Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Síða 4
Ljósm: Jón Karl Snorrason
ÞÉTTBÝLISMYNDUN á Kjalarnesi: Grundarhverfi, nefnt eftir býlinu Grund. Fjær til vinstri sést Brautarholt.
KJALNESINGAR
FYRR OG NÚ
EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON
Blaðað í nýrri bók: Kjal-
nesingar - Abúendur og
sagg Kjalarneshrepps frá
1890 - sem Þorsteinn
Jónsson hefur tekið sam-
an. Utqefandi er Esjuút-
gáfan en Kjalarneshreppur
hefur styrkt útgáfuna.
ESSI bók er bæði stór og þykk
og mikil náma af fróðleik um
það fólk sem búið hefur á Kjal-
arnesi síðan 1890. Það er vel til
fundið að bókin kemur út á
þeim tímamótum þegar Kjalar-
neshreppur og Reykjavík hafa
sameinazt í eitt sveitarfélag,
sem hlýtur að hafa gífurlegar breytingar í
för með sér undir Esjuhlíðum. Er ekki
seinna vænna að haldið sé til haga því sem
þekkt er um jarðir og ábúendur á Kjalar-
nesi síðustu 100 árin og liðlega það. Þor-
steinn Jónsson hefur mikla reynslu í sam-
antekt og útgáfu á ættfræðibókum sem nýt-
ist hér, en það gefur bókinni aukið gildi að
fjallað er um sögu jarða og lífsbaráttuna í
Kjalarneshreppi í aðgengilegum smágrein-
um, sem ríkulega eru prýddar myndum.
„SÍÐASTI BÆRINN í dalnum", var hann oft nefndur þessi bær eftir að Óskar Gíslason tók þar
samnefnda kvikmynd. Bærinn hét Ártún og er nú horfinn.
FRÍÐ kona með fallegan barnahóp: Helga Finnsdóttir f Saltvík. Miklir erfiðleikar voru framund-
an hjá þessari konu þegar eiginmaðurinn, Bjarni Árnason frá Móum, fórst með togara á Hala-
miðum veturinn 1925.
Þorsteinn skrifar og formála, en inngangur
bókarinnar er eftir Jón Olafsson bónda í
Brautarholti.
Nú er þéttbýli tekið að myndast á Kjal-
arnesi og eru því og fólkinu sem þar býr
gerð skil. Þar eru góðar heimildir um þá
Kjalnesinga sem ekki stunda búskap eins
og Sigrúnu og Sören, sem hafa með sínu
frábæra Gleri i Bergvík gert garðinn fræg-
an. Þó er það svo, að umfjöllunin um býlin
og fólkið frá aldamótum og fyrstu áratug-
um aldarinnar er það áhugaverðasta við
þessa bók.
Fyrir utan myndir af löngu gengnu fólki
hefur tekizt að finna ómetanlegar ljósmynd-
ir af einstökum bæjum sem ekki eru lengur
til og horfnum vinnubrögðum. Það er
skemmtilegt að virða fyrir sér hvað allt
þetta fólk er margvíslegrar gerðar. Við sjá-
um gráskeggjaðan öldung, Jón Jónsson á
Melum, að koma úr róðri. Þessi gásleppu-
karl dó á tíræðisaldri 1940. Við sjáum at-
hafnamanninn Thor Jensen sem rak stórbú í
Arnarholti 1927-1943. Hann er í kjólfötum á
myndinni og harla ólíkur Jóni á Melum.
Annar þekktur bóndi er Ólafur Bjarnason í
Brautarholti og er nú heldur reffilegur með
Astu sinni á Ráðhústorginu í Kaupmanna-
höfn. Aðrir þjóðkunnir höfðingjar af Kjalar-
nesi eru að sjálfsögðu einnig í bókinni; Jónas
Magnússon í Stardal í réttunum og Kol-
beinn Högnason í Kollafirði á hestinum
Tvisti.
