Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Síða 10
+
ÁRATUGURINN 1901-1910
- SÍPARI HtUTI
EFTIR
ÁRNA ARNARSON
Heimastjórn og íslenskur ráðherra 1904 markaði
stærstu tímamót áratugarins, en harkan í stjórnmálun-
um var vægÓarlaus, ekki síst eftir að Björn Jónsson tók
við ráðherradómi. Gífuryrði voru ekki spöruð og
í íyrirsögn í Reykjavíkinni var hann kallaður
„vitfirringur á ráðherrastóli".
IUPPHAFI aldarinnar tíðkaðist það enn
að kjósa til þings á almennum fundi og
urðu menn þannig að opinbera fyrir öll-
um viðstöddum stjórnmálaskoðanir sín-
ar. Þórbergur Þórðarson segir á einum
stað í ritum sínum frá kosningum í
Austur-Skaftafellssýslu árið 1902, sem
fóru fram á Flatey á Mýrum. Fyrir-
komulagið var þannig að rúða var tekin úr
stofuglugga og sat kjörstjómin inni en kjós-
endur stóðu fyrir utan gluggann. Kjörstjóri
kallaði út um gluggann nöfn kjósenda og
spurði hvern þeir vildu kjósa.
„Gilda stöðulögin fyrir ísland? Á íslands-
ráðherra að bera upp frumvörpin í ríkisráði
Dana? Hvað segja menn þá um kónginn?
Þetta voru hinar pólitísku spurningar sem
brunnu á þjóðinni og út af þessum málum var
íslenska þjóðin í hemaðarástandi segir Þór-
bergur Þórðarson í íslenskum aðli. Árið 1901
benti allt til þess að hin svonefnda Valtýska
næði fram að ganga en þar var gert ráð fyrir
að ísland fengi sérstakan ráðherra, búsettan í
Kaupmannahöfn, sem bæri ábyrgð gagnvart
Alþingi. Óleysanleg deilumál líkt og ríkisráðs-
fleygurinn svonefndi yrðu lögð til hliðar svo
menn gætu einbeitt sér að praktískum fram-
faramálum í landinu. Harðskeyttustu þjóð-
emissinnamir höfðu litið á það sem principat-
riði að íslensk mál yrðu ekki borin upp í ríkis-
ráði Dana því slíkt væri bein viðurkenning á
því að ísland væri hluti Danmerkur. Hófsam-
ir stjórnmálamenn vom almennt sammála um
að leggja þetta deilumál til hliðar enda væri
ríkisráðið aðeins vettvangur þar sem konung-
ur staðfesti formlega lög og þar færi engin
pólitísk umræða fram. Andstæðingar Valtýsk-
unnar, hinir svonefndu Heimastjómarmenn,
vildu að ráðherrann sæti í Reykjavík þar sem
hann væri nær vettvangi atburðanna og í
betra sambandi við menn og málefni. Valtýsk-
an sigraði á þinginu 1901 en um sama leyti
urðu þau tíðindi í Danmörku að vinstri stjóm
tók við völdum af hægri mönnum sem höfðu
árum saman haldið völdum þrátt fyrir að vera
í minnihluta á þjóðþinginu í skjóli ákvæða í
dönsku stjórnarskránni sem gáfu stjórninni
YFIRSTÉTTARKONUR um aldamótin. Fremst
er Valgerður Zcéga, kona Einars skálds
Benediktssonar, Hendrikka Ziemsen t.v. og
Kristín Bernhöft. Munurinn á klæðnaði yfir-
stéttarfólks og alþýðu var svo mikill á þess-
um tíma að það sást jafnvef á löngu færi.
rúma heimild til þess að gefa út bráðabirgða-
lög. íslendingar fögnuðu þessum breytingum
enda vitað að vinstrimenn væru hlynntari
heimastjórn íslendinga en fyrri leiðtogar.
Hannes Hafstein ráðherra
Nú þóttust andstæðingar Valtýskunnar
vita að meiri tilslakanna væri von í Dan-
mörku. Gerðu nú báðir aðilar út menn til
Hafnar til þess að tala máli sínu og fór Hann-
es Hafstein af hálfu Heimastjórnarmanna.
Niðurstaðan vai'ð sú að stjórnin féllst á að
leggja fram nýtt frumvarp þar sem gert var
ráð fyrir ráðherra í Reykjavík. Danska
stjórnin taldi að enginn varanlegur friður yrði
um að ráðherrann sæti í Höfn. Stjómin lagði
því fyrir þingið 1902 frumvarp um sérstakan
ráðherra sem sæti í Reykjavík. Heimastjórn-
armenn unnu stórsigur í kosningunum til
þingsins, fengu 17 menn en Valtýingar 10.
Valtýingar ákváðu nú að styðja frumvarpið og
var það samþykkt. Þar sem hér var um
stjórnarskrárbreytingum að ræða varð að
kjósa aftur og leggja frumvarpið á ný fyrir
þingið. Á þinginu 1903 var frumvarpið sam-
þykkt með einu mótatkvæði. Ekki voru þó all-
ir ánægðir með frumvarpið og stofnuðu rót-
tækustu þjóðernissinnamir flokk sem þeir
nefndu Landvamarflokkinn. Þeir voru fyrst
og fremst andvígir því að ráðherra Islands
sæti í ríkisráði Dana.
Hannes Hafstein tók við ráðherradómi 1.
febrúar 1904 og um leið var landshöfðingja-
embættið lagt niður. Hið nýja stjórnarráð Is-
lands starfaði í þremur deildum og var sér-
stakur skrifstofustjóri yfir hverri: Kennslu-
mála- og dómsmáladeild, Atvinnu- og sam-
göngudeild, Fjármála- og endurskoðunar-
deild.
Hálft þrlðja hundrað bsenda í
hópreið til Reykjavíkur
Sumarið 1905 varð sá sérkennilegi atburð-
ur að hundrað sunnlenskra bænda efndi til
hópreiðar til Reykjavíkur. Fyrir nútíma-
manninn er erfitt að átta sig á þvi hvers vegna
menn tóku sig upp og gengu frá túnum í miðj-
um slætti til þess eins að mótmæla sæsíma-
lagningu til landsins. Það er erfitt að skýra
þessa uppákomu öðru vísi en sem afleiðingu
af einhvers konar uppsafnaðri pólitískri
gremju, þar sem eitthvert tilefni er gripið til
þess að fá gremjunni útrás. Nú var stjórnsýsl-
an komin heim til íslands og íslendingar
sjálfir ábyrgir í sínum málum. Þessi stað-
reynd virðist hafa skerpt andstæður í íslensk-
um stjómmálum sem urðu persónulegri og ill-
skeyttari fyrir vikið.
Sunnudaginn 1. ágúst komu hinir fyrstu
bændur til Reykjavíkur og síðan bættust
smám saman fleíri í hópinn allt fram á þriðju-
dagsnóttina. Var þá talið að hálft þriðja hund-
rað bænda væri komið til bæjarins. Skotið var
á fundi og samþykkt ályktun í tveimur liðum.
Sú fyrri, sem hlýtur að teljast aðaltilefni þess-
arar einkennilegu uppákomu eru mótmæli
gegn „þeim stjóraarfarslega voða, sem sjálfs-
stjórn hinnar íslenzku þjóðar stendur af því,
að forsætisráðherra Dana undirskrifi skipun-
arbréf Islandsráðherrans." Menn virðast hafa
staðið í þeirri meiningu að þetta þýddi að ráð-
herra íslands yrði að segja af sér ef danska
ráðuneytið færi frá. Eins og síðar kom í ljós
var þetta fráleit ályktun enda íslenski ráð-
herrann aðeins ábyrgur fyrir Alþingi en ekki
ríkisþinginu danska. Það sýndi sig líka þegar
VAKNING í listalífi: Leikfélag Reykjavíkur sýnir nýtt íslenzkt leikrit: Nýársnóttina
KONUNGSKOMAN 1907 var stórviðburður. Hér sjást Friðrik VIII Danakonungur og Hannes Hafstein r
efni hefur grjótið úr götunni verið tínt upp og lagt til h
IO LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 28. NÓVEMBER 1998
H