Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Síða 13
Morgunblaðið/Þorkell SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT íslands á æfingu í Háskólabíói. ber aftur á móti að líta að við erum ekki að lyfta neinu grettistaki - það gerðu mennirnir sem tóku þátt í að koma hljómsveitinni á fót og halda henni gangandi í gegnum súrt og sætt, þegar skilningur á mikilvægi hennar var af skornum skammti. Það eru þessir menn, frumherjarnir, sem eru hinar raunverulegu hetjur í sögu Sinfóníuhljómsveitar íslands! Þeir áttu sér draum og létu hann rætast." Einn af þessum mönnum var Björn heitinn Olafsson, konsertmeistari SI frá stofnun hljómsveitarinnar til 1974 og tónlistarkennari, en hann var lærifaðir Hlífar. „Björn var einn af þessum fórnfúsu mönnum sem helguðu líf sitt uppbyggingu tónlistarlífs á Islandi. Ómælda vinnu lagði hann á sig í þágu Sinfóní- unnar, við kennslu og í raun allt sem viðkom tónlist. Hann bjó yfir þessari einlægu ást á tónlistinni - leit á sig sem auðmjúkan þjón listagyðjunnar." Kraftar Björns þrutu langt um aldur fram. „Hann færði ótrúlega fórn. Og hvað stendur eftir? Vitaskuld hópur þakklátra nemenda sem reyna að halda merkinu á lofti. En fyrir utan það? Fáeinar upptökur! Þessi burðarás í tónlistarsögu þjóðarinnar er að falla í gleymskunnar dá. Hefði hann verið myndlist- armaður eða rithöfundur gætum við dáðst að verkum hans í dag en þar sem tónlistin er list augnabliksins ei’u þau aðeins minning. Auðvit- að er alltaf hægt að hljóðrita tónlist, en það kostar peninga, ekki síst ef gefa á hana út á plötu.“ Og Hlíf talar af reynslu. Hún hefur nýlokið við að taka upp einleiksverk eftir Bach sem hún stefnir á að gefa út á komandi misserum. „Gangi það eftir verður platan tileinkuð Birni Ólafssyni. Þetta eru verk sem hann kenndi mér og eru vel til þess fallin að heiðra minn- ingu hans.“ Tímarnir eru breyttir. A því leikur ekki vafl. En hvernig horfir staða hljómsveitarinnar við formanni starfsmannafélagsins, þegar hillir undir hálfrar aldar afmælið. „Staðan er að mörgu leyti góð. Listrænn metnaður hljóm- sveitarinnar hefur aldrei verið meiri, hún hef- ur aldrei verið betur skipuð og sjálfstraustið er í hámarki. En betur má ef duga skal!“ -Hvað áttu við með því? „Sinfóníuhljómsveit íslands er hornsteinn íslensks tónlistarlífs. Hún á að vera stofnun sem gerir fremstu hljóðfæraleikurum landsins kleift að lifa af iðju sinni - lifa af því að spila tónlist og halda sér í æfíngu. Ef engin sinfón- íuhljómsveit væri starfrækt hér myndi megnið af þessu fólki hverfa úr landi. Og hvernig Rekstrarkostnaður hljómsveita á Norðurlöndum sem hafa jafnmarga fastráðna hljóðfæraleikara við störf 220 millj. kr. Sinfóníuhljómsveit íslands 413 Sinfóníuhlj. í Þrándheimi 366 Sinfóniuhlj. i Óðinsvéum 379 Sinfóníuhlj. i Árósum 328 Sinfóníuhlj. i Turku Rekstrarkostnaður hljómsveita sem hafa svipuðum skyldum að gegna 220 Sinfóniuhijómsveit íslands stæðum við þá? Ekki vel, því þetta fólk tekur ekki aðeins þátt í stórum hluta tónleikahalds, heldur gegnir það líka lykilhlutverki í tónlist- aruppeldi þjóðarinnar. Margir af okkar bestu tónlistarkennurum starfa í Sinfóníunni. Þeir eni í senn kennarar og fyrirmyndir." Aukið vinnuálag A að vera segirðu. Stendur stofnunin sig þá ekki sem skyldi að þessu leyti? „Nei, því miður. Á síðustu árum hefur vinnuálag hljóðfæraleikara aukist til muna án þess að laun hafi hækkað nokkuð til samræmis við það. Hljóðfæraleikarar eru ekki frá- brugðnir öðni launafólki og hafa því átt erfitt með að sætta sig við þetta, enda bera þessar áherslur vott um virðingarleysi fyiár starfinu. Of mikið vinnuálag hlýtur að koma niður á hljómsveitinni þegar til lengri er tíma litið.“ Sem dæmi um álagið nefnir Hlíf ellefu daga samfellda vinnutörn í janúar síðastliðnum, þegar hljómsveitin æfði fyrst í þrjá daga fyrir Vínartónleika, í kjölfarið komu fernir tónleik- ar á jafnmörgum dögum og loks upptökur á alls óskyldu efni í fjóra daga. „Þegar komið var fram í upptökurnar var mikillar þreytu farið að gæta, enda fór það svo að við gátum ekki lokið við að taka upp eins mikið efni og til stóð. Ástæðan er einföld: Þreyta. Mannskap- urinn var útkeyrður, enda fer feikileg orka og einbeiting í tónleika, samæfíngar og upptökur. Eftir fjóra tíma á sviðinu er ég handviss um að við erum búin að skila sömu huglægri orku og flestar aðrar stéttir eftir átta tíma vinnudag. Það segir sína sögu að í viku hverri vantar alltaf einhvern hljóðfæraleikara vegna álagseinkenna.