Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 9
myndinni er komið til Berkeley þar sem háskólinn er.
<ELEY
keley. í öftustu röð frá vinstri eru Þráinn Löve, Einar
nsen, Jóhann Hannesson og Bjarni Jónsson. í mið-
i situr eiginkona séra Oktavíusar Thorlákssonar. Þar
nur(?), Fanney, dóttir húsfreyjunnar, Sigríðar Benón-
ur séra Oktavíus. Kristín Snæhólm er aftan við hann,
nlæknir og kona hans. í fremstu röð frá vinstri: Win-
i/incie dóttur þeirra. Næst þeim á gólfinu situr ókunn
ikona Jóhanns Eyfells og loks Kolbrún Þorleifsdóttir,
irdrottning ísiands.
nndurinn við hlið háskólalóðarinnar ásamt eiginkonu
idóttur og Sigríði Béldal.
Auk okkar íslensku háskólastúdentanna
stai-faði vestur-íslenskur prófessor í stjörnu-
fræði við Kaliforníuháskóla, Sturla Einarsson,
sem reyndist okkur hollur ráðgjafi og góður
vinur.
A menntaskólaárunum mínum tók ég slíku
ástfóstri við franska tungu og bókmenntir að
ég var staðráðinn í því að halda til Frakklands
strax að stúdentsprófí loknu, en þessir fögru
draumar mínir og fyrirætlanir runnu út í sand-
inn eða urðu að engu vegna óvæntra og ófyrir-
sjáanlegra viðburða úti í hinum stóra heimi,
sem enginn mannlegur máttur fékk nokkuð
ráðið við, hvað þá heldur stöðvað. En það sat
síst á mér að kvarta og kveina þótt öll sund
virtust lokuð fyrir mér í bili, einkum ef miðað
vai' við þá röskun á högum alls almennings og
áformum að ógleymdum þeim hörmungum og
þrengingum sem hann mátti þola á styrjaldar-
árunum síðari á meginlandi Evrópu.
Eftir ósigur Frakka fyrii- Þjóðverjum átti ég
ekki margra kosta völ eða í mörg hús að venda.
Eftii' langa umhugsun taldi ég vænsta kostinn
að halda til náms í Bandaríkjunum, hefði ef til
vill rétt eins getað farið til Mexíkó, Mið- eða
Suður- Ameríku, en það hvarflaði þó aldrei að
mér á þeim tíma. Ekki voru þó allir sáttir við
val mitt eins og efth’farandi saga sýnir og
sannar. Fyrir allmörgum árum sátum við
Gunnar Norland og Björn Bjarnason, magister
frá Steinnesi, saman inni á kaffíhúsi á Mont-
parnasse í París. Aður en meira er sagt er rétt
að undirstrika það þegar í stað að magister
Björn, sem orðlagður var fyrir orðheppni,
hafði satt að segja nokkuð magnaða tilhneig-
ingu til að líta þannig á erlend tungumál, að
hann einn og enginn annar hefði á þeim einok-
unarleyfi, sem hann vildi ekki fyrir nokkurn
mun láta af hendi við óæðri verur. Jæja, þegar
hann fékk að vita að ég hefði numið rómönsku
málin, frönsku, spænsku og ítölsku í Banda:
ríkjunum sagði hann býsna sposkur á svip. „í
Bandaríkjunum! Það er eins og að fara til
tunglsins til að stúdera sólina.“ Og ég var ekk-
ert að hlífa vininum, enda lá hann vel við höggi
og svaraði um hæl: „Þú getur trútt um talað
sem fórst til Danmerkur til að stúdera ensku.“
Við þetta varð magisternum orðfall, sem henti
hann reyndar ekki oft. Brátt náði hann sér þó
aftur á strik og áður en kaffidrykkju okkar
lauk fengum við Gunnar þann þunga dóm hjá
Birni, magister, að við værum erkiglópar í
enskri tungu. Það er mikil eftirsjá að svona lit-
skrúðugum og orðsnjöllum náunga eins og vini
mínum Birni Bjarnasyni, magister frá
Steinnesi.
