Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Blaðsíða 2
Dansinn í Toronto KVIKMYNDIN Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson hefur verið valin til sýn- ingar á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada nú í september. Kvikmyndahátíðin í Toronto er í hópi svokallaðra A hátíða, þeirra stærstu og mikilvægustu í kvikmyndaiðnaðinum og hefur mikilvægi hennar aukist mjög á undanfömum árum vegna þess að hún þykir auðvelda aðgang að Banda- ríkjamarkaði. Dansinn sem gerð er í samvinnu við Breta, Dani og Þjóðverja með stuðningi frá Kvikmyndasjóði Islands, Norræna kvikmyndasjóðnum og Evrópska kvik- myndasjóðnum var tekin hér á landi og í Færeyjum síðastliðið haust. Sagan, sem byggist á smásögu eftir William Heinesen, segir frá brúðkaupi fyrr á öldinni þar sem óvæntir atburðir verða til þess að þriggja daga brúðkaupsveisl- an fer á annan endann líkt og flestir sem til hennar er boðið. Með helstu hlutverk í Dansinsum fara Gunnar Helgason, Pálína Jóns- dóttir, Dofri Hermannsson, Baldur Trausti Hreinsson, Gísli Halldórsson, Amar Jónsson og fleiri, en leikstjóri er Ágúst Guðmundsson. Sýningin á Dansinum í Toronto verð- ur heimsfrumsýning en hérlendis munu sýningar hefjast 23. september í Há- skólabíói. Z tilnefnd til IMPAC-verð- launanna SKÁLDSAGAN Z - Ástarsaga eftir Vigdísi Grímsdóttur hefur verið tilnefnd til IMPAC- bókmenntaverðlauna Dyflinnarborgar 1999. Þetta er í fjórða skipti sem tilnefnt er til verðlaunanna en öll borgarbókasöfn höfuð- borga í heiminum hafa tilnefningarrétt. Skáldsögur sem tilnefdar eru verða annað- hvort að vera frumsamdar á ensku eða þýddar á ensku og segir Anna Torfadóttir, borgarbókavörður, að það setji þeim sem til- nefna bækur hér á landi ansi þröngar skorð- ur. „Það eru jú ekki svo margar íslenskar skáldsögur til í enskri þýðingu." Skáldsagan Tröllakirkja eftir Olaf Gunn- arsson var tilnefnd á þessu ári en það var þýsk-búlgarska skáldkonan Hertha Muller sem hlaut verðlaunin. Englar alheimsins eft- ir Einar Má Guðmundsson var tilnefnd árið 1997 og Fyrirgefning syndanna árið 1996. Verðlaunaféð er eitt það hæsta sem um get- ur eða 100.000 írsk pund sem eru rúmar tíu milljónir íslenskar krónur. Heimir velur hundrað bestu HEIMIR PÁLSSON íslenskufræðingur hef- ur skrifað bók um íslenska bókmenntasögu á 20. öld þar sem hann tekur meðal annars sam- an tal yfir hundrað íslenska höfunda á öldinni. Pétur Már Ólafsson útgáfustjóri Vöku-Helga- fells sem gefur bókina út segir hana ætlaða framhaldsskólanemendum og almenningi. „Hér fer Heimir nánar í bókmenntasögu 20. aldarinnar en hann gat gert í bók sinni Straumum ogstefnum ííslenskum bókmennt- um sem notuð hefur verið við kennslu í fram- haldsskóium." I bókinni sem nefnist Sögur, Ijóð og líf - Is- lenskar bókmenntir á 20. öld er í bókinni að fínna yfirlit yfír bókmenntasögu þessarar ald- ar frá nýrómantík til póstmódernisma. Helstu bókmenntastefnur eru settar í alþjóðlegt samhengi í stuttu máli í sjálfstæðum köflum. Bókin er skreytt myndum af höfundum, lista- verkum, sögulegum atburðum og bókakápum. Þá eru í bókinni ýtarlegar nafna- og atriðs- orðaskrár. Hanna Dóra fast- róðin í Neustrelitz HANNA Dóra Sturludóttir sópransöngkona hefur gert tveggja ára samning við Óperu- húsið í Neustrelitz í Þýskalandi. Hanna Dóra stundaði nám við Listaháskólann í Berlín og lauk því með hæstu einkunn í nóvem- ber í fyrra. Jafnframt náminu hefur Hanna Dóra verið gesta- söngvari við óperuna í Bonn, Rostock og nú síðast í Komische Oper í Berlín og einnig sungið á fjölda tónleikum. Hún hefur sungið á ljóðatón- leikum og óperutónleikum hér heima og síðast liðið haust söng hún á þrennum tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Islands. I Neusterlitz mun Hanna Dóra syngja aðalhlutverk í mörgum þekktum óperum og óperettum. Hún sagði aðspurð um þessi tímamót að þau hefðu mikið gildi fyrir sig, einkum söngur