Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1998, Blaðsíða 20
SIGLT Á ÖLDUTOPPI
Myndlistarsýning sem
hverfist um Þorlák biskup
helga, verndardýrling
íslen< dinga, verður c )pnuð
í Hallgrímskirkju í d lag kl.
18. Af l )ví tilefni mun
Kanúkahópurinn Voces
Th ules flytja (: >ætti úr
Þorlákstíðum í kirk junni
en forsprakki hans, Sverr-
ir Guðjónsson, ótti einmitt
hugmyndina að sýning-
unni. ORRI PÁLL
ORMARSSON kom að
máli við Sverri en það er
Listvinafélag Hallgríms-
kir kju sem stendur að
dagskránni.
„Ó, PTJ hirðir íslands. Þú sem ert kennifaðir
sannleikans, máttarstólpi stöðugleikans, ljómi
hreinleikans, þú sem svalar sorgum og ert
von þeirra sem öivænta, gættu vor í högum
hins himneska föðurlands."
Svo segir í Þorlákstíðum, latneskum tíða-
söng með nótum, sem helgaður er Þorláki
biskupi Þórhallssyni í Skálholti. Eru tíðir
*■ þessar varðveittar á íslenskri skinnbók frá því
um 1400. Og enn tileinka listamenn þjóðarinn-
ar Þorláki verk sín, því í dag verður opnuð í
forkirkju Hallgrímskirkju sýning á verkum
sex myndlistarmanna sem unnin eru út frá
dýrlingnum. Þeir eru Kristján Davíðsson,
Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristín G. Gunn-
laugsdóttir, Jón Axel Björnsson, Páll Guð-
mundsson frá Húsafelli og Gunnar Öm Gunn-
arsson. Hátíð hirðisins er gengin í garð.
Hugmyndin að sýningunni er runnin undan
rifjum Sverris Guðjónssonar söngvara sem
flutti Þorlákstíðir í heild sinni, ásamt félögum
sínum í Kanúkahópnum Voces Thules, á tón-
leikum í Kristskirkju á Listahátíð í Reykjavík
síðastliðið sumar. Var sá flutningur afrakstur
fimm ára undirbúnings.
„Það var fyrir um ári, þegar undirbúningur
að flutningi Þorlákstíða í heild sinni stóð sem
hæst, að ég fékk þá hugmynd að gaman gæti
verið að koma að verkefninu frá fleiri sjónar-
hornum," segir Sverrir. „Fannst mér strax
heillandi að virkja krafta myndlistarmanna og
sjá hvaða „söngur“ kæmi út úr því. Þegar
hugmyndin var orðin skýrari í kollinum á mér
kom ég svo að máli við nokkra af fremstu
myndlistarmönnum þjóðarinnar og tóku þeir
mér allir ákaflega vel. Eins viðraði ég hug-
myndina við Listvinafélag Hallgrímskirkju
sem sýndi þegar áhuga á að hýsa sýninguna."
Myndlist og meðganga
Tilefni sýningarinnar, eins og flutnings
Þorlákstíða á Listahátíð, er að á þessu ári er
þess minnst að 800 ár eru liðin frá því bein
Þorláks voru tekin úr jörðu og sett í
^ helgiskrín í Skálholti. Sverrir lagði áherslu á
að gefa myndlistarmönnunum góðan tíma
enda líkir hann hugmyndavinnu þeirra við
meðgöngu, hún taki níu mánuði - og stundum
vel það.
Myndlistarmennirnir sóttu allir tónleikana
á Listahátíð. „Það var von okkar að tónleik-
arnir myndu kveikja stemmningu og gefa
myndlistarmönnunum staksteina til að feta
sig eftir,“ segir Sverrir.