Víkjum nú nokki'um orðum að málakennsl-
unni í Kaliforníuháskóla. Kennarar mínir og
prófessorar voru ýmist innlendir eða erlendir
og treysti ég mér til að gefa þeim betri, já,
ólíkt betri vitnisburð en Björn, magister, gaf
okkur Gunnari forðum daga í Frans. Miklar
kröfur voru gerðar til nemenda og fylgst náið
með tímasókn þeh'ra. Þarna fór því lítið fyrh'
hinu svonefnda akademíska frelsi eins og það
þekkist í evrópskum háskólum. Próf voru enn-
fremur mjög tíð og úr því að hér hefur verið að
þeim vikið, langar mig til að minnast á eitt
býsna broslegt atvik, sem gerðist einn próf-
daginn hjá einum af prófessorunum í franskri
bókmenntasögu. Þessi náungi var stundum dá-
lítið utan við sig og einmitt í þetta skiptið hafði
hann gleymt prófverkefninu úti í bílnum sín-
um. Hann fór því út að sækja það, en í staðinn
fyrir að koma með það rakleitt aftur, gleymdi
hann sér svo gjörsamlega að hann settist upp í
bflinn og ók beinustu leið heim til sín og lét
ekki sjá sig meira þann daginn okkur öllum til
óblandinnar ánægju.
Kalifornía er orðlögð fyrir veðursæld og
blíðu eins og flestir vita, en að grúfa sig yfir
námsbækur í glaða sólskini kostaði mig tals-
vert átak í fyrstu en svo vandist ég þessu
smám saman.
Einn af gömlu prófessorunum mínum, Ha-
akon M. Chevalier að nafni, mikfll fræðimaður
í fí'önskum miðaldabókmenntum og frábær
fyrirlesari komst heldur betur í sviðsljósið
löngu efth' námsdaga mína fyrir vestan. Efth'
að ég var kominn til Parísar las ég frétt um at-
hæfi hans í Time Magazine, árið 1947 eða 1948.
I stuttu máli sagt var hann grunaður um að
hafa stundað njósnir fyrir Sovétríkin á styrj-
aldarárunum. Hann var í miklu vinfengi við
Oppenheimer, sem starfaði við Kaliforníuhá-
skóla á þeim tíma og var mikill samgangur á
milli heimila þeirra. Það sannaðist þó aldrei
neitt á Haakon M. Chevalier, en það var hins
vegar mælst til við hann að hann léti sig hverfa
af landi brott sem hann og gerði. Eftir það
fékkst hann talsvert við þýðingar, þýddi m.a.
Sept visages de l’amour (eða Sjö ásjónur ástar-
innar) eftir André Maurois, þar sem greint er
frá viðhorfum jafnmargi-a franskra höfunda til
ástarinnar og eru þeir í réttri röð: Mme de
Lafayette, Rousseau, Laclos, Stendhal, Balzac
og Proust. Þessi bók er mesta gersemi og ein-
kunnarorð hennar eru tilvitnun í franska heim-
spekinginn og rithöfundinn Pascal og hljóða
þau svona: „Þegar menn elska ekki of mikið,
elska þeir ekki nóg.“
Fyrstu mánuðina höfðum við Aðalsteinn Sig-
urðsson ásamt Einari Kvaran, Bjarna Jónssyni
og Jóhanni Hannessyni fæði og húsnæði hjá
matselju nokkurri við Piedmont-stræti að mig
best minnir. Þetta var indæliskona frá Suður-
ríkjunum, ákaflega bókhneigð, einkum ljóðelsk
og skemmtilega ski-afhreifín og sátum við ís-
lendingarnir því iðulega að spjalli við hana.
