Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Síða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Síða 17
„ÚTSKOTIÐ" á Karolinum. Á ÞESSU myndræna barokútskoti í Karlshá- skóla minnir djöfullinn á tilvist sína. ASTRÓNÓMÍSKI salurinn í bókasafni Karlsháskólans. NÚVERANDI rektor Karlsháskóla, Karel Mahy. STÓRI viðhafnarsalurinn í Karlsháskólanum. HEIMSPEKIDEILD Karlsháskóla. alsins hálshöggnir við ráðhúsið á Gamlabæj- artorgi. A stéttinni þar sem aftakan fór fram eru 27 krossar mynstraðir í steinlagninguna. Háskólinn hafði tekið virkan þátt í upp- reisninni, og mátti nú súpa seyðið af því eftir ósigur mótmælenda. 1622 var jesúítum af- hentur skólinn. 1654 sameinaði Ferdinand keisari Karolín- um og Klementínum undir nafninu Karls- og F erdinandsskóli. Nú fór í hönd myrkasta tímabilið í sögu Tékka. Tunga þeirra var bannlýst á opinber- um vettvangi, og varð brátt að sætta sig við það hlutskipti að vera einungis talmál sveita- bænda og lágstéttanna í borgum landsins. Mótmælendur voru ofsóttir á allar lundir. Með upplýsingatímanum fór heldur að rofa til, a.m.k. í trúmálum. 1781 fá aðrir en kaþólskir aðgang að háskólanum, sem er settur undir stjórn ríkisins. Sú þjóðernis- vakning sem kom í kjölfar rómantísku stefn- unnar á öndverðri 19. öld lét mjög til sín taka meðal Tékka. Endurreisn tungunnar varð mönnum hjartans mál, tékkneskar bók- menntir tóku að blómgast á ný, og markviss þjóðfrelsisbarátta var hafin. Ef til vill er við- reisn tékkneskrar tungu á 19. öld eitthvert mesta menningarafrek og -undur síðari tíma. Þjóðfrelsisbarátta - sjálfstéeði - hernám Byltingaárið 1848 setur háskólinn fram kröfur um akademísk réttindi og að tékk- neska verði jafnrétthá þýsku sem kennslu- mál. Það var þó ekki fyrr en 1882 að Franz Jósef keisari lét skipta háskólanum í tvo sjálfstæða skóla, annan með tékknesku, hinn með þýsku sem kennslumál. Eins og ísland var Tékkóslóvakía eitt þeirra nýju sjálfstæðu þjóðríkja sem risu upp í Evrópu eftir að fyrri heimsstyrjöld lauk. Skömmu síðar voru samþykkt lög um að hinn tékkneski hluti háskólans skuli heita Karlsháskóli eingöngu. En Adam vai- ekki lengi í Paradís, og enn voru Þjóðverjar bölvaldar Tékka. Haustið 1938 gekk Hitler af þessu eina vígi lýðræðis í Mið- og Austur-Evrópu dauðu með sam- þykki Vesturveldanna sem þar með brugðust skuldbindingum sínum á lúalegasta hátt. Því eiga Tékkar erfitt með að gleyma sem von- legt er. Og þess var skammt að bíða að öllum tékkneskum háskólum yrði lokað, þ. á m. vitaskuld Karlsháskóla. Hann tók aftur til starfa eftir ósigur nasista, og jafnframt var þýski háskólinn lagður niður. Þremur áimn síðar náðu kommúnistar völdum. Stúdentar efndu til mótmæia- gangna. Það varð til þess að mörgum pró- fessorum var sagt upp og fjöldi stúdenta rekinn. 1968: Háskólafólk tekur heils hugar þátt í Pragvorinu. Þegar á næsta ári hefjast að nýju umfangsmiklar hreinsanir bæði meðal kennara og nemenda. 