Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.01.1999, Blaðsíða 7
MEISTARANS MARGÞÆTTAR ástæður liggja að baki hinni sterku stöðu Kjarvals í íslensku listalífi á því tímabili sem hér er til umfjöllunar. Hann var einn af frumherjum íslenskrar málaralistar, borinn uppi af ættjarðarást og þjóðernishyggju aldamótakynslóðarinnar og hafði áunnið sér einróma lof fyrir einstaka túlkun sína á íslenskri náttúru. Hinn óútreiknanlegi og sérstaki persónuleiki hans og sá lífsmáti sem fólst í því að helga sig listinni og gefa lítið fyrir viðteknar venjur borg- arastéttarinnar gerðu hann að lifandi goðsögn og holdgervingi hinnar rómantisku hugmyndar um listamanninn sem bóhem. HVAMMUR. Flaggað í tilefni afmælis Þór- unnar, systur listamannsins. Með Kjarval á myndinni eru Birgir Kjaran og Björn Gutt- ormsson á Ketilstöðum. frá 1955-56 er skjaldmeyjan kynlaus og grönn, með langa og teygða útlimi. Höfuðið sést í prófíl eins og á fyrri skissunni. Árið 1961 mál- ar Kjarval enn skjaldmeyju, að þessu sinni í olíu á striga. Líkami hennar er kvenkenndur og grannur, með langa útlimi en „krullaður" og liðamótalaus. Utlínur líkama, sverðs og skjaldar ei-u tvíteknar, en það gerir veruna kvika og órólega. IN liðamótalausa „Skjaidmeyja" Kjar- vals frá 1961 er lokastig í þróun hinna huglægu vera hans, en svipaðar verur má einnig sjá í verkinu Svanasöngur, sem var í vinnslu frá 1956 til 1966. Horft er aftan á verurnar tvær, önnur er hvít með langan háls, eins og svanur. Kjarval sagði um mynd- ina að hún væri af konum sem ekki vilja skyggja á sig neinstaðar og þess vegna hafi hann breytt hvítu verunni og setti höndina á henni upp. KJARVAL virðist hafa verið nokkuð ánægður með veruna fyrir breytinguna og viljað varðveita hana, því á Kjarvals- stöðum er til uppdráttur af verunni á smjör- pappír sem hann virðist hafa lagt á málverkið og dregið eftir útlínur hennar. I viðtali 1966 segir Kjarval að hugmyndin að baki „Svana- söngs“ sé að skyggja ekki á sjálfan sig, að vera bæði bak og fyrir, en að hann haldi nú samt að önnur konan skyggi samt á eitthvað af hinni með tánni. . . ... Kjarval vann oft lengi við sama verkið og gat þróun eins verks tekið áratugi. Árið 1964 lauk hann við tvö verk sem hann hafði lengi unnið að, „Svanasöng", sem getið er um hér að framan, og stóra mynd af Heklu sem síðar fékk nafnið Heyþurrkar eftir Heklugos. í við- tali við Kjarval kemur ýmislegt athyglisvert fram um tilurð myndarinnar sem hann kaus að kalla „mynd málarans". „Mynd málarans gætum við kallað hana. Ég hef málað margar myndir af Heklu. Þegai- einhver vinur hefur komið og einhver vinur hans hefur átt afmæli. Þá hef ég málað mynd- ir af Heklu. En þessi er öðruvísi. Ég var bú- inn að gera hana fyrir nærri 17 árum en ég var ekki ánægður með hana. Svo breytti ég henni og hætti við hana. En nú fyrir rúmum mánuði réðst ég að henni á ný. Líklega læt ég hana vera svona. Það er að morgna vinstra megin. Til hægri er nóttin að hverfa." Að- spurður segist hann hafa byrjað á myndinni þegar gosið stóð 1947: „Já, það voru ósköp sem á gengu. Og mikil var litadýrðin þegar hraunið vall fram, eða þessir glóandi steinar skullu niður á víðihríslurnar. Hvernig þær blánuðu og dóu. Ég stökk einu sinni og greip glóandi stein sem hafði lent á einni hríslunni og henti honum í burtu. Ég var fullur af hug- sjónum eins og skáti eða ungmennafélagi. Það hefur ráðið því að ég greip steininn." SJÓN er sögu ríkari. Kjarval sá eftir að þessi mynd skyldi vera lát- in úr landi, en Alþingi keypti hana og gaf danska þjóðþinginu í júní 1949 í tilefni af 100 ára afmæli stjórnarskrár Danmerkur. Mál- verkið er á sýningunni á Kjarvals- stöðum. „Heyþurrkar eftir Heklugos" var seld á uppboði í mars 1966. Kjarval segir í viðtali að hann hafi farið með myndina austur á vörubíl og að myndin væri á hjörum vegna stærðar- innar. Síðan væri hann búinn að mála ofan í hana, hreinsa stundum mikið úr henni aftur, æ ofan í æ, af og úr, og „svei mér ef ég er bú- inn með hana enn, og þó.