aðalhlutverkanna. Hanna Dóra sagði að Óperuhúsið í Neustrelitz væri af hæfilegri stærð, gæfi henni tækifæri til að byggja upp hlutverk sem hún gæti einnig flutt annars staðar síðar meir. Starfið hefst að fullu í haust og meðal hlutverka eru aðalhlutverk í Vínarblóði og hlutverk Margrétar í Fást eftir Gounod. Sem aðalsópran verður Hanna Dóra að syngja í tveimur til þremur sýningum í viku. Eitt kvöldið getur það verið í Mozart- sýningu, annað í verki eftir Verdi og þriðja í Straussóperu, svo að dæmi sé tekið. í húsinu fara líka fram leiksýningar. Hún taldi þetta ákveðna reynslu fyrir sig sem koma myndi að gagni. Spurð um hverju hún ætti eink- um að þakka þennan góða árang- ur sagði hún að allt hefði hjálpast að, en ekki væri verra að söngvari væri „öruggur og með tæknina á hreinu". Hún sagði að sjálfsöryggið skipti miklu. Það væri gaman að fá tækifæri og fasta stöðu, hún kynni þeirri tilhögun betur en hinum frjálsa markaði þar sem fólk þyrfti alltaf að vera að leita fyrir sér. Hún hefði verið lausráðin í tvö ár með skólanámi. I sér væri eftirvænting að syngja sem fastráðinn söngvari þótt það þýddi að stundum þyrfti að gera fleira en maður kysi. Neustrelitz er 200 km norður af Berlín þar sem Hanna Dóra hefur búið og mun hún halda íbúð sinni þar en jafnframt búa í Neustrelitz. EITT af verkum Höllu sem hún sýnir í Edinborg. Sýnir á listahátíð í Edinborg NÚ stendur yfir listahátíð í Edinborg í Skotlandi, þar sem íslensk listakona, Halla Haraldsdóttir, er þátttakandi og er sýning hennar í Gallerí Kunst, Stocbridge, dag- ana 7.-29. ágúst. Á sýningunni verða olíumálverk, öll unnin á þessu ári. Verkin eru bæði fígurativ og abstrakt. Halla hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og er- lendis. I ágúst stendur einnig yfír sýning á mynd- og glerverkum eftir Höllu í Eld- borg, húsi Hitaveitu Suðurnesja í Svarts- engi. Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga frá kl. 10-16. Nýstárleg sýning í Japan í ALÞJÓÐLEGU samstóptamiðstöðinni í Tókýó í Japan stendur nú yfir sýning mynd- bandalistamannsins Woodys Wasulka á verk- um sem samanstanda af vélum, tölvum, borð- um, hvers kyns strengjum, kúlum o.fl. Wa- sulka hefur m.a. nýtt sér hemaðarlegan tækjabúnað sem hann fann í nágrenni Los Alamos þar sem kjarnorkusprengjumar sem varpað var á Japan vom smíðaðar. Verkið Bræðralag er gert úr ýmsum stríðsleifum úr seinni heimsstyrjöld. Hljóð og myndir era veigamikill þáttur sýningarinnar. Þetta er fyrsta stóra sýningin í samskipta- miðstöðinni sem stofnsett var 1997. Sýningar- stjórinn, Gogota Hisanori, var frá upphafi ákveðinn í að bjóða Woody Vasulka og konu hans, Steinu Vasulka, að sýna, en list þeirra kynntist hann á Whitney-tvíæringnum 1989. Þau hjón hafa áður unnið myndbandaverk í Japan. Um verk sín á sýningunni segir Vasulka: „Vélamar era reiðubúnar. Þær þurfa aðeins að komast yfir mannlega veikleika." Listamaðurinn bendir á að listin keppi ekki að því að vera til þæginda heldur sé það ekki síður tilgangur hennar að ganga nærri áhorf- endum. Sýningin í heild á að renna saman við áhorfandann/áheyrandann, vera hluti af taugakerfí hans. Sýningin stendur út ágúst. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Manuel Moreno sýnir til 12. ágúst. Kjarvalsstaðir Stiklað í straumnum. Úrval verka úr eigu Listasafns Reykjavíkur. Til 30. ágúst. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið alla daga nema mánudaga kl. 13-16. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Þriðja gestasýning sumarsins: Vinafundur, verk eft- ir Guðmundu Andrésdóttur, Jóhannes Jóhannesson, Kristján Davíðsson og Þorvald Skúlason. Safnið op- ið alla daga nema mánudaga milli kl. 14 og 17 til 1. sept. Gallerí Fold, Kringlunni Hadda Fjóla Reykdal og Helga Fanney Jóhanneá- dóttir sýna til 12. ágúst. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Samsýning 13 þýskra og íslenskra myndlistar- manna. Gallerí 20 fermetrar, Vesturgata lOa Helgi Hjaltalín Eyjólfsson sýnir. Perlan Ríkey Ingimundardóttir sýnir. Gallerí Fiskur, Skólavörðustíg 22c Franz Graf og Eva Wohlgemuth sýna ásamt tónlist- armönnunum Jóhanni Eiríkssyni og Guðmundi Markússyni. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu Konur, úrval úr Errósafni Reykjavíkurborgar. Til 23. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Kristín Guðjónsdóttir sýnir til 30. ágúst. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Elanor Symms sýnir til 22. ágúst. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Jón Gunnar Árnason. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónss., Bergstaðastræti 74 Sumarsýning á verkum Ásgríms. Sjóminjasafn íslands, Hafnarflrði Sumarsýning á ljósmyndum Helga Arasonar. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýningin Þorlákstíðir og önnur Skálholts- handrit. Til 31. ágúst. Gallerí Stöðlakot, Bókhlöðustíg Sonja Elídóttir sýnir til 9. ágúst. Listagallerí, Engjateig 17 Helgi Björgvinsson sýnir til 22. ágúst. Gallerí Sævars Karls við Bankastræti Kristján Steingrímur sýnir til 2. sept. Gallery Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Isa Ohman sýnir til 22. ágúst. Listasafn ASÍ Guðmundur Ingólfsson og Wayne Guðmundsson sýna til 23. ágúst. Gallerí Handverks & hönnunar Anita Hedin textfllistamaður frá Svíþjóð sýnir til 22. ágúst. Gallerí Geysir, Aðalstræti 2 Jónas Hallgrímsson til 23. ágúst. SPRON Mjódd Harpa Björnsdóttir sýnir til 24. okt. Hótel Edda, Laugarvatni Elín Rebekka sýnir til 20. ágúst. Listasafn Árnesinga, Selfossi Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Tómassonar. Ketilhús, Akureyri Samsýn: Sólveigar Baldursdóttur, Guðrúnar Pálínu og Hrefnu Harðardóttur. Hafnarborg, Hafnarfírði Fimm listamenn frá Slésvík-Holtsetlandi. Ásta Árnadóttir í Sverrissal. Til 24. ágúst. Gallerí Svartfugl, Akureyri Jónas Viðar Sveinsson sýnir. Ljósmyndakompan, Akureyri Guðbrandur Sigurlaugsson sýnir. Slunkaríki, ísafirði Guðbjörg Kr. Ingvarsd., Guðrún Halldórsd. og Katrín Elvarsd. til 12. ágúst. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Anna Líndal sýnir til 28. ágúst. Laugardagur Sumartónleikar Skálholtskirkju; Bach-sveitin kl. 15 og 17. Djass á Jómfrúnni kl. 16-18; Sigurður Flosa- son, Björn Thoroddsen og Gunnar Hrafnsson. Sunnudagur Sumartónleikar Skálholtskirkju; Bach-sveitin kl. 15. Kl. 17. messa í Skálholtskirkju með þátttöku tónlist- armannanna og hefst þá tónlistarflutningur í kirkj- unni kl. 16.40. Tónleikar í Húsinu á Eyrarbakka kl. 14 og 16, Ingi Heiðmar Jónssonar spilar á hið forna taffel píanó Hússins. Sumartónleikar í Isafjarðar- kirkju; Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörð- ur Áskelsson orgelleikari kl. 20.30. Fyrstu tónleikar Berglindar Björgúlfsdóttur ásamt Steinunni Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 17. Sönglög eftir íslenskar konur í Norræna húsinu kl. 16, flytjendur; Marta Guðrún Halldórsdóttir, Unnur Vilhelmsdóttir, Lovísa Fjeld- sted og Hallfríður Ólafsdóttir. Sumarkvöld við org- elið í Hallgrímskirkju; David M. Patrick kl. 20.30. Mánudagur Tónleikaröð Stykkishólmskirkju; Ashildur Haralds- dóttir og Pierre Morabia kl. 21. Þriðjudagur Tónleikaröð Iðnó; Söngdansar Jóns Múla. kl. 20.30. LEIKLIST Borgarleikhúsið Grease, lau. 8. ágúst, sun., fím., fös. íslenska óperan Carmen negra. Rokk-, salza-, poppsöngleikur, lau. 8. ágúst. Iðnó Þjónn í súpunni sun. 9. ágúst, fim., fós., lau. íslenska óperan Hellisbúinn lau. 8. ágúst, fós. Tjarnarbíó, leikhúsið Light Nights, leiknir þættir úr íslendinga sögum og þjóðsögum á ensku lau. 8. ágúst., fím., fös., lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtai- verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsendir: 669 1222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8.ÁGÚSTI998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.