Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1998, Blaðsíða 10
hvað annað en á þessum síðustu og verstu ok- urtímum. Á háskólaárum mínum í Berkeley var ég ansi tíður gestur í San Francisco-óperunni. Þangað sótti ég jöfnum höndum óperur, ballet- sýningar, sinfóníuhljómleika svo og tónleika einsöngvara og einleikara. Þar sá ég t.d. rúss- neska listdansarann Egleski í fyrsta skipti og gleymi ég honum aldrei, enda var hann í röð fremstu dansara, ef ekki sá fremsti á þeim ár- um. Hann var í senn agaður og fágaður í list- grein sinni og þótti t.d. öðrum listdönsurum stökkharðari. Ég hef alla tíð haft mikið yndi af píanóleik og notið ef til vill þeirra óverðskulduðu forrétt- inda að hlusta á heimsins dáðustu píanósnill- inga eins og t.d. Walter Gieseking, Claudio Arrau, Rubinstein, José Iturbi og Vladimir Horowitz, svo nokkir af gömlu meisturunum séu nefndir, en sá sem ber þó höfuð og herðar yfir þá alla er að mínum dómi enginn annar en Sergei Rachmaninov. Já, ég tel mig reyndar hafa vit á því, vegna þess að ég var þeirrar ósegjanlegu ánægju aðnjótandi að hlusta á hann leika í San Francisco -óperunni í nóvem- ber eða desember 1942 og var það ekki seinna vænna þar sem hann lést hinn 28. mars 1943 í Beverley Hills sjötugur að aldri. Hvílíkur tign- arbragur í öllu hans fasi og framkomu, hvílík tilþrif í listtúlkun, hvílík útgeislun! Hrifningu minni er aðeins unnt að lýsa með slíkum upp- hrópunum. I lok tónleikanna ætlaði lófatakinu aldrei að linna og ég man ekki lengur hversu mörg aukalög hann lék og þeirra á meðal auð- vitað eina vinsælustu prelúdíuna sína. Auk eig- in tónsmíða voru líka verk eftir Chopin, Liszt og fleiri á efnisskránni. Tónleikar þessir eru í einu orði sagt ein dýrmætasta perlan sem ég á í endurminningasjóði mínum, sem er fjarri því að vera fátæklegur. Áður en ég slæ botninn í skrif mín að þessu sinni langar mig til að greina frá allundarlegu atviki, sem henti mig í járnbrautarlest á leið- inni frá San Francisco til Portland, Oregon, en þar bjó móðurbróðir minn Árni Jakobsson ásamt fjölskyldu sinni. Þetta mun hafa verið um áramótin 1942-1943. Leiðin norður lá um gróskumikla og fagra skóga og tilkomumikið fjalllendi. Farþegamir gátu t.d. stytt sér stundir við að virða fyrir sér og dáðst að fjalla- drottningunni frægu, Shastafelli eða Mount Shasta, sem er fom eldstöð yfir 4.200 m á hæð. Ferðin tók langan tíma, 34-36 stundir. Ég var á öðra farrými, efnahagurinn leyfði . ekki annað, en sá ókostur fylgdi því að þar var enginn veitingavagn, en farþegunum þar gafst hins vegar kostur á að kaupa samlokur, kalda kjúklinga og gosdrykki af lestarþjóni, sem gekk þar um beina. Náungi þessi, maður um fímmtugt á að giska, hagaði sér allundarlega að mér fannst í fyrstu. Hann gaf mér nefnilega auga, allt að hýrt auga í hvert skipti, sem hann gekk fram hjá mér. Það hvarflaði jafnvel að mér að vesalings maðurinn væri haldinn ann- arlegum hvötum. Næst gerist það eftir um það bil 4-5 tíma að þessi furðufugl kemur rakleitt til mín og spyr mig hvort ég sé ekki íslendingur. Hann ávarp- aði mig ekki á ensku heldur á íslensku. Mig rak í rogastans. Ég hafði ekki átt orðaskipti við nokkum mann utan einu sinni að ég ræddi smástund við einn samferðamann minn að lest- arþjóni þessum fjarstöddum svo óhugsandi var að hann hefði þannig getað greint hreim í tali mínu. Ég var þá dökkhærður og sólbrúnn yfir- litum og klæddur í amerísk jakkafót. Á þessari sögulegu stundu flugu mér ósjálfrátt í hug fyrstu fjórar ljóðlínumar úr Islendingadags