Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 7
HORNRIÐASJOR A
MANNSKAÐANADDI
EFTIR SIGURÐ ANDERSEN
Á sundinu Bússu eru tvö
blindsker. Yst á bví er klett-
urinn Brynki, en á því
mið|u Mannskaðanaddur.
Hafa þau margan kollrak-
an qert. Þar var Sæfari
staddur þegar tók sig upp
boði og síðan tveir brot-
sjóir og eftir það sökk
skipið næstum samstundis.
Eitt fórst skip á Eyrarbakka, ýtar greina
Qórir menn þar fengu bana
fjölir djúpt í landi svana,-
Sr. Jón Hjaltalín, tíðavísur 1808.
AÞRIÐJA áratug þessarar
aldar, var flest á hverfanda
hveli á Eyrarbakka. Kaup-
félagið Hekla, sem keypt
hafði Einarshafnarverslun,
varð gjaldþrota og verslun
sunnlenskra bænda fluttist
frá Eyrarbakka til Selfoss
og Reykjavíkur. Gífurlegur fólksflótti var úr
þorpinu, aðallega til Reykjavíkur. Arið 1919
voru íbúar á Eyrarbakka 965, en 1927 voru
þeir komnir niður í 701 og hafði fækkað um 53
frá fyrra ári. Þeir sem vildu þrauka áfram í
þorpinu reyndu að efla útgerð, en mikil affoll
urðu á fískiskipunum. Sagt er að eitt árið hafi
þau verið 12 í ársbyrjun, en aðeins tvö hafi ver-
ið eftir um lokin. Eitt af þessum skipum var
Sæfarinn eldri 9-10 tonn að stærð og eigandi
Guðfinnur Þórarinsson á Eyri. Á miðri vertíð
1926 rak hann á land í miklu landsynningsveðri
og fjörónýttist. Þá stóð svo á um haustið, að
Kristinn Vigfússon ákvað að selja bát sinn
Framtíðina, sem var 9 tonna súðbyrtur dekk-
bátur með gafli. Meðeigandi Kristins, Sigurjón
Jónsson á Litlu-Háeyri, vildi halda útgerðinni
áfram og fékk því Guðfinn mág sinn - sem nú
var orðinn bátlaus - til að kaupa hlut Kristins.
Báturinn var síðan skírður upp og nefhdur
Sæfari. Var nú farið að búa bátana til vertíðar
og ráða á þá sjómenn. Einn þessara manna var
Jónas Einarsson í Garðhúsum. Hann hafði
stundað sjóinn öll sín manndómsár, en var nú
tekinn að reskjast, orðinn sextugur. Þegar hér
var komið sögu, hafði hann ákveðið að láta af
sjómennsku og ætlaði sér að reyna að fá vinnu
í landi. Er leið að vertíð gerðist hann þung-
lyndur og auðséð var að honum leið illa. En
dag nokkum kom hann heim óvenju kátur og
sagði þær fréttir að hann ætli að róa næstu
vertíð og sé þegar búinn að ráða sig á Sæfar-
ann. Þótti heimilisfólki hans þetta í meira lagi
undarlegt, þar sem afráðið hafði verið að hann
hætti sjósókn.
Mikili óhugur var í fólki á Eyrarbakka um
þessar mundir og þóttust ýmsir finna á sér illa
atburði. Það sat líka í mörgum, að vertíðina á
undan hafði legið við stórslysi við suðvestur-
ströndina, þegar 9 bátar frá Eyrarbakka og
Stokkseyri lentu í vonskuveðri og náðu ekki til
hafna sökum brims. Áhöfnum togara tókst að
afstýra manntjóni, en sumir misstu báta sína.
Víkur nú að hinum örlagaríka degi 5. aprfl
1927. Klukkan 8 um morguninn voru NÁ 8
vindstig á Eyrarbakka og sjór var stækkandi.
