Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Qupperneq 2
TÓNLIST JÓNS ÞÓRARINS-
SONAR Á GEISLAPLÖTUM
MENNINGARFELAGIÐ Is-
landsson mun á næstunni senda
frá sér safn frumsaminnar tón-
listar Jóns Þórarinssonar á
þremur geislaplötum. Safnið
mun bera heitið Fuglinn í fjör-
unni. Til útgáfunnar var stofnað
vegna áttræðisafmælis Jóns í
fyrrahaust. Síðan hefur verið
unnið að upptökum og úrvinnslu
efnisins. Þetta eru allt nýjar upp-
tökur.
Meðal söngvara er Auður
Gunnarsdóttir, sópransöngkona,
en þetta er í íyrsta skipti sem
hún syngur inn á plötu. Hún
syngur m.a. nokkur af sönglögum
Jóns frá æskudögum, lög sem
löngu er orðin eign alþjóðar, eins
fjörunni og íslenskt vögguljóð á
Jón Þórarinsson
og Fuglinn í
hörpu. Aðrir
einsöngvarar eru Gunnar Guð-
bjömsson, Bergþór Pálsson,
Loftur Erlingsson og Kristinn
Sigmundsson. Jónas Ingimund-
arson píanóleikari leikur með
þeim Auði, Gunnari og Lofti, en
Bergþór syngur með Sinfóníu-
hijómsveit fslands í lagaflokkn-
um „Of love and death“, og Krist-
inn syngur einsöng í Völuspá,
sem _ hljómsveitin flytur ásamt
Kór íslensku óperunnar.
Meðal einleikara em Gísli
Magnússon, píanó, Einar Jó-
hannesson, klarínettu og Öm
Magnússon, píanó, Kolbeinn
Bjarnason, flautu, Guðrún
Óskarsdóttir á sembal og Mar-
teinn H. Friðriksson á orgel.
Þá syngja fímm kórar: Hamrahlíðarkórinn,
undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur, Kór ís-
lensku óperunnar, kórstjóri Garðar Cortes,
Dómkirkjukórinn undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar, Hljómeyki, sem Bernharður
Wilkinsson stjórnar og Karlakórinn Fóst-
bræður, stjórnandi Árni Harðarson.
Sinfóníuhljómsveit íslands kemur fram í
þremur verkum og stjórnar Petri Sakari
tveimur þeirra en Bernharður Wilkinsson
einu.
Bæklingur fylgir plötunni og skrifar Jón
Asgeirsson um Jón Þórarinsson og störf hans,
auk söngtexta.
Halldór Víkingsson stjórnar upptöku
flestra verkanna og annaðist hljóðvinnslu og
samsetningu. Bjarni Rúnar Bjamason, tón-
meistari, stjórnaði upptökum Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar, og Sigurður Rúnar Jónsson,
Stúdíó Stemmu, kom einnig við sögu.
Skífan sér um dreifíngu.
Búasaga æfð hjá Leikfélagi Reykjavíkur
ÆFINGAR eru hafnar á Búa-
sögn eftir Þór Rögnvaldsson,
hjá Leikfélagi Reykjavíkur, en
leikritið hlaut fyrstu verðlaun
í Ieikritasamkeppni Leikfélags
Reykjavíkur sem efnt var til í
tilefni af hundrað ára afmæli
félagsins.
Verkið er byggt á grunni
Kjalnesingasögu og 1 eikendur
eru Þorsteinn Bachmann, Árni
Pétur Guðjónsson, Bjöm Ingi
Hilmarsson; Guðlaug E. Ólafs-
dóttir, Halldór Gylfason, Pét-
ur Einarsson, Rósa Guðný
Þórsdóttir, Sóley Elíasdóttir,
Theodór Júlíusson, Valgerður
Dan og Þorsteinn Gunnarsson.
Leikstjóri og leikmyndahönn-
uður er Eyvindur Erlendsson,
Baldur Már Arngrímsson sér
um hljóðsetningu, lýsingu ann-
ast Kári Gíslason, búninga
Una Collins og tónlistin er eft-
ir Pétur Grétarsson.
Búasaga verður framsýnd á
Litla sviði Borgarleikhússins
milli jóla og nýárs.