Einhverju sinni barst hin vinsæla skáldsaga
Margaret Mitchells, Á hverfanda hveli, í tal og
kom þá í ljós að hún var náin vinkona hennar,
en hún var ekkert að stæra sig af því, öðru
nær. Oðru sinni var ég eitthvað að hneykslast á
því að Bandaríkjamenn kynnu ekki þjóðsöng
sinn. Eg hafði nefnilega verið á samkomu, þar
sem textinn hafði birst á tjalditil að samkomu-
gesth'nir gætu sungið hann. Ég gekk síðan á
hana og spurði hana hvort hún kynni hann
ekki, en hún, þessi ljóðelska manneskja, vai'ð
að játa vankunnáttu sína. Ég gerðist hins veg-
ar nokkuð vægðarlaus í gagm-ýni minni og
sagði: „Blygðast þú þín ekkert fyrh- það. Á ís-
landi kann hvert mannsbarn íslenska þjóð-
sönginn". Vesalings konan tók þetta svo nærri
sér að hún ákvað að kanna þetta enn frekar
upp á eigin spýtur og í því skyni tók hún sér
far með strætisvagni um bæinn í 2-3 tíma og
gekk svo á hvern farþegann á fætur öðrum og
vildi fá að vita hvort þeir kynnu: „Starspangled
Banner" utanað. Þessi dæmafáa skoðanakönn-
un hennar leiddi hins vegar í ljós að einungis
einn gamall karl gat farið skammlaust með
textann en það þó því aðeins að hann raulaði
hann fyrir munni sér.
Eftir nokkurra mánaða dvöl hjá þessari
góðu konu, kvöddum við hana og fluttum upp í
La Loma, sem mætti ef til vill kalla Hvolstíg á
íslensku. La Loma merkir hvoll eða hóll á
spænsku og eins og allir vita eru velflest stað-
arheiti eða örnefni í Kaliforníu á því tungumáli.
Við íslendingarnir, Aðalsteinn Sigurðsson,
Einar Kvai'an og Bjarni Jónsson, höfðum tekið
þar hús á leigu ásamt tvennum amerískum
hjónum. Þetta var fallegasta hús í svissneskum
fjallaskálastil með slútandi þakskeggi, svo-
nefnt „chalet“ á máli frönskumælandi Sviss-
lendinga. Þetta yndislega gamla hús hefur nú
orðið að vikja fyrir ferlega Ijótu fjölbýlishúsi.
Við því er vitanlega sitthvað að segja, en verð-
ur samt látið ógert hér.
Á Hvolnum okkar undu allir sér prýðisvel.
Samkomulagið gat naumast verið beti'a, aldrei
neinh' árekstrar né misklíð. Enda þótt námið
væri yfirleitt stundað af miklu kappi var stund-
um ýmislegt sér til gamans gert. Ég minnist
þess t.d. einu sinni eftir vinnudag í símavinn-
unni, sem við Islendingamir höfðum ráðið okk-
ur í sumarlangt, að önnur ameríska konan
spurði okkur að því, þar sem við sátum með
þeim að kaffidrykkju frammi í eldhúsi, hvort
mikið hefði verið að gera um daginn og sá okk-
ar, sem varð fyrir svörum, sagði: „No, no, we
have just been fucking ai'ound all day.“ Þær
skelltu báðar upp úr og ég held að aldrei hafi
verið hlegið jafndátt í eldhúsinu en einmitt
þennan dag. Svona var nú klæmst á enskunni í
þetta skipti en það þó alveg óviljandi. Það er
óhætt að fullyrða að þarna var allt látið fokka.