1989: Stúdentar ganga til að minnast lok- unar Karlsháskóla 40 árum áður. Þetta verð- ur upphaf flauelsbyltingarinnar sem batt enda á einveldi kommúnistaflokksins. í Karlsháskóla eru nú 16 deildir, þar af e, u þrjár utan höfuðborgarsvæðisins. „Skjáskull" í upphafi þessa máls er minnst á merki- legt sértékkneskt fyrirbæri: defenestrasjón. Orðið er myndað af latneska orðinu fenestr- um, gluggi, og þýðir því bókstaflega útglugg- un. Skal nú hugað nánar að „gluggaskutli“ Tékka: 1419 ruddist flokkur Tékka undir forystu Jans Zeliskýs fursta inn í Nýjabæjarráðhús. Tóku þeir óvinsæla bæjarráðsmenn og steyptu þeim út um glugga. Þetta var hið fyrsta sögulega tékkneska skjáskutl, en strax á næsta ári lék múgurinn í Prag svipaðan leik í Gamlabæjarráðhúsi, og nokkrum árum síðar fuku andstæðingar hús- síta út um glugga í námuborginni Kutná hora. Ekki létu hússítar sér nægja glugga heimalandsins. A herferðum sínum erlendis áttu þeir það til að láta andstæðinga sína kenna á þyngdarlögmálinu, svo sem í Bam- berg í Thúbingen 1431. En frægasta defenestrasjón Tékka kom 1618. Hún var viðbrögð við óánægju þeirra • með stjórn keisarans og ágengni kaþólskra. Þessu lýsir Jón Thór Haraldsson skemmti- lega í mannkynssögu sinni, bls. 275-276: „Þann 23. maí sauð upp úr að lokum. í Prag ruddust tékkneskir aðalsmenn inn í höllina Hradchin og hittu þar fyrir tvo lands- stjóra keisarans sem miður vora þokkaðir, þá Martinitz og Slavata. Að fornum bæ- heimskum sið var þeim báðum hent út um gluggann ásamt skrifstofuþræl [...]. Þegar Martinitz þessi féll kallaði hann upp yfir sig: „Jesú María!“. „Við sjáum til hvort hún Mar- ía hans getur hjálpað honum,“ sagði einn uppreisnarmanna, hallaði sér út um glugg- ann og sagði furðu lostinn: „Hún hefur gert það!“ Þótt furðulegt megi heita sluppu hinir þrír lifandi [...]. Sögðu kaþólskir menn að hér hefði heilög María gert kraftaverk, en mót- mælendur vildu þakka björgunina stórum mykjuhaug sem stóð undir glugganum ...“ Síðan hafa orðið ýmsar minni defenestra- sjónir. Arið 1948 féll Jan Masaryk, sonur Tómasar, út um glugga. Opinberlega var sagt að um sjálfsvíg hefði verið að ræða, aðr- ir vildu kenna kommúnistum um. Hinn ást- sæli rithöfundur Bohumil Hrabal (höfundur bókarinnar „Alveg glymjandi einvera“) stóð upp af banasænginni í fyrra til að svífa út um glugga. Borgin gullna * Prag er ekki aðeins borg kynngimagnaðr- ar byggingarlistar þar sem litrík og fjöl- skrúðug stílbrögð aldanna renna saman í ótrúlega samstillta heild. Fáar eða engar borgir hafa upp á slíkt úi-val tónlistarvið- burða að bjóða sem Prag. Þetta er m.a. borg Smetana, Dvoráks og Janáceks, og hvergi kunni Mozart betur við sig en i Prag, enda tóku Tékkar frá upphafi miklu ástfóstri við hann. Einn helsti lærifaðir hans, Kozeluh, var tékkneskur. Don Giovanni vai- framfluttur hér. Prag er ein af þeim stórborgum sem geta státað af landslagi. Samspil þessa landslags og borgarbyggðarinnar er fágætt augnayndi. Tómas Sæmundsson var á ferð í Prag 1832. Á blaðsíðu 232 og áfram í Ferðabók r sinni lýsir hann komu sinni til borgarinnar, og segir m.a. þetta: „Reisa turnarnir sig hátt í veður og eru þeir yfir 70, er það ágæt sjón.“ Vissulega er Prag „ágæt sjón“, og getur varla fegurri borg í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þegar komið er út úr heim- spekideild háskólans, blasir Pragarkastali við handan árinnar, gnæfir yfir Litlabæ og ber Vítusarkirkjuna hæst. Þarna er forseta- höllin, fjöldi safna og sögulegra minja sem ekki tjáir að heimsækja í mýflugumynd. Heimaborg Karlsháskóla ber með réttu nafnið Praga aurea. * Höfundurinn er prófessor í slavneskum mólum við Hóskólann í Ósló. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998 1 7 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.