Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 15
MEISTARI MEIST- ARANNA Fríð sveit ungra hljómsveitarstjóra hefur ó undanförnum órum skipað sér ó bekk með fremstu tónlistarmönnum Finnlands: Esa-Pekka Salonen, Jukka-Pekka Saraste, Osmo Vanska, Ari Rasilainen og Sakari Oramo, svo einhverjir séu nefndir. F -yrir utan framúrskarandi hæfileika og farsæld í starfi eiga þeir 1 það allir sameiginlegt að hafa lært fagið af einum og sama manninum, Jorma Panula prófessor - sannkölluðum meistara meistaranna. EF TIL vill hefur þetta með eðli okkar Finna að gera,“ veltir Jorma Panula fyrir sér í ritinu Weleome to Finland 1998, þegar hann er spurður hvers vegna í ósköpunum hljómsveitarstjórar í fremstu röð séu á hverju strái þar um slóðir. „Við höfum ein- stakt lag á að axla ábyrgð og sjá hlutina í réttu Ijósi. Dæmigerðir Finnar eru braut- ryðjendur sem hafa breytt grýttri auðn í frjósama akra - með berum höndum, ef með þurfti. í stríðinu reyndust Finnar vera fyrir- taks skæruliðar sem vissu upp á hár til hvers var ætlast af þeim. Hljómsveitarstjóri þarf, á sama hátt, að treysta á sjálfan sig. Verkefnið sem hann hefur tekist á hendur bíður lausn- ar á þessu augnabliki en ekki í næstu viku, þá gæti hann verið að vinna úr allt öðram hugmyndum." Tónlistarferill Panulas spannar meira en hálfa öld. Hann hefur stjórnað hljómsveitum í fremstu röð víðsvegar um Evrópu, Ameríku og Asíu. I heimalandinu hefur hann stjórnað leikhús- og óperahljómsveitum og var um tíma aðalhljómsveitarstjóri Helsinkifflharm- óníunnar og listrænn stjórnandi sinfóníu- hljómsveitarinnar í Turku. Þá stjórnaði hann sinfóníuhljómsveitinni í Árósum um þriggja ára skeið. Panula hefur einnig fengist við tónsmíðar og meðal annars samið óperur, söngleiki, fiðlukonsert og kirkjutónlist. I heimi tónlistarinnar er Panula eigi að síður best þekktur sem kennari. Árið 1973 var honum veitt prófessorsstaða við Síbelí- usarakademíuna í Helsinki og kenndi hann þar óslitið í tuttugu ár. Meðal skjólstæðinga hans í akademíunni voru meðal annarra dáðadrengirnir Esa-Pekka Salonen, Jukka- Pekka Saraste, Ari Rasilainen, Sakari Oramo, Osmo Vánská og Petri Sakari en tveir hinir síðastnefndu hafa, sem kunnugt er, gegnt starfi aðalhljómsveitarstjóra Sin- fóníuhljómsveitar Islands. Panula hefur einnig kennt við tónlistarhá- skóla í Svíþjóð og Danmörku en nú ferðast hann um heiminn og miðlar af reynslu sinni. Meðal viðkomustaða hans má nefna Banda- ríkin, Rússland, Ítalíu og Ástralíu. Stjörnur brenna út En hver er skýring Panulas á því að ungir menn setja nú æ sterkari svip á fag sem til þessa hefur að mestu verið einokað af öldn- um höfðingjum? „Æskan virðist vera í uppsveiflu á ólíkleg- ustu sviðum um þessar mundir. Það er stór- hættulegt! Svonefndar stjörnur eiga nefni- lega á hættu að brenna út á skömmum tíma! Eg kenni umboðsmönnum um þessa þróun. Þeir hugsa aðeins um eitt - peninga - og það er hægur vandi að hagnast á ungu, hæfileik- arfku og vel markaðssettu fólki. Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!