Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Blaðsíða 10
PO§TAR GISTA ISLAND KRISTJÁN KRISTJÁNSSON OG PÓST- MÓDERNISMINN EFTIR STEFÁN SNÆVARR norðan fórum hins vegar aldrei upp í reyksal til að sofa. Við kunnum ekki að hræðast eða rétt- arasagt höfðum ekki vit á því. Við sváfum í náttfötum neðan þiija svefni hinna fifldjörfu og fyrirhyggjulausu. Oftar en einu sinni var skipsbjöllunni hringt og öllum farþegum fyrirskipað að koma upp á bátadekk, því þar var ætlunin að kenna okkur hvemig við ættum að bregðast rétt við ef við yrðum tilneydd til að fara um borð í björgunar- bátana í sjávarháska. Okkar fyrsta verk var vit- anlega að fara í björgunarvestin. Allar þessar bátaæfmgar voru samviskusamlega kvikmynd- aðar af fréttaijósmyndurunum. Hér má ef til vill til gamans geta þess að einn ónafngreindur náungi var svo taugaveiklaður og ruglaður að hann mætti prúðbúinn þ.e.a.s. í kjól og hvítu á eina bátaæfinguna, hvort rekja megi framkomu hans eða öllu heldur klæðaburð til áhrifa frá fyrstu myndinni um Titanic-slysið skal hér ósagt látið, en hver veit? A leiðinni vestur um haf styttu menn sér stundir á ýmsa lund, sumir spiluðu á spil, aðrir ræddu um daginn og veginn og sennilega líka um náungann, enn aðrir sátu að sumbli. Við, saklausu Ijósin að norðan, eða „norðurljósin" tókum engan þátt í þeim gleðskap, utan eitt kvöld að Aðalsteinn kneyfði vínið nokkuð ótæpilega og gerðist þá fulldjarfmæltur við fyr- irfólkið í reyksalnum, að okkur Jónasi fannst. í þá daga hafði ekld einn einasti víndropi komið inn fyrir mínar varir, en þegar fram liðu stund- ir komst ég líka upp á bragðið og þótti gott. Svo voru líka þeir, sem starsýnt varð á stjömurnar úti á þilfari á kvöldin. Jónas Jak- obsson, félagi okkar, sem áður hefur verið get- ið, þekkti nærri hverja stjömu með nafni og veitti hann t.d. Sigurði Jónassyni forstjóra til- sögn í stjömufræði og skýrði fyrir honum flók- inn gang himintunglanna og tilvist og átti Sig- urður ekki nógu sterk orð, töluð í minni áheyrn, til að lýsa því hvílíkur hafsjór af fróðleik þessi hæverski Þingeyingur væri. Eftir um það bil viku í hafi dró til stórtíðinda, er bandaríska tundurspillinum Reuben James var sökkt af þýskum kafbátum, en þegar það gerðist var hann á leiðinni til ohuflutningaskips- ins Salinas, sem orðið hafði fyrir tundurskeyti og er þeim sögulega atburði lýst á eftirfarandi veg í Morgunblaðinu, h. 31. október 1941: „Fyrsta ameríska herskipinu, sem sökk er í þessu stríði, var sökkt í fyrrinótt vestur af ís- landi. Var það ameríski tundurspillirinn Reu- ben James. Var hann eitt af fylgdarskipum kaupskipalestar... Roosevelt forseti sagði blaðamönnunum þessi tíðindi á hinum vikulega fúndi sínum með þeim í gær. Hefúr fregn þessi að vonum vakið mikla athygh og umtal í Bandaríkjunum og þykir ekki nokkur vafi á, að atburðurinn verði tii þess að breytingarnar á hlutleysislögunum gangi greiðlegar en ella hefði orðið. Roiði i Bandaríkjunum Um öll Bandaríkin hefur fregnin um atburð- inn vakið mikia reiði, frá hafi tii hafs, er rætt um hann þar sem tveir menn koma saman, seg- ir í fregn frá New York í gær. Þykir mönnum í Bandaríkjunum, sem nú sje nóg komið og krefj- ast þess að þessa sje hefnt.