Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Qupperneq 7
erfðavenju úr heiðnum sið, en þar var eitt
grundvallaratriðið hefndarskyldan til tiygging-
ar viðgengis ættarsamfélagsins.
Þriðji kafli: Skyggnir spekingar hefst á upp-
hafi bókar Einars Olafs Sveinssonar „Á Njáls-
búð“ sem án efa er listrænt snilldarverk. Þar
telur J.K.H. höfundinn gæddan skyggnigáfu og
hugarsýn hans af dulrænum toga. Síðar kemur
hann að því að ýmsir hafi reynt að þreyta þá
glímu að finna höfund Njálu. Og þar með vísar
hann á bók undirritaðs „Sköpun Njálssögu“.
Eg ann honum þökk fyrir að virða svo verk
mitt. En úr því að svo fór gat hann ekki hjá því
komist að geta þess manns sem öll hugmynda-
fræði þeirrar bókar byggist á, sagnfræðingsins
og Njálufræðingsins Barða Guðmundssonar, en
hann forðast að ræða meira þar um. En hafi
einhver rök fram að færa sem ekki verða hrak-
in er þögnin sterkasta vopnið. En ennþá lengra
gengur höf. að nefna ekki á nafn goðsögulega
rannsókn fræðimannsins Einars Pálssonar á
Njálu og fleiri Islendingasögum, sem hann lét
eftir sig. Á fjórða áratug aldarinnar birti Barði
Guðmundsson hinar frægu ritgerðir sínar sem
eftir hans dag komu út í bókinni „Höfundur
Njálu“. Á þeim tíma settu þær svip sinn á allar
Njálu-umræður svo að úr urðu deilur. - En þá
sat Einar Ólafur 1 hásæti á friðarstóli eftir að
doktorsrit hans „Um Njálu“ hafði komið út.
Báðir þessir menn voru snillingar í Njálufræð-
um, að vissu leyti samherjar og virtu hvor ann-
an. Einar Ólafur lýsir fagurlega í bókinni ,Á
Njálsbúð", þegar mynd höfundarsögunnar rís
fyrir hugarsjónum hans á Lögbergi: „Það var
sama sól og nú. Hugur hans reikaði aftur og tím-
inn var villtur í sólskininu. Þriggja alda gamlir
atburðir risu upp fyrir hugarsjónum hans.“
Barði Guðmundsson var ekki síður skyggn ef
svo mætti kalla og sýn hans aftur í aldir bæði
djúp og víðfeðm. I formála „Höfundar Njálu“
segir hann: „Þegar ég tók að sökkva mér niður í
rannsóknir á Njálssögu, varð mér Ijóst, að
mannlýsingar sögunnar hlutu að styðjast við
fyrirmyndir frá samtíð höfundar. Sama er að
segja um ýms orsakasambönd, viðburði og ein-
stök atvik, sem Njáluhöfundur greinir frá.
Uppistaða sögunnar er vissulega gamlar
arfsagnir. En úr þeim verður ekki sköpuð list-
ræn saga nema að skáldlegt hugarflug komi
til.“ Síðan telur hann upp fjölda persóna úr sög-
unni og bendir á lifandi fyrirmyndir þeirra en
lýkur svo með þessum orðum: „Og í sporum
Hildigunnar Starkaðardóttur, sé ég loks standa
á leiksviðinu hina ríklunduðu Oddaverjamey
Randalín Filipusdóttur."
