rúmgóð, umkringd 5-6 niðurgröfnum kofum þar sem Islend- ingarnir búa. Dines Jespersen kaupmaður tekur vel á móti okkur, þrátt fyrir að honum hafi ekki borist skilaboðin um komu okkar og leyfir okkur góðfúslega að koma fyrir mælingátækjunum rétt fyrir utan geymslu- hús verslunarinnar.“ Mælingarnar gengu að óskum þótt kvartað sé um í bókinni að illa sjáist til stjarna vegna of mikillar birtu, og urðu þeir því að byggja á afstöðu tungls og sólar. Höfundur bókarinnar fjallar lítið um per- sónuleg kynni af íslandi og íslendingum, enda var viðdvölin stutt og tíminn fór í mæl- ingar. Hann be'ndir forvitnum lesendum á ferðabók landa síns De Kerguelen Trémarec sem var við Island sumurin 1767 og 1768, og sé sú bók til mikillar fyrirmyndar hvað varð- ar nákvæmni og trúverðugleik. Hann varar lesendur hins vegar við frásögnum Niels Horrebow, sem hann segir hafa séð allt hvað varðar ísland í of fógru ljósi. Hann getur þess, að íslendingar flykkist að til að leita sér lækninga hjá skipslæknin- um á „La Flore“, enda séu læknar mjög sjaldséðir á þessum slóðum og ýmiskonar krankleikar, s.s. niðurfallssýki og skyrbjúgur heiji á landsmenn. Leiðangursmenn höfðu tal af Birni Hall- dórssyni (Biomo Haltoris) presti í Sauð- lauksdal og telja hann vitran og vel menntað- an. „Við borðum salat hjá Jespersen kaup- manni, en hann er jú danskur. Björn Hall- dórsson hefur sett niður kartöflur og bíður eftir uppskera. Annars áh'ta íslendingar . grænmeti vera skepnufóður". Portrettmyndirnar tvær eru einstakar, og SJÁLFSMYND listamannsins Pierre Ozanne, sem teiknað hefur myndimar. Myndin er f eigu Musée de la Marine. ÍSLENSK kona í hversdagsföt- um. Teiknað af Pierre Ozanne á Vatneyri í júlí 1772. (einka- eign. konurnar, sem sitja fyrir á myndunum, gæti hér verið komin Ragnheidur Ólafsdóttir, kona séra Björns i Sauðlauksdal? Meiri líkur eru þó á að þær séu almúgakonur búsettar á Vatneyri. Litlar líkur eru á að um sterka sviplíkingu sé að ræða. Sviplíking var yfirleitt ekki aðalatriðið á mannamyndum frá þessum tíma, heldur átti teiknarinn að ná fram aðlað- andi heildarsvip, þar sem bogadregnar línur og létt teikning mynduðu samhljóma heild. Á annarri myndinni situr kona á rókokóstól. (Sjá forsíðu) S-laga línan á stól- bakinu og útskorin skelin eru dæmigert skreyti fyrir tímabilið. Grófleiki hans bendir þó til að hér sé um germanskt rókokó að ræða, en ekki franskt. Konan er hversdags- búin og ekki ber hún neitt skart. Hún ber há- an hvítan fald á höfði, talsvert frambeygðan efst, svokallaðan krókfald. Höfuðklútur í öðr- um ht er bundinn um hárið og neðri hluta faldsins. Um hálsinn sést stinnur kringlóttur flauelskragi, sem yfirleitt var laus og var áð- ur undirlag pípukragans. Undir kraganum er hálsklútur og er endum hans stungið ofan í treyjuhálsmálið. Hún er klædd þröngri nokk- uð grófgerðri treyju kræktri að framan, og mætast jaðrarnir bryddir ullarknipplingum. Stór flauelsuppslögin vekja spurningar, þvi þessi uppslög þekkjum við af þekktri mynd frá De Kerguelen Trémarec og eru þau þá borin við yfirhöfnina eða hempuna, sem svo var nefnd. Hér eru uppslögin skreytt ull- arknipplingum og án hinna skrautlegu laufa- prjóna. Virðist þetta benda til að uppslögin hafi verið laus, og hefur konan ef til vill sett þau upp til að flikka uppá hversdagsbúning- inn í tilefni teikningarinnar. Pilsið er þykkt og sítt, og yfir því svunta úr sama efni, bæði sett leggingum úr ull- arknipplingum. Allur er búningurinn kunn- uglegur eins og við þekkjum hann frá öðrum heimildum frá þessum tíma, nema kannski handskjólið, sem hafði verið tískufyrirbæri um nokkurt skeið erlendis. Hér hefur það þótt það fínt, að það var dregið fram, þótt hásumar væri. Stóllinn vekur spumingar. Hann virðist þýskur eða danskur fremur en franskur og hefur líklega verið í búi danska kaupmannsins. Efst í hægra horni má greina ógreinilega skrift þar sem stendur: Ozanne. fslensk kona. Patreksfjörður og dagsetningin 5. júlí 1772. Hin myndin er öllu nýstár- legri. Hér er komin ung ógift stúlka, en faldinn báru aðeins giftar konur. Á höfði hefur hún þunna léreftshúfu. Um hana er bundið samskonar klút og hin hefur um faldinn. Um hálsinn ber hún knipp- lingakraga í svokölluðum Lúðvíks XIII stíl, og ein- kennist af mjóum lafandi hornum. Kraginn er stáfur og virðist fara stúlkunni heldur illa, allavega er hann of stór. Treyjan er opin yfir barminn og minnir á karlmannstreyj- una, því hún er hneppt með morgum smáum málm- eða silfurhnöppum að framan. Fyrir neðan myndina hefur verið ritað. Patreksfjörður, ísland. Eftir vel heppnaðar hnatt- stöðumælingar á Vatneyri, létti „La Flore“ akkerum hinn 20. júlí 1772. Áætlað var að fara norður og austur fyr- ir land, en hætt var við það vegna óhagstæðs byrs. Var því haldið vestur og suður með landinu og síðan á haf út. Á leiðinni teiknaði Ozanne mjög fallegar landsýnis- myndir, m.a. af Snæfellsnesi, Eldeyjum og Vestmannaeyjum og eru þær, samtals 24 myndir, birtar í fyrrgreindu riti. Myndiraar munu þó upphaflega hafa verið miklu fleiri, eins og myndimar frá Patreksfirði vitna um. Innilegt þakklæti til handa dr. Sigurði Jónssyni fyrir margvislegan fróðleik varð- andi leiðangur Verdun de la Crenne. Heimildir: Duclaux, Inventaire général des dessins aux Musée du Louvre, Ecole Frangaise, XII, Musée du Lou- vre, Paris 1976. Elsa E. Guðjónsson, íslenskir þjóðbúningar kvenna frá 16. öld til vorra daga, Reykjavík 1969. Haraldur Sigurðsson, Kortasaga íslands frá lokum 16. aldar til 1848.2. bindi, ReyKjavík 1978. Þorvaldur Thoroddsen, Landfræðissaga íslands. Hug- myndir manna um ísland, náttúruskoðun þess og rann- sóknir, fyrr og síðar. I-IV. Reykjavík 1892-1904. Vichot, L'Oeuvre des Ozannes, Paris 1971. Vichot, „Les Ozannes", Neptune n°87,1966, 2-10. Verdun de la Crenne, Voyage fait par ordre du Roi en 1771 et 1772 en diverses parties de l’Europe, de l’Afrique et de l’Amérique .. .suivi de Recherches pour Rectifier les Cartes hydrographiques .. .Paris 1778. yA'nrút -mw LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 17. JANÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.