Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Qupperneq 8
ÓGNIN á Atlantshafinu:
„Eftir tveggja til þriggja daga sigiingu var byrjað að varpa djúpsprengjum vegna hugsanlegra árása þýskra kafbáta, þessi ófögnuður fylgdi okkur nótt sem nýtan dag“ segir i
ben James, sem átti að gæta skipanna, var sökkt. Málverkið er eftir Adolf Boch og sýnir þýzkan kafbát skjóta i
UT I HINN STORA
FYRIR 56 ARUi
FOR ÞRIGGJA NORÐANSTUDENTA FRA AKUREYI
EFTIR HALLDÓR ÞORSTEINSSON
Með síðari heimsstyrjöldinni lokuðust allar leiðir til
Evrópu fyrir unga Islendingg sem vildu komast í nóm við
erlenda háskóla. Þá urðu Bandaríkin sá kostur sem
horft var til, en Dað var engum smáannmörkum háð að
komast þangað sjóleiðina. Hér segir frá Dessu ævintýri,
en fyrir utan greinarhöfundinn voru með í förinni
Aðalsteinn Sigurðsson, síðar sagnfræðingur, og Jónas
Jakobsson, sem laqði stund á veðurfræði.
AÐ hefur talast svo til að ég skrifi
nokkrar greinar um ferðir mínar til
Vesturheims fyrr og síðar, náms-
dvöl mína í Kaliforníu svo og kynni
mín af landi og þjóð. Vonandi skilur
enginn orð mín svo að það sé ætlun
mín að skrifa hér ævisögu mína,
öðru nær. Hins vegar verður ekki
hjá því komist að bera saman liðnar og líðandi
stundir, greina frá gömlum tíðindum og nýjum,
þar sem fortíð og nútíð eru tvinnaðar saman og
loks að minnast á sitthvað, sem á daga mína hef-
ur drifíð á vegferð minni í okkar viðsjárverðu
veröld.
Ég hafði aðeins komið til Reykjavíkur tvisvar
sinnum áður en ég fór utan 1941. I fyrra skiptið
1928. Ég var, sjö ára gamall snáðinn, fluttur með
varðskipi frá Akureyri til höfuðborgarinnar til að
láta taka úr mér heldur illa artaða hálskirtla og
framkvæmdi Matthías Einarsson, sá þjóðkunni
læknir, aðgerðina. Þannig var nú heilbrigðisþjón-
ustan í þá daga! En svo að öllu gamni sé sleppt,
þá hygg ég að faðir minn, Þorsteinn M. Jónsson,
hafí notið aðstoðar samherja síns og skólabróður,
Jónasar Jónssonar frá Hriflu, til að fá far suður
fyrir mig og reyndar líka fyrir fylgdarkonu mína,
elstu systur mína, Jónborgu. Þegar þangað var
komið dvöldumst við í Laufási hjá Asgeiri As-
geirssyni og Dóru Þórhallsdóttur í góðu yfirlæti í
meira en eina viku. Það má ótrúlegt heita hversu
mikið byggðin hefur þanist út á síðustu sjötíu ár-
um í höfuðborg Islands, enda er ekki ofmælt að
Laufás hafi nánast verið uppi í sveit, þegar ég
gisti þar í gamla daga. Þar var t.d. rekið kúabú
um tíma.
Það vildi mér sannarlega til láns hversu
flokksbræðurnir þrír, þ.e. faðir minn, Þorsteinn
M. Jónsson, Jónas Jónsson frá Hriflu, og Ásgeir
Asgeirsson, voru samtaka og sameinuðu krafta
sína ýmist til að koma mér til læknis eða veita
mér húsaskjól og aðhlynningu að aðgerð lokinni.
Ég er því ekki frá því að Ingibjörg Pálmadóttir,
núverandi heilbrigðisráðherra, gæti sitthvað lært
af vinnubrögðum þessara gömlu og gengnu
flokksfélaga sinna. Hér var ekkert hálfkák né
hálfvelgja, engar tafir né biðlistar. Allt gekk eins
og í sögu.