Þegar kallað var til skips snemma morguns,
urðu þau einkennilegu mistök, að í stað Bjarn-
finns bróður formannsins, var kallaður Krist-
inn Sigurðsson í Túni, en hann átti að vera í
landi vegna handarmeiðsla. Skildi þar á milli
feigs og ófeigs. Réru nú bátar frá Eyrarbakka
og Stokkseyri vestur í Hafnarsjó, þar sem þeir
Ljósmynd/GS
SKERJAGARÐURINN og fjaran við Eyrarbakka á lognkyrrum sumardegi. Þá sýnist innsiglingin vera áhættulítii, en það fer af þegar hvessir og
brimið færir skerin í kaf. Mannskaðinn og skiptapinn sem hér er sagt frá er aðeins einn af ótal mörgum sem hér hafa orðið.
áttu net sín. Laust eftir hádegi komu fyrstu
bátamir að landi og komust þeir klakklaust inn
sundið. Um það leyti snerist vindur til austurs
(voru A 8 á Eyrarbakka kl. 14) og brimaði ört.
Sæfarinn kom að sundinu um kl. 13.30. Var þá
búið að flagga einu flaggi, sem þýddi að sund
væru fær með aðgát. A sundinu Bússu eru tvö
blindsker. Yst á því er kletturinn Brynki, en á
því miðju Mannskaðanaddur. Hafa þau marg-
an kappann kollrakan gert. Segir nú ekki af
ferð Sæfarans fyrr en hann kom á mitt sundið.
Við Mannskaðanadd tók sig upp boði, ekki
mjög stór og braut á skipinu. Við það snérist
Sæfarinn og varð þversum á sundinu. Það sáu
menn úr landi, að gaffall skipsins losnaði við
höggið af brotsjónum. Hlupu þá tveir skipverj-
ar til að reyna að festa hann, en gekk erfiðlega,
þar sem hann slóst til og frá. Meðan skipið lá
enn flatt á sundinu kom annar boði á það og
lagði það á hliðina. Komust þá mennimir tveir,
sem á dekki vom upp á byrðinginn og héldu
sér í borðstokkinn. En nú kom þriðja brotið á
bátinn og hvolfdi honum. Eftir það sökk hann
næstum samstundis. Enginn skipverja sást
koma upp. Úr-landi varð ekkert til bjargar.
Skömmu síðar kom annað skip að sundinu og
komst það áfallalaust inn. Hafði þá verið flagg-
að frá, þrjú flögg í hálfa stöng. Nokkru seinna
um daginn tóku belgir úr Sæfaranum að reka á
fjörur í Þorlákshöfn. Vermenn þar vissu þá að
eitthvað hefði orðið að, en fengu ekki nánari
fregnir af slysinu fyrr en síðar. í þessu sama
veðri fengu togaramir Maí og Karlsefni stórá-
fóll á Selvogsbanka. Þrír menn slösuðust á
þeim fyrrnefnda, en tveir á Karlsefni.
Einnig urðu þrjú færeysk skip fyrir tals-
verðu tjóni, misstu báta og brotnuðu talsvert.
Þegar Sæfarinn fórst horfðu margir á slysið,
ýmist úr sjógarðshliðum eða vestur við sund-
vörður, en þær vom sundmerki fyrir Einars-
hafnarsund og Bússu. Ýmsir þeirra vora ná-
komnir áhöfn skipsins. Þar á meðal var Þórar-
inn Bjamason í Nýjabæ, faðir formannsins.
Hann var þá mjög farinn að tapa sjón og sá því
ekki hverju fram fór á sundinu. Var hann því
að spyrja nærstadda, hvað liði innsiglingunni.
