Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Qupperneq 3
LESBðK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 1. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR EFNI Lífæðar 1999 nefnist myndlistar- og ljóðasýning, sem sett verður upp í ellefu sjúkrahúsum á landinu á þessu ári. Sýningin byijar á Landspítalanum og Orri Páll Ormarsson segir í greininni Læknað með list frá sýningunni og tilurð hennar. Andrej Sakharov var sá maður sem þróaði atómsprengjuna fyrir Kremlveija; hann var afburða vís- indamaður og sem slíkur tilheyrði hann yf- irstéttinni í Sovétríkjunum - það er að segja þar til hann fór að gerast óþægur og gagnrýna yfirvöldin með þeim árangri að hann var „tekinn úr sambandi" og fluttur á afskekktan stað. Aðdáun alls heimsins átti þessi einstæði maður, „síðasti rússneski menntamaðurinn" eins og Árni Bergmann kallar hann í þessari grein. Gönguför í Grænlandi Gerður Steinþórsdóttir og hópur af fólki fór í fyrstu gönguferð Ferðafélagsins í Græn- landi. Þar var gengið „undir alnýjum hinmi“ í fallegu fjalllendi milli Einarsfjarðar og Ei- ríksljarðar. Gangan hófst hjá Görðum og gengið var til suðvesturs eftir skaganum milli fjarðanna til Quaqortoq. Framtíðarsýn - eða allt látið reka á reiðanum. Svo nefnist grein eftir Gísla Sigurðsson um þá framtíð- arsýn sem Miðbæjarsamtökin hafa kynnt og snýst um að byggja nýjan flugvöll á uppfyll- ingu í Sketjafirði, byggja í Vatnsmýrinni í framhaldi af miðbænum og bæta við miklu byggingarlandi með uppfyllingu norðan Sel- fjamarness. Hildigerður frá Bingen var uppi fyrir 900 árum og minnist Árni Einarsson hennar í grein þar sem segir að hún hafl verið uppi samtímis Ara fróða og að hún hafi verið mikilvirkur rithöfundur einnig. Rit hennar hafa nýlega vakið mikla athygli og fjöldi bóka komið út sem byggðar eru á verkum Hildigerðar. FORSÍÐUMYNDIN: Á forsíðunni er Ijósmynd Þorkels af hluta Svanasöngs Jóhannesar S. Kjarvals, en í dag verður opnuð ó Kjarvalsstöðum sýning ó verkum hans: Af trönum meistarans 1946-72. Á bls. 6 og 7 er grein af þessu tilefni og þar segir m.a. af mólverkinu, sem forsíðumyndin er af. EINAR BENEDIKTSSON FRÓN Það eitt, sem oss bindur, - að elska vort land fyrir oí'an allt stríð, fyrir handan þess sand, með þess hlutverk í höndunum fáu. - Eins og straumarþess blandast, um láð, yrfír lá, skal hér lífsstai'f af samtaka þúsundum há, þar sem hafsbrún og tindar með tign yfír brá setja takmörkin fjarlægu, háu. Veri blessað vort víðsýna, fámenna Frón. Hvílík framtíð þess börnum með stórleita sjón yfír vélai' og vinnandi hendur! Þeirra von staiidi hátt. Þeirra vegur er beinn. Þeim er veröldin opin, sem staðist gat einn. Það er einbúa viljinn, sem harður og hreinn á að hefja til vegs þessar strendur. - Biðjum himnana vernda og leiða vorn iýð, svo hans ljós skíni bjart yfír ókomna tíð, þótt það beiist af börnunum fáu. Standi vættirnai' fornu um lá og um láð, þar sem lífsverk af mikilli þjóð skyldi háð, þar sem tindar og höf benda ti'ú vorri og dáð á vor takmörk - hin fjarlægu, háu. Einar Benediktsson, 1864-1940, lögfræðingur, skóld, ritstjóri og fjórmálamoður var einn af aldamótaskáldunum um síðustu aldamófin og lét ekki silt eftir liggja að brýna landsmenn „að elska vort land", því krafan var Islandi allt eins og um er rætt í rabbinu hér að neðan. RABB AREIÐANLEGA eru margir þeirrar skoðunar að nú sé hafið síðasta ár aldarinnar. En það ekki svo. Árið 2000 er ótvírætt síðasta ár aldarinnar og árþúsundsins; um slíkt þarf ekki einu sinni að spyrja, sagði Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur þegar leitað var álits hjá honum. Það ætti líka að vera öllum ljóst að tugur hefur aldrei endað á 9 og hundrað ekki heldur á 99. Samt hafa ýmsir verið að skripla á þessari skötu, til dæmis ritstjóri DV í leiðara og jafnvel páfinn í Róm, sem á að vera óskeikull. Árið 2000 verður þó al- mennt kallað aldamótaár og ekkert er rangt við það. Deilur um þetta spruttu upp um síð- ustu aldamót en svo áttuðu menn sig á því að 20. öldin rann ekki upp fyrr en 1. janúar árið 1901. I samræmi við það var nýrrí öld fagnað á Austurvelli um þau áramót. Þegar litið er í blöð frá þessum tíma og bækur um tímaskeiðið fyrir og eftir alda- mótin, tekur maður umfram allt eftir þeirri miklu eftirvæntingu sem virðist hafa ríkt og allt að því barnalegri bjartsýni. Svo var að sjá að einangrun landsins yrði brátt rofín, annaðhvort með sæsíma eða Marconi-loft- skeytum, sem voru baráttumál Einars skálds Benediktssonar. Þar fór hann halloka sem oftar; það voru líkt og álög að hann fengi ekki að sjá í framkvæmd það sem hann barðist fyrir og taldi að yrði þjóðinni til