Fjórum árum síðar, árið 1932, þótti það nokkr-
um tíðindum sæta þegar fimleikaflokkur skipað-
ur ungum drengjum frá Akureyri lagði upp í ferð
um iandið undir stjórn Hermanns Stefánssonar,
íþróttakennara og síðar mikils skíðaíþróttafröm-
uðar. Við sýndum á þremur stöðum, Siglufirði,
ísafirði, en lokasýning flokksins fór fram á Mela-
vellinum í Reykjavík. Fjöimenni var, það man ég
glöggt, en hins vegar er þegar farið að fyrnast
yfir nöfn félaga minna, þó minnist ég enn nokk-
urra, eins og t.d. Lýðs Sigtryggssonar, þess írá-
bæra fimleikamanns, sem síðar öðlaðist mikla
frægð fyrir harmónikuleik í Noregi, Braga Frey-
móðssonar, rafmagnsverkfræðings, að ógleymd-
um Örlygi Sigurðssyni, listmálara. í stuttu máli
sagt var þetta býsna vel heppnuð ferð, allt nema
aksturinn norður í gömlum blæjubíl af Buickgerð,
en við vorum 18-20 tíma á leiðinni heim, lengstum
örþreyttir og sársvangir. Eftir á að hyggja þá var
þetta í rauninni alltof mikið álag á unga og
óharðnaða pilta á aldrinum 10-12 ára. Ég veit satt
að segja ekki hvernig heimferð okkar hefði endað,
ef Örlygur hefði ekki verið svo vænn og örlátur að
deila út nestinu sínu tii okkar, en hann var sem
betur fer með 2-3 skókassa fulla af smurðu
brauði frá Stefáni, móðurbróður sínum, í Fram-
tíðinni. Þeim frændum verður seint fullþakkað
fyrir þetta ákaflega vel þegna nesti.
Nú væri ef til vill ekki úr vegi að gera hér smá-
grein fyrir svokölluðum Menntamálaráðsstyrkj-
um, sem úthlutað var aðeins til átta stúdenta ár
hvert. Við Aðalsteinn Sigurðsson, síðar sagnfræð-
ingur og kennari við MA og Jónas Jakobsson, sál-
ugi, veðurfræðingur áttum því iáni að fagna árið
1941 að vera meðal þeirra útvöldu. Námslán voru
þá alveg óþekkt fyrirbæri. Styrkurinn var veittur
til fjögurra ára og nam hann 45 dölum á mánuði,
en sú kvöð fylgdi honum að styrkþegi ynni í
heimalandi sínu jafnlangan tíma, þ.e. fjögur ár, en
eftir það var hann laus allra mála, frjáls ferða
sinna og heimilt að yfirgefa ættjörðina og ílendast
erlendis, ef honum bauð svo við að horfa.
Hér að framan hef ég m.a. sagt frá ferðum mín-
um til Reykjavíkur, einkum til þess að undirstrika
takmarkaða reynslu mína af lífinu og fátækleg
kynni mín af umheiminum jafnt af töfrum hans
sem ógnum. Ekki svo að skilja að ég væri algjör
grænjaxl, enda hafði ég verið í Bretavinnu, fyrst
sem venjulegur verkamaður, síðar sem verkstjóri
og loks sem túlkur, auk þess hafði ég unnið í einni
af síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði. Ég get
þó engan veginn leyft mér að tala jafndigurbarka-
lega um lífsreynslu mína og stúlkan, sem vænd
hafði verið um að vera óspjölluð mey, en hún
brást hin versta við slíkum aðdróttunum og sagði:
„Eg, hrein mey, af og frá, ég sem var í síld úti í
Hrfsey í sumar.“
Um lífsreynslu samstúdenta minna, Aðalsteins
og Jónasar, veit ég harla lítið, en ég hef það ein-
hvern veginn á tilfinningunni að hún hafi ekki
tekið minni ýkjamikið fram.
Við komu okkar til Reykjavíkur í október 1941
blasti við okkur svo ófögur sjón, að við héldum
fyrst í stað að við hefðum farið borgarvillt, en sú
var þó ekki raunin. Borgin var meira og minna
sundurgrafín eða öllu heldur götur hennar. Sk-
urðirnir minntu okkur fyrst í stað einna helst á
skotgrafir, en þetta reyndist mesta missýn því að
brátt kom í ljós að hér voru ekki neinar hernaðar-
framkvæmdir á ferðinni, heldur friðsamlegar og
framsýnar framkvæmdir vegna nýtingar hvera-
vatns til húsahitunar í höfuðborg Islands, auk
þess var heitu hveravatni líka veitt í sundlaugar
eins og reyndar lengi hafði tíðkast. Lagning hita-
veitu var bæði mikið verk og tímafrekt.
Hér væri ef til vill smáinnskot sagnfræðilegs
eðlis ekki alls kostar óviðeigandi. í yfirgripsmiklu
riti um seinni heimsstyrjöldina er á einum stað
sagt frá heimsókn forsætisráðherra Bretlands,
Winstons Churchills, til Reykjavíkur í ágúst 1941
og þar er m.a. þess getið að hann hafi verið svo
vænn og vitur að benda íslendingum á hvemig
þeir gætu sem best nýtt þessa dásamlegu auðlind,
sem heita hveravatnið er. Afrekaskrá þessa
merka stjórnmálamanns var þegar með svo mikl-
um glæsibrag, að það virðist hafa verið hreinasta
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998