Merkileg og minnisstæð er myndin af
hjónunum í Bakkakoti, Sigurlaugu og Jóni
og fjórum dætrum þeirra. Það er eins og að
gægjast aftur í aldir að sjá þetta fólk; öll
harðindi Islandssögunnar samankomin í
andlitum þeirra og ekki hefur verið slakað á
hinum stríða alvörusvip þótt allir færu í sitt
fínasta púss og sætu íýrir hjá ljósmyndara.
Þetta er 19. aldar fólk; Jón fæddur 1830, en
Sigurlaug 1837.
Hvernig tíminn og tízkan breytir fólkinu
sést vel á mynd sem er tekin um 1930 af
föngulegum kvennablóma á Kjalarnesinu:
Heimasæturnar í Alfsnesi, sjö talsins, allt
bráðmyndarlegar stúlkur og og eins og
klipptar út úr tízkublaði. Kinlegir kvistir
voru í hverri sveit og fulltrúi þeirra er Villi i
Ósborg, sem raunar hét Vilhjálmur Theó-
dórsson og Jón Kaldal ljósmyndari gerði
ódauðlegan með meistaralegu portretti.
Glæsibragur á
aldamótafólkinu
Hve mikil reisn og glæsibragur gat verið
yfir aldamótafólkinu sjáum við á mynd af
hjónunum í Varmadal, Jóni Þorlákssyni og
Salvöru Þorkelsdóttur. Þau giftust alda-
mótaárið en Jón dó úr lungnabólgu í blóma
lífsins vorið 1916. Þau höfðu eignast 8 börn
sem Salvör stóð ein uppi með, en henni tókst
með einstæðum dugnaði að halda barna-
hópnum hjá sér og með tímanum eignaðist
hún jörðina. Það voru líka töggur í sonunum
sem urðu þjóðkunnir hesta- og íþróttamenn:
Þar á meðal voru Þorgeir í Gufunesi, hesta-
maður og glímukóngur og svo vitað sé sá
eini á landi hér sem hefur stokkið hæð sína í
leikfímisstökki. Bróðir hans, Jón, sem tók
við búi í Varmadal, var landskunnur hesta-
maður.
Þessi bók er sneisafull af fróðleik um
fólk og ættartengsl. Bókarhöfundur vitnar
oft í minningargreinar og gefur það bók-
inni aukna vídd og breidd. í minningar-
grein um hjónin á Vallá, Benedikt og
Gunnhildi, hefur Jónas í Stardal skrifað
svofellda lýsingu á húsfreyjunni: „Gunn-
hildur á Vallá var fönguleg kona í sjón og
raun. Eftir myndum að dæma hefur hún
verið glæsileg á yngri árum. Hún var stór
og gerðarleg, vel farin í andliti, ekki smá-
fríð, einörð og djörf í framkomu og tali við
hvern sem hún átti og hreinskilin. Hún var
oft glettin í svörum og gat verið kuldnleg í
orðum, svo jafnvel fannst að hún gæti ver-
ið harðlynd. En þeir sem þekktu hana bet-
ur vissu að innra bjó mikií hlýja, umhyggja
og skilningur, umfram allt með öllu sem
var minnimáttar, hvort sem áttu í hlut
menn, sem aðrir hölluðu á, eða voru sjálfír
minni máttar, eða skepnurnar sem hún
umgekkst. Traust og nærgætni veitti hún
öllum þeim.“
Saga skólastarfs á Kjalarnesi er rakin
skilmerkilega og í kafla um Jarðræktarfélag
Mosfells- og Kjalarneshreppa kemur fram,
að í heil 16 ár, frá 1929-1945 var til ein ein-
asta dráttarvél í hreppnum, en það var ekki
öðruvísi en þá tíðkaðist. Fram að vélabylt-
ingunni eftir stríðið fór þessi dráttarvél með
plóg og herfi milli bæja og ár hvert var
reynt að slétta spildur úr túnunum, sem yf-
irleitt voru þýfð fyrir 1930.
r
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998
I