Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Síða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Síða 5
var hrifnast af því hve vel gestgjafinn kunni að hlusta á aðra menn og ræða við þá án þess að halda stíft fram eigin viðhorfum: En þótt hann færi í felur brá þó fyrir í svipnum feiminni, bemskri dirfsku og göfugum sálarharmi. Bandaríski sagnfræðingurinn Richard Pipes talaði líka um allt að því bernska hreinskilni Sakharovs sem kom honum mjög á óvart þeg- ar þeir kynntust. Ekki nema von: Pipes á sjálf- ur í stöðugu stríði við aðra sérfræðinga í Sovét- sögu og ganga á milli þeirra ásakanir um rit- stuld og stælingar: menn eru svosem út um allt að brugga hver öðrum ólyfjan í nafni fræða- metnaðar og valdstreitu. En annað sagði Pipes sem ástæða er til að hafa eftir, hann vék að þeirri hatrömmu kosningabaráttu sem þá stóð yfir í Rússlandi og sagði: þar takast á fylkingar sem stjómast af hatri og ótta. Andrej Sak- harov þekkti hvorki hatur né ótta. Vonir og vonleysi Satt að segja kunni ég best við frásögn Júrí Tuwims, mágs míns, en það var hann sem tók mig með sér á minningarsamkomuna í Boston. Þeir Andrej kynntust fyi-ir löngu suður í Grús- íu og byrjuðu góða vináttu á því að rífast: Júra var með öllu ósammála þeirri skoðun Sak- harovs að í vændum væri hægfara samruni vestræns hagkerfis og þess sovéska. En Júra var síðar daglegur gestur í húsi Andrejs og honum innan handar um margt: Já, það var stöðugur gestagangur, sagði hann. Khodoki (göngumenn) komu til hans úr öllum landshomum eins og til Tolstojs í gamla daga og báru upp málefni sín, merk og ómerk, og Andrej hlustaði á alla af stakri þolinmæði og lagði inn gott orð. Hann vildi engum frá sér vísa. Oft var hann svo þreyttur að ég tók það á mig að koma gestum fram í eldhús og svo úr húsi til að hlífa honum. Hann vildi aldrei hlífa sjálfum sér, hvorki í stóra né smáu, hélt Júra áfram. Eitt sinn var hann að koma úr hungurverkfalli. Ljúsa konan hans hringdi til mín og bað mig að koma með tómatsafa handa honum. Við fórum saman í gönguferð, hann var mjög máttfarinn, gat rétt borið fyrir sig fæturna. En hann hélt fast við að bragða ekkert nema vatn, ekki einu sinni tómatsafa, fyrr en klukkan tíu um kvöldið. Þá átti hungurverkfallinu að ljúka, þá vora ná- kvæmlega tíu dagar síðan það hófst. „Og við það stend ég“, sagði hann. Júra var að vonum stoltur yfir þvi að Sak- harov sagði stundum við hann: Líttu nú við í kvöld, þú þreytir mig ekki. En maður þurfti alltaf að komast fram hjá fólki frá KGB sem var á vappi í húsinu. Einu sinni kom móðir mín frá Islandi með peysu sem hún hafði prjónað handa Sakharov. Eg fór til þeirra Ljúsu með mömmu og kassa af niður- soðinni mjólk. Þeir frá KGB biðu niðri, ein kon- an rakst á mig til að ég missti kassann og spurði ströng: Hvað er í honum? Allt sem að Sakharov kom var fyrirfram grunsamlegt og háskalegt. Sakharov var í heimsókn hjá Júra daginn sem friðarverðlaunum Nóbels var úthlutað. Einhvemvegin komst það upp hvar hann var og allt í einu raddust þeir inn Kopeljev og Vojnovitsj (þekktir andófsmenn og rithöfund- ar), veifandi vodkaflösku og gátu varla talað fyrir hrifningu og æsingi og á hæla þeim skandinavískir blaðamenn. Eg þekki engan mann sem líktist Sakharov í því að vilja gera sem minnst úr eigin ágæti og ekki brá hann vana sínum þetta kvöld, en svo sannarlega var hann glaður, já himinlifandi. Það var ekki oft að vel gekk, róðurinn var þungur. Einu sinni lagði sænskur blaðamaður svofellda spurningu fyrir Sakharov: Þér efist um að hægt