Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Qupperneq 5
HVITÁRVELLIR í Borgarfirði. Steinhúsið var íbúðarhús barónsins. BARÓNSFJÓSIÐ í Reykjavík, fyrsta steinsteypta húsið sem byggt var í Reykjavík. BÖÐVARSHÚS á Akranesi. Baróninn vildi fá Böðvar Þorvaldsson kaupmann með sér í stórút- gerð, en svo fór að Böðvar hafnaði því. Englandi hitti hann mann sem kveikti í hon- um kjarkinn á ný. Maðurinn, sem reyndar mun hafa verið Einar Benediktsson skáld, sagði honum frá eyju norður í höfum þar sem ónotuð væru gjörsamlega auðæfi lands og sjávar. Þá rifjaðist upp íyrir baróninum mynd af þessu landi, sem hann hafði augum litið mörgum árum fyrr, er hann sigldi norður í höf að sumarlagi á skemmtiferðaskipi. Þarna var ónotað tækifæri til að endurheimta glat- aða fjármuni. Er ekki að orðlengja það frekar að ný áform vöknuðu. Fjölskylda hans kom til hjálpar og sendi honum mikla peninga. Hélt hann síðan til íslands og vakti strax athygli fyrir glæsimennsku og höfðinglegt yfir- bragð. Leið okkar liggur aftur að Hvítárvöllum og málum barónsins þar. Þrátt fyrir góðan að- búnað á staðnum kom gamla þunglyndið og eirðarleysið yfir hann þegar haustið gekk í garð. Hann dvaldi langtímum einn í stofu sinni, en þess á milli ræddi hann helst við Ric- hard Lechner frænda sinn. Það var helst að Richard gæti eitthvað létt honum í skapi og virtist hann alltaf hressari eftir samræður við hann. Þegar skammt var liðið á haustið ákvað hann að fara til Reykjavíkur. Voru hestar sóttir og búnir til ferðar. Haldið var sem leið lá út með Hafnarfjalli yfir ósana milli Lækjar- ness og Arkarlækjarness, síðan fjörurnar til Akraness. Þaðan var leigður bátur til Reykja- víkur. Á þennan hátt ferðaðist baróninn fyrsta árið alloft til Reykjavíkur og lét þá senda sér hesta á Akranes, þegar heim var haldið. Þótt undarlegt kunni að virðast með mann sem kominn var úr svo gjörólíku umhverfi virtist baróninn vel að sér í málefnum land- búnaðarins. Kom þar til fjölþætt menntun hans og eðlisgreind. Hann hafði kynnt sér vandlega það helsta sem varðaði íslenskan landbúnað og sett sig allvel inn í aðstæður. Hins vegar voru hugmyndir hans sjálfs tölu- vert langt frá raunveruleikanum. Ein þeirra var stofnun mjólkurbús í Reykjavík sem fyrr var nefnt. Hann lét ekki sitja við orðin ein og hófst handa um bygg- ingu á 40 kúa fjósi. Fékk það nafn af honum og var í daglegu tali nefnt Barónsfjósið og stígurinn meðfram því Barónsstígur. Þegar fjósið var fullbyggt mun hafa verið komið tómahljóð í budduna og engir peningar til að kaupa kýrnar. Seldi hann þá allt sauðféð á Hvítárvöllum og gerði út menn til þess að kaupa kýr fyrir andvirðið. Var sá leiðangur gerður upp í Mosfellssveit og austur í Árnes- sýslu. Gekk á ýmsu, því að kýr voru ekki á lausu. Loks tókst þó að skrapa saman 20 kýr. Reyndust þær illa og voru margar hálfgerðar „stritlur". Hugmynd barónsins var að selja mjólkina í Reykjavík á veturna og hafa kýrnar þar, en á sumrin ætlaði hann að hafa kýrnar á Hvítár- völlum og vinna smjör, skyr og osta úr mjólk- inni. Heyið ætlaði hann að flytja sjóleiðis frá Hvítár'völlum til Reykjavíkur. Til þeirra flutn- inga keypti hann lítinn gufubát sem hann nefndi „Hvítá“, einnig flutningapramma sem Hvítáin átti að draga til Reykjavíkur og flytja heyið í barónsfjósið í Reykjavík. En þessar framkvæmdir komu við pyngj- una. Fjósið kostaði fullbúið 16-20 þúsund krónur. Gufubáturinn og pramminn 15 þús- und krónur. Það er því augljóst að stofnkostn- aður var gífurlegur. En annað verra var í að- sigi. Dæmið gekk ekki upp. Mjólkurverð í Reykjavík var þá 15 aurar á lítra. Kýrnar mjólkuðu lítið og heyöflunin og flutningarnir frá Hvítárvöllum nægðu engan veginn fyrir kúabúið. Þess vegna þurfti að kaupa hey í ná- grenni Reykjavíkur. Eins og sést af framansögðu gekk á ýmsu með kúabúskapinn og mjólkursöluna í