Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Page 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSEVS - MI ANING llSlllt
46. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR
EFNI
Baróninn
á Hvítárvöllum, Charles Gouldréc Boilleau,
var hér á síðustu árum 19. aldarinnar og
reyndi árangurslaust að stofna stórútgerð,
en búskap hóf hann á Hvítárvöllum í Borg-
arfirði og fjósið sem hann byggði við Bar-
ónsstíg var fyrsta steinsteypta bygging
bæjarins. Þessi fágaði heimmaður varð vin-
ur Einars skálds Benediktssonar en átti lítt
samleið með landsmönnum og áform hans
runnu út í sandinn og líf hans endaði með
sjálfsmorði. Þessi samantekt er eftir Braga
Þórðarson og er kafli úr bók með sjálfstæð-
um þáttum sem heitir Blöndukúturinn.
íslendingar
hafa komið við sögu á þremur listsýning-
um í Kaupmannahöfn, sem Sigrún Davíðs-
dóttir sótti og segir frá. í Sívalaturninum
stendur yllr sýning glerlistamanna og í
þeim hópi er Pía Rakel Sverrisdóttir. I
Galleri Krebsen í Studiestræde sýna þær
Anna Eyjólfsdóttir og Sigrid Valtingojer
og á nýafstaðinni haustsýningu í „Den
frie“ átti Jón Garðar Henrysson mynd.
Karlshóskóli
er í Prag og er ekki alveg nýr af nálinni,
því hann hefur starfað þar í hálfa sjöundu
öld. Um Karlsháskóla skrifar Helgi Har-
aldsson prófessor í slavneskum málum við
Oslóarháskóla. Það var menningarfrömuð-
urinn Karl keisari IV sem stofnaði þarna
fyrsta háskóla í Evrópu norðan Alpafjalla
árið 1348.
Heimastjórn
og vaknandi listalíf, er heiti á síðari hluta
umfjöllunar Arna Arnarsonar um fyrsta
áratug aldarinnar. Þar segir að Valtýskan,
sem svo var nefnd, varð undir í kosningum,
en heimastjórnarmenn unnu sigur og
Hannes Hafstein varð ráðherra. Menn
deildu hart um loftskeyti og sæsíma, sem
varð ofaná, kosið var um Uppkastið 1908
og fyrri flokkaskipan riðlaðist. Við tók
stormasamur ráðherraferill Björns Jóns-
sonar. Tryggva Gunnarssyni var vikið úr
Landsbankanum, Einar Ben. gaf út Hafblik
1906, Andvökur Stephans G. komu 1909 en
Jón Trausti varð vinsæll fyrir sögurnar um
HöIIu og Heiðarbýlið.
í Kína
kom út úrval íslenskrar nútíma ljóðlistar í
kínverskri þýðingu. Sigurðui- A. Magnús-
son segir frá því í annari grein sinni frá
Kína og þar segir hann m.a. frá því hvernig
Kínverjar muni standa af sér róttækar
breytingar. Gagnstætt mönnum á Vestur-
Iöndum, sem trúa því gjarnan að tiltekin
kerfi leysi allan vanda, svo sem Marxismi
eða markaðshyggja, beinist kínverskur
hugsunarháttur fremur að því sem er sam-
eiginlegt og að allt sé í sífelldri þróun.
FORSÍÐUMYNDIN: Myndin er úr nýrri bók sem út er komin um Sæmund Valdimarsson
myndhöggvara og stytturnr hans. Þessi tréskúlptúr Sæmundar heitir „Bæn". Bókartextinn er eftir
Guðberg Bergsson og ó bls. 7 er rætt við þó Sæmund og Guðberg um stytturnar og bókina.
GRÍMUR THOMSEN
BREIÐABLIK
Þótt endnlaus sé eilífðin
hún endist valla tH,
að öll eg sjái sólkevfín
og sólna millibil;
í skoðuninni skynja ég,
hve skammt mín náði von,
og hversu mín var trúin treg
að treysta á mannsins son.
Stjörnufræðingar fínna skjótt
fleira en þeir bjuggust við:
annarra heima ítra drótt,
æðst sólbúanna lið,
fullkomnari og fegri menn,
frumborið Ijóssins kyn,
bjartara af málmi myndað en
vér moldar börnin hin.
A lifandi manna Jöndum er
ég lít hinn sæla hóp
og sé, að alla meiri mér
mildingur himna skóp,
hérvistar drambið frá mér fer,
egfínn, er kemur þar,
að allir vöðum villu hér,
vitrir og heimskingjar.
Grímur Thomsen, 1820-1896, fæddist 6 Bessastöðum og þar dó hann eftir að
hafa búið þar fró 1867, en ungur fór hann til nóms til Kaupmannahafnar og
lauk frófi fyrstur Islendinga í samtímabókmenntum. Um skeið var Grimur
starfsmaður í utanríkisróðuneyti Dano og sendimaður í Belgtu og Englandi.