sé að gera eitthvað til að breyta kerfinu, en samt leggið þér ekki árar í bát. Hvers vegna? Ætli þetta sé ekki, svaraði Andrej, þessi náttúrulega þörf mannsins fyrir að eiga sér hugsjónir, jafnvel þótt hann sjái ekki fram á færar leiðir til að framkvæma þær. Ef engar hugsjónir eru í farangrinum þá er ekkert að tengja vonir við. Sú staðreynd að við reynum okkar besta þýðir samt ekki endilega að við gerum okkur ákveðnar vonir. Maður sem á sér enga von kann samt að láta frá sér heyra, vegna þess að hann getur ekki þagað ... Allt eða ekkert? Eftir ræður og píanóleik tveggja systra frá Armeníu bauð Múlja upp á veitingar. Og menn héldu áfram að tala um örlög Rússlands - og deila um þau. Ég heyrði á tal þeirra Pipes og Levítíns. Levítín var ekki sáttur við það, að Pipes telur óbilgimi og kröfuhörku rússneskra menntamanna hafa átt mikinn þátt í því að til hrikalegrar byltingar kom í Rússlandi árið 1917. Hann nefndi dæmi um hófsama umbóta- viðleitni, bænaskrár, tilllögur til keisarastjórn- arinnar, sem ekki voru aðeins hundsaðar held- ur leiddu kannski til þess að upphafsmenn HEIM kominn úr útlegð ræðir þingmaðurinn Sakharov við kjósendur sína: Við hann voru miklar vonir tengdar. SAKHAROV, vísindamaðurinn sem sat í háborg vísinda og naut margra fríðinda, en hafnði bæði hlýðni og forrétt- indum til að vinna að því að rétta hlut þeirra sem áttu und- ir högg að sækja. Teikning eftir rússneskan listamann. voru settir inn eða reknir til Síbiríu. Pipes hélt fast við sinn keip: Abyrgð rússneskra mennta- manna var mikil, sagði hann. Þeir vildu alltaf allt eða ekkert. Þeir kunnu ekki málamiðlun. Því fór sem fór. Þetta er gömul deila og tengist hugmyndum um „innviðu rússneskrar sálar“: Rússar, sagði heimspekingurinn Berdjaev, þekkja ekki mála- miðlun. Þeir gera sér allt að sáluhjálpartrú - hvort sem það er að krossa sig með tveim fingrum, trúa á vísindin, trúa á marxismann. Og við gætum bætt við: tráa á markaðsbú- skapinn. Til lofs eða lasts? Rússneskt orð yfir menntamenn, intellig- entsija, á sér ekki beina samsvörun í vestræn- um málum. A Vesturlöndum er einatt talað um menntamenn sem starfshópa fyrst og fremst, það eru þeir sem hafa lokið háskólanámi, hópar sérfróðra. Rússneska orðið gerir ráð fyrir menntun, en leggur ekki áherslu á sérþekk- ingu heldur að um sé að ræða menn sem era ,;vel að sér“, einnig þá sem era sjálfmenntaðir. I annan stað er viss tilhneiging til þess á Vest- urlöndum hin seinni ár að setja menntamenn í heldur neikvætt samhengi. Lengst í þá átt gengur Paul Johnson í þekktri bók, „Intellect- uals“. Hjá honum er menntamaður sá sem af miklu yfirlæti gefur mannfólkinu sín ráð um hvemig lifa skuli og breyta heiminum. Johnson reynir svo að gi'afa undan siðferðilegum rétti menntamanna til að hafa vit fyrir öðrum með því að tína til sitthvað misjafnt úr persónulegri breytni Rousseaus og Marx, Tolstojs og Ibsens og Hemingways og fleiri manna: þeir hafi kom- ið svínslega fram við ástkonur sínar og vini, verið ábyrgðarlausir í fjármálum, hégómlegir úr hófi fram. Með öðram orðum: þeir eru stór- syndarar sem ættu að hafa sig hæga - einkum vegna þess að þeir hafa annaðhvort hafnað guði eða tráa á rangan máta! (töluvert fer fyrir því sem nú síðast var nefnt hjá Paul Johnson sem sjálfur mun hafa snúist frá vinstri- mennsku til kaþólsku). Það sem sameinar intelligenta í rássneskum skilningi orðsins er reyndar þetta líka: menntamenn era þeir sem hafa fullan hug á að breyta heiminum. En það er aftur á móti ekki talið gikksháttur heldur siðferðilegt