Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Page 8
,, ÞETTA LIÐUR LIKA
TIME AND THE WATER
POSTWAR POETRY
TRANS
■i&_________________"—
„TÍMINN og vatnið" - íslensk nútímaljóðlist á kínversku. Steinn Steinarr á kápu bókarinnar.
Kínverskur hugsunarháttur beinist fremur að því sem er
sameiginlegt, og umfram allt leggur hann áherslu á að
allt sé í sífelldri þróun, lífið sé látlaus barátta and-
stæðna. Þetta endurspeglast hvarvetna í afstöðu Kín-
verja til umhverfisins.
EFTIR
SIGURÐ A. MAGNÚSSON
ERINDI mitt til Peking var að
taka þátt í að kynna sýnisbók ís-
lenskrar ljóðlistar, sem var ný-
komin út á kínversku, og halda
fyrirlestra við tvo helstu háskóla
borgarinnar, sem Ólafur Egilsson
sendiherra hafði haft milligöngu
um.
Kynningin var haldin á heimili sendiherra-
hjónanna. Meðal boðsgesta voru fréttamenn
frá bókmenntatímaritum, dagblöðum og ljós-
vakamiðlum ásamt fulltrúum rithöfundasam-
taka, útgefenda og ráðuneyta, samtals um 30
manns. Einn í hópnum var Lin Hua, fyrrver-
andi starfsmaður kínverska sendiráðsins í
Reylgavík, sem nýlega hefur samið bók um
noiTæna goðafræði. Sendiherrann bauð gesti
velkomna og rakti í stuttu máli nýlega „menn-
ingarinnrás" Islendinga í Kína með málverka-
sýningum í Hong Kong og Peking, tónleika-
haldi íslenskra hljóðfæraleikara í ýmsum borg-
um, óperu Atla Heimis Sveinssonar og Sigurð-
ar Pálssonar, söng Kristjáns Jóhannssonar í
„Turandot“ og nú síðast sýnisbók íslenskrar
nútímaljóðlistar, sem bæri heitið „Tíminn og
vatnið“.
Þvínæst rakti ég stuttlega tildrög þess að ég
var viðriðinn kínversku sýnisbókina. Skáldið
Dong Jiping hefði lesið þýðingar mínar í „The
Postwar Poetry of Iceland“ (1982), þegar hann
var staddur í Iowa haustið 1993, og afráðið að
snúa ljóðunum á kínversku að fengnum leyfum
höfunda og þýðanda. Ólafur Egilsson, sem þá
var sendiherra í Kaupmannahöfn, hefði komið
Dong í samband við mig, og næstu þrjú árin
hefðum við unnið saman að því að afla leyfa og
auka við safnið ljóðum eftir yngri skáld. Niður-
staðan væri sýnisbók með 226 ljóðum eftir 37
skáld.
Dong Jiping greindi síðan frá þriggja ára
þýðingarstarfí sínu og kvaðst staðráðinn í að
halda áfram að snúa íslenskum bókmenntum á
kínversku, Ijóðum jafnt sem skáldsögum. ís-
lenskar bókmenntir ættu tvímælalaust erindi
við kínverska lesendur, og markaðurinn væri
vissulega stór. Loks tók útgefandinn, Li Baój-
un, til máls og kvað upplag sýnisbókarinnar
vera 3.000 eintök, en hann væri sannfærður um
að önnur útgáfa, aukin og endurbætt, liti dags-
ins Ijós innan fárra ára. „Tíminn og vatnið“
væri fyrsta bindi í bókaflokki sem bæri heitið
„Sígild ljóðlist á 20stu öld“.
Háskólafyrirlestrar
Daginn eftir fylgdu Ragnar Baldursson og
kínversk starfsstúlka íslenska sendiráðsins
mér í háskólana tvo. Sá fyrri var Alþýðuhá-
skólinn í Peking, sem stofnaður var eftir valda-
töku kommúnista og er til húsa í gríðarstórri
og dálítið vanhirtri byggingu í miðborginni.
Þar ku stúdentar vera um 10.000 talsins, sem
er aðeins lítið brot þeirra sem sækja um skóla-
vist. Ragnar tjáði mér að einungis um 1%
þeirra sem ljúka menntaskólanámi gæti ^gert
sér vonir um að fá inngöngu í háskóla. í Al-
þýðuháskólanum stunda sex íslendingar nám,
en einungis einn þeirra sótti fyrirlesturinn
ásamt kínverskri unnustu sinni, bóndasonur úr
Húnavatnssýslu, Magnús Bjömsson, og talaði
kínverskuna áreynslulaust.