Síðan fóru sexmenningamir „á flug“, eins
og Sverrir kemst að orði, og verkin hafa verið
að skila sér á síðustu dögum. Segir hann þau
jafn ólík og þau eru mörg - og þó? „Það er
einhver þráður sem tengir verkin. Trúlega
yf- sér Þorlákur helgi fyrir því!“
Eina verkið sem ekki er unnið sérstaklega
fyrir sýninguna er verk Kristjáns Davíðsson-
ar. Það er frá „hausatímabili" listamannsins,
eins og Sverrir tekur til orða.
Morgunblaðið/Kristinn
MYNDLISTARMENNIRNIR Páll Guðmundsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Kristín G. Gunn-
laugsdóttir og Jón Axel Björnsson ásamt Sverri Guðjónssyni við Ijósprentun af fornu altaris-
klæði sem getur að líta á sýningunni.
BIRTINGIN eftir Helga Þorgils Friðjónsson
(hluti verksins).
—
DÝRLINGURINN eftir Kristínu G. Gunnlaugsdóttur.
Eins og við var að búast vinna listamenn-
imir í margvíslega miðla. Kristján og Helgi
Þorgils sýna olíumálverk, Gunnar Örn
akrýlverk, Kristín sýnir verk unnið með egg-
temperu á tré, sem er aðferð frá miðöldum,
verk Jóns Axels er unnið með kolum og lakki
á striga og Páll leggur höggmynd til sýning-
arinnar.
Þá verður á sýningunni ljósprentun af alt-
arisklæði frá Hólum, saumað forn-
íslenskum saumi, með myndum
helgra íslenskra biskupa, þ.á m.
Þorláks Þórhallssonar. Klæðið er
eign Þjóðminjasafnsins.
I tilefni sýningarinnar ákváðu
Voces Thules að bjóða fólki að
hlýða á kvöldtíðasönginn Vesper úr
Þorlákstíðum í Hallgrímskirkju.
Hefst söngurinn kl. 18 og varir í
rúmar 30 mínútur. Verður sýning-
in formlega opnuð í kjölfarið. Að-
gangur er ókeypis. Auk Sverris
eru í Voees Thules Eggert Pálsson,
Guðlaugur Viktorsson, Sigurður
Halldórsson, Einar Jóhannesson
og Eiríkur Hreinn Halldórsson.
Markmiðið með Þorlákstíða-
verkefninu í heild sinni er, að sögn
Sverris, öðrum þræði að vekja ís-
lensku þjóðina til umhugsunar um
hina trúar- og tónlistarlegu arfleifð
sína sem honum þykir hún svolítið
hafa vanrækt í seinni tíð. Hann er
þó ekki frá því að einhver áhugi sé
að vakna á ný, ef til vill þar sem
kristnitökuafmælið sé í nánd. „Við
slík tímamót fer fólk oftar en ekki
að huga að rótum sínum - velta
fyrir sér hvaðan það kemur. Von-
andi á þetta eftir að skila okkur
fram veginn!"
Áhugi að aukast
Sverrir segir áhuga almennings
íyrir tónlist miðalda jafnframt hafa
verið af skornum skammti þegar
Voces Thules hellti sér út í Þor-
lákstíðimar fyrir fimm árum. „Til
að byrja með fannst okkur fólk
hvorki þekkja haus né sporð á Þor-
lákstíðum. Þetta hefur breyst. Nú
finnum við bæði fyrir meiri áhuga
á tíðunum og miðaldatónlist yfir-
leitt.“
Og Sverrir sér svo sannarlega
ekki eftir öllum tímanum sem hann
hefur varið í Þorlákstíðir á liðnum
árum. „Það er svo merkilegt að
þegar farið er út í svona stórt verk-
efni er eins og tíminn hætti að
skipta máli. Það er virkilega góð til-
finning í þjóðfélagi, þar sem fólk er
undir stöðugri pressu - allt á að
gerast í gær - og tíðindi dagsins í
dag em úrelt á morgun. Ekki spillir
það fyrir að þegar maður nær flæði
í svona gregórískum söngvum er
það eins og að sigla á öldutoppi!"