“ Að sigla inn í Nýju Jórvíkurhöfn og virða fyr- ir sér Frelsisstyttuna, þetta tröllaukna líkneski, er að mínum dómi alveg ógleymanleg lífs- reynsla. Menn hafa það ósjálfrátt á tilfinning- unni að þeir séu að halda innreið eða réttara sagt innsiglingu sína inn í ríki risa og er það ekki víðs fjarri sanni þar sem Bandaríkin eru iðulega kölluð risaveldi. Eins og flestum mun vera kunnugt þá áttu Frakkar fyrstir manna hugmyndina að gerð styttunnar og var myndhöggvaranum, Frédéric Auguste Bartholdi fahð verkið. Frakkar færðu svo bandarísku þjóðinni þessa rausnarlegu gjöf til piinningar um stofnun Bandaríkjanna. í tímans rás hefur þetta risaveldi í Vestur- heimi ýmist hlotáð lof eða last eins og gengur. Það á bæði formælendur og fjendur. Einn svar- inn og stórorður óvinur þess, sem taldi að ekk- ert frelsi ríkti framar þar í landi og mannrétt- indi væru aukinheldur freklega fótum troðin, komst einhverju sinni svo að orði: „Er það ekki táknrænt og sláandi fyrir Bandaríkin að Frels- isstyttan skuh einmitt snúa bakinu að þeim?“ Ekki verður með sanni sagt að allir falh í stafi af hrifningu við að líta þetta heimsfræga líkneski augum. Árið 1943 þegar Brúarfoss var að sigla inn í höfnina og flestir ef ekki allir far- þegamir stóðu sem heillaðir á þilfarinu og horfðu með brennandi áhuga og aðdáun á Frelsisstyttuna lét vinur minn, Eggert Stefáns- son söngvari, eftirfarandi orð faila og það með sínum sérstaka raddblæ: ,Ákaflega er þetta stór stúlka!" Þetta kom eins og köld gusa yfir þögula, einlæga og nýbakaða aðdáendur Frels- isstyttunnar. Eg get ekki sagt skihð við vin minn, Eggert, alveg strax. Ég hef það fyrir satt, að hann undi sér engan veginn í stórborginni, New York. Enginn veitti þessum háa og myndarlega manni minnstu athygli og það hefur honum ef- laust sárnað. Þannig fann hann eins og fleiri til smæðar sinnar og áttaði sig brátt á því að hann var lítið meira og merkilegra en smádropi í þessu mikla og þrúgandi mannhafi. Einhverju sinni þegar hann var úti að ganga með vini sín- um lagði hann fyrir hann eftirfarandi spum- ingu: „Veistu af hverju þeir reisa þessi gríðar- lega háu hús hérna, þessa svonefndu skýja- kjjúfa? Þegar vinur hans svaraði spumingunni neitandi sagði Eggert að bragði: „Nú auðvitað til að komast burt frá þessu helvíti." Vegabréfsskoðunin gekk sinn hvumleiða vanagang, endalausar yfirheyrslur, þras út af smámunum og óskiljanlegum hégómamálum. Það var engu líkara en við værum að svara til saka frammi fyrir spænskum rannsóknarrétti. Mér er spum hvers konar menn völdust eigin- lega til starfa í útlendingaeftirlitið í Bandaríkj- unum í þá daga. Þetta voru yfirleitt hrokagikk- ir, yfirgangsseggir og erkidónar, sem htu niður á vel flesta gestkomendur og innflytjendur sem óæskileg aðskotadýr eða óalandi ruslaralýð. Þetta hefur sem betur fer lagast og það mikið. Ég veit í rauninni ekki hvernig farið hefði, sumir kannski dæmdir í útlegð út á Ellis Is- land, ef Thor Thors sendiherra hefði ekki veitt okkur fulltingi og tekist með lagni og hpurð að lækka rostann í þessum ribböldum og koma fyrir þá vitinu, sem var nú enginn hægðarleik- ur, enda rómuðu alhr frammistöðu hans. Þegar Goðafoss lagðist að hafnarbakkanum við Rutgers-stræti í Austurá í New York h. 7. nóvember 1941 blasti við okkur óvænt og sér- stök sjón. Á bryggjunni var nefnilega óvenju- mikil mannþröng. Ekki gátu þetta verið vinir og vandamenn að bjóða okkur velkomin til Vesturheims, enda kom reyndar annað brátt í ljós. Fjölmiðlar eða réttara sagt blaðamenn og fréttaljósmyndarar höfðu nefnilega fjölmennt á vettvang til að fá nánari og ýtarlegri fréttir eða með öðrum orðum að rekja gamimar úr far- þegunum