Ekki flaustra með
kjördæmabreytingu
RABB
RANNSÓKNIR Stefáns Ólafs-
sonar og annarra sýna að lífs-
kjör utan höfuðborgarsvæðis
eru svo óviðunandi að víða
liggur við að byggðin hrynji ef
Alþingi og ríkisstjórn taka
ekki í taumana. Þetta er viður-
kennt með nýrri þingsályktun-
artillögu um byggðamál. Stjórnskipuð
nefnd hvetur til aukinnar þátttöku kvenna í
landsmálum. En á sama tíma sameinast all-
ir stjórnmálaflokkar um kjördæmafrum-
varp sem eykur í engu áhrif kvenna á Ai-
þingi en skerðir áhrif landsbyggðarinnar í
þinginu með því að draga úr svonefndu
misvægi atkvæða. Veit ekki vinstri höndin
hvað sú hægri gerir?
Af hverju stafar þessi samstillta og bráða
ásókn flokkanna að koma fram þessu kjör-
dæmamáli? Astæðan er einföld. Lengi vel
græddi Framsóknarflokkurinn á því að úti
um landið þurfti tiltölulega fá atkvæði til að
koma mönnum á þing. Þess vegna lagðist
hann á móti öllum breytingum og miklar
deilur stóðu. Nú er svo komið eftir hina
miklu fjölgun á höfuðborgarsvæðinu að allir
flokkar vilja gera hosur sínai- gi-ænar fyrir
því fólki sem þar býr, Framsóknarflokkur-
inn líka. Mér er sagt að mikill hluti alþing-
ismanna sé andvígur þessu kjördæmafrum-
varpi, en þó muni þeir nær allir greiða því
atkvæði. Þetta er óþægilegur vitnisburður
um hvað samviskan má sín lítils þegar
flokkshagsmunir eru annars vegar. Þetta
getur svo aftur orðið til þess að sams konar
hlutdrægni og vanræksla ráði í lagasetn-
ingu ef hagsmunir landsbyggðar og höfuð-
borgarsvæðis rekast á. Og spurningin er
hvort einmitt það hefur ekki gerst og valdið
misvægi lífskjaranna. I kosningalögum er
nauðsynlegt að líta á margt annað en að út-
rýma því misvægi atkvæða milli svæða sem
nú er einblínt á.
í íýrsta lagi getur meira að segja þurft
að koma í veg fyrir að fólk í fjölmennum
löndum eða héruðum sitji um of yfír hlut
þeirra sem búa við fámenni og hafa aðra
hagsmuni í ýmsum málum. Þetta er viður-
kennt hjá Sameinuðu þjóðunum, því að Is-
land hefur þar heilt atkvæði eins og 1.200
milljóna landið Kína. Bandaríkin hafa séð
við þessu í 200 ár á viturlegan og varanleg-
an hátt með því að hafa sérstaka málstofu
þingsins með jafn mörgum þingmönnum
frá smáum og stórum fylkjum, jafnhliða
annarri deild þar sem fólksfjöldi ræður
þingmannafjölda fylkjanna. Ef deildirnar
verða ósammála er viðhöfð sérstök aðferð
til að miðla málum, með góðum árangri svo
að hvorugur kúgar hinn. Einhver mun
segja: Þetta er ekki sambærilegt við ísland
því að kjördæmin eru ekki eins sjálfstæð og
fylki Bandaríkjanna sem hafa nokkurn rétt
til lagasetningar í eigin málum. En þetta er
rökvilla. Ur því að íslensku kjördæmin hafa
svona takmarkaða sjálfstjórn er því meiri
ástæða til að veita þeim ekki minni ítök á
Alþingi en bandarísku fylkjunum eru veitt
á Bandaríkjaþingi. Hér væri þá neðri deild
þar sem misvægi atkvæða í kjördæmum
væri útrýmt, en hins vegar efri deild þar
sem jafn margir þingmenn kæmu frá
hverju kjördæmi. Líka er á það að líta að
það þarf að tryggja vandvirkni í lagasetn-
ingu, en í þeim efnum hafa mistök aukist
mikið síðan efri og neðri deild voru samein-
aðar. Ur þessu mætti að talsverðu leyti
bæta með því að taka tvískiptingu Banda-
ríkjaþings til fyrirmyndar svo að betur
verði vandað til löggjafar.
í öðru lagi er óþarfi að stækka kjördæm-
in til þess að að tryggja flokkunum þing-
sæti í báðum deildum þingsins í hlutfalli við
samanlögð atkvæði á landinu, en hér á eftir
mun ég lýsa hvernig hægt er að gera þetta
með sérstakri útfærslu á hlutfallskosning-
um, án jöfnunarsæta og án þess að stækka
kjördæmin. Með þessu dreifast þingmenn-
irnir eins jafnt út um landið og með því að
hafa kjördæmin stærri, eða jafnvel betur,
enda er munur á fólksfjölda kjördæmanna
miklu minni að tiltölu hér en í Bandaríkjun-
um. Sveitarstjórnir hafa líka lagað samstarf
sitt um stjórnsýslu mjög eftir kjördæma-
skipuninni og það er óheppilegt og óþarft
að raska því skipulagi.