“ En hver er þá kjöraldur hljómsveitar- stjóra, að áliti Panulas? „Um áttrætt," segir hann og hlær. „Á þeim aldri eru þeir farnir að skilja út á hvað starfið gengur. Þeir hafa öðlast reynslu og, svo gripið sé til klisjunnar, virðingu. Hljóm- sveitarstjóri verður að temja sér framkomu foringja!" Panula segir einn helsta veikleika hinnar ungu kynslóðar hljómsveitarstjóra vera flutningshraðann. „Ungum hljómsveitar- stjóram liggur einhver lifandis ósköp á. Þeir hafa varla tíma til að láta tónlistina hljóma. Þetta er slæmt því flest ung tónskáld, að ekki sé minnst á þau sem eldri eru, vilja láta leika verk sín hægar en þolinmæði ungra hljómsveitarstjóra leyfir." Að dómi Panulas segir flutningshraðinn mikið um hljómsveitarstjóra. „Sumir taka þveröfugan pól í hæðina miðað við ungu mennina. Eg hlýddi eitt sinn á Leonard Bemstein stjórna Mahler og sá flutningur var alltof hægur - það var engu líkara en stjórnandinn gæti ekki dregið hljómsveitina með sér. Kannski var Bernstein eitthvað illa fyrir kallaður,“ segir Panula sem löngum hefur fengið mikið lof frá gagnrýnendum fyrir túlkun sína á sinfóníum Mahlers og Bruckners. En hvað skyldi meistarinn hafa lagt áherslu á við nemendur sína undanfarinn aldaríjórðung. Beitir hann einhverri sér- stakri aðferð? „Nei, ég hef aldrei tileinkað mér ákveðna aðferð. Hver nemandi hefur sín sérkenni og maður verður einfaldlega að læra að þekkja persónuna og vinna út frá því. Að ferlinu loknu vil ég ekki að nokkur maður geti sagt: „Þetta er greinilega nemandi Panulas!" Hver tónlistarmaður nálgast tónlistina með sínum hætti, tæknin léttir honum bai-a lífið. Þá verður hljómsveitarstjóri að hafa ráð undir rifi hverju, ef eitt dugar ekki verður hann að grípa til þess næsta. Allir hafa sínar lausnir og verða að þróa þær. Leiðin er löng - en hverrar mínútu virði. Menn verða að hafa hugrekki til að henda sér í laugina áður en þeir eru orðnir syndir og ég hendi björg- unarhringnum aldrei út í fyrr en ég sé að menn era í raun og vera að drukkna." Rétt skapgerð Síðasti skjólstæðingur Panulas til að láta til sín taka í tónlistarheiminum er hinn 33 ára gamli Sakari Oramo sem sinfóníuhljóm- sveitin í Birmingham valdi sem arftaka Sir Simons Rattles, sem lætur af störfum í næsta mánuði. „Mér kemur sú ákvörðun alls ekki á óvart,“ segir Panula. „Sakari er mjög góður tónlistarmaður eins og hann sýndi og sann- FINNSKI hljómsveitarstjórinn og prófessorinn Jorma Panula segir æskudýrkun í faginu ekki vera af hinu góða - „svonefndar stjörnur eiga á hættu að brenna út á skömmum tíma“! LÆRISVEINAR Sakari Osmo Jukka-Pekka Oramo Vánská Saraste Esa-Pekka Petri Salonen Sakari aði meðan hann var konsertmeist- ari finnsku út- varpshljóm- sveitarinnar. Hann er opinn, réttsýnn og klár náungi og slíkir mann- kostir teljast tvímælalaust til tekna þessú starfi. Grannurinn er að sjálfsögðu hæfni en skap- gerðin spillir svo sannarlega ekki fyrir í fagi sem er uppfullt af hégómlegum mönnum. Hljómsveitarstjórar geta ekki lengur hegðað sér eins og auðjöfrar til forna. Paul Kletski, bölvandi og ragnandi di-ynjandi röddu, gat drepið hljóðfæra- leikara úr hræðslu. „Hver djöfullinn," átti hann til að segja. „Ef þú ferð ekki að spila eins og maður neyðist ég til að hringja í ekkjuna þína!