Reykjavík. Flutti hann því kýrnar að Hvítár- völlum. Nú ætlaði baróninn að setja upp rjómabú þar. Um þessar mundir var mikil umræða um nauðsyn þess að taka upp vöru- vöndun á mjólkurafurðum. Smjör hafði lengi verið útflutningsvara, en mikið skorti á um gæðin. Danskur mjólkurfræðingur, Hans Grönfeldt, var þá nýkominn til landsins, og hafði verið fenginn til þess að koma á fót mjólkurskóla á Hvanneyri. Baróninn hafði engan kotbúskap í huga á þessu sviði fremur en öðrum. Hann keypti bestu fáanlegar vélar og fór síðan að svipast um eftir stúlku, sem gæti rekið rjómabú á he'msmælikvarða, minna mátti það ekki vera á þeim bænum. Þegar hér var komið sögu hafði Helga Björnsdóttir frá Svarfhóli í Stafholtstungum nýlokið námi frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík, sem Elín Briem starfrækti af miklum myndarskap. Hún hafði séð baróninn á fínu balli í Reykjavík. í viðtali við kvenna- blaðið 19. júní segir hún um það: „Ég komst á eitt geysifínt embættismanna- ball á Hótei ísland, af því að ég bjó í svona fínu húsi. Þar komu Hannes Hafstein og frú Ragnheiður. Hún var í gulum silkikjól skósíð- um, og aldrei í þau sjötíu ár sem síðan eru lið- in hef ég séð eins glæsileg hjón. Töfrandi fal- legur franskur barón lék á celló fyrir dansi. Það hljóðfæri hafði ekki þekkst hér fyrr.“ (Tilvitnun lýkur) Helga Björnsdóttir átti eftir að kynnast betur þessum „töfrandi fallega barón“ . Hún var þá orðin bústýra hjá Jóhanni bróður sín- um í Bakkakoti (sem síðar varð Hvítárbakki og er næstnæsti bær við Hvítárvelli). Hún varð undrandi einn dag í janúar 1901, þegar Jóhann bróðir hennar kom heim og sagði: „Heldurðu að þú viljir verða rjómabústýra? Baróninn vill kosta þig á mjólkurskólann á Hvanneyri, ef þú vilt síðan taka að þér mjólk- urvinnslu hjá honum." - Og það varð að ráði. Helga segir síðan frá því að hún hafi fengið inni á heimavistinni hjá Hirti Snorrasyni skólastjóra og konu hans Ragnheiði Torfa- dóttur. Kennari var Hans Grönfeldt eins og áður er getið. Helga heldur áfram: „Hann var mikill sómamaður og ferðaoist um til að leiðbeina bændum. Við lærðum að mæla hitastig og fitumagn og allt mögulegt nema skyrgerð, hana kunni ég heiman frá Svarfhóli. Enda þótt tónlistin skipaði svo verðugan sess í lífi barónsins gegndi öðru máli um hið veraldlega gengi. Öll önnur störf hans virtust dæmd til að mistakast. Hann var því oft dap- ur og niðurdreginn og leitaði til vina sinna um stuðning. Var þá gott að ræða við frú Valgerði og Einar Benediktsson, sem aldrei missti kjarkinn þótt á móti blési um sinn og sá alltaf ný tækifæri ef eitthvað mistókst. Vinátta þeirra og samskipti voru mikil. Dvaldi baróninn oft hjá þeim hjónum þegar hann var í Reykjavík, enda þótt hann ætti sjálfur ágætt hús að Laugavegi 90. Hann bauð þeim að koma með Hvítánni heim að Hvítárvöllum um sumarið. Um þessa ferð má lesa í endurminningum frú Valgerðar: „Á fyrsta hjúskaparári okkar var okkur boðið í heimsókn til barónsins á Hvítárvöllum, og get ég þess hér vegna þess að upp úr þeirri för varð til kvæðabálkur Einars Hauga- eldur ... Baróninn sendi Hvítána eftir okkur og sigldum við alla leið frá Reykjavík og heim að túni hjá honum. Komum við upp í Borgar- fjörð fyrir fótaferðatíma, sigldum inn fjörðinn og upp eftir ánni í morgundýrð sumarsólar- innar í kyrru og lognblíðu veðri. Landbúnaðarhugmyndirnar höfðu allai- mistekist. Nú skyldi reynt við útgerðina. Það var vor í lofti árið 1901. Á Lambhúsasundi við Akranes vaggaði forvitnilegt fley og speglað- ist í lognkyrrum sjónum. Framan við verslun Böðvars Þorvaldssonar stóð fólk og virti fyrir sér farkostinn. Aðkomumaður spurði við- stadda hvaða skip væri þar við festar. Heima- menn upplýstu þann aðkomna og tjáðu hon- um að það væri Hvítáin, sem hefði komið nokkrum sinnum áður á Lambhúsasund. Bar- óninn ætti erindi við Böðvar kaupmann. Eng- inn