Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Side 2
FLEIRI STYTTRI SYNINGAR í LISTASAFNI ÍSLANDS LISTASAFN íslands kynnti nýjar áherslur í dagskrá sinni næsta árið á blaðamannafundi sem haldinn var í safninu á fimmtudag en við sama tækifæri var undirritaður samstarfs- samningur við Landssímann, sem verður helsti styrktaraðili safnsins næstu tvö árin. Á heimasíðu safnsins, á slóðinni www.lista- safn.is, eru nú aðgengilegar upplýsingar um sýningar framundan og aðra starfsemi safns- ins, um verk í eigu þess, útgáfubækur safnsins og fjölmargt fleira. Sú áherslubreyting er nú að verða á sýn- ingahaldi Listasafnsins að í stað þess að hafa fáar og stórar sýningar sem standa lengi, verða framvegis fleiri sýningar sem standa skemur. Jöfnum höndum verða sérsýningar hinna ýmsu listamanna, innlendra og erlendra, og sýningar á verkum í eigu safnsins. Ólafur Kvaran safnstjóri sagði á fundinum að mark- mið þessara breytinga og kynningarátaks safnsins og Landssímans væri hvort tveggja að fá fastagesti safnsins til að koma oftar og að ná í nýjan hóp gesta, ekki síst af yngri kyn- slóðinni, en þar væru jú safngestir framtíðar- innar. „Hið stóra menningarpólitíska markmið er að stækka og breikka hópinn," sagði hann. I gærkvöld var opnuð fyrsta sýningin af þremur á þessu ári á ljósmyndum eftir þrjár listakonur sem allar hafa öðlast heimsfrægð á síðustu árum. Sú sem nú gefur að líta á veggj- um salar 2 ber yfirskriftina „Eg“ og er röð tíu mynda hollensku listakonunnar Inez van Lamsweerde. I kjölfar hennar kemur sýning á ljósmyndum eftir Janieta Eyre frá Kanada og í haust verður svo sett upp sýning á ljós- myndum bandarísku listakonunnar Nan Gold- in. I sölum 1 og 4 stendur yfir stór farandsýn- ing á norrænni málaralist á vegum Carnegie fjárfestingarbankans í Svíþjóð. Hinn 27. febr- úar verður opnuð sýning á gvassmyndum eftir þýska málarann Sigmar Polke og 16. apríl hefst sýning á abstraktverkum Þorvalds Skúlasonar. Hún ber yfirskriftina Hreyfiafl litanna og eru verkin sprottin af dvöl lista- mannsins á bökkum Ölfusár í lok 7. áratugar- ins. Andlit að austan er sýning á andlitsmynd- um Jóhannesar S. Kjarvals frá árunum 1926-27 af austfirsku almúgafólki. Hefst hún 24. apríl. Um miðjan september hefst sýning á verkum Helga Þorgils Friðjónssonar og síð- asta sérsýning ársins, sem hefst í októberlok, verður á myndum Ásgríms Jónssonar úr Skaftafellssýslum. Ellefu sýningar á verkum í eigu Listasafns- ins eru ráðgerðar á árinu. Heiti þeirra ættu að gefa einhverja hugmynd um innihaldið; Fjórir frumherjar, Módernismi í mótun, Nýraunsæi í myndlist 8. áratugarins, Náttúruhrif, Sumar- sýning, Nýja málverkið á 9. áratugnum, Óræfalandslag, Nýlist eftir 1970, Aðventusýn- ing, Vormenn í íslenskri myndlist og Við alda- mót. Tvær þær síðastnefndu teygja sig raunar yfir á árið 2000. Sú fyrri, sem kennd er við vormenn, er á verkum listamanna sem lögðu grunninn að íslenskri nútímamyndlist í upp- hafi 20. aldar, en hin seinni sýnir verk lista- manna sem komu fram á sjónarsviðið undir lok aldarinnar. Morgunblaðið/Ásdís SZYMON KURAN Á MYND- LISTARSÝNINGU í GERÐUBERGI BREYTIR MYND- LIST í TÓNLIST SZYMON Kuran fiðluleikari mun ganga um sýninguna Þetta vil ég sjá í menningarmiðstöð- inni Gerðubergi um helgina og túlka með fiðlu- leik þau hughrif sem listaverkin vekja hjá hon- um - eða breyta mynd- list í tónlist, eins og það er orðað í fréttatilkynn- ingu frá Gerðubergi. Sýningin var opnuð um síðustu helgi og stendur fram til 28. febr- úar nk. Á henni eru verk sem Kári Stefánsson, forstjóri íslenskrar erfðagreiningar, valdi. Fyrir valinu hjá Kára urðu íslenskir myndlistarmenn þriggja kyn- slóða, þeir Kristján Davíðsson, Magnús Kjart- ansson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Við opnunina sl. laugardag gekk Szymon Kuran um sýninguna með fiðlu sína og túlkaði þau hughrif sem hann varð fyrir. I fréttatil- kynningu segir að vegna afar góðra undirtekta viðstaddra muni Szymon heimsækja sýninguna aftur nú um helgina; í dag og á morgun, kl. 15 báða dagana. Æít fyrir barnatónleika MÖGULEIKHÚSIÐ og Kvennakór Reykja- víkur standa fyrir tvennum barnatónleik- um í Möguleikhúsinu við Hlemm í dag, laugardag, kl. 14 og kl. 16. Það eru 30 fé- lagar úr Kvennakórnum sem syngja lög fyrir börn úr kvikmyndum og söngleikjum. íslensk list vekur athygli á listamessu í Madría MYNDLISTARMENNIRNIR Ragna Ró- bertsdóttir og Finnbogi Pétursson eru fulltrúar Islands á listamessunni Arco ‘99 í Madríd sem hófst í vikunni. Sýna þau undir merkjum Gall- erís Ingólfsstrætis 8. Þegar Morgunblaðið ræddi við þau á öðrum degi messunnar voru þau hæstánægð með athyglina og viðtökumar sem sameiginleg innsetning þeirra hafði