Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Page 10
4
Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
ÍSMYNDANIR í Snjóhelli.
LÓÐRÉTTUR hraunfossinn í Vatnshelli skilur hér mlllí Ijósmyndarans og Björns Hróarssonar
þar sem hann hallar sér upp að vegg langt, langt niðri í undirdjúpunum.
Ljósmynd: Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
HLUTI af suðurarmi Vatnsheliis.
EFTIR BJÖRN HRÓARSSQN
OG GUÐMUND ÞORSTEINSSON
Sighæðin reyndist hálfur fjórtándi metri og við Dre-
menningunum blasti m ikill geimur sem Drengdist eftir
dví sem ofar dró og endaði í litlu gati ti yfirborðs sem
aðeins er um fermetri að stærð.
SUMAEIÐ 1997 rakst Guðmund-
ur Brynjar Þorsteinsson á gat í
hraunbreiðunni norðvestan Snæ-
fellsjökuls. Útbúnaður til niður-
göngu var ekki með í för en með
því að kasta steini niður taldi
Guðmundur gjótuna djúpa en
fyrst lenti steinninn á hellisvegg
eða syllu á nokkru dýpi en rúllaði síðan niður
um langan veg.
Annað mánudagskvöld í hverjum mánuði
hittast félagar í Hellarannsóknafélagi Islands í
risi húss Ferðafélags íslands í Mörkinni. Þar
sagði Guðmundur söguna af holunni djúpu
norðvestan Snæfellsjökuls og vakti hún verð-
skuldaða athygli eins og sögur af einhverju
stóru og ókönnuðu gera ávallt í hópi hella-
manna.
Föstudagskvöldið 14. nóvember síðastliðinn
héldu fimm hellamenn á tveim bifreiðum áleið-
is í náttstað á Hellnum með sögu Guðmundar í
farteskinu, spenninginn fyrir því óþekkta og
vonina um eitthvað stórt og merkilegt. Leið-
angursmenn voru Aðalbjöm Þórólfsson, Bjöm
Hróarsson, Bjöm Símonarson, Guðmundur
Löve og Guðmundur Brynjar Þorsteinsson.
Allir era þeir í Hellarannsóknafélagi íslands.
Norðanátt eða norðnorðaustanátt og stór-
hríð tók á móti fimmmenningunum utan nátt-
staðar þeirra á Hellnum á laugardagsmorgni.
Heldur lægði þegar komið var vesturundir
Malarrif og hitastigið steig um nær fimm gráð-
ur. Þegar komið var vestur að afleggjaranum
að Djúpalónssandi brast stórhríðin á aftur með
kulda og trekki. Var því snúið við og holan
góða varð að bíða um sinn. Þess í stað var hald-
ið í Purkhólahraun en í skjóli Snæfelisjökuls sá
hnjúkaþeyrinn fyrir því að þar var mun hlýrra
og lygnara en bæði vestanvið og austanvið þótt
vissulega rigndi dulítið.
Fyrst var farið í Vatnshelli en hann er þrí-
arma og suðurarmurinn áhugaverðastur. Þar
inni í enda er rúmlega tíu metra hár og lóðrétt-
ur hraunfoss. Eftir að hafa lagt línur og spennt
á sig sigbeltin vai’ haldið niður fossinn og
áfram inn. Nokkra tugi metra frá fossinum
endar hellirinn í sérkennilegri sprungu.
Landslag er þarna stórbrotið á hellavísu og
undir hraunfossinum er lofthæðin um eða yfir
20 metrar og óvíst að hærra sé til lofts í öðrum
hraunrásarhelli á íslandi.
Eftir þuira og hlýja vera í Vatnshelli var
haldið til farskjótanna og aftur stefnt út fyrir
jökul til að kanna veðurhæð við holuna góðu.
Þar reyndist enn stórhríð sem og víðast hvar á
Snæfellsnesinu nema í Purkhólahrauninu
sunnan undir jökli.
Svo vel vill til að Purkhólahraunið er hella-
auðugt og því ekkert annað að gera en drífa sig
út í rigninguna enda í mörg hús að venda.
Fyrst var tekið hús á Holuborg, hól nokkrum í
Purkhólahrauni sem holur er innan. Nálægt
neðsta punkti hellisins, ellefu eða tólf metrum
neðan hellismunnans, varð vart við nokkurt
streymi af köldu lofti inn í hellinn. Hófst nú
grjótburður. af harðfylgi og stærri steinum
SAXI OG ÖNNUR H(
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR i 7. JANÚAR 1998