Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Síða 12
KRISTINN REYR
RISPUR
i.
Kristur hengur
en kvar er
Guð
spurði hún
telpan
inn allt
kirkjugólfíð.
II.
Góðærið strunsar
fram til að
gefa oss sjúkum
gömlum.
oghrumum
langt nef.
III.
Morgun og kvöld
ogmiðjan dag
hvolfíst svo enn
hávaðamengun
æfíngaflugsins
yfír oss
horgarbúa.
IV.
Fátækust
þjóða er sú
sem
drekkir
hálendisperlum
sínum.
Höfundurinn er skóld i Reykjavík.
JÓHANNA
HALLDÓRSDÓTTIR
KONA A
KAFFIHÚSI
Sama kaffihús, daginn eftir.
Sama borð, sami þjónn, sama
fólk,
skuggi gærdagsins
leiftur úr mynd.
I gær þekkti hún þetta allt
tengdist því öllu
var hluti af öllu
var hluti af mynd
var hluti af heildinni hans
var hluti af skarkala
kaffihússins
talaði, hló, hrukkaði ennið og
benti
skildi eftir rauðan varalit á
barmi
öll hljóðin
glamrandi bollapör
kliður raddanna, hláturinn
skarkali kaffíhússins
raunveruleiki gestsins
ilmurinn
vindlalyktin
ilmvötnin, bókalyktin
kaffí og brauðilmurinn
ilmur kaffíhússins
raunveruleiki gestsins
hún tengdist því öllu í gær
í dag er hún eitt spor til hliðar
til hliðar við heildina hans
þekkir ekki raunveruleikann,
hljóðin, ilminn
myndin er ekki ífókus, þótt hún
horfi á
hún talar ekki, hlær ekki né
bendir
hún hrukkar aðeins ennið
skilur eftir rauðan varalit á barmi
skugga gærdagsins
á sama kaffíhúsi, daginn eftir.
Morgunblaöið/Árni Sæberg
HLIF Sigurjónsdóttir: „Sinfóníuhljómsveit íslands er homsteinn íslensks tónlistarlífs. Hún á að vera stofnun sem gerir fremstu
hljóðfæraleikurum landsins kleift að lifa af iðju sinni - lifa af því að spiia tónlist og halda sér ( æfingu."
Sinfóníuhljómsveit Islands stendur á tímamótum. Menn
verða að gera upp við sig hvaða starfsumhverfi [ >eir
vilja búa hljómsveitinni í framtíðinni. Hvort þeir v ilja
halda í horfinu, sem myndi leiða til stöðnunar og jafn-
vel hnignunar, eða stíga skrefið til fulls - auka fj< yr-
streymi til hllómsveitarinnar, markaðssetja hana af full-
um þunga, fullmanna hana og síðast en ekki síst
byggja tónlistarhús. Þetta er álit Hlífar Sigurjónsdóttur,
formanns starfsmannafélags Sl, sem í samtali við ORRA
PAL ORMARSSON fjallar um hljómsveitina í fortíð og
nútíð, auk þ ess að horfa til framtíðar.
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ís-
lands var sett á laggimar árið
1950 með hugsjónina eina að
vopni - eða því sem næst. Síðan
hefur mikið vatn runnið til sjáv-
ar. Fimmtíu ár eru að vísu ekki
langur tími þegar byrjað er frá
grunni en hljómsveitin hefur
vaxið og dafnað og nú er svo komið að hún er
orðin fær í flestan sjó - stendur fremstu
hljómsveitum erlendis fyllilega á sporði.
„Pað er af sem áður var,“ segir Hlíf Sigur-
jónsdóttir fiðluleikari og formaður starfs-
mannafélags SÍ. „Á fyrstu árum hljómsveitar-
innar voru kraftar allra sem eitthvað kunnu að
spila á hljóðfæri virkjaðir. Nú þurfa allir að
gangast undir mjög strangt hæfnispróf, meðal
annars spila einleikskonserta. Við erum orðin
góðu vön en megum hins vegar ekki gleyma
því að þessar breytingar hafa átt sér stað á
ótrúlega skömmum tíma. Nokkuð sem er alls
ekki sjálfsagt mál, ekki frekar en tilvist Sin-
fóníuhljómsveitar íslands. Það er alls ekki
sjálfsagt mál að starfrækt sé sinfóníuhljóm-
sveit á Islandi.“
Mikið rétt. Auðvitað er það ekki sjálfsagður
hlutur að samfélag með 270 þúsund hræðum,
og skamma listasögu á öðrum sviðum en bók-
menntum, eigi sinfóníuhljómsveit - hvað þá
sinfóníuhljómsveit á alþjóðlegan mælikvarða.
Um gæði Sinfóníuhljómsveitar íslands verður
nefnilega ekki deilt. Þeim til staðfestingar höf-
um við orð ótal hljómsveitarstjóra og einleik-
ara sem hingað hafa komið, að ekki sé talað
um lofsamlega dóma í erlendum blöðum og
tímaritum um tónleika og geislaplötur. Há-
punkturinn var vitaskuld dómur Alex Ross,
tónlistargagnrýnanda The New York Times,
eftir tónleikana í Carnegie Hall í febrúar 1996.
Blað af því tagi eyðir ekki dálksentimetrum á
hvaða hljómsveit sem er, hvað þá að hefja
hana upp til skýja. Skyldi þjóðin almennt gera
sér grein fyrir því hvaða þýðingu þessi dómur
hafði fyrir hljómsveitina - fyrir tónlistarlífið í
landinu?
„Við megum ekki vanmeta mátt menningar-
innar,“ segir Hlíf. „Þegar útlendingar horfa til
okkar spyrja þeir ekki hve mörg tonn af fiski
við drögum úr sjó á ári hverju, heldur hvort
menningarlífið standi í blóma. Þótt fiskurinn
sé mikilvægur er það ekki hann sem gerir
okkur að þjóð - heldur menningin!"
Frumherjarnir hinar
raunverulegu hetjur
Hlíf veit sem er að uppgangur SÍ hefur ver-
ið mikill á þessum áratug. Hún veit líka að
hljómsveitin væri ekki þar sem hún er í dag
hefðu brautryðjendurnir ekki verið þrautseig-
ir hugsjónamenn. Um þá menn talar hún af
lotningu. „Það er oft talað um sigra Sinfóní-
unnar á undanförnum árum. Réttilega! Á hitt
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998