Á San Francisco-flóasvæðinu bjuggu ýmsir
Vestur-íslendingar eins og t.d. Sigríður Ben-
ónýsdóttir, sem reyndist okkur íslensku há-
skólastúdentunum ómetanleg hjálparhella og
örlátur gestgjafi. Það er ekki ofsagt að hús ’
hennar í Berkeley hafi staðið okkur öllum opið
og hún litið á okkur sem fósturbörn, sem hún
virtist unna sem besta móðir. Oft var líka gest-
kvæmt á heimili Andrésar Oddstað og konu
hans í San Franciseo. Hann var hnykklæknir
eða „kírópraktor" að atvinnu. Þau hjón áttu
fjögur börn, einn son og þrjár ungar og gullfal-
legar dætur. Sú yngsta þeirra, Leónóra, gerði
síðan garðinn frægan með sópransöng sínum,
sótti meira að segja ættland forfeðra sinna
heim og söng einsöng á vegum Tónlistarfélags-
ins fyrir allmörgum árum. Syni þeirra hjóna
kynntumst við hins vegar ekki vegna þess að
hann hafði verið kvaddur í herinn og sendur á
fjai'lægar vígstöðvar. Að heimsstyrjöldinni lok-
inni gerðist hann stórvirkur byggingarverk-
taki. Móðir hans var systir Stonesons-bræðr-
anna, sem voru líka mikilvirkir byggingar-
meistarar sem Stone-town, þekkt borgarhverfi
í San Francisco er kennt við. Að lokum mætti
líka nefna séra Oktavíus Thorláksson, sem lét
sér nokkuð annt um okkur og bauð okkur því
iðulega heim til sín. Þetta var býsna víðförull
klerkur, hafði m.a. verið trúboði í Japan. Um
árangurinn af kristniboði hans þar fyrir austan
vissum við hins vegar harla lítið.
San Francisco er mikil menningai'borg, þar
sem flestar ef ekki allar listir eru í hávegum
hafðar, en áður en að því verður vikið, vildi ég
gjarnan greina frá heimsókn í dásamlegan jap-
anskan garð í byrjun desember 1941. Við vor-
um þrír saman Aðalsteinn Sigurðsson, Eyjólf-
ur Eiríksson prentari og ég. Við gæddum okk-
ur á gómsætum og framandi réttum og drukk-
um japanskt te í veitingahúsi í garðinum, þar
sem þjónustuliðið stjanaði við okkur og var í
sannleika sagt á hjólum í kringum okkur allan
tímann. Stimamýktin var engu lík. Við vorum
þarna að minnsta kosti í fjórar klukkustundir,
en á heimleiðinni í vagninum til Berkeley,
fengum við að heyi'a þær slæmu fréttir að Jap-
anir hefðu einmitt þennan sama dag, þ.e. 7.
desember, gert sprengjuárás á bandarísku
flotastöðina, Peai'l Harbor, árás sem Franklín
D. Roosevelt kallaði síðan níðingslega. Þarna
sýndu Japanir á sér allt aðra hlið en við höfð-
um kynnst í garðinum þeirra góða. Skömmu
eftir að Bandaríkin drógust inn í heimsstyrj-
öldina hófust nauðungarflutningar á fólki af
japönskum uppruna í búðir fyrh' óæskilega
innflytjendur. Kínverjar í Chinatown áttu ekki *
heldur sjö dagana sæla þai' sem það var enginn
hægðarleikur fyrh' venjulega hvíta menn að
þekkja þá og Japani í sundur. Margir þeirra
voru áreittir og ofsótth' að ósekju. Sumh'
þeirra gi'ipu þess vegna til þess ráðs að ganga
með spjöld á sér, bak og fyrir, þar sem stóð: „I
am not Japanese but Chinese“ (Ég er ekki jap-
anskur, heldur kínverskur).
Úr því minnst hefur verið á Chinatown má
til fróðleiks geta þess hvernig verðlag var í þá
daga. Einhverju sinni fórum við nokkrir Is-
lendingar saman og borðuðum á einum dýrasta
veitingastað Kínahverfisins. Myndir af frægu
fólki sem þar hafði snætt skreyttu veggina og
þar á meðal mynd af forsetafrúnni, Elenoru *
Roosevelt, sem var ekkert sérstakt augnayndi.
Maturinn, sem fram var borinn í hvorki meira
né minna en sextíu smáskálum bragðaðist
prýðisvel og kostaði aðeins einn dal og tuttugu
og fimm sent, þótt ótrúlegt megi heita. Eitt-
I"
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 9 *