vissi um erindi hans, en sumir töldu að rætt væri um stórútgerð. Slíkt var ekki óþekkt á Akranesi. Skömmu áður hafði Thor Jensen tekið þátt í Vídalínsútgerðinni sem fór á hausinn. Menn skiptust á skoðunum og sýndist sitt hverjum. Sumir töldu að baróninn myndi gera stóra hluti ef hann fengi leyfi yfirvalda til þess að veiða í landhelginni, öðrum þótti lítil von til þess. Fram til þessa hefði allt misheppnast sem baróninn hefði komið nálægt. Inni í stofu kaupmannsins sátu þeir á tali Böðvar og baróninn. Hann lagði fast að Böðvari að leggja fé í fyrirhugaða stórútgerð sem hann hafði á prjónunum. Togararnir áttu að vera 16-20 talsins. Gróðinn var borðleggj- andi. Þótti honum undarlegt hve Böðvar var fastheldinn á fjáiTnuni sína og ófús að leggja peninga í þetta glæsilega fyrirtæki. Tjáði hann Böðvari að þetta yrði í síðasta sinn sem hann heimsækti hann þessara erinda. Útgerð- in yrði þá rekin án hans og þyrfti hann ekki að vænta viðskipta við hana. Lauk þannig fundi þeirra að baróninn kvaddi, án þess að fá svar frá Böðvari. Var hann fluttur um borð í „Hvítána“, sem hélt rakleiðis til Reykjavíkur. Skömmu síðar birti baróninn langa grein í ísafold um togaraútgerðina. Guðlaugur Guðmundsson alþingismaður bar fram frumvarp á alþingi um þessar veiðar hinnar nýju útgerðar í landhelgi. Eftir langar umræður í þinginu var frumvarpið fellt með jöfnum atkvæðum 10:10. Það bendir til þess að þrátt fyrir allt hafi margir trúað á barón- inn og fífldjarfar hugmyndir hans. Um þessar mundir dvaldi baróninn í London. Þegar hann fór utan taldi hann ör- uggt að frumvarp Guðlaugs Guðmundssonar yrði samþykkt. Var hann önnum kafinn að reyna að sannfæra þarlenda fjármálamenn um hinn auðfengna gróða af togaraútgerð við Is- landsstrendur. Þrátt fyrir mikinn sannfæring- arkraft virðist honum hafa orðið lítið ágengt. Hann var staddur á hótelinu í London að kvöldi dags þegar hann fékk fréttimar frá ís- landi um afgreiðslu frumvarpsins. Honum var mjög brugðið, en reyndi að halda ró sinni í annarra augsýn. Dvaldi hann enn um skeið í hótelinu og hugsaði sitt ráð. Virtist honum fokið í flest skjól. Hann var peningalaus og ekkert virtist framundan annað en skulda- fangelsi. Loks var svo komið að morgun einn pantaði hann vagn að hótelinu. Kvaðst hann ætla í stutta ferð til Parísar og Vínarborgar. Lét hann aka sér á járnbrautarstöðina og kom sér fyrir í einkaklefa í fyrsta farrýmisvagni. Lestin hélt af stað frá brautarstöðinni sam- kvæmt áætlun. Um miðjan dag töldu hjón í næsta klefa sig hafa heyrt skothvell. Hringdu þau á lestarþjón og sögðu frá því sem þau höfðu heyrt. Strax var reynt að opna klefann, en hurðin var læst. Var þá brugðið á það ráð að sprengja upp hurðina. Blasti við hroðaleg sjón. Baróninn var einn í klefanum, látinn. Hann hafði skotið sig með skammbyssu og látist samstundis. Enda þótt örlög hins franska gests hafi orð- ið svo hörmuleg sem raun varð á, þá varð koma hans hingað til lands mikil hvatning til dáða fyrir þá sem honum kynntust. Það var ekki aðeins að stórhugur hans í íslenskum at- vinnuvegum hvetti fleiri til dáða, heldur jók hann einnig áhuga fólks á tónlist, sem hann unni sjálfur svo mjög. Þá má einnig nefna blóma- og trjárækt hans sem varð öðrum hvatning til að fegra garða sína og umhverfi húsa. Þessi stórhuga listamaður og brautryðjandi bar ekki gæfu til að njóta sjálfur uppskeru af hugmyndum sínum, en fullvíst má telja að koma hans hingað hafi orðið öðrum hvatning og rutt brautina til framfara. Heimildir: Árni Óla, Lesbók Morgunblaðsins 5. janúar 1936. Tómas Guðmundsson: Undir hauststjörnum. Sigurður Þórólfsson: Gamlar minningar 1925. Ólafur B. Björnsson: Saga Akraness 11957. Helga Bjömsdóttir: Kvennablaðið 19. júní. Sagnir og munnmæU í Borgarfirði. Höfundurinn er bókaútgefandi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.