Á móti okkur tók deildarforseti sagnfræði-
deildar, dr. Shian Li, kvikur maður og
geislandi af eldlegum áhuga. Áheyrendur voru
um 40 talsins, mestanpart kvenfólk. Fyrirlest-
urinn fjallaði um landafundi norrænna manna
á víkingaöld, fundi Islands, Grænlands og Vín-
lands, og var fluttur á ensku. En meðþví
enskukunnátta viðstaddra var ærið misjöfn
flutti deildarforsetinn stutta samantekt sem
Ragnar sagði að verið hefði meistaralega gagn-
orð. Hitt kom mér í opna skjöldu, að Shian Li
fór þess á leit að fá fyrirlesturinn til birtingar í
helsta sagnfræðitímariti landsins. Hann kvað
fyrirlesturinn vera þann nýstárlegasta, sem
fluttur hefði verið í sagnfræðideildinni, og
verðskulda að koma fyrir augu sagnfræðinga
vítt og breitt um landið.
Eftir langar umræður um efnið var íslend-
ingunum boðið til hádegisverðar í einum af
matsölum Alþýðuháskólans ásamt nokkrum
völdum Kínverjum. Þar var samræðum um
landafundina haldið áfram.
Síðdegis fór Ragnar með okkur til hins
virðulega og sögufræga Pekingháskóla þarsem
hann stundaði nám fyrir tveimur áratugum
ásamt Hjörleifi Sveinbjömssyni og fleiri Is-
lendingum. Þar var aðkoman öll önnur og yfir-
bragðið snöggtum viðkunnanlegra. Skólahverf-
ið er víðáttumikill garður umgirtur háum múr-
um, gróðursæl og heillandi vin í kraðaki stór-
borgarinnar. Þar eru lygn stöðuvötn, viðivaxn-
ar hæðir, friðsælir skógarlundir, endalausir
göngustígar og sægur lítilla bygginga í klass-
ískum kínverskum stíl sem hýsa hinar ýmsu
deildir skólans. Við röltum um þennan unaðs-
reit einar tvær klukkustundir og Ragnar rifj-
aði upp með Ijúfsárum söknuði liðna tíð og ým-
is skemmtileg tiltæki þeirra félaga. Hvarvetna
meðfram göngustígum gat að líta stúdenta sem
sátu flötum beinum undir skuggsælum trjám,
niðursokknir í námsbækur.
Klukkan fjögur gengum við inní eitt litlu
húsanna í skuggsælu rjóðri og hittum fyrir
deildarforseta bókmennta- og menningardeild-
arinnar, dr. Meng Hua. Hann kynnti okkur
fyrir einum þijátíu stúdentum sem komnir
voru til að hlýða á mál mitt. Fyrirlesturinn
fjallaði um upptök og þróun íslenskrar menn-
ingar. í þetta sinn talaði ég blaðalaust og náði
góðu sambandi við stúdentana sem flestir
höfðu sæmilegt vald á enskri tungu og þurftu
margs að spyrja. Urðu umræður með köflum
fjörugar og einkar létt yfir samverunni.
Dr. Meng Hua bauð okkur ásamt tveimur
stúdentum til kvöldverðar í stórum og glæsi-
legum matsal skólans. Þar sátum við framm-
eftir kvöldi í góðu yfirlæti og höfðum kappnóg
umræðuefni.
Eilíf wmskipti
Við Ragnar áttum langar og fróðlegar sam-
ræður um þróun mála í Kína og umskiptin sem
orðið hafa á síðustu árum. Hann kvað breyt-
inguna sem orðið hefði á Peking, síðan hann
var þar við nám, vera ótrúlega. Fyrir tveimur
áratugum hefði mátt telja hótel í borginni á
fingrum sér, en nú væru þau legíó og mörg
þeirra dýrari og glæsilegri en gerist og gengur
í stórborgum heimsins. Samkeppni og mark-
aðshyggja væru orðnar allsráðandi í borgum
Kína, en þess bæri hinsvegar að gæta að 80%
þjóðarinnar byggju á landsbyggðinni þarsem
lífskjör væru miklum mun frumstæðari en í
borgunum. Kínverjar eru nú um 1.300 milljónir
talsins. Þeim fjölgar árlega um 20 milljónir,
þráttfyrir stranga takmörkun barneigna.
Sú spuming var áleitin, hvemig þetta víð-
lenda og fjölmenna ríki hefði staðið af sér
boðaföll og ágjafir sögunnar svo árþúsundum
skiptir. Ragnar átti fróðlega skýringu á því:
það er mikill munur á vestrænum og austræn-
um hugsunarhætti. Vestræn hugsun er sund-
urgreinandi, leggur áherslu á það sem ólíkt er
og hneigist jafnframt til endanlegra lausna.
Menn trúa gjarna á tiltekin kerfi sem leysi all-
an vanda. Marxismi og markaðshyggja em
dæmi um það. Kínverskur hugsunarháttur
beinist fremur að því sem er sameiginlegt, og
umfram allt leggur hann áherslu á að allt sé í
sífelldri þróun, lífið sé látlaus barátta and-
stæðna. Þetta endurspeglast hvarvetna í af-
stöðu Kínverja til umhverfisins. Jin og Jang
eru alstaðar að verki. Þetta eru grundvallar-
hugtök í taóisma, sem boðar að í alheiminum
séu sífellt að verki víxláhrif tveggja frumafla.
