Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1998, Síða 20
HIN FRJOA NÆRVERA Thor Vilhjálmsson hefur valið verk úr Kjarvalssafni á sýningu sem opnuð verður í dag kl. 16 á Kjar- valsstöðum. Thor raðar myndunum ekki upp í tímaröð heldur laðar fram persónuleqa sýn á list Kjarvals sem honn þekkti vel og ritaði löngu upp- selda bók um. ÞRÓSTUR HELGASON hitti Thor inn- an um verk Kjarvals í aust- ursal K|arvalsstaða og bað hann um að lýsa sýn sinni á þau og persónuna Dar á bak við. ÞAÐ VAR einhver að spyrja um þema sýningarinnar,“ segir Thor, „eins og alltaf er verið að gera núna. Eg sagðist nú ekki vita hvað ég ætti að segja um það en við höfum leitast við að velja myndirnar saman þannig að það væri sátt með þeim, að þær kölluðu til sín athygli án þess að taka fram í hvor fyrir annarri. En þegar var farið að ganga á mig með þema og fyrirsögn sýn- ingarinnar þá svaraði ég og var svona frekar stuttur í spuna því ég átti eftir að kanna möguleikana betur: Hin frjóa nærvera. Eg held það sé svo hollt fyrir okkur að hafa aðstöðu til að leita á fund Kjarvals og hinnar frjóu nærveru hans til að magna okk- ur upp og hjálpa okkur að ná þeim huldu- dómum sem hver geymir í sér. Og alveg á móti þeim straumi sem vill fletja út og dreifa svo að allt renni saman sem sáldur við annað sáldur og verði eitthvert félagslegt kvik- syndi. Þetta er hneigðin í afþreyingaroffors- j inu sem malar allt niður. En hér erum við að leitast við að frelsa fólk undan þeirri áþján og þessu fargi sem þrýstir okkur niður þannig að við verðum bara sáldur í stað þess að hver nái til sín. Og ég hef oft hugsað til þess sem stendur líka hjá Kjarval að þegar menn hafa fundið sjálfan sig, og komist jafnvel innar og innar, að þá er mikilvægt að ná til annarra. Það er tímabært að taka upp aftur þetta sem Kjar- val sagði að fólk sem aldrei lyftir neinu í sam- taki verður aldrei þjóð. Það er svo mikil gæfa þessarar þjóðar að hafa átt mann eins og Kjarval.“ Áfengur persónuleiki „Eg nýt þess að muna Kjarval sjálfan í daglegri umferð,“ heldur Thor áfram, „þar ^ sem hann brá ævintýrablæ á allt. Einu sinni mætti ég honum í Austurstræti. Það var mik- il ös og farið að skyggja. Og svo sá ég hvernig vegvitinn skipti lit á andliti hans og hann sagði: Það eru mikil vísindi að vera mann- eskja. Hann var svo sífrjór. Risnan, geðrisnan var svo mikil, örlætið. Ég held ég hafi aldrei komið til hans án þess hann ætti eitthvað sér- stakt. Hann fór kannski með ljóð - og ég hef kannski sagt þetta oft því það leitar á mig - hann fór með ljóð fyrir mig á vinnustofunni sem hann hafði fyrir ofan blikksmiðjuna þeg- ar hamarshöggin voru hætt niðri, og þótt þau væru, fór með ljóð þannig að ég hafði ekki hugmynd um hvort það var afdráttarlaus snilld eða leirburður. Hann var svo magnaður sjálfur! Hann sagði mér sögur. Stundum var hann að mála og ég reyndi að trufla hann ekki en Thor Vilhjálmsson. yyAlvara Kjarvals var djúp ogpeir sem höfðu erind- um að gegna, mikilvœgir menn og slíkir; náðu oft ekki ífað sem hann var að reyna að koma til skila og sögðu:já, hann er laglegur núna, eða:petta er náttúrlega mikill maður en hann er skrýtinn núna. I staðpess að leita að merkingunni - ogpesspurfti - pví að pá var hægt að fá góðan feng. “ þá spann hann kannski allt í einu upp úr sér sögu. Hann var svo áfengur persónuleiki og veislan alltaf svo mikil hverju sinni sem mað- ur hitti hann.