Báðir voru þeir Einar Ólafur og Barði Guð-
mundsson grandvarir fræðimenn og beittu
rannsóknum sínum á vísindalegan hátt í hví-
vetna. Einar Ólafur sýnir í hugsýn mynd
ónefnds höfundar áður en sagan verður til. En
Barði Guðmundsson sýnir mynd hans í fullu
dagsljósi 13. aldar og er þar kominn Svínfell-
ingurinn og höfðinginn Þorvarður Þórarinsson
frá Valþjófsstað. - Engin von var til þess að
Einar ðlafur féllist á þá kenningu, hvað svo
hún hafði sér til ágætis og yrði ekki hrakin. En
hann var aftur á móti þess fullviss að Njáluhöf-
undur sækti persónu- og atburðalýsingar til
samtímans. í bók sinni ,Á Njálsbúð" gerir hann
þá nýstárlegu uppgötvun að stýrimannanöfn í
Njálu væru tekin eftir nöfnum norrænna far-
manna, sem til íslands komu um miðja 13. öld.
Þessi uppgötvun hins merka fræðimanns varð
svo kveikjan að ritgerð Barða - „Stýrimanna-
nöfn í Njálu“, þar sem hann sýnir með sterkum
rökum að nafngiftir þessar séu hafnar yfir allan
efa og hvetji til nýrra rannsókna á Njálu og að
allar varði þær Þorvarð Þórarinsson og vísi til
ferils hans og athafna á fyrrnefndum tíma.
En þegar fyrir liggur spurningin hver til-
gangurinn með ritun sögunnar hafi verið, verða
skoðanir skiptar. - Einar Ólafur svarar: „Hann
langar til að segja sögu“ - En þó er punktur
settur aftan við og engar vangaveltur meiri um
það. En Barði aftur á móti telur hana stjóm-
málalegs eðlis og pólitískt innlegg í deilur sam-
tímans. Þar er umræðan opin og veitir sýn til
allra átta. Enn er eitt ótalið varðandi samskipti
þessara Njálusnillinga sem er grein eftir sr.
Gunnar Benediktsson í Tímariti Máls og Menn-
ingar - (26. árg. 1965. bls. 186-200). „Staðhæf-
ing gegn staðhæfingu." Þar rekur hann við-
brögð Einars Ólafs við kenningu Barða um
Þorvarð Þórarinsson sem Njáluhöfund. Gunnar
fylgir skoðun Barða, en gætir vel hófs í skrifúm
sínum. Ritsmíðin vakti mikið umtal og athygli.
Það svo að bók Barða „Höfundur Njálu“ nær
seldist upp hjá forlaginu Menningarsjóði.
Árið 1976 kom út í Los Angeles bókin „Njáls-
saga“ á ensku eftir sænska prófessorinn Lars
Lömmroth. Hún hefur ekki verið þýdd á ís-
lensku. Þar setur hann fram þá skoðun að Svín-
fellingar hafi staðið fyrir ritun sögunnar. En
eftir lát Brands biskups Jónssonar varð aðal-
foringi Svínfellinga bróðursonur hans Þorvarð-
ur Þórarinsson. Hann lítur raunsæjum augum
á aðstæður sem þarna voru til ritunar Njálu, og
rennir styrkum stoðum undir höfundarverk
Þorvarðs. En hann segir: „Augljóst er þvi eftir
framansögðu, að ástæða er til að ætla að sam-
kvæmt lífi og æviferli Þorvarðs Þórarinssonar,
höfði hann fremur til anda og lífsstíls Njálu en
aðrir samtímamenn hans.“
En Barði Guðmundsson var raunar ekki sá
fyrsti sem hugði Þorvarð Þórarinsson höfund
Njálssögu. Sá hét Skúli Guðmundsson bóndi á
Keldum á Rangárvöllum. Hann var fæddur á
Keldum og ól þar allan sinn aldur. Þar hefur
andblær liðinna alda leikið um hann, enda skál-
inn á Keldum elsta hús á Islandi. Áhrif sögunn-
ar hafa verið þar sterk og hugarsýn hans mátt
teljast til skyggnigáfu. Hann taldi að Þorvarður
Þórarinsson sem átti Sólveigu dóttur Hálfdáns
og Steinvarar á Keldum væri mjög líklegur höf-
undur Njálssögu. Grein sína endar hann svo:
„Hér hafa verið góðir kraftar saman komnir
ásamt hinum fyrri Oddaverjum til mótunar
Njálu allt að endalokum hennar.“
En þrátt fyrir ágæti fyrmefndra fræðimanna
var þó sýn þeirra takmörkum háð. Barði benti
fyrstur á að sagán væri pólitískt innlegg í valda-
baráttu samtímans. En síðar kom fram nýstár-
legt innlegg til þessara mála í fyrirlestri sem
Sigurður Nordal flutti og síðar birt í Skími 1946,
- Auður og elda, - þar segir hann: „Sannleikur-
inn er sá, að Islendingar fengu snemma ríkuleg-
an arf af erlendri menntun og hún var beinlínis
og óbeinlínis nauðsynlegt skilyrði íslenskra fom-
bókmennta samhliða þjóðlega arfinum. - En
þjóðlegar bókmenntir ná ekki fullum þroska á
Islandi fyrr en þær era í hættu staddar. Sagna-
ritun Islendinga rís alveg greinilega hæst í ritum
Snorra í öndverðu viðnámi og í Njálu í lok þess.