ræðu Stephans G. Stephanssonar: Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót... Og ef til vill ekki aðeins hugur og hjarta, heldur líka yfírbragð og fas. Um leið og lestar- þjónninn settist niður við hliðina á mér, þess- um nýfundna landa sínum, vék hann að mér köldum kjúklingi og gosdrykk. Við fóram svo að spyrja hvor annan frétta. Hann var ættaður úr Flóanum og hafði farið utan átján ára gam- „ all og aldrei séð ættjörðina eftir það. Hann vildi fá að vita hvaða erindi ég ætti til Portland svo og hvað ég væri eiginlega að gera í Banda- ríkjunum. Ég sagði honum eins og var að ég væri við nám í Kaliforníuháskóla í Berkeley og bætti svo við að ég væri reyndar ekki eini ís- lendingurinn þar, öðra nær, við fylltum á þriðja tuginn. Það þótti honum góðar fréttir. Áður en hann kvaddi mig vék hann að mér tuttugu dala seðli með þeim fyrirmælum að við landar hans í Berkeley skyldum gera okkur glaðan dag strax eftir heimkomu mína. Tutt- ugu dalir vora engir smápeningar í þá daga að minnsta kosti ekki fyrir auralitla háskólastúd- enta. Að lokum verð ég að gera þá játningu að í nafn þessa öðlings er gjörsamlega stolið úr minni mínu mér til ævarandi skammar og sárr- ar skapraunar. Höfundur hefur um órabil rekið mölaskóla. STAÐA RITHOFUNDA I RÚSSLANDI NÚTÍMANS EINAR ORN GUNNARSSON RÆÐIR VIÐ SKALDIÐ VYACHESLAV KUPRIWANOV „Á árum áður gegndi Rithöfundasambandið mikilvægu hlutverki og aðild að því var mjög þýðingarmikil fyrir höfunda. Eftir | þær breytingar í iem hafa átt sér stað í Rússlandi að undanförnu þá hefur staða rithöfunda breyst verulega. 1 dag er ekki lengur spurningin: „Um hvað má ég skrifa?", heldur: „Hvað get ég fengið útgefið?" VYACHESLAV Kupriwanov er fæddur í Novosibirsk árið 1939. Hann er afkastamikill rithöfundur, ljóðskáld, gagn- rýnandi og þýðandi. Einar Öm Gunnarsson tók hann tali eitt kvöld eftir upplestur hans í þýska bænum Schöpp- mgen í apramanuði. „Ég samdi mín fyrstu ljóð tíu ára gamall. Þegar ég var 14 ára samdi ég fjölda ljóða sem vora öll í léttum dúr og fjölluðu um kennara mína og þá helst persónueinkenni þeirra. Við voram nokkrir strákar sem glímdum við að semja en við tókum skáldskapinn ekki alvar- lega nema einn vinur minn og jafnaldri sem dó komungur úr lömunarveiki. Eftir skólaskyldu fór ég í mikils metinn her- skóla í Leningrad þar sem lögð var áhersla á nýja hernaðartækni. Ég varð að lesa mikla stærðfræði, eðlisfræði, rafeindafræði og aðrar undirstöðugreinar sem nauðsynlegt er að læra í hátækniskólum. Vera mín í Leningrad var mér ný reynsla. Mér leiddist raungreinanámið, heraginn og ég sá ekki nokkra framtíð í því lífi að vera her- maður. Það var á þessum árum að ég tók að yrkja af alvöra. Ég skrifaði öllum stundum, á morgnana, í kennslustundum og langt fram eftir kvöldum. Ljóðin voru yfirieitt löng og fjölluðu á gagnrýninn hátt um líf okkar í her- skólanum og það var hættulegt yrkisefni á þeim áram. Ljóðin las ég fyrir vini mína og við skrifuðum þau niður en það var ekki fyrr en árið 1994 að þau voru fyrst gefin út í Moskvu. Með veru minni í herskólanum áttaði ég mig sí- fellt betur á að ég var á rangri hillu í lífínu. Mig langaði mest af öllu að leggja stund á bók- menntir og eftir tveggja ára dvöl í Leningrad fór ég til Moskvu þar sem ég stúderaði við skólastofnun sem kennir einkum erlend tungu- mál. Þetta var að sjálfsögðu stór ákvörðun, vendipunktur í mínu lífi. Það gætti mikils frjálslyndis í skólanum mið- að við það sem almennt gerðist á þessum árum. Þarna var fjöldi góðra kennara sem