í þriðja lagi þarf að tryggja með kosn-
ingalögum að konur fái jafn mörg þingsæti
og karlar. Þó að konur séu ekki yfírlýstur
sérstakur stjórnmálaflokkur er ekki óvið-
eigandi í kosningalögum að gefa þeim rétt á
við flokkana með því að tryggja þeim þing-
sæti í hlutfalli við fjölda þeirra í landinu.
Það er hægt, en krefst vissulega nokkurra
frávika frá úrslitum hlutfallskosninga, eins
og tíðkast til að tryggja flokkum réttlátan
þingsætafjölda. Kjördæmanefndin fjallar
um þetta mál en setur ekki fram neina full-
nægjandi lausn á því. Eiga konur ekki for-
mælendur, eða hvað?
í fjórða lagi mætti athuga hvort ekki er
rétt að ætla kjósendum beinlínis að raða
frambjóðendum á þeim lista sem þeir kjósa,
svo sem í þrjú efstu sætin. I frumvarps-
drögum kjördæmanefndar er tæpt á þessu
máli en ekki gerð nein viðunandi tillaga.
Það mál þarf að kanna og leysa miklu bet-
ur.
I fimmta lagi hafa sumir stungið upp á
því að efna til sérstaks stjórnlagaþings til
að fara með mál af þessu tagi, því að flokk-
ar og þingmenn þeirra séu vanhæfír til
slíkra verka. Líka mætti hugsa sér að sam-
komulag þyrfti að verða milli stjórnlaga-
þings og Alþingis um slíka lagasetningu.
Þetta er vandasamt en má gjarnan athuga.
Sérstök útfærsla hlútfallskosninga til að
tryggja sanngjarnan rétt byggðarlaganna,
vandvirkni í þingstörfum, flokkunum rétt-
látan þingsætafjölda og konum jafn mörg
þingsæti og körlum gæti þá verið þessi:
Kjördæmaskipun verði óbreytt, en þing-
inu skipt í neðri og efri deild. Fyrst er
ákveðið hvað margir þingmenn í hvorri
deild koma úr hverju kjördæmi. Til dæmis
gæti 47 þingsætum verið skipt á kjördæmin
til neðri deildar, nákvæmlega í hlutfalli við
nýlegan kjósendafjölda í kjördæmunum, en
til efri deildar kæmu tvö þingsæti úr hverju
kjördæmi, samtals 63 í báðum deildum. Að
kosningum loknum er öllum þingsætum
deildarinnar raðað á flokkana samkvæmt
útreikningi hlutfallskosninga; til dæmis
gæti sjálfstæðismaður reynst vera í fyi-sta
sæti, framsóknarmaður í öðru o.s.frv. Þá er
gengið á röð þingsætanna og hverju þeirra
úthlutað til tiltekins frambjóðanda. Þegar
til dæmis er úthlutað þingsæti sem Fram-
sóknarflokkur á rétt á, hlýtur það sá fram-
bjóðandi hans sem hefur fengið flest at-
kvæði í öllum þeim kjördæmum sem ekki
er orðið fullskipað í. Atkvæði frambjóðenda
eru þá reiknuð í hverju kjördæmi sam-
kvæmt aðferð hlutfallskosninga. Þó er gerð
sú undantekning að ef konum hefur þegar
verið úthlutað helmingi þeirra sæta sem
flokkurinn fær í deildinni, koma aðeins
karlar til greina í þau sæti sem eftir er að
úthluta flokknum. A sama hátt koma konur
aðeins til greina í þau sæti sem eftir er að
fylla þegai- körlum hefur verið úthlutað
helmingi þeirra sæta sem flokkurinn fær í
deildinni. Þannig er haldið áfram með hvert
sæti uns deildin er orðin fullskipuð. Víst má
benda á agnúa á þessu einfalda kerfi, en ég
tel þá ærið smáa þegar gætt er að þeim
réttlátu hlutföllum sem það veitir stjórn-
málaflokkum, kynjum og landshlutum á Al-
þingi. Allt þetta ber þó að athuga vel.
En aðalatriðið er að ég tel óhyggilegt að
knýja kjördæmamálið sem nú liggur fyrir í
gegnum þetta síðasta þing kjörtímabilsins
án þess að taka tillit til þeirra álitamála
sem ég hef nefnt og vafalaust ýmissa ann-
arra. Ef aðeins eitt sjónarmið er aðallega
haft í huga við breytingar sem þessar getur
það líka torveldað lausn annarra vanda-
mála, seinkað því jafnvel um 10-20 ár að
sanngjörn þátttaka kvenna á Alþingi verði
tryggð. Hér þarf því miklu meiri og betri
undirbúning, og má gjarnan minnast þess
hvað gagnagrunnsfrumvarpið hefur notið
góðs af því að um það var leyfð meiri um-
ræða en til stóð í upphafi.
PÁLL BERGÞÓRSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 3