Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 13
skreyttar sýningarskrár fylgt henni frá 1870. Frá sama ári munu einnig haldnar vetrarsýn- ingar, en þær þekki ég enn sem komið er minna til. Sumarsýningin hefur alla tíð haft þann megintilgang að vera eins konar loftvog á hræringar samtímans í mynd- og byggingar- list, en hvemig til hefur tekist í það heila, og frá ári til árs, er ég lítill heimildarmaður um. Hins vegar hefur lánast að festa hana í þeim mæli í sessi að henni verður ekki hnikað, og menn virðast allvel sáttir með rammann, þótt óhætt sé að gera því skóna að oft hafi hart ver- ið deilt á hann í tímans rás. Þó telst víðsýni, hlutlægni og skilvirkni innan hins upprunalega og markaða vettvangs helsta íhaldssemin sem hér er ræktuð. Ekki er hægt að ímynda sér betra tækifæri til að kynna sér stílbrögð, stefnur og strauma samtímans en skoðun þverskurðar sem þessa, þótt afar sundurlaus og brotakenndur kunni að vera. Hefur þá yfirburði að allri einstefnu og yfirlætisfullri miðstýringu er hafnað. Þótt lítið greinist af hinu róttækasta í enskri myndlist, sjá önnur söfn og listhús borgarinnar um ofgnótt af slíku í salarkynnum sínum, og vilji menn fá sanna innsýn inn í alla afkima enskrar listar þá telst það beinlínis frumskilyrði að skoða hér vel og gaumgæfilega. Enskir standa sterkt í list samtímans og hafa lengi gert. A þeim 229 árum sem framkvæmdin hefur verið við lýði, hafa vel að merkja flestir nafnkennd- ustu listamenn þjóðarinnar einhvern tímann sett svip sinn á hana, sumir oft og reglulega, aði'ir óreglulega og sjaldan. Öllu skiptir að tek- ist hefur að virkja listamenn og almenning, háa og lága á öllum aldri í þessa orðræðu sjónlista, því jafnan er þátttaka mikil og straumur fólks inn á sýningamar, aðsóknarmet algeng. Fyrir listamennina geta slíkar sýningar jafn- ast á við vítamínsprautu, því jafnaðarlega er sala mikil og dreifist nokkuð jafnt á hlutlæga sem óhlutlæga list. Hvað grafísk blöð snertir taldist mér, að sala einstakra þrykkja nægði í sumum tilvikum höfundunum til framfæris næstu 1-3 árin! Slíkt er mikilvægara nokkrum starfslaunum. Islendingurinn Harry Bilson, sem býr í London, á málverk á sýningunni í ár, og Karolína Lárusdóttir, búsett í Cambridge, meðlimur R.A., var með í fyrra. Það er eðlilega þrautinni þyngri að ná að skoða allt vel á jafn viðamikilli sýningu, jafnvel fyrir þrautþjálfaða, og hér dugai' ekki að skima einungis heildina, heldur skal vel rýnt í það sem helsta athygli vekur og maður telur hafa mest vægi. Aieit mig hafa skoðað sýninguna mjög vel er ég tók mér gott hlé á hinni nota- legu veitingabúð á neðstu hæð, svona til að melta áhrifín áður en lagt skyldi í Cagall-sýn- inguna á efstu hæð. Stendur til 4. október og af henni segir fljótlega. Þar var að sjálfsögðu þröng á þingi en sýningin sem betur fer ekki stór. Að því loknu fór ég aftur á sumarsýning- una og mikið kom á óvart hve mér hafði yfir- sést margt, eða frekar að margt kom sterk- ar/veikar út við aðra yfirferð eins og oft vill verða um risasýningar myndlista af öllu tagi. Meginveigur og rauði þráður hennar er, að hér eru atvinnumálarar á ferð sem taka starf sitt alvarlega og láta nýjungarnar koma til sín, eru síður á harðahlaupum eftir þeim. Skyldi það svo ekki vera styrkur og kjölfesta enskrar myndlistar, höfuðástæða þess að þjóðin hefur alið af sér ýmsa fræknustu og róttækustu ný- skapara aldarinnar? Til að rífa niður þurfa menn að geta sótt í eitthvað traust og sígilt í næsta nágrenni, að öðrum kosti fá athafnir við- komandi svip af aðfengnum hugmyndum, grunnfærðri sýndarmennsku og alþjóðlegum sandkassaleik. Það skiptir líka miklu að útilokað er að af- skrifa sýninguna eða