jafnframt vora með athyglisverðar skoðanir. Við voram laus við öll þau formlegheit sem fylgdu námi í Sovétríkjunum á þessum áram. Áherslan var ekki á stjórnmálalega hagfræði eða marxíska hugmyndafræði heldur lásum við til dæmis verk Sigmund Freud, Henri Bergson og rit marga erlendra heimspekinga sem almennt vora ekki á kennsluskrá í öðrum skólum. Við lásum bækur helstu brautryðjenda nú- tímaljóðagerðar. Gerðar vora nýstáriegar til- raunir með þýðingar á ritverkum með hjálp tölvu en það þótti mér athyglisvert viðfangs- efni. Menntunin sem veitt var í skólanum var ein- stök. Þetta umhverfi mótaði mig verulega en jafnframt hafði það mikil áhrif á mig að kynn- ast og vera innan um ungt fólk sem var að yrkja ljóð. Þarna höfðum við aðgang að þýðing- um bókmenntaverka sem ekki fundust í opin- berum bókasöfnum borgarinnar. Nemendur vora líka iðnir við að þýða verk sem ekki höfðu komið á prent í Sovétríkjunum. Þýðingar þeirra vora ef til vill ekki fuiikomnar en þegar ég sé þær í dag verð ég að viðurkenna að 90% þeirra era nokkuð góðar. Það var afdrifaríkt fyrir mig að komast í þann fjársjóð sem þessi verk vora, verk sem jafnvel aldrei höfðu verið útgefin í Rússlandi. Verk Ijóðskálda á borð við Juan Ramon Ji- meres, Fredrico Garcia Lorca og Gustaf Adol- fo Becker höfðu mikil áhrif á mig og skáldskap minn einkum og sér í lagi þar sem ég hafði að- gang að mönnum sem þýddu verk þeirra og fræddu mig um líf, hugmyndir og skáldskap höfundanna." í hverju telur þú styrk góðs Ijóðs felast? „Þetta er erfið spurning sem svara mætti á marga vegu. Það er stór munur á tæknilegri hlið ljóðs og hinni listrænu. Þegar ég yrki ljóð þá er það mikilvægt fyrir mig að það sé stutt og hnitmiðað. Mér finnst að lengd ljóðs eigi að vera einhvers staðar á bilinu átta til tuttugu línur. Þegar ort er með hefðbundnum hætti þá er mikilvægt að fylgt sé þeim reglum og hefð- um sem um það ljóðform hafa skapast. Sonn- ettur era gott dæmi um hefðbundinn kveðskap. Hugmynd mín er sú að við höfum þrjú bók- menntaform sem era: hið hefðbundna ljóð- form, prósi og hið frjálsa ljóðform. Hið frjálsa Ijóðform er góð leið til að finna muninn á milli hefðbundnu ljóðlistarinnar og prósa. Það er ekki til eitt svar við því hvers vegna mér finnst tiltekið ljóð gott. Slíkt mat byggist á þekkingu og ljóðrænni tilfinningu sem er óútskýranleg." Hvaða rithöfundar hafa haft mest áhrif á skáldskapargerð þína? „Það vora verk þeirra höfunda sem ég fékk lesið í skólanum í Moskvu. Þar var eins og áður segir einstakt bókasafn. Heima hjá foreldram mínum vora að mestu bækur um læknisfræði- leg efni og náttúrafræði, 1 Leningrad var að- eins að finna bækur um raungreinar og hern- aðartækni. Móðir mín las fyrir mig ljóð Pastemak sem gengu manna á milli á hand- skrifuðum blöðum. Bækur Pasternak vora ófá- anlegar. í Moskvuskólanum hafði ég aðgang að bókum sem vora gefnar út fyrir byltinguna 1917 og ég held að þær hafi haft mikil og sterk áhrif á mig. Einn gamall kennari minn sagði þó eitt sinn við mig þegar hann las eftir mig Ijóð að ég væri undir áhrifum frá Nikolay Zabolotzky en á þeim tíma hafði ég aldrei lesið neitt eftir hann. Eftir það las ég verk Zabolotzky og sá hversu þýðingarmikill hann var fyrir ljóðlist nútímans. Hann var fyrsta absúrdistajjóðskáld okkar Rússa. Einstaklega sérkennilegur maður. Eftir síðari heimsstyrjöld var hann tekinn til fanga og sendur á Gúlagið en það er nokkuð dæmi- gert hlutskipti fyrir afgerandi rithöfunda þjóð- ar okkar á dögum kommúnismans. Síðasta verk hans var