framdráttar. Menn stóðu á þessum tímamótum með annan fótinn í fornaldarrómantík og hetju- dýrkun; persónur Islendingasagna voru álitnar raunsannar og ekki þurfti að efast um að Gunnar á Hlíðarenda hafði stokkið NYR ALDA- MÓTAANDI eigi skemur aftur fyrir sig en fram. Ung- mennafélögin urðu til um allt land, upp- tendruð af aldamótaandanum, og menn fóru í vaxandi mæli að iðka íslenzka glímu og sund, jafnvel þótt engar væru sundlaugarn- ar. Bjartsýni aldamótanna átti annarsvegar rót sína í þeii’ri vitneskju að hér á landi var svo sem allt ógert og hinsvegar í tröllatrá á vísindin og nýja tækni sem víðförlir lands- menn höfðu kynnzt og landsmenn almennt höfðu haft spurnir af. Þeir vissu að í útlönd- um fóru menn ferða sinna í járnbraut- arlestum og það var lengi vel litið svo á að einhverntíma fengjum við einnig járnbrautir. Núna, nærri öld síðar, er erfitt að átta sig á þvi hvað skipti mestum sköpum af þeim tækninýjungum sem landsmenn kynntust á fáeinum árum eftir aldamótin. Sumir telja að það hafi tvímælalaust verið mótorar í fiskibáta; bylting sem flæddi yfír á undra- skömmum tíma. í kjölfarið komu fyi’stu tog- ararnir, en í samanburði við sjávarútveginn gerðist harla lítið á tæknisviðinu í landbún- aði. Fjórir áratugir liðu þar til vélaraflið tók almennt við af handafli og hestaverkfærum í sveitum landsins. Enginn vafi er á því að aldamótaskáldin áttu sinn þátt í bjartsýninni þvi ljóðin þeirra voru ekki bara lesin, heldur lærði fólk þau utanað og mörg þeirra voru sungin þegar fólk kom saman. Aldamótaandinn frá árun- um eftir 1900 birtist í þjóðernishyggju sem sagði; Islandi allt. Þannig var slagorð ung- mennafélaganna. En hvernig verður alda- mótaandinn framundan? Mun hann segja: Islandi allt, eða ef til vill Islandi allt, nema aðrirbjóði betur. Unga fólkið sem um þess- ar mundir lýkur margvíslegu námi á vissu- lega marga kosta völ. Það er ekki gefið að föðurlandið verði látið njóta þeirrar þekk- ingar sem aflað hefur verið. Ekki nema hér bjóðist sambærileg kjör við það sem býðst í hinum þróuðu og efnuðu löndum báðum megin Átlantshafsins. Við höfum þó séð það, ekki sízt í tenglsum við Islenzka erfðagrein- ingu, að vel menntað fólk snýr heim til Is- lands þegar gott tækifæri býðst. Hvað sem annars má segja um auðlindir, jafnast að öll- um líkindum ekkert á við mannauðinn. Það hefur áþreifanlega sannast í löndum sem eiga næsta lítið af öðrum auðlindum. Þess eru líka ófá dæmi að fólk flytjist heim eftir velgengni um árabil í útlöndum og sættir sig við eitthvað lakari kjör. Þessi tímamót verða gjarnan þegar börnin komast á skólaaldur og sú sjourning vaknar hvort þau eigi að verða Islendingar í framtíðinni. Ég hygg að flestir séu sammála um að þrátt fyrir góð lífskjör, sem því miður ná þó ekki til allra, sé ekki ríkjandi nein sérstök bjartsýni nú, þegar aðeins lifa tvö ár af öld- inni. Menn sjá ekki slzt efnahagslegar blikur á lofti og uppá síðkastið hefur verulega minnkað trú manna á það að hinir allra spökustu sérfræðingar í hinum allra virtustu stofnunum alþjóðasamfélagsins geti komið í veg fyrir heimskreppu ef óheillaþróun fer af stað. Við höfum séð að þessi efnahagslega heild heimsins er ótrúlega samofin. Og þeg- ar svartsýnin fer af stað eins og óstöðvandi skriða, hrynja spilaborgimar. Flestum finnst að ein stærsta tæknibylt- ing aldarinnar sem orðið hefur með tilkomu tölvunnar sé að mestu afstaðin. Það er þó líklega alrangt mat. Aftur á móti kvíða margir fyrir þeim vanda sem upp kemur í tölvuheiminum við upphaf ársins 2000 vegna þess að menn voru ekki nægilega framsýnir í árdaga þessarar tækni, og hafa svo sofið á verðinum. Enda þótt möguleikar tölvunnar og Netsins séu allt að því óendanlegir, ríkir samt engin aldamótabjartsýni í tengslum við hina fögi’u, nýju veröld sem framundan kann að vera. Tímaritið Newsweek var fyrir jólin helgað Cyber Shopping, jólaverzlun á Netinu. Oþarft, sagði blaðið, að berjast við umferðarhnútana, bílastæðavandamálið, þvöguna í búðunum. Bara að velja jólagjaf- irnar eftir listum, setjast við tölvuna og klikka. Síðar kemur bíll og færir manni dót- ið heim. Einhverjum, líklega af gamla skól- anum, fannst þó að ekki yrði jólastemmn- ingin á marga fiska í borgum heimsins ef þessi skipan yrði ofaná, og nóg væri ein- angrun fólks þótt þessi tækni gerði hana ekki ennþá verri; hún yrði einungis til þess að fjöldi manns færi ekki út úr húsi. Nýr aldamótaandi? Ef til vill gerir hann vart við sig. En við höfum líklega fengið of mikið uppí hendurnar í hinum þróaða, vest- ræna heimi til þess að bjartsýni síðustu aldamóta verði endurvakin. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.