Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Qupperneq 9
tr NEW 'VOKK HERAED TRiBUNE, SATURDAY Icelandic Ship and Foiir Who Made Voyage Across Submarine-Infested SeJas - | m & i w ■ i m ' • ’ " * - ‘ V• ■* 'v'*. X .. • - ' ■? B - ^ r'' > t r .v->$£ 'V— -*'rr'— >> < Í^Sírtf* ▼r-r—. v.< , «J«'' •;;“v >$*;, TA<* Goda/ou hcading ínto hcr picr in thn Fat{ River yetlcrday df ter etcaping torpcdoet ttthichf tank Amertcan ae»»ivyer^;aru Captttin Prler Bjornaton, tkipper / of th* Goda/ott < ,ý :•. • ■ r -<: V ■ ■ £í WrVV.. H«r*WTribuóo—Ac*a* - ’ Hfr. and Mrt. Orn Johritoh, krre /rom Icelánd on their tceddíng trip -'''fv FRÉTTASÍÐA úr New York Herald Tibune laugardaginn 8. nóvember, 1941. Mikið happ þótti að skip- ið komst heilu og höldnu yfir hafið. Að neðan eru myndir af skipstjóranum á Goðafossi, Pétri Björns- syni, Margréti Thors og Erni Johnson, síðar forstjóra Flugfélags íslands, sem þarna voru í brúð kaupsferð, og loks af ungum dreng, Óla Hilmari Ólasyni. Rl TIL BERKELEY goðgá af honum að slá sig svona til riddara með staðlausum stöfum, rakinni sögufólsun og skáld- skap. Hitaveituskurðirnir gátu ekki farið fram hjá nokkrum sjáandi manni. Vera má að Churchill hafi verið búinn að innbyrða meira en heila flösku af viskýi daginn sem frásögnin af íslandsfórinni var skráð. Hver veit? Sannast ekki hér hið forn- kveðna að öll skáld vildu Lilju kveðið hafa? Eftir rúmlega vikudvöl í Reykjavík stigum við styrkþegamir þrír um borð í Goðafoss h. 23. októ- ber 1941 á leið til fyrirheitna landsins. Fyrsta sól- arhringinn fórum við Jónas ekki úr koju, enda vorum við sárþjáðir af sjóveiki. Við fengum held- ur betur orð í eyra hjá skipsjómfrúnni fyrir að treysta okkur ekki upp í borðsal. Þetta var i senn litrík kona og skapstór, sem hafði auk þess heljar- innar býsn af skammaryrðum á hraðbergi. Ég man ekki lengur hvernig Jónas fór að því að sigr- ast á sjóveikinni, en mér tókst loks með herkjum að kyngja einum kjötbita og þá var björninn unn- inn. Áður en ég fer að lýsa siglingu okkar í skipa- lest yfir Atlantsála, en þó einkum og sér í lagi líf- inu um borð í Goðafossi, langar mig fyrst til að kynna ykkur lítillega fyrir ferðafélögum mínum. Þarna var fólk úr ýmsum stéttum, á ólíkum aldri og í óskyldum erindagjörðum. Sumar ferðir eru til fjár, aðrar til fagnaðar og enn aðrar til hvors tveggja í senn. Frú Margrét Thors, dóttir Hauks Thors, og Örn Johnsen, flugmaður og forstjóri Flugfélags íslands, héldu t.d. upp á brúðkaup sitt með því að sigla með Goðafossi til Bandaríkjanna. Menn ganga í hjónaband og ferðast jafnt á friðar- sem ófriðartímum. Allt er ástfóngnu fólki fært. Það gefur öllum hættum langt nef. Þarna var líka annar niðji Thorsaranna, Thor Ó. Thors, á leið til náms í Kaliforníuháskóla í Berkeley við San Fransiscóflóa. Thor sálugi varð síðar mikill framámaður hjá Aðalverktökum í Keflavík. í beinu framhaldi af þessu væri rétt að nefna Þórð Pisoto Katrine Briem, 6, arrived on tlie Godafoss with lier mother, Stelia, a huyer for Islamlic firms. ThrouRhout tho