samið undir sígildum merkjum í anda Puschkin þar sem ströngum heimspeki- legum reglum rússneskrar hefðar var fylgt út í ystu æsar. Hann var óhemju hæfileikaríkur, hafði vald á framúrstefnu, absúrdisma og klassísku ljóðformi. Eins og gefur að skilja var hugmyndaauðgi hans ótrúleg. Annar áhrifavaldur á skáldskapargerð mína er Alexey K. Tolstoy. Hann var mikilfenglegt Ijóðskáld sem hafði vald á gamni og alvöra. Til að mynda skrifaði hann langan og mjög írónískan ljóðabálk um sögu Rússlands. Hon- um var einnig leikið að skrifa hástemmt, stór- brotið trúarljóð og má þar nefna ljóð um kirkjufóðurinn Jóhannes Damaskin. Bulgakov hafði áhrif á mig sem skáldsagna- höfund. Ég dáist að fyndni hans og hugmynda- flugi eins og hún kemur til dæmis fram í bók- inni Meistarinn og Margaríta. Þar sem ég er rithöfundur og þýðandi að að- alatvinnu hef ég þýtt verk fjölda höfunda. Fyr- ir mér era þýðingar bara starf sem ég geng að. Þó era þrjár undantekningar og það era Rainer Maria Rilke, Hölderlin og Novalis en þá höfunda get ég ekki þýtt nema ég sé sérlega stemmdur. Þeir era mjög krefjandi en jafn- framt gefandi. Rilke skrifaði á rússnesku og þýddi töluvert af ljóðum. Hölderlin nam heim- speki með Hegel. Verk Hölderlin lágu í þagn- argildi um margra áratuga skeið þar til hann var dreginn fram í dagsljósið fimmtíu áram RÚSSNESKI rithöfundurinn Vyacheslav Kupriwanov. eftir dauða sinn. Hundruð rithöfunda hafa þýtt verk Rilke en því miður er aðeins lítill hluti þeirra veralega góður. Ég held að aðeins sé hægt að finna þrjá til fjóra Rilkeþýðendur sem virkilega skai-a fram úr. Hann var frjálslyndur maður sem hafði opinn huga fyrir nýjum straumum og stefnum." Hverjar eru helstu breytingar á stöðu rithöf- unda eftir fall kommúnistastjórnarinnar? ,Á árum áður gegndi Rithöfundasambandið mikilvægu hlutverki og aðild að því var mjög þýðingarmikil fyrir höfunda. Eftir þær breyt- ingar sem átt hafa sér stað í Rússlandi að und- anfórnu þá hefur staða rithöfunda breyst vera- lega. í dag er ekki lengur spurningin: „Um hvað má ég skrifa?“, heldur: „Hvað get ég fengið útgefið?" Það er erfitt að fá fé úr opinberum sjóðum og verða höfundar því að treysta á fjárstuðning einkaaðila eða fyrirtækja. Velgjörðarmaður minn er til dæmis yfirmaður allra kjarnorku- vera í Rússlandi. Við þessar miklu breytingar hafa margir höfundar algjörlega misst fótanna og sumir jafnvel tekið líf sitt. Ég gekk aldrei í Rithöfundasambandið þó ég ynni eingöngu að skrifum því okkur sem vor- um saman í skólanum í Moskvu fannst mikil- vægt að standa utan við sambandið og finna að við væram frjáls. Það er erfitt að fá bækur útgefnar í Rúss- landi, markaðssetning er dýr og vinnandi fólk hefur ekki ráð á að kaupa bækur almennt. Ný kynslóð rithöfunda vex nú úr grasi, kynslóð sem háir erfiða lífsbaráttu og þarf því að vinna jafnvel fulla vinnu áður en sest er niður að rit- störfum. Þetta verður til þess að faglegum rit- höfundum fækkar og gæði bókmenntanna verða síðri.“ Höfundurinn er rithöfundur og býr í Þýzkalandi. PÉTUR SIGURGEIRSSON VEGUR ÁN VOPNA (Samanber Jóh. 14.6) Veginn án vopna á veröldin til, sem Andinn vill opna öllum í vil. Klár vítis kraftur er kjamorkuvá aldregi aftur eldsprengju þá! Heimur í herkví úr helfjötrum skal. Afvopnun er því ýtrasta val. Höfundurinn er fyrrverandi biskup íslands. LjóSiS er ort! tilefni friSarljósanna í Reykjavík og ó Akureyri 5. ágúst sl. * 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 15.ÁGÚST1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.