Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Síða 12
TÁKN nýrra tíma: Togarinn Jón forseti, fyrsti botnvörpungur sem íslendingar létu smíða, kom til landsins í janúar 1907. EYRARBAKKI var helzti verzlunarstaður Sunnlendinga eftir aldamótin og Lefolii-verzlun var stórveldi á þeirrar tíðar mælikvarða. Hún var lengra til hægri en myndin nær. Baggahestarnir sem þarna sjást voru algeng sjón á þessum tíma. kosningum til bæjarstjórnar Reykjavíkur, vann frækilegan kosningasigur, allir fram- bjóðendur listans náðu kjöri en alls voru bæj- arfulltrúar 15 talsins. Kosningamar voru fyrst og fremst per- sónulegur ósigur Hannesar Hafstein og þegar hið nýkjörna Alþingi kom saman hinn 15. febrúar 1909 lýsti hann því yfir að hann myndi biðjast lausnar. Hinn 30. mars var Bjöm Jónsson skipaður ráðherra og fór nú í hönd vægast sagt stormasamur ráðherraferill sem einkenndist af persónulegu uppgjöri og hefndaraðgerðum við andstæðingana. Eitt fyrsta embættisverk hans var að skipa nefnd til að rannsaka skjöl Landsbankans og í júní var Tryggva Gunnarssyni bankastjóra og pólítískum andstæðingi Björns til margra ára vikið fyrirvaralaust úr starfí að því er virðist án þess að hafa brotið neitt af sér. Þetta olli gífurlegri ólgu meðal almennings enda litið á brottvikninguna sem pólitíska hefndaraðgerð. I þessum deilum voru gífuryrðin ekki spörað og í blaðinu Reykjavík birtist þessi fyrirsögn: „Vitfírringur í ráðherrasæti." Haldinn var á Lækjartorgi fjölmennasti fundur sem haldinn hafði verið á Islandi, vora þar yfír fímm þús- und manns, bæði andstæðingar og stuðnings- menn ráðherrans. Þótti sumum undarleg að sömu mennirnir, sem mest löstuðu bænda- fundinn 1905, skyldu vera í forsvari fyrir þessari uppákomu. Látlausar deilur stóðu um málið fram á árið 1910 og bárast ráðherran- um jafnvel morðhótanir. Menning og listir Því verður ekki haldið fram að menningalíf landsmanna hafí verið fjölbreytt né grósku- mikið þennan fyrsta áratug aldarinnar enda ekki við öðru að búast en það bæri keim af fá- breytileika mannlífsins. Ljóðagerð var enn í föstum skorðum stuðla og höfuðstafa sem ver- ið hafði frá alda öðli. Að sjálfsögðu var vax- andi þjóðerniskennd þess valdandi að ljóðlist- in fylgdi tíðarandanum og ættjarðarljóð því allsráðandi. Ljóðabók eftir Guðmund Frið- jónsson frá Sandi kom út árið 1902 en hlaut fremur dræmar undirtektir. Þar er þó að fínna mörg bestu ljóða hans en mörgum mun hafa þótt hann of bundinn nánasta umhverfí sínu. Þetta var tími hinna stóru ljóðlína og þar var Einar Benediktsson með tilkomumiklum lýsingum sínum og lofgjörð um náttúra Is- lands réttur maður á réttum stað. Ljóðabók hans, Hafblik, sem kom út 1906, tryggði hon- GLÆSILEG hús risu í Reykjavík, á Seyðisfirði og á Akureyri á fyrsta tugi aldarinnar, en ekkert jafnaðist á við íbúðarhús Thors Jensen að Fríkirkjuvegi 11, sem reist var 1907-08. Arkitekt hússins var Einar Sveinsson. VEGALAUST land. Fyrir utan Konungsveginn sem lagður var austur að Geysi 1906-07 var landið nánast vegalaust og hestar ennþá eina samgöngutækið á landi. Myndin er tekin af fjölskyldu á ferð í Þingvallasveit. Konan á