“ . .. . . . Kúbismi var ein þeirra stíltegunda sem Kjarval hafði fengist við frá námsárum sín- um. Hin kúbísku verk hans frá því um 1920 vísa fremur í danskan kúbisma og þýskan ex- pressjónisma en hinn eiginlega franska kúbisma að hætti Picasso og Braque, en myndmál Kjarvals var þrívíddarmyndgerð með hyrningslaga formbyggingu. Um 1930 vann Kjarval kúbískar abstraksjónir, sem oft voru skrautkenndar með ýmiss konar tígla- munstri og á sama tíma fór að bera á kúbískri umskrift í landslagsverkum hans, sem hann þróaði áfram á næstu áratugum. I verkinu „Listin er vinna“ bregður fyrir kúbískum stílbrögðum og frá fimmta ára- tugnum eru varðveittar kúbískar myndir unnar á pappír. Hugsanlega hefur Kjarval þróað þessa stílgerð sína með hliðsjón af af- straktmálverkinu sem á sjötta áratugnum var afar áberandi í íslensku málverki og þannig brugðist við þróun myndlistar sam- tímans. Kjarval málaði verkið Leysing árið 1964. Hann byggði verkið upp með tenings- laga formum sem í neðri hluta myndarinnar þéttast og taka stefnu til hægri, eins og þau vilji sprengja sig út úr myndinni. í verkinu í Vífilsstaðahrauni/Yndisleg vornótt frá 1966 hefur Kjarval umskrifað hluta af landslags- mótífi yfir í kúbískt myndmál eins og til að leggja áherslu á tengslin milli hinna kúbísku verka og landslagsmálverkanna. í einu síð- asta landslagsmálverki Kjarvals, sem kallað hefur verið Frá Þingvöllum og er málað 1967- 68, er eins og hin kúbíska umskrift eða sund- urgreining hins smágerva í forgrunni verks- ins og hin natúralíska sýn á fjallahring og himin gangi upp í eina heild og sættist í heil- steypta og fíngerða mósaík. Verkið er þannig að færa okkur nýja sýn á Þingvelli, þar sem Kjarval hafði þá unað sér í áratugi við að festa á léreft undur þess helga staðar. MYNDIN er ein hin síðasta sem Kjar- val málaði þar. Starfskraftar hans fóru nú þverrandi. í viðtali í febrúar 1968 segist hann teikna eitthvað og mála svo- lítið, en það sé bara inniföndur. Hann kom síðast í Hvamminn þá um haustið, fékk lykil að húsi sínu á Ketilsstöðum og fór síðan gangandi í átt að hvamminum. Daginn eftir var hann farinn. Nokkrum dögum síðar barst Birni bónda bréf frá Kjarval: „Hérmeð sendi ég þér í þessu bréfí kærar kveðjur og lykilinn að Hvammi. Þó enginn lækur ljóðaði er Hvammurinn glaður og góður. Verið þið blessuð öll börn og Björn.“ I janúar 1969 var hann að eigin ósk lagður inn á Landspítalann og setti þar með punkt aftan við langan og gifturíkan feril sem hófst í Borgarfirði eystra á fyrstu árum aldarinnar. Kjarval lést 13. apríl 1972. Kjai*val stóð utan og ofan við meginstrauma í íslenskri myndlist á því tímaskeiði sem hér hefur verið til um- fjöllunar, en um miðjan fimmta áratuginn var hann orðinn þroskaður listamaður með mót- aða lífssýn og stíl. Hann var sprottinn úr jarðvegi þjóðernishyggjunnar og sem lista- maður mótaður af módernisma fyrstu ára- tuga aldarinnar. VERK hans frá tímabilinu 1946-68 eru eðlilegt framhald verka hans frá fyrri tíð og á þessu tímaskeiði koma ekki fram neinar afgerandi breytingar á list hans. Ferill hans einkennist fremur af jafnri stig- andi og nýjum útfærslum á þeim meginhug- myndum sem fram voru komnar um 1945. Hann var trúr landslagsmálverkinu og málaði úti eins lengi og heilsa hans leyfði. Teikningin verður með árunum æ ríkari þáttur í olíumál- verkum hans og þær fígúrur sem birtust í landslagsverkunum fengu með tímanum auk- ið sjálfstæði og vægi. I landslagsverkunum gætir tilhneigingar til að fjarlægjast hið mó- númentala en skoða hið nálæga og smágerða, eins og síðasta myndröð hans frá Bleikdalsá ber með sér. Með Kjarval hvarf einn frum- legasti og sérstakasti listamaður þjóðarinnar af sjónarsviðinu, en hið stórbrotna lífsverk hans lifir og er mikilvægur hluti íslensks menningararfs. Þennan arf ber að varðveita af kostgæfni. Höfundur er listfræðingur og er greinin hlutar úr grein í sýningarskró. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. JANÚAR 1999 7 f-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.