lSMJay voyage slie slept with a lifebelt strapped around her. Tho heifc i\ad to be shortcncd to fit her. KATRÍN Briem, 6 ára, kom með Goðafossi með móður sinni, Stellu, sem kaupir inn fyrir ísienzk fyrirtæki. Á siglingunni sem tók 15 daga svaf hún alltaf með björgunarbelti. Mynd- in og myndatextinn eru úr New York Post, 7. nóvember, 1941, þar sem sagt er frá komu Goðafoss og árásinni á tundurspiilinn. Albertsson, bróður Kristjáns, fi-ænda Thorsai-- anna sem lengstum var umboðs- og sölumaður þeirra í Suður-Evrópu, þ.e. í Grikklandi, á ítaliu en þó mest á Spáni. I fylgd með honum var kona hans, Stella Briem, og dóttir hennar, Katrín, þá 6 ára gömul, að ógleymdum syni Þórðar, Gunnari Kristjáni, sem var nokkrum árum eldri en Katrin. Áratugum síðar kynntist ég Stellu Briem betur, þegar við lágum á sama sjúkrahúsi, Sólheimum við Tjörnina. Þótt hún hefði ratað í ýmsar raunir og velkst lengi um lífsins ólgusjó var hún engu að síður enn gædd lífsgleði, glettni og skapandi skopskyni. Maður er manns gaman, að vísu mis- jafnlega mikið eftir því hver í hlut á. Næst skal fræga telja Hrefnu Einarsdóttur Benediktssonar skálds. Hún og Stella virtust vera miklir sálufélagar og áttu þær margar gleðistund- ir saman á leiðinni löngu yfir Atlantshafið. Eigin- maður Hrefnu, Fritz Kjartansson fiskútflytjandi, var sá, sem einna mest sópaði að sökum ótrúlegr- ar frásagnarglpði og spaugsemi. Sigurður Jónas- son, forstjóri ÁTVR, átti líka til að bregða á leik öðrum tU óblandinnar ánægju. Tveir menn voru þarna á vegum Hitaveitu Reykjavíkur, þeir Valgeir Björnsson hafnarstjóri, og Tómas Jónsson borgai-ritari. Erindi þeirra til Bandaríkjanna var að festa kaup á rörum fyrir Hitaveituna. Rörin, sem pöntuð höfðu verið í Danmörku, urðu nefnilega innlyksa þar eins og reyndar svo margt fleira vegna stríðsins. Félagi þeirra, Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, var hins vegar í erindagjörðum vegna annars konar virkjanaframkvæmda, auk þess var hann að leita sér lækninga vegna illkynjaðs meins í raddbönd- unum, sams konar meins sem faðir minn hafði sem betur fer fengið bót á ellefu árum fyrr í Dan- mörku. Að lækningu lokinni töluðu þeir báðir með nokkuð annariegum raddblæ það sem eftir var ævinnar. Áður en ég held áfram kynningunni er rétt að geta þess að ég leitaði til Eimskipafélags íslands til að spyrjast fyi-ir um gamla farþegalista eða skrá og mér var tjáð að þeim hefði verið hent til að rýma til fyrir öðru væntanlega miklu verðmæt- ara. Það virðist vera lítill áhugi á þeim bæ að halda slíkum gögnum til haga. Eg hef því verið tilneyddur til að treysta á mitt eigið minni og svo nokkurra annarra, en minni manna getur stund- um reynst býsna brigðult. Eftir að þessi varnagli hefur verið sleginn, held ég áfram með minn eigin ófullkomna farþegalista. Næst ber að nefna Guðna Ásgeirsson, mikinn ævintýra- og heimsmann, en hvaða erindi hann átti til Ameríku hafði enginn minnstu hugmynd um. Síðar varð hann einn af stofnendum AA-sam- takanna á íslandi, en í sjóferð þessari var hann