Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 6
JAMES Cameron ásamt Leonardo DiCaprio og Kate Winslet.
TÍTANSKAR
HETJUR
EFTIR SIGURGEIR ORRA SIGURGEIRSSON
Harmleikir virðast hafg eitthvert óútskýrt aðdráttarafl
sem laðar fólk að Deim, samanber harmleikinn um
Jesú, sem er kjarni cristinnar trúar. Titanic-slysið með
fræqum jafnt sem ófræqum fórnarlömbum er marqfald-
ur harmleikur oq sem slíkur með marq falt aðdróttarafl.
JACK Dawson sýnir Rósu DeWitt Bukater teikningar sínar. Jack er sólargeisli sem lýsir upp
gleðisnauða tilveru stúlkunnar.
Aðdáunarverður eiginleiki Titanic er augljós, svo glæsilegt og mikilfenglegt skip hafði aldrei
verið smíðað. Titanic var álitið ósökkvanlegt og í því hybris (ofdrambi) var fall þess falið..
JAMES Bond er hetja sem sigrast á
illvígustu illmennum heimsins án
þess að jakkafötin krumpist eða
hárgreiðslan hrökkvi úr skorðum.
Indiana Jones, Rambó, Zorró og
Ellen Ripley í Aliens eru líka hetjur
sem 1 krafti hæfileika sinna ráða
niðurlögum heiftúðugustu andstæð-
inga. Þetta er ímynd hinnar fullkomnu hetju í
huga margra. En hversu mikilvægt hugrekki,
styrkur og þolgáeði kann að vera, er það samt
ekki aðalsmerki hetjunnar. í hinni feykivin-
sælu kvikmynd James Cameron, Titanic,
kemur fyrir hetja sem tekur öllum þessum
fram, en það er Jack Dawson sem leikinn er
af Leonardo DiCaprio. Helsti styrkur hans er
fórnfýsin og það er aðalsmerki hinnar einu
sönnu hetju. I bókinni Ferð höfundarins, sem
nýlega kom út hjá bókaforlaginu Mál og
mynd, segir að fórnin sé vilji hetjunnar til að
láta eitthvað dýrmætt af hendi, jafnvel lífið, í
þágu hugsjónar eða hóps. Fórnin gæti falist í
að segja skilið við vin eða jafnvel ástvin; hún
gæti falist í að segja skilið við lesti eða kenjar
eins og fíkn af einhverju tagi eða fordómafull-
ar skoðanir eða hún gæti falist í baráttu fyrir
málstað líkt og Gandhi og Martin Luther
King fórnuðu lífínu fyrir.
Sjálfsmorðstilraun á Hawaii
Goðsögufræðingurinn Joseph Campbeli tók
ágætt dæmi, sem skýrir vel hvað felst í því að
vera hetja. Lögreglumaður nokkur, sem bjó
og starfaði á eyjunni Hawaii, lenti eitt sinn í
útkalli þar sem maður ætiaði að stökkva fram
af brú. Lögreglumaðurinn reyndi að tala
manninn til en það bar ekki árangur. Ætlaði
maðurinn þá að henda sér niður, en lögreglu-
maðurinn kastaði sér á eftir honum og náði
taki en var kominn svo utarlega að hann hefði
hrapað líka hefði félagi hans ekki þrifið í fæt-
ur hans. Lögreglumaðurinn var spurður að
því eftir á hversvegna hann kastaði sér á eftir
biáókunnugum manni með tilheyrandi áhættu
fyrir eigið líf. Hann sagðist ekki vita það,
hann hafí einfaldlega ekki leitt hugann að því.
Við þessar aðstæður hefðu flestir líklega ekki
talið áhættunnar virði að stökkva á eftir
manninum. Lögreglumaðurinn hinsvegar
leiddi ekki hugann að því, fómfýsi hans var
öðrum hvötum yfirsterkari. Þar skilur á milli
hetjunnar og hinna. Þar skilur á milli hetju í
sinni fullkomnustu mynd og þeirra sem geta
gert tilkall til þess á grundvelli fæmi við að
höggva menn eða sprengja sprengjur.