• NÝSJÁLENSKA óperusöngkonan Kiri
Te Kanawa fær hörmulega útreið í nýrri
ævisögu, sem Stephen D’Antal og Gary
Jenkins hafa skrifað. „Eg ætla rétt að vona
að þessi dapurlegi, sjálfsupptekni, gráðugi
og heimski einstaklingur sem hér er lýst,
sé ónákvæm lýsing á Kiri Te Kanawa,"
sagði Hugh Canning, aðalgagnrýnandi The
Times um bókina og segir það líklega
meira en mörg orð um hana. Ævisagan,
sem ekki er skrifuð með samþykki söng-
konunnar, kallast „Kiri: Her ungsung
Melody“ (Kiri: Lagið sem aldrei var sung-
ið) og kemur út hjá HarperCollins-útgáf-
unni. Þar er dregin upp afar neikvæð mynd
af söngkonunni sem hefur heillað svo
marga með rödd sinni. Samkvæmt lýsingu
höfundanna er Te Kanawa gersamlega
sneydd persónutöfrum. Segja þeir hana
m.a. hafa komið því til leiðar að ung
sópransöngkona var rekin frá Metropolit-
an-óperunni, hún sé snobbuð og full hefnd-
arhugs.
• AFAR fágætri bók eftir stjörnufræðing-
inn Kópemíkus, sem uppi var á 16. öld, var
fyrir skemmstu stolið af bókasafni í Kraká í
Póllandi. Gekk maður, sem kvaðst vera
prófessor, inn á lestrarsal pólsku vísinda-
akademíunnar og tók bókina. Þetta er í
annað sinn á þessu ári sem stolið er eintaki
af „De Revolutionibus“, sem Kóperníkus
skrifaði árið 1543 en í henni setti hann fram
þá kenningu sína að jörðin færi umhverfis
sólu. Aðeins tólf eintök eru til af bókinni.
• STJÓRNANDI óperunnar í Vancouver í
Kanada, Robert Hallam, var rekinn fyrir
skemmstu en mikill fjárhagsvandi steðjar
nú að óperuhúsinu. Talsverð óánægja hefur
verið með störf Hallams en hann var látinn
taka pokann sinn er einn helsti velunnari
óperunnar, milljónamæringurinn Martha
Lou Henley, afturkallaði fjárstuðning sinn
vegna óánægju með Hallam, sem hún sak-
aði um að vinna ekki að heill og framtíð óp-
erunnar. í stjórnartíð hans hefur fjöldi
undirmanna sagt upp vegna óánægju með
starfsaðferðir hans. Við starfi Hallams tek-
ur David Agler.
• NEW York ballettinn hélt fyrir
skemmstu upp á hálfrar aldar afmæli sitt
með stórsýningu í Lincoln Center. Á dag-
skránni voru sömu verk og fyrir fimmtíu
árum, „Concerto Barocco", „Orfeus“ og
„Sinfónía í C“, öll eftir stofnanda balletts-
ins, George Balanchine. Hann stjórnaði
ballettinum allt þar til hann lést árið 1983
og tókst á undraskjótum tíma að skapa
einn virtasta dansflokk heims. Núverandi
stjórnandi ballettsins er Daninn Peter
Martins.
• EKKI fengust nema 529.500 sterl-
ingspund, um 62 milljónir ísl. kr., fyrir
Stradivarius-fiðlu á uppboði nýlega hjá
Christie’s í London. Þykir þetta ekki hátt
verð fyrir fiðlu eftir fiðlusmiðinn Antonio
Stradivari (1670-1730) en hann gerði um
1.000 hljóðfæri. Þar af eru um 450-500 enn
til og fyrir hálfu ári seldist Stradivarius-
fiðla á 947.600 pund, um 110 milljónir ísl.