afrek. Rússneskur menntamaður er sá sem hugsai- út fyrir sína sérhagsmuni eða hagsmuni síns hóps (lækna, náttúrafræðinga, rithöfunda, sagn- fræðinga ofl). Hann „skiptir sér af því sem honum kemur ekki við“ að mati stjórnvalda og er þeim því þyrnir í auga. Enda voru flestir hinna rússnesku menntamanna róttæklingar með hugann við einhverskonar sósíalisma (bændasósíalisma, anarkisma, marxisma). Sumir voru reyndar á allt öðra róli, eins og þeir sem á nítjándu öld vora mest með hugann við þjóðlegan rássneskan kristnidóm. Eða þá þeir sem á okkar öld, á seinni árum Sovéttím- ans, lögðu fyrst og fremst lögðu áherslu á mannréttindi og lýðræðislegar umbætur, eins og Andrej Sakharov. En hvaðan sem þeir komu og hvert sem þeir sóttu sinn innblástur, þá hafa þeir síðastliðnai- tvær aldir verið ein- dregnustu og óþolinmóðustu kröfugerðarmenn um breytingar á ríkjandi viðhorfum og samfé- lagsskipan í Rússlandi. Og þetta gerðu þeir í krafti þess sjálfsmats að vegna þess að þeirra væri þekkingin og yfir- sýnin þá bæri þeim siðferðileg skylda til að hafa sig í frammi, breyta og bæta. þeir töldu sig vera einskonar úi-valssveit sem hefði til að bera siðferðilega yfirburði yfir þá sem fyrst og síðast hafa hugann bæði við hvunndagslega meðalhegðun og við að laga sig að þörfum og duttlungum valdhafa á hverjum tíma. Sumir hafa vissulega sýnt nokkurf oflæti og hroka sem liðsmenn í slíkri ,úrvalssveit“ en aðrir hafa verið undramenn í þolinmóðri ósérplægni. Og einn slíkur var einmitt Andrej Sakharov. Nú mun enginn hlusta. Sem fyrr segir var það viðkvæði hjá flestum sem tóku til máls á minningarfundinum í Boston að dapurlegt væri til þess að vita að Rússland ætti ekki lengur mann eins og Sak- harov, mann sem hefði siðferðilegt þrek og áhrifavald til að segja valdhöfum og samfélagi til syndanna svo eftir væri tekið. Og þegar við Júra voram á heimleið frá samkomunni spurði ég hann: Heldur þú að það væri hlustað á Sak- harov í Rússlandi núna? Nei, það mundi enginn gera, sagði Júra. Vissulega hafa raunverulegir möguleikar rássneskra menntamanna til að láta til sín heyra verið mismiklir eftir tímaskeiðum. A seinni dögum keisaravalds réðu þeir, þrátt fyr- ir ritskoðun og ýmsar hremmingar aðrar, mjög miklu um skoðanir sæmilegra upplýstra manna. Um stórfrægan rithöfund og harðsnú- inn ádeilumann eins og Lev Tolstoj hefur verið sagt, að slikur maður sé eins og viðbótar ríkis- stjórn í landi sem ekki hefur ætlað stjórnar- andstöðu lögmætan vettvang. Eftir byltingu höfðu menn eins og Maxím Gorkíj framan af nokkuð jákvæð áhrif í þá vera að draga úr af- leiðingum valdaeinokunar Bolsévíka. En á dög- um Stalíns voru menntamenn múlbundnir, hvort sem þeir fengust við verkfræði, vísindi eða listir, þeir voru gerðir að þénurum ríkisins sem skulu hlýða eða hafa verra af - en fengu í staðinn ýmis fríðindi í kjörum fram yfir aðra þegna. Eftir dauða Stalíns leið samt ekki á löngu þar til meðal rássneskra menntamanna kom fram viðleitni til að brjótast út úr þeim ramma sem þeim var settur. Taka þátt í að skapa gagnrýnið almenningsálit, sem þurfti ekki endilega að vera andsovéskt í þröngum skiln- ingi þess orðs, en fól altént í sér beinar og óbeinar ki’öfm- um breytingar. Og þá sérstak- lega kröfu um að staðið væri við ýmis fógur fyrirheit um mannréttindi. Andrej Sakharov er einmitt ágætt dæmi um slíka þróun: maður sem situr í háborg vísinda og nýtm- margra fríðinda sem slíkur, en hafnar bæði hlýðni og forréttindum til að vinna að því að rétta hlut þeirra sem áttu undir högg að