Höfundur Njálu er hámenntuð ótenya, eitt af
mestu og andiíkustu skáldum sem uppi hafa
verið." Hér er, að áliti S.N. sagnaritunin viðnám
gegn erlendu valdi bæði á veraldlegum og and-
legum vettvangi. Bókarhöfundur ver löngu máli í
vangaveltur um drauma og dulskynjanir varð-
andi Njálssögu. Það hafði undirritaður einnig
gert að nokkm í bók sinni „Sköpun Njálssögu".
Er þar fyrst að nefna Njáludraum Hermanns
Jónassonar á Þingeyrum. Enda þótt draumurinn
beri með sér mark sagnfestunnar, er hann þó
stórmerkilegur, með sterkum raunveruleikablæ,
málið kjamyrt, og stíllinn alveg að hætti fom-
sagna. Nú em engar skýringar tiltækar á hvem-
ig slíkt mátti verða. Vísindin em enn óralangt
frá því að skilgreina eðli draumlífs og drauma.
Einn er þar þó íslenskur vísindamaður undan-
skilinn, dr. Helgi Pjeturss.
Æskilegt væri og verðugt verkefni fyrir
fylgjendur stefnu hans, að glíma við útlistun og
merkingu Njáludraumsins sem er einstakur og
stórbrotinn eins og Njálu hæfir. Umfjöllun í
bókinni um drauminn eykur gildi hennar að
miklum mun. En þegar höfundur eyðir um 20
blaðsíðum í útlistun á spíritisma sem ekki verð-
ur séð að neitt erindi ætti þar inn, horfir málið
öðmvísi við. Saga spíritismans hefði átt að rekj-
ast á öðmm vettvangi. Kaflinn um Bergþórs-
sögu beinlínis blettur á bókinni. Það er óvirðing
við lesendur að bera það á borð að slíkur spírit-
ismi, sem þarna kemur fram sé af sömu rót og
draumur Hermanns Jónassonar. Þetta bókar-
skrípi vakti hneykslun þegar út kom, þótti lítils-
virðing við Njálu og verðskulda ekkert nema
þögnina. Höfundur tekur með í bók sína annan
draum um Njálu sem alþýðumann einn Sigurð
J. Árness dreymdi. Hans er einnig getið í bók
minni „Sköpun Njálssögu". Hann dreymdi að
hann var svífandi í lofti yfir staðnum í Skálholti.
Þá sér hann rétta fram karlmannshönd og á
lófann er letrað skýrum stöfum Séra-Leggur og
ártalið 1196. Frá nafninu og upp til handleggs-
ins lá strik og þar sá hann nafnið Rita-Bjöm og
ártalið 1206. Þessa sýn skildi Sigurður eins og
verið væri að birta sér hverjir hefðu ritað
Njálu. En báðir vom þessir menn kirkjuprestar
á dögum Páls biskups Jónssonar í Skáíholti.