“ Þar fyrii- utan eru æfingar í einrúmi en Hlíf fullyrðir að hljóðfæraleikarar í Sinfóníunni þurfi að æfa margar klukkustundir á degi hverjum til að halda sér í formi - til að geta sinnt starfi sínu. Óvíða þurfa menn að halda sér jafn rækilega við efnið. „Starf ykkar er eins og skurðlækningar, hefur Jón Þórarins- son tónskáld sagt við okkur. Ég held mikið upp á þá samlíkingu. Fáar starfsgreinar gera kröfu um jafn mikið úthald, einbeitingu og samhæfíngu - í sinfóníuhljómsveit þurfa 72 einstaklingar, eða fleiri, að leika sem einn.“ Við þetta bætist að hljóðfæraleikarar eiga að baki lengri menntun en flestar starfstéttir, sumir hverjir hefja tónlistarnám áður en form- leg skólaganga hefst og útskrifast á háskóla- stigi. Þá er starfsævin skemmri en gengur og gerist. Að áliti Hlífar stendur Sinfóníuhljómsveit Islands á tímamótum. Menn verði að glöggva sig á því hvaða starfsumhverfi þeir vilji búa hljómsveitinni í framtíðinni. Hvort þeir vilji halda í horfinu, sem hún fullyrðir að myndi leiða til stöðnunar og jafnvel hnignunar, eða stíga skrefíð til fúlls - auka fjárstreymi til hljómsveitarinnar, markaðssetja hana af full- um krafti, fullmanna hana og síðast en ekki síst byggja tónlistarhús. Málið snýsl um peninga „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst málið auðvitað um peninga. Við miðum okkur gjarn- an við Norðurlöndin og því er gaman að bera SÍ saman við hliðstæðar hljómsveitir þar,“ segir Hlíf en með hliðstæðum hljómsveitum á hún annars vegar við hljómsveitir sem eru rík- ishljómsveitir og hafa samsvarandi skyldum að gegna og hins vegar hljómsveitir sem hafa jafnmarga hljóðfæraleikara við störf. Eins og sjá má á töflunum hér á síðunni er þessi sam- anburður SI augljóslega óhagstæður þegar horft er á heildartekjur. Annað sem Hlíf mælist til að SÍ geri er að efla kynningarstarfið. „Sinfónían hefur um langt skeið verið eins og höfuðlaus her. Það hefur vantað að gera hana sýnilegri í þjóðfé- laginu - vantað andlit út á við.“ Lausnin felst, að mati Hlífar, í því að ráða listrænan stjórnanda að hljómsveitinni. Myndi hann í senn annast markaðsmál, listræna stefnumótun í samráði við aðalhljómsveitar- stjóra og hljómsveitina og hafa umsjón með útliti hljómsveitarinnar og framkomu. „Ég treysti Þresti Olafssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra, fyllilega til að reka hljóm- sveitina en það myndi án efa gera honum starfíð auðveldara ef hann fengi listrænan stjórnanda, fagmann, sér við hlið. Mann sem gæti einbeitt sér að hinum listræna þætti rekstrarins. Gæti einhver hugsað sér Þjóðleik- húsið eða Listasafn Islands án listræns stjórn- anda? Sinfónían er, á sama hátt og þessar stofnanir, höfuðvígi sinnar listgreinar í land- inu.“ Hlíf segir að leggja þurfí meiri rækt við hinn sjónræna þátt tónleikanna. Það er engin tilviljun að fólk vill frekar fara í leikhús en á sinfóníutónleika - og það er ekki vegna þess að gæðin séu minni hjá okkur. Það skiptir máli hvernig við lítum út, hvernig að okkur er búið á sviðinu. Til dæmis mættu kjólar kvennanna vera glæsilegir og eitthvað fyrir augað.“ Hlíf gerir sviðið einnig að umtalsefni. „Það þarf ekki mikið til að lífga upp á sviðsfram- komu hljómsveitarinnar. Það sáum við í vetur þegar hópurinn frá West End í Lundúnum kom hingað og flutti lög úr söngleikjum. Söngvararnir voru aðeins fjórir en samt fylgdi þeim manneskja sem skipulagði ljós og hverja einustu hreyfingu á sviðinu. Sinfónían þarf kannski ekki á leikstjóra að halda en það verð- ur einhver að bera ábyi'gð á þessum hlutum. Við listamenn erum miklar tilfinningaverur - okkur þarf að líða vel til að geta sinnt hugðar- efni okkar sem skyldi. Þetta væri verðugt verkefni fyrir hinn listræna stjórnanda." Hlíf á sér líka þá ósk að fjölgað verði í Sin- fóníuhljómsveit Islands. „Fjölmennari hljóm- sveit og hærri laun myndu opna möguleika á fjölbreyttari starfsemi, samanber Gewand- haus-hljómsveitin í Leipzig, á sama kvöldi spilar helmingur hljómsveitarinnar í óperunni og hinn hlutinn spilar sinfóníutónleika. Það ætti að vera hægur vandi að koma stærri hljómsveit fyrir í nýju tónlistarhúsi, sem frá: bært yrði að risi fyrir árið 2000, þegar SÍ verður 50 ára og Reykjavík verður ein af menningarborgum Evrópu.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.