Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 2
MYRKIR MÚSÍKDAGAR YFIR 60 ÍSLENZK VERK FRUMFLUTT OG ENDURFLUTT TÓNLISTARHÁTÍÐIN Myrkir músíkdagar hefst í dag og stendur til 25. janúar nk. Tón- skáldafélag Islands stendur fyrir hátíðinni, sem er í stærra lagi að þessu sinni, en hún er helguð Jóni Leifs, þar sem á þessu ári verða liðin 100 ár frá fæðingu tónskáldsins. Auk flutnings og frumflutnings á þekktum jafnt sem minna þekktum verkum Jóns Leifs verð- ur haldið málþing um hann. Færeyski kammerhópurinn Aldubáran leikur á fyrstu tónleikum Myrkra músíkdaga, sem haldnir verða í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs í dag kl. 17.30. Þar verða flutt verk eftir Kristian Blak, Jón Nordal, Pauli í Sanda- gerði, Tora Takemitsu, Hafliða Hallgrímsson og Magnus Lindberg. Málþing um tónskáldið, baráttu- manninn og manninn Jón Leifs Kjartan Ólafsson, formaður Tónskáldafé- lags íslands, segir að meðal þess athyglis- verðasta af verkum Jóns Leifs, sem framflutt verða á hátíðinni sé hljómsveitarverkið „Til- brigði við stef eftir Beeethoven" en í því mæt- ist tvö tónskáld af miklum krafti. Þá mun MALÞING UM JÓN LEIFS Hamrahlíðarkórinn framflytja ný- fundna vögguvísu eftir Jón Leifs og á meðal einsöngslaga sem Finnur Bjamason og Örn Magnússon flytja era nokkur sem aldrei hafa heyrst áður. Á málþinginu, sem fer fram í Gerðubergi laugardaginn 16. janúar kl. 17, verður fjallað um Jón Leifs frá þremur sjónarhornum; um tónskáldið, bar- áttumanninn og manninn. Sjónum er beint að tónlist hans, félagsmálastörfum, hagsmuna- baráttu og áhrifum hans á íslenska tónlist og menningu. Fjöldi íslenskra verka frumfluttur Fleira verður á dagskrá Myrkra músíkdaga en tónlist Jóns Leifs, en alls verða þar frum- flutt og endurflutt yflr 60 íslensk verk auk nokkurra erlendra, af flestum stærð- um og gerðum. Tónleikarnir verða tólf talsins, flestir í Salnum í Kópa- vogi, en einnig í Háskólabíói, Gerðu- bergi, Tjarnarbíói og Seltjarnarnes- kirkju. Um frumflutning er að ræða á rúm- lega þriðjungi verkanna, að sögn Kgartans. Alls taka yflr hundrað hljóðfæraleikarar þátt í hátíðinni, sem spannar nánast allt litróflð; ein- leikstónleika, einsöngstónleika, kammertónleika, hljómsveitartón- leika, kórtónleika og raftónleika. „Það er auðvitað framlag íslenskra tónlistaiTnanna til hátíðarinnar sem gerir hana eins glæsilega og raun ber vitni, því þeir eru firnagóðir,“ segir Kjartan. Sem fyrr sagði leikur færeyski hópurinn Aldubáran á fyrstu tónleikunum síðdegis í dag. Á mánudagskvöld kl. 20.30 er röðin kom- in að þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara og Snorra Sigfúsi Birgissyni píanóleikara og síðan rekur hver tónlistarviðburðurinn annan næsta hálfa mánuðinn. Jón Leifs. ÞORBJÖRG við verk sitt Röndólf, olíumáiverk frá 1997. ISLENSKT UOÐ í ÍTÖLSKU RITI TESTO a Fronte er ítalskt rit sem kemur út ársfjórðungslega og er helgað bókmenntaþýðingum og umræðum um þær. Auk viðamik- illa greina um þýðingar og þýð- ingafræði birtast í ritinu ljóð eftir skáld frá ýmsum löndum, bæði á frummáli og í ítölskum þýðingum. Að þessu sinni er í ritinu (núm- er 19, 1998) íslenskt ljóð og er það í fyrsta sinn sem íslenskur skáld- skapur birtist í því. Ljóðið er Um landslag eftir Jóhann Hjálmarsson og birtist það upphaflega í ljóðabók- inni Athvarf í himingeimnum eftir Jóhann og hefur verið þýtt á fjölda tungumála og verið prentað í bókum og safnritum. Ljóðið nefnist Sul pa- essaggio í þýðingu Franco Buffonis sem er þekkt skáld og háskólakennari og aðalritstjóri Testo a Fronte. Ritið er gefið út í Mflanó af útgáfu- fyrirtækinu Marcos y Marcos, en það gefur einnig út bækur um skáldskap og fræði og safnrit Ijóðlistar. Ritstjóri