• BRESKUR dómstóll hefur úrskurðað að
ekki sé nægt tilefni fyrir 'bandarísku óperu-
söngkonuna Jessye Norman að höfða mál á
hendur breska tónlistartímaritinu Classic
CD. í annars afar jákvæðri grein um söng-
konuna, sem birtist árið 1994, er sögð sú
saga af Norman að hún hafi setið föst í
snúningsdyrum í tónleikahöll nokkurri en
söngkonan er vel í holdum. Er starfsmaður
hússins lagði til að hún sneri sér á hlið svo
hægt væri að losa hana, á Nonnan að hafa
svarað: „Hunang, ég hef ekki engar hliðar"
(Honey, I ain’t got no sideways). Þessum
skrifum reiddist söngkonan mjög. Kvaðst
hún aldrei hafa látið þessi orð falla og sagði
söguna til þess eins að draga dár að litar-
hætti sínum. Það féllst breski dómstóllinn
ekki á.
•FRANSKI listamaðurinn Pierre Pin-
ocelli hefur verið sektaður um 300.000
franka, 3,6 milljónir ísl. kr., fyrir að hafa
skemmt þvagskál úr postulíni eftir landa
sinn Marcel Duschamp, sem var áberandi í
listalífinu í upphafi aldarinnar. Pinocelli var
handtekinn er hann tók upp á því á listsýn-
ingu í Nimes að kasta þvagi í skálina og slá
hana með hamri. Pinocelli, sem er 69 ára,
sagði að hann hefði með þessu viljað „færa
skálina aftur að upprunalegu gildi sínu og
koma í veg fyrir að listin færi í hundana".
• ÆSKUHEIMILI írska rithöfundarins
James Joyce hefur verið rifið, ættingjum
hans og fjölmörgum aðdáendum til sárrar
raunar, en þeir höfðu barist árum saman
fyrir því að húsið fengi að standa.
Fram kemur í The Irish Times að þrátt
fyrir að fjölskylda Joyce hafi staðið í sí-
felldum flutningum og búið á sautján stöð-
um í Dyflinni hafi skáldið talið húsið við
Millbourne-stræti afar mikilvægt. Kemur
það fyrir í nokkrum verka Joyce, t.d.
„Mynd af listamanninum á unga aldri“.
Eigandi lóðarinnar sem húsið stóð á hef-
ur borið því við að það hafi verið í svo mik-
illi niðurníðslu að til einhverra ráða hafi
orðið að grípa. Kvaðst hann ekki hafa vitað
að það hefði verið æskuheimili Joyce. Tals-
menn borgarskipulags þvertaka hins vegar
fyrir að leyfi hafi verið gefið til að rífa hús-
ið, heldur einungis til að breyta því.kr.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfírlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar.
Fáikahúsið, Hafnarstræti 1
Greipar Ægis: Sandskúlptúrar. Til áramóta.
Gallerí Bflar & list
Hildur Waltersdóttir. Til 10. des.
Gallerí Borg
Pétur Gautur. Til 6. des.
Gallerí Horn
Lára Halldórsdóttir. Til 2. des.
Gallerí Stöðlakot
Magnús Þorgrímsson, leirker. Til 13. des.
Hafnarborg
Urval verka Sigurjóns Ólafssonar. Til 23. des.
Hallgrímskirkja
Benedikt Gunnarsson. Til 1. des.
Myndir af Þorláki helga eftir Kristján Davíðs-
son, Helga Þorgils Friðjónsson, Kristínu Gunn-
laugsdóttur, Jón Axel Björnsson, Pál Guðmunds-
son og Gunnar Örn Gunnarsson.
Ingólfsstræti 8
Guðmunda Andrésdóttir. Til 29. nóv.
Kjarvalsstaðir
Austursalur: „Framsýning: Foroysk nútíðarlist“.
Vestursalur: Nýjar kynslóðir í noiTænum arki-
tektúr. Miðsalur: Myndlist og tónlist: Halldór Ás-
geirsson og Snorri Sigfús Birgisson. Til 20. des.
Listasafn ASÍ
Ásmundarsalur: Anna Þóra Karlsdóttir. Gryfjan:
Sigríður Ágústsdóttir. Arinstofa: Krístinn Pét-
ursson. Til 6. des.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Sæmundur Valdimarsson. Til 13. des.
Listasafn íslands
80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan.
Listasafn Siguijóns Ólafssonar
Sigurjón Ólafsson _ Ævi og list. Til 1. des.
Listaskálinn í Hveragerði
Haustsýning. Til 13. des.
Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg
Sigrún Jónsdóttir. Þjóðbúningar. Til 9. des.
Menningarmiðstöðin Gerðubergi
Sjónþing Hannesar Lárussonar. Til 31. des.
Mokkakaffi, Skólavörðustíg
Þóroddur Bjarnason. Til 20. des.
Norræna húsið, Hringbraut
Herdís Tómasdóttir. Til 29. nóv.
Anddyri: Ljósmyndir Ujuukulooqs. Til 1. des.
Nýlistasafnið
Þóroddur Bjarnson, Lilja Björk Egilsdóttir, Að-
alsteinn Stefánsdóttir, Hjörtur Hjartarson og
Pétur Guðmundsson. Til 29. nóvember.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð-
urgötu
Handritasýning. Þriðj., mið., fím. 14-16. Til 14. maí.
SPRON, Mjódd
Jón Axel. Til 19. feb.
TONLIST
Laugardagur
Hallgrímskirkja: Voces Thules, þættir úr Þor-
lákstíðum. Kl. 18.
Bústaðakirkja: Gospelsöngkonan Etta Cameron.
Kl. 20.30.
Sunnudagur
Hafnaríj'arðarkirkja: Kór Hafnarfjarðarkirkju
ásamt Signýju Sæmundsdóttur, Alina Dubik,
Garðari Cortes og Lofti Erlingssyni. Kl. 16.
Langholtskirkja: Norðurljós. William Dongois,
cornetto og Carsten Lohff, sembal. Kl. 17.
Hallgrímskirkja: Kvennakór Reykjavíkur. Kl. 17.
Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur, Ragnhildur Pét-
ursdóttir og Junah Chung. Kl. 20.
Mánudagur
Digraneskirkja: Lög eftir I’orkci Sigurbjöms-
son. Anna Guðný Guðmundsdóttir og Sigurbjörn
Bernharðsson. Kl. 20.30.
Þriðjudagur
Hallgrímskirkja: Kvennakór Reykjavíkur. Kl.
20.
Miðvikudagur
Norræna húsið: Háskólatónleikar. Ashildur
Haraldsdóttir, flauta, og Iwona Jagla, pfanó. Kl.
12.30.
Fimml udagur
Háskðlabíó: SÍ. Einleikarar: Unnur Sveinbjarn-
ardóttir og Einar Jóhannesson. Stjórnandi:
Stephen Mosko.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Abel Snork býr einn, sun. 29. nóv. Fös. 4. des.
Maður í mislitum sokkum, lau. 28., sun. 29. nóv.
Fim. 3., fös. 4. des. Solveig, lau. 28. nóv. Bróðir
minn ljónshjarta, sun. 29. nóv. Tveir tvöfaldir,
fím. 3., fös. 4. des. Gamansami harmleikurinn,
lau. 28. nóv.
Borgarleikhúsið
Grease, lau. 28. nóv. Mávahlátur, sun. 29. nóv.
Ofanljós, sun. 29. nóv. Leiklestur sígildra ljóð-
leika: Ofjarlinn, mið. kl. 20.
Iðnó
Rommí, fös. 4. des. Þjónn í súpunni, lau. 28. nóv.
Islenska óperan
Ávaxtakarfan, lau. 28., sun. 29. nóv. Hellisbúinn
lau. 28., sun. 29. nóv. Fim. 3. des.
Loftkastalinn
Listaverkið, lau. 28. nóv.
Ilafnarfjarðarleikhúsið
Við feðgarnir, lau. 28. nóv. Fös. 4. des.
Kaffileikhúsið
Svikamylla, lau. 28. nóv.
Skemmtihúsið, Laufásvegi 22
Ferðir Guðríðar, sun. 29. nóv.
Nemendaleikhúsið, Lindarbæ
Anton Tsjekhov, sun. 29. nóv. Mið. 2. des.
Leikfélag Kópavogs
Betri er snurða í þræði en þjófur í húsi, lau. 28. nóv.
Leikbrúðuland Fríkirkjuvegi 11
Jólasveinar einn og átta, sun. 28. nóv.
Mögulcikhúsið við Illcnim
Snuðra og tuðra, lau. 28. nóv.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998