fengið. Ragna og Finnbogi eru á einu máli um að viðtökumar hafi verið vonum framar og sýn- ingin eigi án efa eftir að vinda upp á sig. Hún hefur raunar gert það þegar, því Rögnu hefur verið boðið að sýna í galleríi í New York síðar á þessu ári, sennilega í nóvember. Viðtöl hafa birst við Islendingana á tveimur sjónvarps- stöðvum og í bláði messunnar er heil síða lögð undir umfjöllun um þá. Þetta er í átjánda sinn sem listamessan er haldin. Sýnt er í risastóru vöruhúsnæði í Madríd. Finnbogi Pétursson Ragna Róbertsdóttir Fjöldi gallería hvaðanæva úr heiminum hefur rými til umráða í húsnæðinu en í ár em Frakkar fyrirferðarmestir, að sögn Eddu Jónsdóttur gall- eríseiganda. Gallerí Ingólfsstræti 8 er eitt þriggja norrænna gallería á messunni. Segir Edda afar vel að messunni staðið. Arco ‘99 lýkur miðvikudaginn 17. febrúar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yílrlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Fold Dominique Ambroise. Til 21. febr. Gallerí Horn Alan James. Til 3. mars. Galierí Bflar & lisl Gunnar Þjóðbjörn Jónsson. Gallerí Stöðlakot Guðmundur Oddur Magnússon. Til 14. febr. Gallerí Sævars Karls Gabríela Friðriksdóttir. Til 19. febr. Gerðarsafn Ljósmyndasýning: Blaðaljósmyndara- og Ljós- myndarafélag Islands. Til 14. febr. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Þetta vil ég sjá: Kristján Davíðsson, Magnús Kjartansson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 28. febr. Hallgrímskirkja Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 18. febr. Hafnarborg Gun Johansson. Sverrissalur: Sigurlaugur Elí- asson. Til 1. mars. Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadóttir. Til 21. febr. Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Vestursalur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Mið- rými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASI Ásmundarsalur og Gryfja: Guðbjörg Lind Jóns- dóttir. Til 14. febr. Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alia daga. Listasafn íslands Camegie Art Award - Nordic Painting/Norræn málaralist í sölum 1 og 3. Til 21. febr. Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjar- val. Til 18. apríl. Ljósmyndir Inez van Lamsweerde. Til 14. marz. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Yfirlitssýning á verkum Sigurjóns. Norræna lnísið Samískar listakonur: Maj Lis Skaltje, Marja Helander, Britta Marakatt Labba, Merja- Aletta Ranttila og Ingunn Utsi. I anddyri: ljós- myndasýning: Forboðnar myndir eftir Maj Lis Skaltje. Til 14. febr. Nýlistasafnið Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunn- ar Straumland og Jón Sæmundur Auðarson. Súmsalur: Safnsýning. Til 28. feb. Stofnun Árna Magniíssonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-lG. Til 14. maí. Ráðhús Reykjavíkur Tjamarsalur: Ljósmyndasýningin Indland-Tí- bet. Til 14. febr. SPRON, Mjódd Jón Axel. Til 19. feb. TÓNLIST Laugardagur Hásalir, Iiafnarfirði: Karlakórinn Þrestir og Karlakór Hreppamanna. Kl.16 Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Einar Jóhannesson, klar- inett, Unnur Sveinbjamardótth’, lágfiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó. Kl. 20:30 Fimmtudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit fslands. Einleik- ari og stjómandi: Dmitri Sitkovetsky. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, fim. 18. febr. Tveir tvöfaldir, fös. 19. febr. Bróðir minn Ijónshjarta, sun. 14. febr. Solveig, sun. 14. febr. Abel Snorko býr einn, lau. 13.,sun.l4.,fös. 19. febr. Maður í mislitum sokkum, lau. 13., sun. 14., fim. 18, fös. 19. febr. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 13., sun. 14. febr. Horft frá brúnni, lau. 13., fös. 19. febr. Búa saga, lau. 13. febr. Mávahlátur, sun. 14. febr. Islenska óperan Ávaxtakarfan, sun. 14. febr. Hellisbúinn, lau. 13., sun. 14., fim. 18. febr. Hinn fullkomni jafningi, þrið. 16. fcbr. Iðnó Frú Klein, sun. 14., fim. 18. febr. Þjónn í súpunni, lau. 13., fös. 19. febr. Dimmalimm, sun. 14. febr. Hafnarfjarðarleikhúsið Virus, tölvuskopleikur, Iau. 13. febr. Hugleikur: Nóbelsdraumur, sun. 14, fös. 19. febr. Kaffileikhúsið Hótel Hekla, fös. 19. febr. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 13., fös. 19. febr. Möguleikhúsið v. Illcmm Snuðra og Tuðra, sun. 14., mið. 17. febr. Bamatónleikar Kvennakórs Reykjavíkur, lau. 13. Leikfélag Akureyrar Pétur Gautur, Iau. 13. febr. Bing Dao - Rennivcrkstæðið á Akureyri Rommí, fös. 19. febr. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þe8sum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgun- blaðið, Menning/listir, Kringlunni 1,103 Rvík. Myndsend- ir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.