hestinum nýtir tímann og prjónar. um sess sem höfuðskáld þjóðarinnar. Andvök- ur Stephans G. Stephanssonar komu út á ís- landi 1909 og nutu mikilla vinsælda. Skáld- konan Hulda sendi frá sér ljóðabók það sama ár sem fékk góðar viðtökur. Rétt nafn Huldu var Unnur Benediktsdóttir og höfðu nokkur kvæði hennar birst í blöðum undanfarin ár og vakið athygli. Þau þóttu laglega kveðin af „kvenmanni“. Islensk skáldsagnahefð var ekki til í byrjun aldarinnar en á þessum árum koma út skáld- sögur tveggja höfunda sem áttu eftir að njóta hylli þjóðarinnar langt fram eftir öldinni. Arið 1906 kom út skáldsagan Halla eftir Jón Trausta, en nafnið var dulnefni Guðmundar Magnússonar prentara. Sagan er ástarsaga í raunsæisstíl og naut mikilla vinsælda. Fram- hald sögunnar, Heiðarbýlið, kom út 1908. Það sama ár kom út skáldsaga Einars H. Kvarans, Ofurefli, og þótti þar kveða við nýjan tón í ís- lenskri skáldsagnagerð. Nafnið vísar til þess að það geti verið hverjum manni ofurefli að ryðja nýjum skoðunum og hugmyndum braut í samfélagi sem er fast í fordómum og van- þekkingu. Miðað við aðstæður og aðrar listgreinar verður ekki annað sagt en að mikill kraftur hafi verið í leikhúslífi Reykjavíkur þennan fyrsta áratug aldarinnar. Ásamt ýmsu létt- meti voru tekin til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur ýmis stórvirki leikbókmennt- anna. Arið 1903 sýndi leikfélagið leikritið Gjaldþrot eftir Björnstjerne Björnson. Einum gagnrýnanda þótti þó sorglegt að sumir áhorfendur hefðu ekki þann þroska sem þyrfti til þess að skilja jafn alvarlegt leikrit. Fólk flissaði og ræki upp fíflahlátur þegar hinar dýpstu og alvarlegustu tilfinningar væru bornar á borð. Þórarinn Þorláksson list- málari málaði leiktjöld fyrir þessa sýningu líkt og fleiri á þessum árum og þótti þessi ein hin fegursta sem sést hafði hér á landi. Árið 1904 var sýnt leikritið Brúðuheimilið eftir Henrik Ibsen og 1905 Jeppi á Fjalli eftir Lu- dvik Holberg. Gildran, byggð á sögu Emile Zola, var sýnt 1906 og er hér aðeins nefndur hluti þeirra heimsbókmenntaverka sem hið metnaðarfulla leikfélag tók til flutnings. ís- lensk ieikverk voru ekki mörg til á þessum ár- um en 1907 var Nýársnótt Indriða Einarsson- ar sýnd og árið eftir var frumsýnt verk eftir Jóhann Sigurjónsson. Höfundurinn er sagnfræðingur. VEÐURFARSANNALL ÁRANNA 1906-1910 1906 Árið fær þá einkunn að óhagstæð tíð hafí verið með köflum framan af, en síðar hag- stæðari. Urkoma var nærri meðallagi, en fremur kalt. I janúar gerði umhleypinga með talsverð- um snjó, en hafís gerði vart við sig við Dýra- fjörð. I febrúar var slæm tíð nyrðra, en þurrt syðra og hríðarhraglandi nyrðra í marz, en frost fór þá í 26 gráður í Möðradal. Apríl var slæmur og illviðrasamur, einkum sv-lands og hafís var undan Hornströndum. Ofsaveður með miklu manntjóni á sjó 7.-8. og aftur 26.- 27, þá af norðri. Áfram óhagstæð tíð í maí með hríðum nyrðra, en hlýnaði í júní. Mikil skriðuföll á Eskifírði 24/6 þegar nærri öll mánaðarúrkoman á Teigarhorni féll á einum degi. Áfram óhagstæð tíð í júlí suðvestan- lands en þurrkatíð um mestallt land í ágúst. Nokkuð skakviðrasamt í sept. og ofsaveður 12.