Fékk hann greið svör í fyrstu, en er slysið varð
gengu flestir hljóðir í burtu. Tóku þá tveir
menn undir handleggi hans og leiddu hann
heimleiðis. Þórami mun hafa þótt þetta undar-
legt, því hann spurði hverju sætti. Engin svör
fékk hann að sinni. Ekki er ólíklegt að ónota-
gmnur hafi á þeirri stundu læðst að gamla
manninum. Það töldu kunnugir að lestarborð
hefði bilað og fiskur kastast út í aðra hliðina og
þvi farið sem fór. Einn þeirra er í sjógarðshliði
var er þetta gerðist var Jón Ásgrímsson
homopati. Einkasonur hans drakknaði þama
fyrir augum hans. Fleyg urðu orð Jóns á þeirri
stundu er hann sagði: „Jæja, þá er hann Villi
minn farinn og best fyrir mig að fara heim til
konu hans og bama, þá er að sinna því.“ En afi
þess er þetta ritar missti einnig sinn einkason í
þessu slysi. Hann var dulur, lítið fyrir að ber-
ast á og flíkaði lítt tilfinningum sínum. Þegar
hann þoldi ekki lengur kveinstafi og grát
kvennanna, sem komu til að votta þeim hjón-
um samúð sína, fór hann út í skemmu og tók að
berja harðfisk. Ekki fékkst hann til að mæla
orð í langa stund. Víkur nú sögunni til Þorláks-
hafnar. I verbúð þar gerðist undarlegt atvik,
sem Guðni Jónsson skráði:
„Nú er Guðfinnur drukknaður" (Frá-
sögn Jóhanns Guðmundssonar á
Gamla-Hrauni)
Morguninn 5. aprfl 1927 var austanstrekk-
ingur og heldur vindlegt, og reri enginn for-
maður í Þorlákshöfn á sjó þann dag. Vélbátar
frá Stokkseyri og Eyrarbakka fóra flestir eða
allir á sjó og réra vestur með landi. Þegar
fram á daginn kom, hvessti og hann fór að
gera austankviku eða homriðasjó, sem kallað-
ur var og var oft slæmur. Upp úr hádegi fóru
bátamir að fara austur, en ekkert vissum við í
Höfninni, hvernig lending var þá á Eyrar-
bakka og Stokkseyri. Um nónbilið var ég
staddur inn í búð ásamt hásetum mínum. Dró
þá lítið eitt úr mér mátt, svo ég hallaði mér
upp á koddann. Þá heyrist mér sagt við mig
lágt, en skýrri röddu: „Nú er Guðfinnur
drakknaður með alla sína menn.“ Við þetta
glaðvaknaði ég, settist upp og leit í kringum
mig, en sá engan aðkomumann í búðinni.
Hallaði ég mér aftur útaf og lá svo nokkra
hríð og hugleiddi, hver mannskaði hér væri
orðinn, ef sannur reyndist. Snerti hann og
mjög tvo af hásetum mínum, þá Sigurð í Túni
á Eyrarbakka og Árna son hans, því einn af
hásetum Guðfinns var Kristinn, sonur Sigurð-
ar og bróðir Árna. Þegar ég hafði legið þannig
út af í svo sem 10 mínútur og hugsað um
þetta, er barið að dyram í búðinni. Er þar
kominn maður frá Þorleifi Guðmundssyni,
sem bjó í Höfninni, og spyr eftir þeim feðgum
Sigurði í Túni og Árna. Segir hann að Þorleif-
ur vilji finna þá. Þá hafði fyrir nokkru togari
strandað við Hafnarnes og var verið að bjarga
ýmsu lauslegu úr honum. Voru til þess teknir
2-3 menn úr búð, þegar landlegur vora, til
þess að vinnan kæmi sem jafnast niður.
Bjuggust þeir feðgar við, að þeir ættu að fá
vinnu við björgunina, og sama hugðu aðrir
búðarmenn. Þegar þeir feðgar voru farnir,
vora félagar þeirra að skrafa um, að ekki
mundu fleiri úr þeirri búð fá vinnuna í dag.