“ Espar mann til að hugsa Og Thor heldur áfram: „Kjarval er mis- tækur málari en mér finnst maður finni átakið sem fylgir vakandi og árvökrum skilningarvitum, ofnæminu. Jafnvel snifsi sem hann hefur teiknað á - kannski umslag þar sem hann hefur teiknað í kringum frí- merkið og áritunina - þar er eitthvað sívak- andi. Það er verið að miðla skoðun af svo mikilli snerpu. Svo koma einhverjir sérfræðingar og fræðimenn í listum og segja að þetta stand- ist ekki lögmál einhvers sem þeir hafi skrif- að á skólaferli sínum eða lesið á bók. En samt er eitthvað í teikningunni sem espar mann til að hugsa eitthvað nýtt, manni áskotnast eitthvað nýtt viðhorf, nýtt sjónar- horn. Og það jafnvel þótt myndin sjálf reyni ekki að brjóta lögmálin til nýs lífs. Allt í einu er kannski komin þessi mikilsverði hringur í kringum mann sem fræðingar kalla magíska sirkilinn, þar sem maður hefur stundargrið til að skoða að nýju, ekki í svona afgreiðslu hæfilegs umferðarslens heldur sérðu eitt- hvað sem þú fagnar, það kviknar eitthvað inni í sjálfum þér, það fær þig kannski til að þess að leita að hinu fullskapaða snilldar- verki í mynd, listaverkinu, þessi litla ávísun fær þig til að vaka frammi fyrir undrinu sem hefur ræst, draumnum sem hefur verið færður í form, hann stendur þarna og þú getur sagt: komi þeir sem koma vilja og fari þeir sem fara vilja og þá fá þeir sem það vilja en hinir, sem eiga of annríkt, geta bara haldið áfram og sinnt sínu. Ég vona að það hafi tekist með þessari sýningu að þeir sem eru að leita, þeir finni, þeir finni sjálfir. Að fólk þurfi ekki að fá ein- hvern fyrirlestur um það hvert það eigi að horfa og standi þess á milli og horfi á fyrir- lesarann, án þess að ég sé að gera lítið úr fyrirgi'eiðslu slíkra fyrirlestra. Ég vona bara að gestanna eigin skilningai-vit komist í Morgunblaðið/Kristinn gott færi til að nærast vel. Og þeir sem eru athugulir og nýtnir geti geymt í sér fóður, vetrarfóður til að nærast fram á vorið og geti þá farið út í náttúruna að eignast þetta land okkar, sem við ættum að eiga. Og það gæti hjálpað okkur til þess að rísa undir þessu sem Kjarval var að tala um að það eru mikil vísindi að vera manneskja - og reynir mikið á það nú og æ meir í þessum heimi.“ Djúp alvara „Kjai-val tók sitt hlutverk sem listamaður mjög alvarlega," segir Thor að lokum. „Hann leit á þetta sem þjónustuhlutverk og tók á því af mikilli ábyrgðartilfinningu. Það er svo mikið um það nú að boðið sé upp á alls konar fyndni sem kölluð er þótt engin sé fundvísin, kannski finnst ekkert nema eitt- hvað sem aðrir eru með á takteinunum, það er tekið við en enginn fundur. En hér er, finnst mér, í hverju spori fundur. Ég vona að þetta sé sett upp þannig að þetta sé að- gengilegt þeim sem leita, og þeir finni, helst í hverju spori. Alvara Kjarvals var djúp og þeir sem höfðu erindum að gegna, mikilvægir menn og slíkir, náðu oft ekki í það sem hann var að reyna að koma til skila og sögðu: já, hann er laglegur núna, eða: þetta er náttúrlega mik- ill maður en hann er skrýtinn núna. í stað þess að leita að merkingunni - og þess þurfti - því að þá var hægt að fá góðan feng. Við Páll Guðmundsson frá Húsafelli, sem hefur aðstoðað mig við uppsetninguna á þessari sýningu, höfum ekki raðað myndun- um upp í tímaröð heldur valið myndir sem við höfum raðað þannig upp að það ríki sátt á milli þeirra, að það séu ekki skvettur út af myndfletinum og út á aðrar myndir heldur hver mynd hafi sitt rými og hljómur sé á milli, hljómbönd." 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 17. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.