um borð í „htla rammbyggða íslenska skipinu, sem hafði með naumindum komist und- an flokki þýskra sæúlfa“ eins og það var svo skáldlega orðað á forsíðu New York Times. Næsta dag eftir lestur helstu dagblaðanna og lýsingu þeirra á því sem gerst hafði bæði um borð í Goðafossi svo og í námunda við hann, spurðum við sjálfa okkur hvort þetta hefði virkilega verið skipið, sem flutti okkur yfir Atl- antshafið. Slíkur ýkjustíll var á öllum frétta- flutningnum. Margt var mishermt eða rang- túlkað, sumt hreinlega búið tdl. Ég er ekki frá því að í þá daga, „blessuðu" stríðsdagana, hafi fréttamenn haft tilhneigingu til að færa í ýkjur eða kríta hðugt og þess vegna umgengist sann- leikann af ólíkt minni varúð en almennt tíðkast nú. Eitt er víst að allt kom þetta okkur ákaflega framandi fyrir sjónir og ástæðan fyrir því að ég vitnaði í frásögn Morgunblaðsins af endalokum Reubens James hér að framan, var einfaldlega sú að þar var gætt hófstillingar. Það er af okkur ferðafélögunum þremur að segja að við vorum um kyrrt í New York tæpa viku, en tókum okkur síðan far með Grey- houndrútunni þvert yfir Bandaríkin. Upphaflega hafði það verið ætlun okkar að kaupa notaðan bíl og aka sjálfir alla þá löngu leið til Berkeley í Norður-Kalifomíu, en þegar til kastanna kom féllust okkur gjörsamlega hendur og við misstum hreinlega kjarkinn á síðustu stundu. Við höfúm eflaust fundið til vanmáttar okkar og smæðar. Við Aðalsteinn vorum þó báðir með alþjóðlegt ökuskírteini upp á vasann. Við höfðum lært að aka bíl skömmu áður en við fórum frá heimabæ okkar Akureyri og víkur nú sögunni að ökukennurum okkar, sem verða ekki nafngreindir hér. Það er bæði rétt og skylt að taka það fram þegar í stað, að þetta voru í alla staði prýðilegir kennarar. Minn varð síðar frægur að endemum fyrir að aka upp Bankastræti og birtist fregn um þetta óvenju- lega atvik í Morgunblaðinu og hljóðaði fyrir- sögnin svona: „Ökukennari frá Akureyri ekur upp Bankastræti.“ Þegar Aðalsteinn var hins vegar að þreyta bflprófið var honum m.a. fyrirskipað að stöðva bflinn í brekku, drepa á honum, setja hann svo aftur í gang og aka af stað, en þetta gekk svo böksulega hjá honum að kennaranum þótti ástæða til að afsaka slaka frammistöðu nem- andans með eftirfarandi orðum: „Þetta er svo sem allt í lagi, það eru hvort sem heldur engar brekkur í San Frankíkó“ (svo!)! Látum það vera þótt ekki sé alls kostar rétt farið með borgarheitið, en hitt að það séu engar brekkur þar held ég að sé mesta öfúgmæh sem um get- ur, enda vita allir, sem staðháttum eru kunnug- ir, að þær gerast ekki öllu brattari. Segir ekki af för okkar fyrr en við komum til Los Angeles, þar sem við vorum um nætursak- ir. Eftir kvöldmat varð okkur gengið fram hjá kvikmyndahúsi og fórum við að skoða í útstill- ingarkassana og hvað haldið þið að við sjáum nema mynd af okkur farþegunum á bátaæfingu um borð í Goðafossi. Þama var verið að sýna mynd annað hvort eftir Neil Sullivan eða Larry Kennedy. Við keyptum okkur miða á stundinni. Af þessu sést best hvflíka athygli og umtal endalok tundurspfllisins, Reubens James, vakti meðal alls almennings í Bandaríkjunum og reyndar víðar. í næstu Lesbók: Berkeley í nýjum og breytt- um búningi. Höfundur hefur í óratugi rekið mólaskóla. HALLDÓR Kiljan Laxness orti eitt sinn um póstinn sem gisti Grímsstaði á Fjöllum. Slíkir landpóstar eru löngu fyrir bí, í staðinn gista boð- berar „póst-módemismans“ Frón. Sjálfur