Settist ég þá framan á og sagði við þá: „Þið
haldið auðvitað, að Þorleifur sé að boða þá til
vinnu, en ég held að svo sé ekki.“ „Hvað getur
það þá verið?" segja þeir. „Það gæti ég sagt
ykkur ef ég vildi,“ svaraði ég. Hugsa þá með
mér, að nú sé annaðhvort að gera að segja frá
því, sem fyrir mig hafði borið, eða þegja alltaf,
svo ég ákvað að taka fyrri kostinn. „Eg skal
segja ykkur, hvert erindið var, með þvi skil-
yrði, að þið spyrjið engra frétta, þegar
feðgarnir koma aftur, og látið sem ekkert sé.
Ég veit að Guðfinnur Þórarinsson er drakkn-
aður með alla sína menn og erindið við þá
feðgana er það, að Þorleifur hafi verið beðinn
að tilkynna þeim látið hans Kristins í Túni.
En við skulum vona, að þetta reynist ekki
rétt.“ Litlu síðar komu þeir feðgar aftur.
Gengu þeir þegjandi til rúms síns, en enginn
spurði neins. Eftir litla stund rafu þeir þögn-
ina og sögðu okkur þær fréttir, að Guðfinnur
hefði farist í lendingu á Eyrarbakka með allri
áhöfn, 8 mönnum. Hásetar mínir, sem staddir
vora í búðinni, hafa boðist til að vitna, að hér
sé rétt frá sagt. Af þeim skal ég aðeins nefna
hér fjóra, sem ég hef borið frásögn mína und-
ir ekki alls fyrir löngu, en þeir era: Ingiber
Guðmundsson frá Núpum, Ragnar Sigurðs-
son frá Þúfu, Björn Sigurðsson frá Vötnum og
Hjörtur Sigurðsson frá Auðsholtshjáleigu.
(íslenskir sagnaþættir og þjóðsögur X,
39-41.)
Þeir sem fórust með Sæfaranum voru: Guð-
finnur Þórarinsson formaður, Eyri, 45 ára,
kvæntur og tveggja barna faðir, Páll Guð-
mundsson vélstjóri, Leifseyri, 32 ára, kvænt-
ur og sex bama faðir, og hásetarnir Jónas
Einarsson, Garðhúsun, 60 ára, kvæntur og tíu
barna faðir, Sigurður Þórarinsson, Vegamót-
um, 40 ára, ókvæntur og barnlaus, Víglundur
Jónsson, Björgvin, 35 ára, kvæntur og
tveggja bama faðir, íngimar Jónsson, Sand-
vík, 23 ára, ókvæntur, barnlaus, Kristinn Sig-
urðsson, Túni, um þrítugt, ókvæntur, bam-
laus, Gísli Bjömsson, Eystra-Stokkseyrarseli,
40 ára, ókvæntur, barnlaus. Mig langar að
lokum að enda þessi skrif með vísu Ketilríðar
úr Víglundarsögu, ofurlítið færða til nútíma-
máls, því þannig held ég að flestum Eyrbekk-
ingum hafi verið innanbrjósts eftir þetta átak-
anlega slys:
Ekki má ég á ægi
ógrátandi líta
síðan málvinir mínir
fyrir marbakkann sukku.
Leiður er mér sjávarsorti
og súgandi bára.
Heldur gerði mér harðan
harm í unnafarmi.
Að mestu skráð 1968 eftir fiásögn Kristins Jónassonar
í Garðhúsum, en hann var sjónarvottur að slysinu. Aðrar
heimildir, sem ekki er vitnað í beint: Guðmundur Krist-
insson: „Kristinn Vigfússon staðarsmiður“; Veðurstofa ís-
lands, Veðráttan 1926 og sama rit 1927.
Höfundur var stöðvarstjóri Pósts og síma ó Eyrar-
bakka í 28 ár.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 15. ÁGÚST 1998 7