Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Side 6
ANNA Eyjóifsdóttir og Sigrid Valtingojer sýndu í Galleri Krebsen í Studiestræde. í SÍVALATURNINUM sýna glerlistamenn og í þeim hópi er Pía Rakel Sverrisdóttir. LANDSLAGSFORM OG TEIKNIMYNDAFlGÚRUR Á NÝAFSTAÐINNI haustsýningu í „Den frie“ átti Jón Garðar Henrysson mynd. íslendingar hafg komið við sögu á þremur listsýningum í Kaupmannahöfn, eins og SIGRUN DAVIÐSDÓTTIR rekur hér á eftir. GLER, herðatré, æting, litir og strigi er uppistaðan í listaverkum nokkurra ís- lenskra listamanna, sem sýna um þessar mundir eða hafa nýlega verið á sýningum í Kaupmanna- höfn. í Sívalatuminum stendur yfir sýning glerlistamanna og í þeim hópi er Pía Rakel Sverrisdóttir. I Galleri Krebsen í Studiestræde sýna þær Anna Eyj- | ólfsdóttir og Sigrid Valtingojer og á nýafstað- inni haustsýningu í „Den frie“ átti Jón Garðar Henrysson mynd. Gler og jökull: fljófandi efni „Glerið er á floti eins og jökullinn," segir Pía í Rakel Sverrisdóttir, þegar hún lýsir verkinu j sínu, „en hvort tveggja fer svo hægt að hreyf- ingin sést varla. Þess vegna fannst mér upp- lagt að vinna þessa hugmynd í gler.“ Verkið heitir „Jökulskrið“ og er í tveimur hlutum. Annai's vegar eru glerplötur uppi á vegg, hins : vegar glerbrot á steinsteypuflögum, sem liggja á gólfinu. Hugmyndina segist Pía Rakel hafa fengið eftir að hún sá myndbönd frá gosinu í Vatna- jökli, „svo verkið er alíslenskt," bætir hún við. „Innblásturinn er alíslenskur, ís, Norðurljós og : goðafræði." En því fylgja einnig ýmsar hugs- ; anir. „Jökullinn á sér langa sögu að baki og það á ég líka, eins og sérhvert okkar, svo ég les ættarsögu mína í gamla sögu jökulsins, eins og kemur í ljós er betur er að gáð í glerið.“ Og mikið rétt. Sé rýnt í glerið koma í ljós rúnir, ristur og aðrar minningar, leifar af gróðri og grjóti, sem jökullinn ber með sér. Birtan á norðurslóðum er Píu Rakel einnig hugleikin. „Ljósbrotið á íslandi er öðru vísi en þegar sunnar dregur. Birtan er önnur og þá koma aðrir litir fram. Það er þetta litróf, sem ég leit- ast við að ná.“ Pía Rakel hefur lengi unnið með gluggagler og kannað möguleika þess. Þetta verk er einnig unnið í slíkt gler. Glerplöturnar leggur hún yfir gipsplötur, sem hún hefur mótað, bæt- ir í glerið málmi og litum og brennir í ofni, svo glerið tekur lögun gipsplatnanna og dregur í sig litina og málminn. Og þar sem verkið er svo innblásið íslensku landslagi, eins og reyndar verk hennar yfirleitt, þarf síst að undra að hún vildi gjaman fá tækifæri til að sýna það á Is- landi, en síðast sýndi hún þar 1996 í Norræna húsinu. Auk þess að vinna listaverk í gler sinnir Pía Rakel einnig samvinnu við arkitekta, bæði í Danmörku og á íslandi um að nýta gler í bygg- ingar. Keppikefli hennar er að list sé ekki að- eins keypt inn í nýbyggingar eftir að þær hafa verið hannaðar og byggðar, heldur séu lista; verk unnin í húsin um leið og þau eru hönnuð. í húsi Pharmaco í Garðabæ vann hún glerverk í samvinnu við Tryggva Tryggvason arkitekt og í Danmörku hefur hún unnið með arkitektum við nýbyggingar. Nú er í augsýn að hún vinni með arkitektum að endurnýjun gamalla húsa á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Vírherðalré og islenskt víravirlci Galleri Krebsen í Studiestræde hefur sýnt ís- lenskri list sérstakan áhuga. Sýning þeirra Sigrid Valtingojer