póstmeistar- inn, franski hugsuðurinn Jacques Derrida, hélt fyrirlestur fyrir sneisa- fullum sal í Háskólabíói fyrir nokkrum árum. Síðari hafa bylgjur risið harla hátt í rökræð- um Islendinga um spekimál hans og annarra „pósta“. Póstarnir og greiningarspekin Helsti andskoti „póstanna" á íslandi er Kristján Kristjánsson, stórefnilegur ungur heimspekingur. En Kristján fer oft offari og eru skrif hans um póst-módernismann mis- jöfn að gæðum. Heimspekingurinn ungi er stundum í kokhraustara lagi og einfaldar gjarnan flókin mál meira en góðu hófi gegnir. Honum er tamt að lýsa heimi heimspekinnar eins og Zaraþústratrúarmönnum veröldinni. Annars vegar eru öfl myrkursins, hins vegar ljóssins. Birtunnar megin er „bresk-banda- ríska umræðuhefðin" en „póstarnir“ og allir þeirra árar eru böm myrkursins. Þeir síðar- nefndu eru spraðabassar og hálfgerðir kján- ar, þeir bresk-bandarísku yfirvegaðir og vís- indalegir. Bresk-bandarísku greiningarspek- ingamir (analytical philosophers) hafa öðrum hnöppum að hneppa en að ræða dellu póst- anna, segir Kristján. Þetta er beinlínis rangt. Bandaríski heimspekingurinn Richard Rorty heldur nafni Derrida mjög á lofti og greining- arspekingar á borð við Joseph Margolis og Hilary Putnam ræða kenningar póstanna af mikilli alvöru. Kristján gefur í skyn að meint áhugaleysi greiningarspekinga á póst-módernisma sýni að hann sé lítils virði. En hér tekur Kristján mennina, ekki rökin, áhugaleysi um kenn- ingu gerir hana ekki ranga. Kristján slær líka undir beltisstað er hann talar eins og sú staðreynd að pósturinn Paul de Man var gyðingahatari á yngri árum geri spekimál hans vond. Einn af frumkvöðlum greiningar- spekinnar, Gottlob Frege, var harðsvíraður gyðingafjandi fram í andlátið án þess að framlag hans til rökfræðinnar verði minna fyrirvikið. Kristján talar eins og allir greiningarspek- ingar séu unnendur skynseminnar og óvinir afstæðishyggju. Enn misstígur Kristján sig illa. Rorty er mikill andstæðingur skynsemis- hyggju og menn á borð við Margolis, Nelson Goodman og Thomas Kuhn hneigjast til af- stæðishyggju. Kuhn segir að ekki sé hægt að tala um eiginlegar framfarir í vísindum. Vís- indamenn fyrri tíma lifðu í öðrum heimi en starfssystkini þeirra í dag, ekki sé til neinn altækur staðall fyrir vísindalega þekkingu. Hún sé bundin stað og tíma. Kuhn er því á svipuðu róli og þeir póst-módemistar, sem telja vísindin eingöngu félagslegt sköpunar- verk, enda vitna þeir fjálglega í hann eins og Kristján reyndar viðurkennir. Hann segir að póstarnir slái um sig með tilvitnunum í grein- ingarsinna á borð við Kuhn án þess að skilja kenningar þeirra. Þessa staðhæfingu verður Kristján að rökstyðja með dæmum, annars verður hún ekki tekin alvarlega. Andlegt skyldmenni Kuhns, vísindaheim- spekingurinn Paul Feyerabend, boðaði anar- kisma þekkingarinnar. „Allt er tækt“ (anyt- hing goes) var vígorð hans, foreldrar eiga að ráða því hvort böm þeirra læra stjörnuspá- fræði eða stjörnufræði. Engin lifandi leið er að sanna yfirburði „alvöra“ stjörnufræði yfir „astrólogíu“ og öðra kukli, engin hugmynd eða aðferð hefur sjálfgefna yfirburði yfir aðr- ar. Aftur sjáum við dæmi um greiningarspek- ing sem hugsar með líkum hætti og póstarnir vondu og ljótu. Kristján gefur í skyn að póstarnir eigi einkarétt á siðferðilegri afstæðishyggju. Það er líka rangt. Sú stefna innan greiningar- spekinnar sem nefnist „samfélagshyggja" (communitarianism) er náskyld