útgáfúnnar er Franco Buffoni. Myndlistar- sýning í Hall- grímskirkju SÝNING á málverkum eftir Þorbjörgu Höskuldsdóttur verður opnuð í anddyri Hallgrímskirkju eftir messu sunnudaginn 10. júní kl. 12.15. Þorbjörg lauk námi frá Listaakademí- unni í Kaupmannahöfn árið 1972 og hefur haldið fjölda sýninga bæði hér og erlendis. Hún vinnur nú að veggmynd fyrir Grensáskirkju eftir hugmynd sem fram kom á Kirkjulistahátíö 1997 en þá voru gerðar tillögur að nýjum myndverkum í níu nýjustu kirkjurnar í Reykjavíkurpró- fastsdæmum. Sýningin stendur til 18. febrúar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigt úni Yfírlitss. á verkum Ásmundai' Sveinssonar. Gallerí Horn Dæsus. Til 21. jan. Gerðarsafn Vestursalur: Nobuyasu Yamagata. Austur- salur: Haukur Harðarson. Neðri hæð: Sig- ríður Rut Hreinsdóttir. Til 24. jan. Menningarmiðstöð Gerðuberg Alan James. Til 31. jan. Hallgrímskirkja Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 18. febr. Hafnarborg Kaffe Fasett. Til 8. febr. Ingólfsstræti 8 Ólafur Elíasson. Til 10. jan. Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Vestur- salur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Miðrými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASÍ Gryfjan: Einar Már Guðvai'ðarson. Ás- mundarsalur: Helga Egilsdóttir. Ai-instofa: Ný aðfóng. Til 24. jan. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðu- holti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands 80/90. Speglar samtímans. Til 31. jan. Mokkakaffi, Skólavörðustíg Bjarni Jónsson. Til 19. jan. Nýlistasafnið Norðurleið - Suðurleið: Ulrich Dúrrenfeld, Ulrike Geitel, Ralf Werner, Erwin Herbst, Joachim Fleischér og Dominique Evrard. Til 31. jan. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Tjai'narsalur: Edda Björgvinsdóttir. Til 25. jan. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. TÓNLIST Laugardagur Salurinn í Kópavogi: Auður Gunnarsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Guðrún Bh'gisdótt- ir, Martial Nardeau og Cai'l Davis. Kl. 14.30 og 20.30. Færeyski kammerhópurinn Albubáran. Kl. 17.30. Laugardalshöll: Vínartónleikai' SÍ. Kl. 17. Sunnudagur Salurinn í Kópavog: Kammerkór Suður- lands. Kl. 17. íþróttahúsið Egilsstöðum: Vínartónleikar SÍ. Kl. 16 Menningarmiðstöðin Gerðuberg: Blásai'a- kvintett Reykjavikur. Kl. 16. Mánudagur Salurinn í Kdpavogi: Sigi'ún Eðvaldsdóttir og Snorri Sigfús Birgisson. Kl. 20.30. Þriðjudagur Iðnó: Poulenc-hátíð. Kl. 20.30. Miðvikudagur Salurinn í Kópavogi: Finnur Bjarnason og Örn Magnússon. Kl. 20.30. Föstudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Islands. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimilið, sun. 10., mið. 13. jan. Tveir tvöfaldir, lau. 9., fím. 14. jan. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 10. jan. Abel Snorko býr einn, lau. 9., fim. 14. jan. Maður í mislitum sokkum, sun. 10., fím. 14., fös. 15. jan. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 9., sun. 10. jan. Búasaga, frums. lau. 9. jan. Fös. 15. jan. Hafnarljarðarleikhúsið Víras, lau. 9., fós. 15. jan. Iðnó Rommí, sun. 10. jan. Þjónn í súpunni, lau. 9., fös. 15. jan. íslenska Operan Ávaxtakarfan, sun. 10. jan. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Menningarvaka með Ijóðum Mao Zedongs. Kl. 14. Málþing um Jón Leifs. Kl. 17.30. Loftkastalinn Mýs og menn, frums. fös. 15. jan. Leikfélag Akureyrar Pétur Gautur, lau. 9., sun. 10. jan. Uppiýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fynr kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menningdistir, Kr- inglunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Net- fang: menning@mbi.is. 2 1ESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.