Þótt stóram áfanga hafí verið
náð með tónleikunum á Listahátíð
og sýningunni nú er Þorlákstíða-
verkefninu hvergi nærri lokið af
hálfu Voces Thules. „Framundan
er stór biti í vetur,“ segir Svemr, „hljóðritun
Þorlákstíða í heild sinni í samvinnu við Ríkis-
útvarpið." Ráðgert er að gefa verkið út á fjór-
um geislaplötum.
Og Voces Thules mun fara sér rólega við
upptökurnar. „Okkur liggur ekkert á. Það
hefur farið svo mikill tími í þetta nú þegar að
það munar ekki um að bæta fáeinum mánuð-
um við!“
20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 28. NÓVEMBER 1998
Þorlákur helgi
ÞORLÁKUR
HELGI
ÞORLÁKUR Þórhallsson helgi fæddist árið
1133. Hann nam þjá Eyjólfi Sæmundssyni í
Odda og tók prestvígslu. Hann var við nám
í Frakklandi og Englandi á árunum
1153-59, varð þá príor og síðan ábóti í
Þykkvabæ frá 1168-75. Klængur biskup
Þorsteinsson valdi Þorlák sem eftirmann
sinn 1174 og varð hann Skálholtsbiskup
árið 1178. Þorlákur átti í staðamálum gegn
Jóni Loftssyni og öðrum höfðingjum
1178-79 en laut í lægra haldi. Hann var
vinsæll með alþýðu og fór orð af flekklausu
líferni hans.
Helgi Þorláks var lögtekin á Alþingi
1198, fimm árum eftir andlát hans, og
messudagar ákveðnir tveir á ári, 20. júlí og
23. desember, sem er dánardagur Þorláks.
Kirkjur helgaðar honum voru reistar á
Islandi, í Færeyjum og Þýskalandi og
áheitafé streymdi að Skálholti frá Noregi,
Danmörku, Svíþjóð, Englandi og víðar að.
Árið 1984 staðfesti páfi helgi Þorláks og
viðurkenndi hann sem verndardýrling
Islendinga.
DAGSKRÁ
LISTVINA-
FÉLAGSINS
SÝNINGIN og söngurinn í dag eru fyrsti liður-
inn í vetrardagskrá Listvinafélags Hallgríms-
kirkju. 11. desember næstkomandi verða
Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju en
gestur kórsins að þessu sinni verður Gunnar
Guðbjörnsson tenórsöngvari. Fluttar verða
kirkjuaríur og rómantísk jólatónlist. Stjórnandi
verður Hörður Áskelsson.
Hinn 20. desember mun Arnar Jónsson leik-
ari lesa Markúsarguðspjall í kirkjunni. Dag-
skráin er í samvinnu við Hið íslenska biblíufé-
lag.
Miðnæturtónleikar Voces Thules fara fram
30. desember. Flutt verður fjölbreytt kórtónlist
og gregorískir söngvar.
A gamlársdag kl. 17. verður efnt til tónleika
undir yfirskriftinni Hátíðarhljómar við áramót.
Fram koma Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú,
sópransöngkona, Douglas A. Brotchie orgel-
leikari og trompetleikararnir Ásgeir Stein-
grímsson og Eiríkur Örn Pálsson. Flutt verða
verk eftir Bach, Hándel og fleiri.
Eftir áramót verða meðal annars á dagskrá
Listvinafélagsins tónleikar Schola cantorum,
tónleikar Mótettukórsins, tónleikar Margrétar
Bóasdóttur söngkonu og Blásarakvintetts
Reykjavíkur, orgel- og slagverkstónleikar Dou-
glas Á. Brotchies og Steef van Oosterhouts og
myndlistarsýningar Þorbjargar Höskuldsdótt-
ur, Kristjáns Davíðssonar og Bjargar Þor-
steinsdóttur.