Annað er óvirka kvenlega aflið (Jin), hitt er
virka karllega aflið (Jang). Þótt öflin séu mót-
hverf era þau í rauninni samstæður og bæta
hvort annað upp.
Þessi mismunandi afstaða endurspeglast
líka í hugmyndafræðilegum deilum, til dæmis á
sínum tíma milli sovéski-a og kínverskra
kommúnista. I evrópskum marxisma var höf-
uðáhersla lögð á sögulega efnishyggju, sem er
að vissu leyti vélræn: þróunin mótast einungis
af efnahagslegum forsendum; móthverfur eru
ekki alltaf fyrir hendi, heldur spretta þær upp
og eru leystar. Kínverjar segja afturámóti að
móthverfur séu ævinlega fyrir hendi, Jin og
Jang séu jafnan að verki, og þessvegna sé allt í
látlausri þróun og breytingu. Þetta skýrir
sennilega að vissu marki það sem gerst hefur í
Kina að undanförnu. Kínveijai- eru miklu opn-
ari fyrir breytingum og nýjum hugsunarhætti
en til dæmis vestrænir marxistai-. Ef kenning-
ar vestrænna marxista stönguðust á við raun-
veruleikann, þá hrundi kerfið. Kínverskir
kommúnistar laga einfaldlega kenningar sínar
að raunveruleikanum og eru þá ekki endilega
marxistar, heldur bara Kínverjar. Þeir byggja
kommúnismann á kínverskum grunni. Þetta
kann að vera skýringin á því hversvegna al-
þjóðlegir hamborgarar og gosdrykkir, fatat-
íska og popptónlist hafa átt svo greiðan aðgang
að Kínverjum.
„Þetta líður líka hjá“ var kjörorð eða
lífsmottó Karenar Blixen. Hún hefur greini-
lega verið nákomnari austrænum en vestræn-
um hugsunarhætti!
Kunnur bandarískur fjármálajöfur lét svo
ummælt ekki alls fyrir löngu, að 19da öldin
hefði verið öld Breta, sú 20asta væri öld
Bandaríkjamanna, en 21sta öldin yrði öld Kín-
verja. Ýmislegt bendir til að hann hafi haft lög
að mæla. Breytingarnar sem orðið hafa á fram-
leiðsluháttum, mannlegum samskiptum og
þjóðfélagskerfinu í heild eru mun meiri og rót-
tækari en þær sem urðu við valdatöku komm-
únista árið 1949.
Ragnar benti á, að ýmsir þættir í stjómkerfi
kommúnista og þjóðfélagskerfinu, sem þeir
komu á, hefðu átt sér hliðstæður í eldri sögu
Kínverja. Stærstu fyrirtækjum landsins, sem
sum réðu tugi eða hundruð þúsunda manna í
vinnu, var stjórnað af erindrekum ríkisins og
embættismenn skipaðir af stjórninni í Peking.
Þeir vora skipaðir með hliðsjón af því, hve vel
þeir vora heima í hirium opinberu fræðum, sem
fyrram voru mótuð af Konfúsíusi og Laó-tse.
Þessari venju var haldið eftir valdatöku komm-
únista, nema nú var ríkisheimspekin marxísk.
Menn hrepptu háar og valdamiklar stöður í
krafti kunnáttu sinnar í marxískum fræðum,
en ekki vegna faglegrar hæfni. Forstjóri skipa-
smíðastöðvar eða járnnámu var með kenning-
arnar á hreinu, en hitt skipti minna máli hvort
hann hafði nokkurt vit á skipasmíðum eða
járnvinnslu.
Minnir þetta ekki dálítið á opinberar emb-
ættisveitingar á íslandi?
Mannréttindamál
Ólafur Egilsson tjáði mér að mannréttinda-
mál í Kína væra á réttri leið og aðild landsins
að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) væri í
sjónmáli. Markmið ríkisstjórnarinnar er að
verja þúsund milljörðum dollara (sjötíu þúsund
milljörðum króna) til verklegra framkvæmda á
næstu þremur árum. Féð kemur einkum úr
þremur áttum: úr ríkisfjárhirslunni, frá lána-
stofnunum og erlendum fjárfestum. Kínverjar
leggja óvenjuhátt hlutfall tekna fyrir, eða um
40%. Á undanfömum áram hafa þannig safnast
578 milljarðar dollara. Undanfarin fimm ár
hefur Kína verið í öðru sæti í heiminum á sviði
erlendra fjárfestinga. Nýkjörinn forsætisráð-
herra, Zhu Rongji, er afarvinsæll, ekki síst
vegna þess að hann kvað niður verðbólguna
sem komin var uppí 22% árið 1994, en er nú
3%. Árlegur hagvöxtur er 8%.
Til marks um áhyggjur stjómvalda af rétt-
arfari í landinu má hafa, að á fyrstu átta mán-
uðum þessa árs var mikill fjöldi dómstóla og
sakadóma endurskipulagður, og nálega 5.000
dómarar og saksóknarar fengu strangar
áminningar. í ágústmánuði höfðu dómstólar
leiðrétt 8.110 ranga dóma og saksóknarar end-
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998