telja sýningarformið úr- elt, því að jafnaði eru ýmsir nafnkenndustu myndlistarmenn og arkitektar Englands með- al þátttakenda, væri einfalt mál að koma hér með langa nafnamnu. En hina minna þekktu skal ekki afskrifa, því meðal þeirra eru margir býsna snjallir, sem kunna sitt fag og eru klárir á sína hugmyndafræði, standa keikir við hvorutveggja. Og þetta úrval gefur langt að komnum skoðanda góða möguleika á að átta sig á kviku hins raunsanna enska þjóðfélags og enskum hugsunarhætti um leið, er þannig séð sem gluggi til margra jarðtengdra og vits- munalegra átta. Alltof langt mál væri að nefna hér allt sem viðbrögð og athygli vakti, en nota- legt var að sjá sígild og upplifuð vinnubrögðin í myndhögginu, og sem fymim var arkitektúr- deildin frábær. Ekki nóg að módelsmíðin væri hárnákvæm, vönduð og tilkomumikil, nautn íyrir augað, heldur voru þar einnig frábærar teikningar og vel gerð málverk eftir arkitekta þeim til áherslu. Engar dauðar tækniteikning- ar né langar útskýringar á flóknu fagmáli, og afar lítið mál að setja sig inn i hugmyndk' ger- endanna, sem flesta verður að telja listamenn af hán-i gráðu. Drjúg meðmæli fyi-ir deildina, að þótt hún væri staðsett í síðasta salnum og margur kæmi þreyttur þangað, vakti hún óskipta eftirtekt, var skoðuð í botn af undrun og fölskvalausri aðdáun. H AFMEYJ ARMORÐINGIN N LEYSIR FRÁ SKJÓÐUNNI Skáldið og málarinn Jorgen Nash varð heims- kunnur árið 1966 þegar honum var kennt um að hafa sagað höfuðið af Litlu hafmeyjunni við Löngulínu í Kaupmannahöfn. Um þetta og ekki síst uppreisn sína gegn hvers kyns vald- boði fjallar hann í nýút- kominni ævisögu. JÓHANN HJÁLMARSSON hefur lesið minningar skáldmálarans eins og hann kallar sig og hrifist af frásagnargáfu hans og hreinskilni. VISAGA Jprgens Nash heitir Ha- vfruemorderen krydser sine spor (Útg. Aschehoug dansk Forlag, 480 síður, 298 danskar r.). Bókinni hefur yfirleitt verið vel tekið og nú er verið að þýða hana á sænsku. Að sögn höfundar er annað bindi í smíðum. I bókinni játar Nash að hafa sagað höfuðið af Litlu hafmeyjunni á Löngulínu í Kaup- mannahöfn, en ekki veit ég hvort játningin telst gild, hún er að minnsta kosti eilítið loðin. Þegar grunur féll á Nash varð hann heimsku- nnur, en hann átti eftir að vekja áfram athygli með gjörningum sinum og félaga sinna (eink- um kvikmyndamannsins Jens Jorgens Thor- sen sem gerði umdeilda Kristsmynd), en þeir settu m.a. allt á annan endann í danska þing- inu og á fundi hjá akademíunni dönsku (með skæðadrífu dreifiblaða, slepptu hvítum mús- um lausum og afklæddust). Á býlinu Draka- bygget í Svíþjóð þar sem Nash settist að og býr enn gerðu þeir sig líklega til að grafa mann lifandi og þeir gerðu sitt til að gera sem minnst úr Bíennalnum í Feneyjum árið 1968 og náðu góðum árangri. Það ár var sem kunn- ugt er vel fallið til endurmats gamalla gilda. Valdið, stofnanirnar og hátíðleikinn urðu fyrir barðinu á Nash og félögum sem kölluðu sig „Bauhaus Situationisterne". Gjörninga- menn og andófsfólk áttu hæli í Drakabygget, m.a. gisti Ulrika Meinhof þar. Drakabygget hefur verið „verkstæði frelsisins" með orðum Nash, gefið skáldum og listamönnum tæki- færi til að vinna í friði að verkum sínum. Menn hafa notið ávaxta jarðarinnar og stund- að veiðar i vötnum og skógum. Inn á milli hef- ur verið tími til að gleðjast og skemmta sér, stundum af svo miklu kappi að yfirvöldum hefur þótt nóg um. Berorðar lýsingar Lífsnautnamaðurinn Jorgen Nash hefur fengið orð á sig fyrir að vilja njóta lífsins en jafnframt verið ótrúlega afkastamikill í list- sköpun sinni og gjörningum út um allan heim. Hann er þríkvæntur, nú síðast dönsku lista- konunni Lis Zwick. Miðkonan („Katja of Swedcn") var af sænskri yfirstétt og litrík. („Það besta við yfirstéttina eru konurnar.