greinilega ekki á þeim buxunum (þ.e.a.s. bindind- ismannsbuxunum). Svo rekur mig minni til þess að samskipa okkur voru líka nokkrir stórkaup- menn og hét einn þeirra Friðrik Bertelsen. Ekki má nú gleyma honum Jörgen Riis, víðförlum far- manni, ættuðum frá ísafirði að ég held. Honum verður seint fullþakkað fyrir þá ómetanlegu leið- sögn, sem hann veitti okkur græningjunum að norðan um refilstigu heimsborgarinnar, New York. Mér er líka ljúft að minnast læknishjónanna, Friðgeirs Ólasonar og Sigi’únar Briem og litla drengsins þeirra, Óla Hilmis. Þau voru einkar hæglát í fasi og vingjarnleg við alla. Þai- var auð- sýnilega ekki farið í manngreinarálit. Varla hefur þeim þá boðið í grun að þau ættu eftir að fara sína hinstu fór með sama skipi réttum þremur ár- um síðar, er Goðafossi var sökkt h. 10. nóvember 1944 út af Reykjanesi, en þá voru læknishjónin búin að eignast tvö börn í viðbót. Um daginn þegar ég leitaði til Katrínar Briem, dóttur Stellu, til að fá hjá henni ljósrit af blaða- greinum um sjóferðina okkar sögufrægu, er birst höfðu í helstu dagblöðunum í New York, fræddi hún mig um það að Þórður og Stella, móðir henn- ar, hefðu verið búin að panta far fyrir þau þrjú heim með Goðafossi 1944. Búslóð þeirra hafði þegar verið send heim með öðru sldpi, en á síð- ustu stundu snerist móður hennar hugur og hún þvertók með öllu fyrir að stíga á skip eiginmann- inum til mikillar og óvæntrar hrellingar. Já, feig- um verður ekki forðað, né ófeigum í hel komið, stendur einhvers staðar í fornum ritum. Eina samferðakonu sáum við aldrei fyrr en stigið var í land í New York, en hún hafði verið sjóveik alla leiðina vestur um haf. Hún heitir Jó- hanna Sigurjónsdóttir, systir Rögnvalds Sigur- jónssonar, og var hún í vist hjá Þórði Albertssyni og Stellu Briem í eitt ár. Að lokum má svo nefna tvo bandaríska fréttaljósmyndara, annar Neil Sullivan frá Pathe News og hinn Larry Kennedy frá Twentieth Century Fox. Við þremenningarnir að norðan kynntumst þeim lítillega, en mig rámar ekki lengur í til hvers þeir höfðu verið sendir til Islands. Það væri hin mesta fjarstæða að halda þvi fram að lífið um borð hefði gengið sinn vanagang við þær aðstæður sem þar voru fyrir hendi. Goðafoss var eitt af 47 eða 52 kaupskipum siglandi í einni langri og breiðri lest yfir Atlantshafið og henni til varnar voru nokkur herskip, hversu mörg vissi enginn okkar með vissu. Það hefur vafalaust ver- ið hernaðarleyndamál. Eftir tveggja til þriggja daga siglingu var byrjað að varpa djúpsprengjum vegna hugsanlegra árása þýskra kafbáta, þessi ófógnuður fylgdi okkur nótt sem nýtan dag. Það er ekki ofmælt að við bæði vöknuðum við og sofn- uðum út frá þessum látlausu sprengjuhvellum. Það setti reyndar svo mikinn beyg að sumum að þeir sváfu alklæddir uppi í reyksal og þeir skelk- uðustu og taugaveikluðustu meira segja líka í björgunarvestum. Þetta var vafalaust það skyn- samlegasta sem hægt var að gera undir þessum kringumstæðum. En við þremenningarnir að «- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.