I kvikmyndinni um jómfrúrferð skipsins
títanska og farþega þess (nafnið er sótt í
gríska goðafræði, títanar vom risar sem réðu
yfir heiminum) kemur fyrir atvik sem er slá-
andi líkt því sem getið er hér á undan. Sögu-
hetjurnar em áðurnefndur Jack Dawson og
Rósa DeWitt Bukater (síðar Dawson) sem
leikin er af Kate Winslet. Þegar fundum
Jacks og Rósu ber saman er hún í sömu spor-
um og maðurinn á brúnni. Óréttlæti heimsins
hefur vaxið henni svo í augum að hún telur
enga þörf fyrir frekari hérvist og hyggst
hverfa í hafið. Viðbrögð Jacks em óvenjuleg
að því leyti að hann segist munu stökkva líka
láti hún verða af því og fer úr skóm og sokk-
um því til áréttingar. Þegar Rósu skrikar fót-
ur bregst hann nákvæmlega eins við og lög-
reglumaðurinn á Hawaii. Þótt það kosti hann
töluverða hættu nær hann að bjarga henni um
borð. Með þessari fórnfýsi skákar Jack flest-
um ofurhetjum hvíta tjaldsins og staðfestir
svo ekki verður um villst í hverju sönn hetju-
lund felst. Rósa tileinkar sér svo breytni
Jacks með því að klofa úr björgunarbát, sem
verið er að setja í sjóinn, inn á neðra þilfar.
Jack spyr í forundran hvað hún meini eigin-
lega með þessu en hún minnir hann á það sem
hann sagði er þau hittust fyrst: „Ef þú stekk-
ur, stekk ég.“ Ekki verður um villst að fórn-
fýsin er þeirra aðalsmerki.
Jack Dawson og James Cameron
Einhverjir kunna að telja hegðun Jack
Dawson gagnvart sjálfsmorðstilraun Rósu lít-
ilvæga og eingöngu í þágu söguþráðarins. En
hegðun hans á sér sterka og jafnframt raun-
vemlega hliðstæðu í þeim sem skóp hann,
James Cameron. Eins og flestum er kunnugt
gaf Cameron eftir þóknun sína og að auki
hlutfallstekjur af hugsanlegum hagnaði
myndarinnar gegn því að hann stæði í brúnni;
fengi að segja söguna eftir eigin höfði. Hann
bauðst með öðram orðum til að „sökkva" með
„skipinu" ef það fengi ekki nógu marga „far-
þega“, rétt eins og Jack býðst til að sökkva
með Rósu geri hún alvöra úr hótun sinni.
Þessi fórn Camerons hafa menn reiknað út að
jafngildi fimmtíu milljónum dollara. Margir
starfsbræður hans sögðu það rangt af honum
að gefa eftir tekjur sínar vegna þess að fram-
leiðendur myndarinnar ættu engan annan
kost en hann; hann væri sá eini sem réði við
verkefnið. Þetta sýnir að fómfýsi Camerons
MARTIN Luther King og Gandhi fórnuðu líf-
inu í þágu málstaðar sem þeir trúðu á.
er afar mikil og tengir veruleikann og söguna
á skemmtilegan hátt. Hegðun Jacks er ekki
einskær tilviljun heldur til marks um að Ca-
meron gerir sér grein fyiár í hverju sönn
hetjulund felst og að uppgjöf eigingirninnar
er afar sterkur leikur og getur þegar upp er
staðið skilað sér margfalt til baka. (Nýjar
fregnir herma að sú verði og raunin í tilfelli
Camerons, hann muni fá milljónimar 50 þrátt
fyrir allt og jafnvel tvöfalda þá upphæð.)