-13. sem olli skaða. Fremur hagstæði tíð í október, nóvember, en miklir fjárskaðar syðra í Norðaustanbyl. Desember víðast hvar snjóléttur, en kaldur. 1907 Árið fær þá einkunn að það hafí verið óhag- stætt fram yfír mitt ár um vestan- og norðan- vert landið, en betra á Suður- og Austurlandi. Sumarið var óvenjulega kalt og þurrt. Janúar var illviðrasamur sunnan- og vest- anlands, en snjór stóð stutt við. Erfitt tíðar- far í febrúar með nokkram snjó, en þokka- legt eystra og marz var illviðrasamur og fremur kaldur. Ofsaveður nyrðra 3/3 og 20.- 2173 syðra. Fremur óhagstæður apríl og kalt og þurrt í maí og júní nema syðst. Hagstæð heyskapartíð og konungskomutíð syðra í júlí og mjög þurrt um mestallt landið. Þurrkurinn hélt áfram í ágúst en óvenju kalt. í sept. var nokkuð umhleypinga- og úrkomusamt og áfram kalt. Góð tíð lengst af í okt. en rysjótt úrkomutíð í nóvember. Desember var hlýr og góður einkum á vestur- og Norðurlandi. 1908 Árið fær þá einkunn að tíðin hafi verið mjög hagstæð. úrkoma var þó yfir meðallagi, en fremur hlýtt. Allgóð en óstöðug tíð var í janúar og mjög hagstæð syðra í febrúar en nyrðra snjóaði talsvert. Hafís var við Vestfirði. Hagstæð tíð og hæglátt veður var víðast hvar í marz og apríl. Fremur úrkomusöm en góð tíð í maí, júní og júlí en stopulir þurrkar framan af í ágúst og NA-áhlaup síðast. Góð tíð aftur í sept. en stórrigningar í okt. og var slegið úr- komumet. Nokkuð hagstæð tíð í nóv. og snjó- létt og fremur hlýtt í des. 1909 Árið 1909 fær þá eikunn að tíðarfar var mjög hagstætt lengst af, en þurrkar þó stop- ulir NA-lands. Urkoma var undir meðallagi, en hiti í meðallagi. í janúar var hagstæð tíð en nokkuð um- hleypingasöm og þá varð mesta frost vetrar- ins á Möðruvöllum, 19 gráður. Góð tíð og snjólétt í febrúar, marz og apríl. Mai var fremur kaldur og úrkomusamur, en þurrt og hlýtt í júní. Urkomusamt var nyrðra í júlí en góðir þurrkakaflar syðra. I ágúst var aftur á móti mjög úrkomusamt um mestallt landið og framan af i sept. en fremur hlýtt. í okt. var úrkomusamt og kalt, en hlýrra í nóv. í des. var talsverð snjókoma nyrðra en hagstætt syðra. 1910 Árið fær þá einkunn að tíð hafí verið erfíð framan af, einkum fyrir norðan, en batnaði um sumarið. Urkoma varð undir meðallagi en hiti í meðallagi. Janúar: Ohagstæð tíð norðan og austan- lands en betra sunnanlands. 22/1 varð mesti jarðskjálfti sem mælst hefur á íslandi með upptök út af Axarfirði. Febrúar var snjó- þungur og kaldur og 18/2 fórust 20 manns í snjóflóði í Hnífsdal. Marz: Umhleypingatíð syðra, en snjóþungt nyrðra og mjög snjó- þungt þar í aprfl og hafís á Húnaflóa. Maí var kaldur og hretviðrasamur, en nokkuð skak- viðrasamt norðan- og vestanlands í júní og al- hvíta jörð gerði suður í Borgarfjörð 13/6. Júlí og ágúst: Hagstæð tíð og allgóðir þurrkar um mestallt land. September í meðallagi, októ- ber úrkomusamur en hlýr syðra, nóvember þurr og kaldur, en í desember gerði allgóða tíð með hita í meðallagi. Heimild: Veður á íslandi í 100 ár eftirTrausta Jóns- son. Gísli Sigurðsson tók saman. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.