“) Eftir að þau Nash skildu lét hún breyta sér í karlmann. Nash hefur átt að minnsta kosti hundrað kærustur og vitanlega sofið hjá þeim öllum, stundum oft. Um svefn hefur þó varia verið að ræða sé mark takandi á lýsingum höfundar á eigin getu og vilja. Berorðar lýsingar Nash á samskiptum sín- um við konur, sumar þekktar og nafngreindar Ljósmynd/Peter Schandorff SKÁLDMÁLARINN Jorgen Nash í vinnustofu sinni í Drakabygget á 75 ára afmælisdaginn 16. mars 1995. eins og Tove Ditlevsen og Elsu Gress, geta farið fyrir brjóstið á sumum, en það er kostur að oftast er kímni með í för. Nafngreindir karlmenn, rithöfundar, fræðimenn, stjóm- málamenn og aðrir, sleppa ekki heldur við þá áráttu Nash að segja ítarlega frá því sem ger- ist fyrir neðan mitti. Jafnvel móðir hans á fullt í fangi með að sleppa þegar Nash gerist svo nærgöngull við hana á efri árum að vilja endilega fá að vita um hvernig kynlíf foreldr- anna hafi verið. Systkini Nash sleppa ekki, en fyrirferðarmestur þeirra er bróðirinn heims- frægi, málarinn Asger Jorn. Heimsfrægwr bróðir Ekki er allt sem Nash segir um Jorn málar- anum í hag. Þeir bræður áttu það sameigin- legt að vera kvensamir og uppreisnargjarnir. Báðir tóku þátt í andspyrnuhreyfingunni gegn þýska hernáminu á stríðsárunum. Nash lenti í fangelsi í Þýskalandi, en slapp naum- lega frá aftöku eins og hann segir frá. Dvöl Joms í París og listsköpun hans þar jók mjög hróður hans. Jorgen Nash hlaut snemma viðurkenningu sem ljóðskáld, einkum fyrir Atomelegien (1946), Leve livet (1948) og Vredens sange (1951). Menn munu vera sammála um að hann hafi margt vel ort. Áhrifamikið er langt ljóð sem hann orti í minningu bróður síns, Jorns. Hann samdi líka skáldsögur og þýddi Dylan Thomas og fleiri enskumælandi skáld. Mynd- list hefur þó einkum haldið nafni hans á lofti í seinni tíð, séu gjörningarnir undanskildir; hann er góður myndlistarmaður, ekki mjög Ijarri Jorn og öðrum Cobra-mönnum í frjáls- legri tjáningu sinni. Úrval ljóða Nash kom nýlega í ljóðabóka- flokkinum Poesía Moderna í Mexíkó og er hann þar í hópi 193 frægðarmanna. Það er eiginlega kraftaverk að Jorgen Nash skuli enn vera sami lífsnautnamaðurinn og uppreisnarseggurinn og hann hefur alltaf verið. Honum er mjög í nöp við hina viður- kenndu listamenn og rithöfunda í Danmörku, þá sem ráða ferðinni, stýra stofnunum og sitja á sjóðum, móta skoðanir almennings um hverjir séu góðir og hverjir vondir. Meðal rit- höfunda hefur hann mikla fyririitningu á Klaus Rifbjerg og Willy Sorensen, einnig Thorkild Bjornvig. Allir eru þeir í dönsku akademíunni. Sérstaklega þótti honum lítið til þeirra koma þegar þeir létu ekki sjá sig við jai'ðarför skálddrottningarinnar Tove Ditlev- sen. Hugmyndalega stóð Nash nærri kommún- isma á yngri árum, en enn virkari í þeirra hópi var þó Asger Jorn, sem aðstoðaði við leynilega prentun og dreifingu flokksmál- gagnsins Land og Folk á stríðsárunum. Kommúnisma og fasisma leggur Nash að jöfnu. Báðar stefnurnar eru að hans mati í þjónustu valdsins og vilja hefta fólk og kúga. Ekki er hann hrifnari af páfanum í Róm. Allt sem Nash telur skinhelgi er eitur í beinum hans og gegn því berst hann. I formála bókarinnar skrifar hann: „Grunn- tónn bókarinnar er hið óviðjafnanlega lag að það sé aldrei of seint að byrja hamingjusama bernsku.“ Danskur gagnrýnandi hefur látið að þvi liggja að Nash sé ekki enn alveg laus við gelgjuskeiðið og á þá við kvennamál hans. Hvað sem skeiðum Nash líður skemmta þau lesendum hans. Hann forðar okkur frá leið- indum á sinn sérstaka hátt. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.