afstæðis- hyggju póstmeistaranna. Forvígismenn sam- félagshyggjunnar gagnrýna nútíma einstak- lings- og alhyggju (universalisma). Samfé- lagsinninn Michael Walzer segir að samfélög eigi að vera eins og klúbbar þar sem bannað er að reka meðlimina. Á móti kemur að þeir ráða því hveijir fái inngöngu. Samkvæmt þessu er Islendingum ekki heimilt að gera landa sína landræka en þeir mega ráða því hverjir fá að flytjast til landsins. Póstamir geta altént boðið Walzer velkominn í sinn klúbb. Póst-módemismi og meginlandsspeki Fjölyrðum ekki um Walzer en víkjum aftur að Kristjáni. Hann áskar póstana um kjöl- fræði en gerir sig sekan um slíkt hið sama er hann segir að þeir telji ritað mál hafi komið á undan mæltu máli. Kristján gerir gys að þeim, vita ekki allir að menn fundu ekki upp ritmálið fyrr en löngu eftir að þeir tóku að tala? En Kristjáni yfirsést að Derrida talar um „frumskrift“ (arche-écriture), alls ekki „skrift" í hversdagslegri merkingu orðsins. Kjami málsins er sá að tungumálið hefur eig- inleika sem sjást betur ef við greinum ritað, ekki talað mál. Textar era margræðir og ekki bundnir á klafa vitundarinnar. Þessi era einmitt einkenni alls tungumáls, segir Derrida. Ritað mál hefur röklegan forgang fram fyrir mælt mál þótt hið síðamefnda sé eldra.1 Derrida er því hyggnari en Kristján hyggur. Eg ætla mér ekki þá dul að fara ofan í saumana á torskildum kenningum póstmeist- arans franska í þessari stuttu grein. Þó má nefna að Derrida er tæpast óvinur skynsem- innar. Mér virðist hann telja skynsemi og andskynsemi jafnréttháar. Hvorag hefur röklegan forgang, þær geta ekki án hvor ann- arrar verið fremur en jing og jang sam- kvæmt austrænni speki. Hvað um það þá erum við Kristján fremur vopnabræður en fjandmenn. Við eram sam- mála um að altæk afstæðishyggja sé sjálf- skæð, þ.e. leiði til þversagna. Kristján rekur þann rakaþráð í einni greina sinna og hirði ég ekki um að endursegja viskumál hans. Rökfærslan er runnin frá Platoni og hefur þýski heimspekingurinn Jurgen Habermas beitt henni í gagnrýni sinni á „póstana". Nefna má að Habermas þessi er megin- landsspekingur (continental philosopher), ekki greiningarsinni, og sýnir sú staðreynd vel hversu einfóld mynd Kristjáns af heim- speki er. Hann talar stundum eins og megin- landsspekingar séu vangefnir óvinir visk- unnar. Ekki bætir úr skák fyrir Kristjáni að eng- inn póstanna hefur lýst yfir fylgi við altæka afstæðishyggju, a.m.k. mér vitanlega. Frum- herji þeirra, Friedrich Nietszche, taldi allar heimsmyndir túlkanir. Heimurinn gæti verið heilaspuni, „heimurinn er landslag hugar þíns“ svo vitnað sé í skáldið Kristján Karls- son. Gallinn er sá að túlkunarhyggjan byggir líka á túlkun, engu hlutlægari en aðrar. Þekkingin er líklega blekking, ef ekki afstæð, en kannski er okkur gefið að höndla sannleik- ann, segir póstmeistarinn þýski. Hvað sem því líður verður rökfærsla Nietszches tæpast kennd við öfagíúlla afstæðishyggju. Lokaorð Kristján gerir vel í að verja málstað skyn- seminnar. En vörn hans mætti vera ögn skynsamlegri, ögn sanngjamari í garð and- stæðinganna. Án sanngirni má skynsemin sér lítils. Höfundur kennir heimspeki við háskólann í Björgvin i Noregi og er rithöfundur að auki. Greinin birtist í Lesbók 23. maí sl. en það óhapp átti sér stað að upphafið vantaði á greinina og er hún því endurbirt hér. Höfundur og lesendur eru beðnir velvirðingar. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.