J.K.H. getur þess ekki þótt hann muni hafa
vitað að Sigurður J. Árness hinn draumspaki
sagði mér undirrituðum í einkaviðtali - að hann
hefði séð Njálssyni í draumi en drauminn réð
hann svo, að Páll biskup hefði fengið þá til þess
að skrifa niður þau drög að sögunni sem hann
hefði komið með frá Odda, munnmæli sem
gengið hefðu um persónur og atburði Njáls-
sögu. En þetta voru, að hans dómi aðeins fmm-
drög án samhengis. Álit hans var, að Barði
Guðmundsson hefði haft rétt fyrir sér, verið á
réttri leið í höfundarleit sinni, þar sem Rita-
Björn hefði verið fóstri Brands ábóta Jónsson-
ar, síðar biskups, fóðurbróður Þorvarðs Þórar-
inssonar. Og þessi frumdrög mundu hafa geng-
ið frá Rita-Bimi til Brands Jónssonar og frá
honum aftur til Þorvarðs Þórarinssonar, til rit-
unar Njálu.
Síðari hluti bókar er fyrir utan það svið sem
umfang þessarar greinar nær til. Bókaútgáfa
Halldórs Laxness og styrjöld hans við valdhafa
og annan ritfærasta mann þjóðarinn, Jónas
Jónsson frá Hriflu, varðar ekki Njálu framar
öðmm fornritum. En framtíðarsýn höfundar er
að reisa Njálu minnisvarða, hún muni öðlast
nýtt líf með því að verða greypt í stein í vitund
komandi kynslóða. En þrátt fyrir allt stendur
hún óhögguð, öðlast eilíft líf e.t.v. í augum fárra
fræðimanna. Einar Ól. Sveinsson sagði: „Þótt
heimsveldi hrynji í rústir stendur Don Kíkóti.“
Sigurður Nordal sagði: „Fornri germanskri
menningu er lokið með Njálu.“
Höfundur er fræðimaður, höfundur spænsk-fslenskrar
orðabókar og fyrrverandi bóndi í Hvítórholti i Hruna-
mannohreppi.
LJÓDRÝNI
„HVORKI MÉR TIL
LOFS NÉ FRÆGÐAR"
Um vísur og kvæði Páls Olafssonar
Eg vildi’ eg fengi’ að vera strá
og visna’ í skónum þínum,
þvíléttast gengirðu’ eflaust á
yfirsjónum mínum.
Það er meistari ferskeytlunnar, Páll Ólafsson, sem hér fyllist innblæstri þegar hann sér
hey í skóm konu sinnar.
Páll Ólafsson fæddist árið 1927 á Dvergasteini við Seyðisfjörð þar sem faðir hans var
fyrst prestur, en ólst upp á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Sjálfur var Páll ekki skólageng-
inn en fékkst mest við búskap á ýmsum bæjum á Héraði, lengst á Hallfreðarstöðum í Hró-
arstungu.
Páll var tvíkvæntur en af Ijóðum hans er ljóst að seinni kona hans, Ragnhildur Bjöms-
dóttir, var konan sem hann unni. Hún var nokkuð mikið yngi-i en Páll og til hennar orti
hann ógrynni Ijóða.
Páll var rómantískt skáld sem dáði Jónas Hallgrímsson, um leið og hann hélt uppi
skálderfðum Bólu-Hjálmars og Sigurðar Breiðfjörð. Eins og önnur alþýðuskáld orti hann
um konu sína og böm, veðrið, hesta sína, hunda og brennivín, hamingjuóskir til brúð-
hjóna, samúðarkvæði til syrgjenda og ferskeytlur sem gátu orðið hvassar sem byssu-
stingur. Páll hefur verið kallaður hinn óviðjafnanlegi meistari ferskeytlunnar, en eins og
alþýðuskálda var aðalsmerki, voru aðrir hættir honum barnaleikur.
Skáldið og blaðamaðurinn Jón Ólafsson gaf ljóðmæli Páls út í tveimur bindum árin 1899-
1900. Ljóðmælin era eins konar ævisaga Páls, því í gegnum þau má lesa hvað honum
fannst um allt og alla, baráttu hans við brennivínið, sem hann lofar oftast óspart, nema í
stöku kvæði eins og „Timburmönnum," þar sem hann lofar sínu eigin viti bót og betran.
Heim er ég kominn og halla’ undir flatt,
því hausinn er veikur og maginn;
ég drakk mig svo fullan - ég segi það satt -
ég sá hvorki veginn né daginn.
En vitið kom aftur að morgni til mín
og mælti, og stundi við þungan:
„Bölvaður dóni’ ertu’ að drekka’ eins og svín!
„Það drafaði’ í gær íþér tungan.
„Og gerirðu þetta, þá getur þú séð
„égget ekkert átt við þiglengur,
„því sjónin og heymin og málið fer með
„ogminnið úr vistinni gengur."
Ég lofaði vitinu betrun og bót
að bragða’ ekki vín þetta árið;
en svo er ég hræddur, ef mai-gt gengur mót,
að mig fari’ að langa í tárið.
Þótt Páll hafi ort ógrynni Ijóða, var það ekki fyrr en á efri áram að honum datt í hug að
kannski væri hægt að gefa verk hans út. Hann hafði ekki haldið ljóðum sínum til haga og
þegar hann loks fór að rita upp og láta rita upp það sem hann hafði þá ort, var margt glat-
að. Ekki varð Páll auðugur á kveðskap sínum, enda tilgangurinn allt annar, eins og hann
segir sjálfur frá í kvæði sem hann nefnir „Kvæða-launin:“
Hvort égkveð um fannhvít fjöU,
fögnuð minn eða’ harminn sára
eða blómstrum búinn völl,
bruna’ eða unun minna tára,
kveð ég mér til hugar-hægðar
en hvorki mér til lofs né frægðar.
Og þegar Páll yrkir sér til hugarhægðar, lýsir hann fegurstu hughrifum; yrkir til konu
sinnar og barna, og skrifar ódauðleg ljóð eins og „Sumarkveðju", þar sem hann syngur sól-
inni lof:
Ó blessuð vertu, sumarsól
er sveipar gulli dag og hól
og gyllir fjöllin himinhá
og heiðarvötnin blá.
Nú fossar, lækir, unnir, ár
sér una við þitt gyllta hár;
nú fellur heitur haddur þinn
um hvíta jökulkinn.
En svo koma dagar þar sem skáldið er ekki eins hrifið og þá heggur hann, svo undan
svíður, eins og í ljóðinu „Kvenlýsing:"
Hér er enginn eins og þú
ógeðfelldur svanni;
eg held þú sért undan kú
og undur-heimskum manni.
Og þegar prestssonurinn frétti af Darvinismanum, flögraði frá honum ferskeytla:
Nú er ekki’ á verra von,
villan um siggrefur;
Kristur apa-kattar son
kannski verið hefur.
Þetta einkar skemmtilega skáld, sem er bæði rómantískt skáld og skopskáld og allt þar á
milli, lést árið 1905. Ljóðmæli hans voru prentuð öðra sinni 1944, með inngangi eftir Gunn-
ar Gunnarsson, frænda skáldsins og árið 1955 kom út bókin Ljóð, sem gefin var út af Páli
Hermannssyni fyrrum þingmanni Austfirðinga. í þeirri bók getur Páll þess að enn sé til
ógrynni af skammavísum og kvæðum sem sé „óprenthæft“ fyrst um sinn. Verður fróðlegt
að berja það safn augum ef einhvern tímann þykir hæfa að gefa það út.
SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 7