Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1998, Side 16
MÁLVERK Sigríðar Þorláksdóttur af Hagavatni á áratugnum 1929-1939. JHEIMILD UM HAGAVATN Ljósm. Gísli Sigurðsson. ÚTSÝNI af Brekknafjöllum vestur yfir Hagavatn. Fyrir hlaupið 1929 náði vatnið út yfir Ijós- brúnu línuna við brún Lambahrauns, langt í vestri. IKAUPMANNAHÖFN starfar þekkt fyrirtæki sem annast uppboð á lista- verkum og málverk eftir íslenzku frumherjana í myndlist hafa margoft verið boðin upp þar. íslenzkur áhuga- maður um myndiist sem fylgist grannt með þessum uppboðum og fær sendan myndalista sem gerður er til prentun- ar, sýndi mér listann og spurðist fyrir um höfund myndar sem átti að bjóða upp. Nafn málarans var samkvæmt því sem stóð í list- anum Sigridur Thorlaksdottir. Því miður gat ég ekki svarað spurningunni; þennan málara kannaðist ég alls ekki við, en myndefnið þekkti ég strax. Síðan hef ég haldið uppi fyr- irspumum meðal listsagnfræðinga, sem helzt ættu að þekkja Sigríði Þorláksdóttur, en einnig þar hef ég komið að tómum kofun- um. Það er undarlegt þar sem listmálarar á fyrstu áratugum aldarinnar voru fáir og myndin er greinilega ekki eftir viðvaning. Það munu þó ugglaust einhverjir verða til að upplýsa hver Sigríður Þorláksdóttir var og berist einhver vitneskja um hana, verður henni komið á framfæri hér í Lesbók. Enda þótt myndin geti ekki talizt neitt af- burða listaverk, er hún marktæk sem heim- ild í þá veru að höfundurinn fer rétt með út- línur þess landslags sem þama sést. I heild er þetta landslag á myndinni þó ekki lengur til eins og málarinn sá það. Utsýnið er yfir vesturenda Hagavatns; í baksýn em Hlöðu- fell, Þórólfsfell og Stóra-Bjömsfell, en vest- an við vatnið hallar Lambahraunsdyngjunni til norðurs. Hér nær vatnið upp að snar- bröttum rana sem gengur út úr Fagradals- fjalli, en málarinn hefur staðið á jökulöldu sem skagar út í vatnið. Ekki nær vatnið lengur þangað og frá þessum útsýnisstað sést ekkert vatn á voram dögum. Sigríður Þorláksdóttir hefur verið þarna á ferðinni og að öllum líkindum sett niður trönur sínar einhverntíma á áratugn- um eftir 1929. Eftir 1939 hefur það ekki get- að verið, því þá fann vatnið sér útrennslis- stað austar, það er að segja við Nýjafoss, og þá hvarf sá hluti Hagavatns sem sést á þess- ari mynd. Að myndin sé ekki eldri en frá því rétt fyrir 1929 er helzt hægt að byggja á því að þá náði sporður Eystri-Hagafellsjökuls í lægðina til vinstii á myndinni og stíflaði þar fyrir útrennslið. A mynd Sigríðar má sjá að enginn jökull er þar lengur og útrennslið hefur verið um skarðið milli jökulöldunnar í forgrunni myndarinnar og Fagradalsfjalls. Eins og ég hef áður fjallað um, bæði í Les- bók og Arbók Ferðafélags íslands 1998, brast jökulstífla í þessu skarði 1929 og þar sem vatnsflaumurinn féll fram af hlíð Brekknafjalla varð til hrikalegt gljúfur og um 100 m hár foss sem nefndur var Leyni- foss. Ekki er ástæða til að fara nánar út í það hér. Mér flnnst auðsætt að Sigríður hafi komið austanfrá, en lengra en að útfallinu við Leynifoss hefur hún ekki komizt. Leið að fossinum norðan undir Fagradalsfjalli hefur eftir myndinni að dæma verið ófær; fjalls- hlíðin er snarbrött niður í vatnið. Aður en hlaupið varð úr Hagavatni 1929, var ekkert útrennsli úr því ofanjarðar, held- ur undir hraunið sem hér sést í baksýn og þykir víst að mestur hluti þess hafi bætzt við vatnsmagn Brúarár. Fyrr á öldinni skreið Eystri-Hagafellsjökull talsvert vestur á vatnið eins og það er í mynd Sigríðar og sá vatnsbotn er vel sýnilegur og sést að ein- hverju leyti sem ljósbrún ræma í fjarlægð á Ijósmyndinni. Eftir hlaupin 1929 og 1939 var Hagavatn ekki lengur til á því svæði sem sést á mynd Sigríðar. Þar varð jökulleirinn eftir og hefur liann valdið ómældu tjóni á gróðri í Lamba- hrauni og á Haukadalsheiði. Því miður hef ég ekki tekið Ijósmynd á sama stað og Sig- ríður Þorláksdóttir hefur staðið, enda er lægðin þar og gamli vatnsbotninn ekki beint kræsilegt efni í ljósmynd. En myndin sem hér fylgir til samanburðar og er tekin í júlí- mánuði 1977 af kolli Brekknafjalla nokkra austar, sýnir dökkan fjallsrana vinstra meg- in. Þar sem þessi bratti rani út úr Fagradals- fjalli skagar lengst fram, má segja að hann bendi á ölduna þar sem Sigríður stóð þegar hún málaði myndina. Enda þótt strandlínur sýni vel legu vatns- ins fyrir þessi hlaup og menn geti nokkuð nákvæmlega vitað hvernig Hagavatn hefur litið út, er málverk Sigríðar Þorláksdóttur engu að síður merkileg heimild og mér vitan- lega eina málverkið af vatninu frá þessum tíma. Ugglaust hafa ferðamenn teldð ljós- myndir við Hagavatn á þessum tíma, þó ekki séu þær þekktar. En hvað varð um málverk- ið á uppboðinu í Kaupmannahöfn er hinsveg- ar hulin ráðgáta. GÍSLI SIGURÐSSON 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 8. ÁGÚST 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.