grafíklistamanns og Önnu Eyjólfsdóttur myndhöggvara er nýjasta dæm- ið um þann áhuga. Vart er hægt að hugsa sér skemmtilegra sýningarhúsnæði en þessa gömlu byggingu í bakgarðinum við Studie- stræde. Þær Sigrid og Anna hafa ekki áður verið með sýningu saman. Af ásettu ráði segj- ast þær láta verkin standa saman, en taka ekki hvor sína hæðina undir sig. „En þó við höfum séð þennan möguleika kom það okkur samt skemmtilega á óvart hvað verkin ganga vel saman saman,“ segir Sigrid. Og Anna bætir við að þó þær hafi ekki skipulagt sýninguna saman sé fundur þeirra nú heldur engin tilviljun. A sýningunni sýnir Anna verk, unnin úr málmherðatrjám, sem hún vinnur margvísleg mynstur úr, oft beint á vegginn. Hún segist sjá verk sín sem nokkurs konar mynsturgerð, „en ég er skúlptúristi, svo mér lætur betur að reyna að fá þrívídd í forrnið." Þar vísar hún til þess að herðatrjánum er ekki aðeins raðað beint á vegginn, heldur standa einnig út, sem gefur verkunum þrívítt skúlptúrform. Herðatré eru kannski ekki það fyrsta, sem óvönum dettur í hug þegar listaverk eru ann- ars vegar, en í meðferð Önnu verður efniviður- inn sjálfsagt viðfangsefni. „Ég hef verið að leika mér að því að raða herðatrjám undanfar- in tíu ár,“ segir Anna glettnislega. „Að vissu leyti er þessi vinna mín eins og nokkurs konar sldssur. Sum verkanna eru skissur stærri verka.“ Um innblásturinn segir Anna að hún geti því miður ekki sagt að hún fái uppljómun af að horfa á Vatnajökul. „Hins vegar tek ég eftir því að ég hef landslag á einhvern hátt í huga.“ Og mikið rétt. í verkurn hennar gætir víða náttúruforma. Mynstrin leiða hugann að ís- lenskri mynsturhefð. „Mér hefur verið bent á að vírherðatrén minni á íslenska víravirkishefð og kannski er eitthvað til í því,“ segir hún hugsi. Herðatrésverkin eru aðeins hluti af verkvali Önnu. Venjulega vinnur hún verk allólík þeim, oftast stór tréverk, sem reyndar eru mjög náttúrutengd, segir hún. Hún lærði á sínum tíma tréskurð og hefur fengist við hann í verk- um sínum. „Aðrir sjá kannski skyldleik verk- anna, sem ég vinn í herðatré og svo hinna sem ég vinn í tré,“ bætir hún við. Anna er skorarstjóri í skúlptúrdeild Mynd- lista- og handíðaskólans, auk þess að leggja stund á listina. Víraverkin hennar voru síðast sýnd á Kanaríeyjum og í tveimur borgum á Spáni, þar sem eyjarskeggjar víða að sýndu verk sín. Stöðugt á ferð „Öll mín verk eru unnin út frá landslagi," segir Sigrid Valtingojer, sem er þýsk eins og kunnugt er; fædd og uppalin í Þýskalandi. En það var á Islandi sem hún fæddist sem lista- maður og þar lærði hún einnig. „Þó að verkin mín séu út í abstrakt, þá skín alltaf í gegn að landslagið er mín inspírasjón. Ég fæ inspíra- sjón bara með því að horfa á Esjuna, horfa út um gluggann,“ segir hún. En fallega unnar grafíkmyndir Sigrid krefj- ast meira en innblástursins eins. „Handverkið hefur mikið að segja,“ undii'strikar hún. „I byrjun vann ég mest með ætingu og akvatintu, en það er langt síðan ég fór að fara út í liti og þá fannst mér ristur gefa meiri möguleika. Núna er ég aftur að hverfa þangað sem ég byrjaði, er með dempaðri liti. Mér finnst eins og ég fari svolítið í hringi." Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá ganga hliðstæð þríhymingslaga form bæði í gegnum verk Önnu og Sigrid, þó efniviður og útfærsla sé önnur. Kannski er það landslagið, sem spilar hér inn á óræðan hátt. Sigrid segist gjarnan vinna út frá hinu sýnilega, út frá landslagi. „Með stöðugri athugun minni á landslagi hef ég tileinkað mér viss form, sem eru orðin mér tákn, þó þau séu abstrakt. Þessi tákn eru orðin myndmál mitt,“ segir hún. „Það er hringrás í þessu. Ætli ég sé ekki stöðugt á ferð.“ Sigrid hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af sýningum erlendis. Nú síðast var hún með á sýningu í Japan, þar sem hún hefur bæði sýnt og dvalið áður. Endurreisn teikni- myndafígúranna Teiknimyndafígúra á bakgrunni, sem leiðir hugann að myndum endurreisnartímans var ein verkanna á haustsýningunni í „Den Frie“, sýningarsalnum við Austurport. Myndin er eft- ir Jón Garðar Henrysson, sem hefur tekið listamannasnafnið Agoj, enda ekki auðvelt að heita Jón Garðar á danskri tungu. Allir geta sent inn, en dómnefnd velur úr. í þetta sinn sendu 850 listamenn inn fjögur þúsund verk, en eftir grisjun dómnefndar voru eftir tæplega 300 verk eftir 130 listamenn. I myndaskránni eru nýliðar merktir sérstaklega og Jón Garðar er í hópi þeirra. Haustsýningin er einn helsti listviðburður borgarinnar og hlýtur því alltaf mikla athygli og aðsókn. I umfjöllun í Infoimation gerir Lis- bet Bonde mynd Jóns Garðars góð skil, segist vilja halda sérstaklega á lofti mynd nýgræð- ingsins Agoj Henrysson. Myndin sé full af skopskyni og skemmtilegum uppátækjum. Með tilvísun til klassískrar skírskotunar mynd- arinnar megi segja að hefðin lengi lifi. Jón Garðar lauk Myndlista- og handíðaskól- anum 1991 og hefur fengist við að mála síðan. Hann hefur búið í Kaupmannahöfn í tvö ár og tíminn farið í að koma sér fyrir og ná áttum, auk þess sem hann stundar listina af krafti. Þátttakan er haustsýningunni er liður í við- leitninni til að koma sér á framfæri í Dan- mörku. Listamaðurinn segist hafa fengist við mis- munandi form hingað til, svo sem ljósmyndun og klippimyndir. Undanfarið hefur hann unnið að því að einfalda formin enn frekar og komið sér niður á að það er leikur með línur og liti, sem höfðar mest til hans, auk þess að segja sögu. Þar kemur teiknimyndastíllinn einnig til sögunnar. Með endurreisnarbakgrunni og teikni- myndafígúru, sem er með litabakka sem bol, pensil í stað fóta og blýant á höfðinu er skírskotunin til sjálfrar myndlistarinnar sterk. „List er eilíf endurspeglun fyrri tíma listar," segir Jón Garðar. „Menn hafa alltaf horft aftur í list. Sjálfur horfi ég mest á málverkið, sem mér fmnst alls ekki vera dautt, eins og oft er haldið fram, heldur enn vera nothæft sem tján- ingarmáti.“ En auk þess að horfa aftur til fyrri tíma list- ar vísar Jón Garðar í teiknimyndastfl. „Teikni- myndastíllinn er nútíma tjáningarform,“ segir hann. „Eg er einnig upptekinn af klisjum. Teiknimyndastfllinn er klisja, sem er mjög not- hæf til að ná sambandi við áhorfendur, enda er það leikur, sem mikið hefur verið notaður á þessum áratug.“ Jón Garðar fæst einnig við myndverk af öðr- um toga, sem hann kallar Myndabók mann- legra dýra í litum og er ímynduð bók. Verkið er skírskotun til Myndabókar dýranna í litum, sem hann átti sem krakki. A þeim tíma var lítið um myndabækur í litum og bókin snart því hugmyndaflug hans, eins og dýr almennt og náttúran gera enn. Hvað bókin hans Jóns Garðars ber í sér á enn eftir að koma í Ijós. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.