Harmleikur skips og manns
I raun er atburðurinn með stærri og öfga-
meiri harmleikjum tuttugustu aldar (ef stríð
og ógnarstjórnir em undanskilin). Harmleikir
virðast hafa eitthvert óútskýi-t aðdráttarafl
sem laðar fólk að sér, samanber harmleikinn
um Jesú, sem er kjarni kristinnar trúar. Tit-
anic-slysið með frægum jafnt sem ófrægum
fórnarlömbum er margfaldur harmleikur og
sem slíkur með margfalt aðdráttarafl. Það er
einkenni harmrænnar hetju að í fari hennar
era aðdáunarverðir eiginleikar og jafnframt
harmrænir brestir sem leiða til falls hennar.
Góðu eiginleikarnir gera hana ástsæla og
söknuðinn því miklu mem þegar hún fellur.
Aðdáunarverður eiginleiki Titanic er augijós,
svo glæsilegt og mikilfenglegt skip hafði
aldrei verið smíðað. Titanic var álitið ósökkv-
anlegt og í því hybris (ofdrambi) var fall þess
falið. Stjórnendur skipsins töldu sig ekki
þurfa að hægja ferðina þótt borgarísjakar
væra á sveimi. Ruglingur Camerons og hans
manna á bak og stjór setti ekki strik í þann
reikning (en „stýrimaðurinn“ um borð beygir
á bakborða þegar skipun um hið gagnstæða
berst honum til eyrna).
Jack, sem einnig er harmræn hetja, hefur
engan augljósan brest eins og skipið, en kost-
um er hann hlaðinn og það heldur betur.
Hann er holdgemngur frelsis og lífsgleði og
þar að auki eru áhorfendur látnir halda að
hann hafi sérstakt þol gegn köldu vatni því
hann stundaði slík böð í æsku. Það gefur til-
efni til að álykta að hann muni komast af í
slysinu (við Islendingar eigum fyrir því for-
dæmi). Vitaskuld var hann einungis einn af
þeim fjölmörgu sem fórust og höfðu ekkert til
saka unnið, en hann er söguhetjan og til að
dauði söguhetju sé trúverðugur eða skáldlega
réttlætanlegur þarf hún að hafa til þess unnið
á einhvern hátt. Dálítið ósamræmi er á milli
hins ráðagóða Jacks sem veit allt um hvar
best sé að halda sig og hins sem hugsar ekki
út í að setja á sig björgunarvesti, hvað þá tína
á sig fataleppa, til einangrunar í köldum sjón-
um (hann hafði þekkinguna til þess). Dauði
hans í lokin er því örlítið sviksamlegur, örlítið
á slqön við persónuleika hans - en þó ekki -
því hann færir sína lokafórn þar þegar hann
unir Rósu að dveljast á flekanum þótt það
kosti hann lífíð.
A vinnsluferlinu fór leikarinn sem blés Jack
lífi fram á það við Cameron að hann ljæði hon-
um einhvern skugga eða brest að kjást við.
En leikstjórinn tók ekki undir það og sagði
honum að hann yrði að sætta sig við að Jack
Dawson væri eins og sólargeisli sem lýsti upp
tilvera stúlkunnar. DiCaprio hafði án efa tölu-
vert til síns máls. Jack Dawson er harmræn
hetja sem fellur fyrir tilviljun en ekki brest -
eitthvað er bogið við það.
Þáttaskil
Titanic er mynd sem markar þáttaskil í
kvikmyndasögunni. Hér er í fyrsta skipti full-
komið jafnvægi milli tæknibrella og söguþráð-
ar. James Cameron hefur áttað sig á að
tæknibrellur verða að vera í þágu sögunnar
en ekki öfugt, enda er ástarævintýrið í for-
grunni þótt sagan af árekstrinum og öllu sem
leiddi til hans sé afar áhugaverð. En þar
sannast að þótt risastórir atburðir gerist eru
þeir litlir í samanburði við þá sem eiga sér
stað í hjörtum þeirra sem elska.
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚSTI998