Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 13.02.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGLNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 6. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR EFNI SKOÐUN safna í stórborgum getur reynst dýrðleg upplifun. Bragi Asgeirsson segir frá söfnum í París, sem sum hver eru afar merkileg og tilvalið að flétta þau inn í skoðunarferðir um borg- ina. Þessi söfn segja ekki síður en húsin og umhverfið eitt og annað af marglitri mann- lífssögu, tengjast henni afar nánum böndum. Portret Orlygs Sigurðssonar eru orðin mörg enda var hann einn nafnkunnasti málari nianna- mynda í marga áratugi. Hann málaði fjölda afmælismynda af þekktum borgurum en stundum fyrir sjálfan sig, til dæmis frábært portret af Eiríki Kristóferssyni skipherra. Orlygur hefur naumast fengið þá viður- kenningu sem hann á skilið en um portret- list hans skrifar Gísli Sigurðsson. Brennuöldin I 4. og síðasta hluta greinarflokksins fjallar Olína Þorvarðardóttir um þátt Brynjólfs biskups Sveinssonar. Ekki stóð hann að galdraofsóknum, en þótt hann þætti stjórn- samur beitti hann sér ekki gegn ofstæki starfsbræðra sinna og gerði enga sýnilega tilraun til þess að koma í veg fyrir að fólk væri brennt á báli þegar þetta brjálæði keyrði úr hófi. I næsta nágrenni við bisk- upsstólinn var þó enginn maður brenndur fyrir galdra. | Ástráður Eysteinsson prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Islands hefur átt töluverðan þátt í að móta fræðilega umræðu um nútímabók- menntir hér á landi. Hugtökin módernismi og póstmódernismi hafa verið honum hug- leikin viðfangsefni, sömuleiðis þýðingafræði og menningarfræði sem hann telur bjóða upp á áhugaverða möguleika. I samtali við Þröst, Helgason ræðir hann um stöðuna í fræðunum og íslenskum bókmenntum, auk þess sem málefni Háskóla Islands ber á góma. Trúarbrögð Sama tengdust náttúruöflunum, segir Sig- urður Ægisson í umfjöllun sinni um Sama - eina þjóð í mörgum löndum. Það er annar hlutinn sem hér birtist. Samar trúðu því að sálir forfeðranna tækju sér bólfestu í ýms- um hlutum, einnig í tijám og klettum og einkanlega ef klettar eða steinar tóku á sig mannsmynd. Kristniboð meðal Sama bar lít- inn sem engan árangur fyrr en á 18. og 19. öld. FORSÍÐUMYNDIN: Ein af freskunum eftir Michelangelo sem prýða loft Sixtínsku kapellunnar í Róm. Myndin er birt í tilefni greinar Halldórs Reynissonar, prests í Nessókn, um Rómarför. SVEINBJÖRN BEINTEINSSON HARMUR Hver daguv skiptir sköpum böls oggleði þvískilur enginn dauðans miklu völd en þur sem áðuryndi dagsins réði er autt og tómt við haimsins rökkurtjöld. Paiw skynjum við í táralausum trega þá trú sem ræður okkar von og þrá og sýnist horfin heillum allra vega sú hugarmynd erfyr við treystum á. Að kvöldi voru hallir dagsins hrundar oghúmið lokar útsýn fram á veg þó sjáum við að örlög einnar stundai- þau eiga meira vald en þú og ég. Á meðan döpur dægrin litum breyta og dimmir að í hugans þagnai-borg skal þreyttur andi lífs og vonar leita í ljósi því sem býr í dýpstu sorg. Að harmsins boði horfna gleðistundin við hljóða kyrð í tómi sorgarlags í nýrri mynd er minningunni bundin og merkt í svip og línur þessa dags. Sveinbjöm Beinteinsson, 1924 -1995, var fæddur í Grafardal en bjó lengst af ó Draghólsi í Borgarfirði og vakti ungur athygli fyrir óvenjulega bragfimi. Hann safnaði og gaf út sýnisbækur með rímum og orti og gaf út eigin rímur en einnig Ijóðabækur svo sem Sluðlagaldur{]95Á),Vandl<væði 1957) og Heið- ina 1984. Sveinbjörn var allsherjargoði ósatrúarmanna fró stofnun safnaðar- ins 1972. RABB SÓLSKINS- SKATTUR STÖÐUGT berast hingað fregnir af kosningabaráttu og kosningaúrslitum í nágranna- samfélögum okkar beggja vegna Atlantsála. Á seinni ár- um hafa þessar kosningar að- allega snúist um tvennt: Hvort hefur stjórn eða stjórnarandstaða trúverðugri leiðtogum á að skipa - sem líklegri eru til að tryggja efnalega velferð og stöðugleika í samfélag- inu? Hins vegar um skattamál. Almennt er fólki umhugað um að borga sem lægsta skatta og auka sem mest umráð sín yfir eigin aflafé. En jafnframt vill þorri þjóðfé- lagsþegnanna að samfélagið tryggi ákveðið efnahagslegt öryggi og samfélagsþjónustu, sem allir greiði til. Það velferðarkerfi, sem flestar vest- rænar þjóðir státa af í dag, reis upp úr rústum seinni heimsstyrjaldar, víðast fyr- ir forgöngu stjórnmálaflokka á vinstri væng. Hugmyndirnar náðu þó langt inn í raðir hægri flokka og næstu áratugi eftir heimsstyrjöldina skipti það ekki sköpum um viðgang velferðarkerfisins, hvort hægri menn eða vinstri fóru með völd. Svo fór þó að lokum að æ fleirum ofbauð þetta bákn og sáu ofsjónum yfir þeim fjármunum sem það sópaði til sín úr launaumslögum þegnanna. Jafnframt brustu ýmsar upphaflegar forsendur þess. Unga fólkið kom æ seinna inn í at- vinnulífið ýmist vegna síaukinna mennt- unarkrafna eða landlægs atvinnuleysis, sem bitnaði harðast á æskunni, meðan öldruðum fjölgaði og ævi þeirra lengdist. Því varð það æ færra fólk á vinnumark- aði, sem varð að halda uppi sívaxandi íjölda þeirra, sem ekki komust fyrir í at- vinnulífinu. Upp kom hægri bylgja með kröfur um að bákninu yrðu reistar skorð- ur og dregið úr gegndarlausri forræðis- hyggju. Hæst reis þessi bylgja hjá Reag- an og Thatcher en hvergi sneiddi hún al- gerlega hjá garði. Nú virðist bylgjan rísa á hinn veginn. Svo er að sjá sem sá þorri kjósenda sem er millistéttarfólk telji nóg að gert í bili í snyrtingu og samdrætti velferðarkerfisins, og þar sem menn finna trúverðugan leið- toga vinstri afla treysti þeir þeim á ný fyr- ir stjórnartaumunum. Slíkur leiðtogi virð- ist nú vera sá sem tekst að sannfæra kjós- endur millistéttarinnar um að það sé ekki náttúrulögmál að stjórn vinstri manna þýði óhjákvæmilega hærri skatta. Hér á landi hafa kosningar í manna minnum aldrei snúist um skattamál. Ekki vantar þó að stjórnmálaflokkar okkar hafi sett fram stefnu og hugmyndir í þeim efn- um. Ailar hafa þær átt það sammerkt að vera óljósar og illa útfærðar, þannig að engum hefur verið ljóst hvað þær þýddu í raun fyrir pyngju þegnanna. Af eðli íslenskra samsteypustjórna leiðir líka, að kjósendm’ eru löngu hættir að gera kröfur til að kosningaloforð séu efnd. Menn lofa því sem þeir telja sig þurfa til að komast klakklaust í gegnum kosningar og framkvæma svo það sem þeim sýnist, ef þeim skolar inn í Stjórnarráðið. Langt er síðan Sjálfstæðisflokkurinn tók það upp í stefnu sína að afnema tekjuskatt af al- mennum launatekjum. Sú hugmynd átti mikinn hljómgrunn í hinum flokkunum líka, menn voru sammála um að þessi skattur væri orðinn nær eingöngu skattur á launþega, og eini skatturinn, sem ríkið næði nær undanbragðalaust. En tekju- skatturinn