“ Svona lagað gengur ekki lengur. Þá dugar smjaður skammt, þó sumir leggist svo lágt. Stjórnandi stórrar hljómsveitar verður í senn að vera ákveðinn og blíður á mann- inn. Besti árangurinn hlýst af samvinnu en við aðstæður, þar sem enginn efast um hver ræður ferðinni. Sakari Oramo er þeirrar gerðar að hann þarf aldrei að byrsta sig - hann ber áræðið, valdið, með sér. Þess vegna hefur hann náð svona langt!“ Hljómsveitir leitast oft og tíðum við að semja við aðalstjórnendur sína til langs tíma. Er álit margra að þetta stafi af því að stjórn- endur ljái hljómsveitum einatt ákveðinn stíl - ákveðinn hljóm. „Það er mikið til í þessu,“ segir Panula, „en virkilega góð hljómsveit - eða þess vegna slæm - leikur alltaf öðruvísi undir stjórn gestastjórnanda en aðalstjórnanda. I eina tíð höfðu allar góðar hljómsveitir sinn auðþekkjanlega hljóm - Cleveland-hljóm- sveitin er gott dæmi - sem var eins konar vöramerki. Sama máli gegndi um Berlínarffl- harmóníuna um langt skeið. Enginn fékk neinu breytt; Karajan-hljómurinn var - illu heilli - ávallt til staðar. Hann var ámóta óstöðvandi og skriðdreki. Það var ekki fyrr en Claudio Abbado tók við hljómsveitinni að hún varð sveigjanlegri." Tónlisfin mikilvægust Að áliti Panula gerðu hljómsveitarstjórar ítrekað þau mistök hér áður fyrr að leita í sí- fellu að sérstökum „hljómsveitarhljómi". Þeh- hefðu miklu frekar átt að leita að „hljómi tónskáldsins“. „Esa-Pekka Salonen [listrænn stjórnandi fflharmóníuhljómsveit- arinnar í Los Angeles og einn lærisveina Panulas] sagði mér eitt sinn að hann hefði reynt að láta Berlínarfflharmóníuna leika Ni- elsen - hann reyndi það aldrei aftur. Það var einfaldlega vonlaust. Hljómsveitin lék bara Karajan. Nú er henni loksins að verða ljóst að tónlistin er mikilvægari en hljómsveitin." Panula er stoltur af „strákunum sínum“ og er þess fullviss að enginn þeirra hafi enn náð tindinum. „Þeir eru rétt að byrja. Fólk þroskast og verður spakara með aldrinum, þótt við lifum í samfélagi, þar sem æsku- dýrkun er ofboðsleg. Oft án ástæðu.“ Nærtækasta dæmið, að mati Panulas, er landi hans Mikko Franck, sem er aðeins 18 ára gamall, en frægðarsól hans hækkar nú hratt á lofti. „í hreinskilni sagt, þá ber ég nokkra ábyrgð á því hvernig fyrir honum er komið, þar sem ég hleypti honum á sínum tíma inn í Síbelíusarakademíuna. Þegar umboðsmaður í Lundúnum gerði hosur sínar grænar fyrir honum virfi hann síðan orð mín að vettugi og gekk honum á hönd. Eg óttast að foreldrar hans hafi þar átt þátt í máli. Nú þiggur hann svimháar upphæðir fyrir að stjórna og litlar hljómsveitir hafa ekki lengur efni á honum. En hvar í ósköpunum á hann að æfa sig? Drengurinn ræðst alltof snemma í flutning allra helstu verka með fflhannóníuhljóm- sveitunum í ísrael og Amsterdam og fleiri sambærilegum sveitum að viðstöddum mikl- um fjölda áheyrenda. Fyi’ir vikið á hann á hættu að brenna út.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15. ÁGÚST 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.