sækja. Og þótt reynt væri að einangra hann og þagga niður í honum tókst það aldrei og starf hans og sam- herja hans átti vissulega sinn þátt í að undir- búa það málfrelsi og þau réttindi sem komið var á í landinu eftir að Gorbatsjov tók við völd- um. Oft var þörf ... En nú mundi enginn hlusta á menn eins og hann. Þó á svo að heita að lýðræði sé i landinu og málfrelsi. Og oft þörf en nú nauðsyn á að heiðarlegur maður sem vii’ðingar nýtur láti til sín heyra. Rússlandi hefur hnignað stórlega á valdadögum Jeltsins. Framleiðsla hefur skroppið saman um helming síðan Sovétríkin hrundu. Atvinnuleysi er gífurlegt. Laun eru ekki greidd, skattar era ekki innheimtii’, síst af þeim íTku. Ríkið er á hausnum. Einkavæðing hefur verið framkvæmd með þeim ósköpum að venjulegum Rússa hlýtur að finnast að örfáum útvöldum hafi verið leyft að stela þjóðarauðn- um. Markaðsvæðing hefur verið framkvæmd með þeim hætti að allt sparifé almennings hef- ur brunnið upp í óðaverðbólgu og millistétt hefur ekki komið undir sig fótum vegna þess að hákarlar ýmiskonar hirða allt af henni - bæði þeir „forríku sjö“ og ótal glæpagengi. Vísindi eru í rást. Bókaútgáfa svipur hjá sjón. Kvikmyndaiðnaður hraninn. Heilsufar hefur stórversnað. Meðalæfi þegnanna hefur styst um nokkur ár. Og svo mætti lengi telja. það væri heimska að rekja allt þetta til þess sovétskipulags sem áður var. Fortíðin skiptir vissulega máli: rétt eins og einveldi keisarans setti sinn svip á stalínskan kommúnisma þá tefur arfur sovéskrai’ tilskipanahagstjómar fyrii’ því að á komist sæmilega virkur markaðs- búskapur. En Jeltsin og þeir sem hafa stungið þjóðarauðnum 1 vasann (eða smyglað honum úr landi) geta ekki sloppið við ámæli: svo margar og stórai’ og heimskulegar eru þcin-a syndir. Og allir vita líka að Vesturlönd hafa einatt gert illt verra með því að leggja hart að Rússum að flýta sem mest „umbótum" sem ekki gátu tekist (annars fáið þið ekki lán, fáið ekki að vera með!). Og svo framvegis. Ætla mætti að menntamenn hefðu nóg að iðja: skilgreina, gagnrýna, kretjast lausna. En þeir segja fátt. Og í fyrsta sinn í sögu Rúss- lands í 200 ár er eins og enginn vilji að þeir sldpti máli. Allmargir þeirra tóku fyrst ofsatrá á að rnarkaðsbúskapurinn mundi snai’lega skjóta þeim inn í vestræna velmegun en eru nú sem lamaðir af vonbrigðum og svo fátækt: fræðastarf er í molum sem fyrr segir, bókaút- gáfa líka, fjölmiðlar flestir í eign hinna forríku sem stýra þar með sjálfu málfrelsinu að vera- legu leyti. Margir hafa flúið. Sakharov er lát- inn. Einn af helstu samherjunr hans, Kovaljov, var um tíma mannréttgidaráðgjafi Jeltsíns, en var rekinn fyrir gagnrýni sína á stríðið í Tsjetsjenalandi. Nóbelsskáldið Alexandr Sols- henytsin sneri heim úr útlegð og vissulega er hann einn þeirra fáu sem ekki láta deigan síga. Hann hlífði ekki sovéskum valdhöfum og hon- um dettur heldur ekki í hug að hlífa Jeltsin og hans hirð. En um hann lykur æ þrengri hring- ur. Hann fékk spjallþátt í sjónvarpi en var bol- að burt úr þeim fjölmiðli með þeirri formúlu að hann væri svo leiðinlegur og enginn vildi hlusta á hann. Hann skrifaði bók þar sem hann gerði hai-ða hríð að þeim sem hann telur helst ábyrga fyrir niðurlægingu síns fóðurlands en sú bók gat ekki komið út í nema 5000 eintök- um. Engu líkara en ritskoðun markaðarins sé enn nöturlegri en sú pólitíska: upplagið á bók Sulzhenytsins svarar til þess að ádrepurit kæmi út í níu eintökum á Islandi. Höfundur er rithðfundur og hóskólakennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.