er þó enn við lýði og hækkaði jafnt og þétt hvað sem öllum kosninga- stefnuskrám leið. Þegar launþegahreyfing- in knúði loks fram nokkra lækkun hans í síðustu kjarasamningum komu sveitarfé- lögin til skjalanna með Reykjavík í broddi fylkingar og hirtu kjarabótina með hækk- un útsvars! Söluskattur var á sínum tíma orðinn svo hár, að menn töldu hann freista til undan- skota. Þá var tekinn upp virðisaukaskatt- ur, sem átti að vera miklu lægri en víðtæk- ari og skila þannig meiri tekjum. Nú er virðisaukaskattshlutfallið hærra hér en í nokkru öðru landi OECD og innheimtu- hlutfallið lækkar með hverju ári. Síðasta stjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks beitti sér fyrir stórfelldri lækk- un á skattbyrði fyrirtækjanna í landinu. Það er óumdeilt að sú aðgerð bar tilætlað- an árangur: efldi hag fyrirtækjanna og ágóða, launþegar gátu síðan sótt til þeirra umtalsverðar kjarabætur við óverulega verðbólgu og atvinnuleysið hjaðnaði á nokkrum árum. Eftir stendur að um þessa velheppnuðu aðgerð var ekki kosið. Kosn- ingaloforð höfðu snúist um annað, til dæm- is hækkun skattleysismarka. Nú heyrast fréttir um að einn frambjóð- enda Samfylkingarinnar á Reykjanesi hafi sett fram heildstæða stefnu í skattamálum, þar sem m.a. er gert ráð fyrir að tekju- skattur lækki í 23,5%. Ekki er vitað hvort þetta er einkaútspil Ágústs Einarssonar, eða hvort þetta verður stefna samfylking- arinnar í kosningum í vor. Fari svo hljóta stjórnarflokkarnir að svara með eigin skattalækkunarstefnu og kosningarnar að talsverðu leyti að snúast um skattamálin. Því er ekki úr vegi að rifja hér upp til- lögur um gerbreytta stefnu í skattamálum, sem danski hagfræðingurinn Erik Holm, efnahagsráðgjafi Schlúters, fyn-\’erandi forsætisráðherra Ihaldsflokksins, setti fram fyrir nokknnn árum. Hann benti á, að til að fjármagna útgjöld ríkisins yrði að leggja skatta á tekjur og framleiðslu, sem aftur þýddi að skattleggja yi’ði land, vinnu eða fjánnagn. Það er ekki góð hugmynd að skattleggja fjármagn, segir Erik Holm, vegna þess að sparnaður og fjárfesting er driffjöður hag- vaxtar. Með því að skattleggja vinnuna gerum við hana svo dýra að atvinnurek- endur kappkosta að leysa vinnuaflið af hólmi með vélum - sem ekki borga skatta - eða þá að verktakinn og hinn vinnufúsi kjósa að leysa sín mál án afskipta Skatt- manns - og neðanjarðarhagkerfið blómstr- ar. Því verður að færa skattbyrðina yfir á landið, og átt við allar þær auðlindir sem hauður og haf hafa að geyma. Fyrir því séu raunar ótal aðrar fullgildar ástæður, að við verðum að draga úr ásókn okkar í auðlindir jarðarinnar. Besta leiðin til að ná því markmiði sé að hækka verðið á nytjun þeirra. Með því að færa skattlagninguna af vinnunni yfir á auðlindir jarðar væium við ekki aðeins að sýna umhverfinu virð- ingu, við sýndum um leið að við virðum vinnuna. Sólarorkan er það sigurverk, sem held- ur hringrás endurnýjanlegi’a auðlinda gangandi. Kol og olía eiu reyndar líka gamalt sólskin, varðveitt í formi efnis. Með skattlagningu auðlinda værum við að í raun að skattleggja sólskinið, - nýtt og gamalt. Og vinnufúsir Islendingar gætu loksins unnið með sólskinsbros á vör, án þess að helmingur afrakstursins rynni í skattahítina. GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 13. FEBRÚAR 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.